Dagblaðið - 21.03.1978, Síða 11
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
EMEBUBW
fijálst, úháð dagblað
Útgefandi Dagbiaöifl hf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjónsson.
Fróttastjórí: Jön Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri rítstjómar
Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Sfmonarson. Aflstoflarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrít:
Ásgrímur Pólsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stofónsdóttir, Gissur Sigurfls-
son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, ólafur Goirsson, Ólafur Jónsson, Ómar
Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjakfkerí: Þráinn Þorie'rfsson. Dreífingarstjórí: Már E:M: Halldórs-
son.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrrfstofur Þverholti 11. Aöal-
sfmi blaflsins 27022 (10 linur). Áskrift 1700 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakifl.
Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12.
Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Lærdómsríkur listi
Birting listans yfir 49 íslenzka umráða-
menn gjaldeyris í Finansbanken í Dan-
mörku er gott dæmi um, hvernig leyndar-
dómsfullir hlutir verða hversdagslegir,
þegar kastljósi fjölmiðla er beint að þeim.
Ævintýralegar sögusagnir verða þá að
víkja fyrir tiltölu lega lítið spennandi staðreyndum.
Athyglisverðast við listann, sem Dagblaðið birti, og
viðtölin við reikningshafana er, hversu mikið þar er af
venjulegu fólki með venjulegt fé. Peningarnir hafa til
dæmis orðið til við langdvalir erlendis, arfskipti og önnur
fjölskyldumál. Þeir eru eðlilega fengnir, þótt ekki hafi
verið farið að gjaldeyrisreglum í mörgum tilvikum við
meðferð þeirra.
Eins og venjulega eru yfirvöld harmþrungin út af upp-
ljóstrunum af þessu tagi. Þau telja, að almenningi komi
ekki við, hvað þau hafa fyrir stafni. Ef þau fengju að
ráða, mundi fólk lítið vita um atburði líðandi stundar.
Það mundi vera óraunsætt og næmt fyrir leyndardóms-
fullum sögusögnum.
Sem betur fer er þagnarmúr yfirvalda oft rofinn eins
og gerðist í þessu tilviki. Slíkar upplýsingar stuðla að
raunsærri hugsun fólksins í landinu. Þær tempra
ímyndunaraflið, sem ella gengi lausbeizlað. í þessu felst
einn helzti kostur frjálsra og óháðra fjölmiðla, sem kné-
krjúpa ekki fyrir yfirvöldunum.
Að sjálfsögðu eru ekki öll kurl komin til grafar, þótt
þessi listi hafi verið birtur. Á hann vantar um það bil 27
nöfn umráðamanna reikninga í Finansbanken og svo
auðvitað nöfn þeirra, sem áttu inni í öðrum dönskum
bönkum.
Þó er athyglisvert, að listinn í Dagblaðinu er nákvæm-
lega hinn sami og Seðlabankinn sendi Rannsóknarlög-
reglu ríkisins hinn 6. marz síðastliðinn. Seðlabankinn
hefur því sjálfur dregið frá nöfnin 27, hugsanlega vegna
þess að þau hafi verið send skattrannsóknarstjóra.
r
V-Þýzkaland:
Hörð átök á
vinnumarkaði
— Ástand sem V-Þjóðverjar hafa ekki átt
að venjast fyrr
— Jafnvægið á vinnumarkaðinum liðin tíð?
iönaður er ákaflega mikilvægur út-
flutningsiðnaöur í V-Þýzkalandi.
Efnahagsráðherra landsins, Otto
Lambdsdorff, varaði við áhrifum sem
verkfall málmiðnaðarmanna gæti haft
á efnahag landsins og Helmut Schmidt
kanslari kom fram i sjónvarpi og
hvatti menn til þess að láta skyn-
semina ráða og hefja vinnu á nýjan
leik.
Tæknivæðing
gerir fjölda
Deilur þessar eru raunar báðar
nokkuð sérstaks eðlis. Tækniþróun
hefur orðið það ör, að fjöldi starfs-
manna í báðum fyrrnefndum greinum
er orðinn óþarfur. Samtök prent-
iðnaðarins, sem ná 500 ár aftur í
tímann, eða allt til þess tíma er
Johannes Gutenberg fann upp prent-
tæknina. En prenttækni hans er nú
orðin úrelt og leiðtogar samtakanna
vilja að félagsmenn njóti þeirra starfa,
sem tengd eru nýrri tölvusetningu í
prentsmiðjum.
t málmiðnaðinum er ástandið
svipað. Þar segjast atvinnurekendur
verða aö fækka starfsmönnum, eða að
missa samkeppnisaðstöðu stna á er-
lendum- mörkuðum ella. En megin-
hvati aögerða verkamanna nú síðast
var krafa um 5% launahækkun, sem
verkalýðsfélagið hafði sett fram.
„Hér er rætt um grundvallaratriðiT
sagði formaður verkalýðsfélags málm-
f " ........
Hver á að
moka flórinn?
verkamanna óþarfa
Fram að þessu hefur verið litið á V-
Þýzkaland sem eins konar vin í eyði-
mörkinni — land, þar sem friður ríkti
á vinnumarkaði og hagvöxtur ykist
jafnt og þétt.
En siðustu daga hefur dæmið
snúizt nokkuð við. Verstu vinnudeilur
þarlendis í langan tíma standa nú yfir,
með hörðum átökum á milli launþega
og vinnuveitenda, sem fram til þessa
hafa frekar talizt samherjar en and-
stæðingar.
Reiðir atvinnurekendur beittu
verkbanni sem vopni gegn svæðis-
bundnum verkföllum prentara, þannig
að nær öll dagblöð i V-Þýzkalandi
hættu að koma út. I Baden-Wurtem-
burg hægðu um 100 þúsund verka-
menn í málmiðnaði svo á störfum sín-
um að til vandræða horfði. Málm-
V-Þjóðverjar hafa fram að þessu ekki haft mikið af verkfðilum aö segja, en nú
virðist breyting að verða á. Verkföllin hafa þegar haft áhríf f bilaiðnaðinum.
Þannig má leiða getum að því, að litið sé mun alvar-
legri augum á mál hinna 27 manna, sem ekki eru á
listanum í Dagblaðinu og hjá rannsóknarlögreglunni. En
því er líka haldið fram, að þar sé um að ræða þá, sem
betur mega sín. Sú tilgáta er sennilega röng. Úr öllu því
fengist skorið, ef sá listi læki einnig til fjölmiðla.
Því miður eru ekki miklar likur á, að yfirvöld slaki á
járnaganum gegn hugsanlegum leka af því tagi.
ímyndunarafl þjóðarinnar mun því áfram eiga sitt
Heiðnaberg í Finansbankamálinu, þar sem sögusagnir
geta gengið hring eftir hring án aðhalds staðreynda,
birtra á prenti.
Inn í þá hringiðu dragast tugir nafna manna, sem
ímyndunaraflið telur, að hugsanlega hafi aðstöðu til að
safna erlendum gjaldeyri. Það er slík fréttamennska
sjöunda dagblaðsins, — slúðursins, sem yfirvöld landsins
eru svo natin við að rækta.
Birting nafnanna 49 og leynd nafnanna 27 er ágætt
skóladæmi um muninn á opinskárri fjölmiðlun í prent-
uðu máli annars vegar og þjóðsöguburði hins talaða máls
hins vegar. Hún sýnir, hversu nauðsynlegt er, að dag-
blöð komist óhikað að kjarna málsins.
Eftir átök launþega og ríkisvalds í
marsbyrjun gerðist það að atvinnurek-
andi nokkur rak fyrirvaralaust úr
vinnu einn af starfsmönnum sínum.
Þessi starfsmaður virðist, eftir blaða-
fregnum að dæma, vera úr þeim hópi,
sem eiga undir högg að sækja i lifs-
baráttunni — ung kona með tvö börn
áframfæri.
Viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar
við þessum atburði eru nokkuð gott
dæmi um stöðu og réttindi meðlima
hennar á vinnumarkaðinum. Einn
þeirra hlýðir kalli um aðgerðir sem
kosta bæði félagslegan þroska og
fjárhagslega áhættu. Þegar afleiðingar
þessarar þátttöku koma í ljós, skýrist
einkar vel réttur fólksins og þær
skyldur sem samtök launafólks hafa
gagnvart meðlimum sínum. Þegar að
því kemur að styðja þá sem órétti eru
beittir er að sjálfsögðu farið að lögum
og þeim leikreglum sem gilda í
viðskiptum launþega og at-
vinnurekenda.
Unga konan byrjar á því að bera sig
upp við forustuna og ýmsir aðilar taka
máli hennar vel. Stéttarfélagið bendir
henni á vinnustaði þar sem hægt er að
sækja um vinnu og gengið er í að gera
kröfu um að atvinnurekandinn greiði
henni laun á uppsagnarfresti.
Þetta er í stórum dráttum réttur
hins almenna launþega og sá
stuðningur sem hann má vænta.
Friðhelgi
atvinnurekenda
Atvinnurekandinn, sem eftir
fréttum að dæma, rekur fólk úr vinnu
oft á tiðum fyrirvaralaust og án
tilgreindra ástæðna, er ekki inni í
þeirri mynd sem verkalýðshreyfingin
hefur um' samskipti aðila vinnu-
markaðarins.
Eftir áratuga starf og baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar hafa meðlimir
hennar enn í dag ekki öllu meiri
réttindi og vernd á vinnustöðum en í
upphafi. Árið 1978 getur verkamaður
ekki hlýtt kalli heildarsamtakanna án
þess að verða fyrir atvinnuofsóknum
og niðurlægingu af hálfu at-
vinnurekenda.
Atvinnurekandinn stendur hins
vegar enn á árinu 1978 með pálmann i
höndunum. Hann virðist njóta
algjörrar friðhelgi i kerfinu. Hann
getur komið fram við starfsfólk sitt
eftir eigin duttlungum án þess að eiga
neitt á hættu.
Atvinnurekandinn hefur öll
mannréttindi og stundum meira en
það. Hann gengur ennþá í sparifé al-
mennings í bönkunum og í sjóðina.
Hann dregur enn ómælda einka-
neyslu út úr rekstrinum. Hann sleppur
enn við að borga nema óverulega
skatta þrátt fyrir óhófslif. Hann
hleður enn upp óðaverðbólgugróða,
þegar sverfur að almenningi.
Tímaskekkja
Þetta atvik sem átti sér stað núna i
vetur er lítil spegilmynd af stærra
vandamáli.
Þetta er dæmi um þær ógöngur og
þá stöðnun sem verkalýðshreyfingin
er komin í. Þetta er dæmi um þá tíma-
skekkju að hægt sé að reka árangurs-
ríka kjarabaráttu sem eingöngu er háð
þeim grundvelli sem kallaður hefur
verið fagleg barátta.
Það er alveg augljóst að árangri
með slíkri baráttu verður ekki lengur
náð. Um það bera síðustu ár Ijóst
vitni.
Ef einhver árangur á að nást verður
verkalýðshreyfingin að skilja þá
staðreynd að bein afskipti af stjórn-
málum er eina leiðin sem möguleg er
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 ,,
..
Verkföll alvanaleg
annars staðar —
en vekja athygli f
V-Þýzkalandi
Deilurnar hafa verið nálægt suðu-
punkti siðan i upphafi mánaðar, en
upp úr sauð i síðustu viku. Meðal
fyrirtækja, sem urðu að stöðva fram-
leiðslu sína, voru bilaverksmiðjurnar
Daimler Benzog Porche.
Enda þótt útlit sé fyrir að verkfall i
málmiðnaðinum hefði mun alvarlegri
áhrif en verkfall opinb. starfsmanna
hafði 1974, sem þó var alvarlegasta
vinnudeila i sögu V-Þýzkalands, þá er
ekki gert ráð fyrir því að ríkisstjórn
jafnaðarmanna gripi i taumana. Hún
vill ekki skipta sér af samninga-
viðræðum um kaup og kjör á milli
frjálsra samningsaðila.
Ef þetta væri ekki að gerast í V-
Þýzkalandi vekti það e.t.v. litla sem
enga athygli. En V-Þýzkaland hefur
getið sér gott orð fyrir örugg
viðskiptatengsl og öryggi á vinnu-
markaði, sem V-Þjóðverjar eru stoltir
af.
Á árunum 1974-1976 töpuðust að
meðaltali 25 dagar á ári í vinnudeilum
á hverja 1000 starfandi menn í V-
Þýzkalandi. Til samanburðar má
geta þess að samsvarandi tölur frá
Frakklandi eru 243 á hverja 1000
menn, 245 í Japan, 353 í Bretlandi og
1754 á Ítalíu.
Mönnum utan V-Þýzkalands finnst
það skrítið, að verkföll skuli yfir höfuð
vera vandamál í V-Þýzkalandi, þessu
háþróaða iðnaðar- og velferðarríki,
þar sem verðbólga er um 4% á ári og
laun með því hæsta, sem þekkist i
heiminum.
En atvinnurekendur segja að ein-
mitt þessi háu laun hafi það i för með
sér að lítið sé hægt að hækka þau, ef
hagvöxtur á að haldast og V-Þýzka-
land að halda stöðu sinni sem ein af
mestu útflutningsþjóðum veraldar.
Jafnvel áður en il verkfulla iprent-
og málmiðnaðinum kom, höfðu sézt
merki þess að jafnvægið á vinnu-
markaðnum væri að riðlast.
Það verður því fróðlegt að fylgjast
með framvindu mála á næstunni,
hvort verulega kreppir að efnahags-
veldi V-Þjóðverja vegna innbyrðis
deilna, verkfalla og verkbanna.
Willy Brandt fv. kanslari V-Þýzka-
lands hefur áreiðanlega talað fyrir
munn margra, er hann sagði að
verkbönn atvinnurekenda gerðu
ástandiðaðeins verra.
iðnaðarins, Eugen Loderer. „Það er
um að ræða ævistarf þessara manna.
Kaupgreiðslur eru ekki eina
ágreiningsefnið. Þetta mál verður ekki
leyst með fjöldauppsögnum og engum
aðgerðum öðrum.”
Samningaviðræður í málmiðnaðin-
um hafa verið þær mikilvægustu hvað
varðar kaupákvarðanir á hverju vori.
Þær eru yfirleitt fyrirmynd og for-
dæmi annarra ákvarðana I kaup-
gjaldsmálum, sem á eftir fara.
Verkamenn innan járniðnaðarins
eru 3.6 milljónir talsins. U.þ.b.
helmingur þeirra starfar í fylkjunum
Baden-Wurtenberg og Westfalen.
Mikill meiri hluti þeirra hefur greitt
því atkvæði að farið verði í verkfall ef
með þarf, til þess að fylgja kröfunum
eftir.
„Við eigum í erfiðri baráttu,” segir
Loderer, „e.t.v. þeirri erfiðustu frá lok-
um seinni heimsstyrjaldarinnar. Það
ber mikið á milli viðsemjendanna.”
Þótt verkföll verði er óliklegt að stjórn jafnaðarmanna grípi inn i. Myndin sýnir v- þýzka þinghúsið, Reichtag.
til þess að komast út úr þeim vítahring
sem hún sveimar nú inni i.
En þetta er ekki eins auðvelt og
virðist i fljótu bragði. Orsakir fyrir
þeim erfiðleikum sem þessu eru
samfara er að finna i þróun stjórn-
mála og stjórnmálaflokka undanfarna
áratugi.
Það eru tveir möguleikar á pólitískri
stjórn í landinu. Það eru ríkisstjórnir
sem kenndar eru við hægri eða
vinstri. Það væri freistandi að
skilgreina slíkar ríkisstjórnir þannig
að hægri stjórn sé vond fyrir verka-
lýðinn en vinstri stjórn hins vegar góð.
Svo einfalt er málið ekki.
Breytt valdahlutföll
í Sjálfstæðisf lokki
Ef tekin eru dæmi um hægri
stjórnir má nefna 2 þær siðustu.
Viðreisnarstjórnina og núverandi
rikisstjórn.
Viðreisnarstjórnin sem sat að
völdum í 12 ár var allan tímann fjand-
samleg verkalýðnum. Hún stjórnaði i
því efnahagsástandi þegar afar erfitt
var að koma þjóðinni á hausinn með
þeim aðferðum sem þá voru innan
ramma islensks siðgæðis.
Þrátt fyrir það að Viðreisnar-
stjórnin var fjandsamleg verkalýðnum
frá upphafi til enda, þá stjórnaði hún
landinu. Þetta var vegna þess að á
þeim tima voru þau öfl nokkurs
ráðandi i Sjálfstæðisflokknum sem
byggðu pólitík sina ennþá að nokkru
leyti á islensku atvinnulífi og fram-
leiðslu. Þrátt fyrir stóriðjufram-
kvæmdir og undanhald íslenskra fram-
leiðsluatvinnuvega var sú stjórn ekki
einhliða ríkisstjórn verslunar- og
verðbólgubraskara eins og sú sem nú
situr.
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
Valdahlutföll i Sjálfstæðisflokknum
hafa breyst á siðustu árum þannig að
flokkurinn er nú nær einhliða valda-
tæki þeirra peningamanna sem vilja
heldur fá sitt á þurru landi í verslun og
óarðbærri fjárfestingu en að taka
áhættu i rekstri sjávarútvegs og
iðnaðar og annarra framleiðsluat-
vinnugreina.
Vegna þessarar staðreyndar er sá
möguleiki ekki fyrir hendi að ný
Viðreisnarstjórn taki við landinu og
fari að stjórna því. Enginn grund-
völlur er til [ress
Reynslan af jteirri ríkisstjórn sem
núsitur eröllum Ijós.
Hún er ekki rikisstjórn Islands i
venjulegum skilningi. Hún er eins
konar afgreiðslustofnun sem situr í
stjórnarráðinu. Hún hefur ekki komið
nálægt stjórn landsins þau fjögur ár
sem liðin eru frá valdatöku hennar.
Þetta er staðreynd sem hver einasti
maður viðurkennir hvaða stjórnmála-
skoðanir sem hann annars hefur.
Vegna þeirra breytinga á valdahlut
föllum sem orðið hafa i Sjálfstæðis-
flokknum og einnig Framsóknar-
flokknum, hefur þessari ríkisstjórn
tekist að koma þjóðinni á hausinn og
gera hana nálega gjaldþrota þrátt fyrir
betra ástand efnahagsmála og ytri
skilyrða en voru i tíð Viðreisnar-
stjórnarinnar.
Þetta hefur þó ekki eingöngu átt
sér stað vegna stjórnleysis rikis-
stjórnarinnar, heldur á breytt
verðmæta- og siðgæðismat þjóðar-
innan allrar og þingmanna, sem farið
hafa hamförum að moka fé í óarðbæra
fjárfestingu, hér einnig hlut að máli.
Þessir aðilar hafa myndað þann
jarðveg sem er forsenda þess að slikt
þjóðargjaldþrot geti yfirleitt átt sér
stað. En ábyrgðina ber engu að síður
ríkisstjórnin sjálf.
Ný vinstri stjórn?
Þá kemur að þeim möguleika að ný
vinstri stjórn taki við völdum eftir
kosningar.
Þessi möguleiki er fyrir hendi þó að
ekki sé hann beinlínis einfaldur. Það
sem kalla mætti vinstri stjórn er sam-
stjórn Alþýðubandalags, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks.
Það eru viss rök fyrir þvi að rikis-
stjórn sem hefur minni ítök i verka-
lýðshreyfingunni en samstjórn
þessara flokka, geti ekki stjórnað
landinu á næstu árum. Engin stjórn
sem ekki nær neinu samkomulagi við
launþegasamtökin getur yfirleitt
stjórnað landinu við núverandi
aðstæður.
Ótal ljón eru samt í veginum
fyrir myndun slíkrar ríkisstjórnar og
ekki síst ástand þeirra flokka sem að
henni myndu standa.
Um Alþýðuflokkinn veit enginn
neitt. Þar hefur viss hreyfing átt sér
stað. Þegar lýðskrumið og auglýsinga-
herferðin er leyst upp veit samt
enginn um markmið flokksins í stjórn-
málum. Það umrót, sem verið hefur i
flokknum, var fundið upp og hefur
beinst að því að koma í veg fyrir að
hann dæi út í kosningunum eins og
margt benti til að yrði með þeirri
þróun sem verið hefur undanfarin ár.
Framsóknarflokkurinn hefur eins
og áður, við svipuð skilyrði, breyst i
glórulaust afturhald í samstarfinu við
Sjálfstæðisflokkinn. Staða hans í
stjórnmálunum er nú veik og hann
væntir sér ekki glæsilegrar útkomu i
kosningunum. 1 Framsóknarflokkn-
um, eins og í Sjálfstæðisflokknum,
hefur sá armur fengið aukin völd sem
tengdur er þeirri efnahagsstefnu sem
núverandi rikisstjórn hefur rekið.
Alþýðubandalagið hefur sæmilega
stöðu þrátt fyrir pólitískan sofanda-
hátt í stjórnarandstöðu. Flokkurinn er
lengst allra flokka frá valdakerfinu
og búist er við að þess vegna bæti
hann við sig einhverjum þingsætum.
Þrátt fyrir það verður pólitískur styrk-
ur Alþýðubandalagsins á þingi ekki
nægur til að hafa afgerandi áhrif í
stjórnmálum.
Þessi möguleiki fyrir stjórn
armyndun er þrátt fyrir allt fyrir
hendi. Líkurnar ykjust þó ef
verulegur þrýstingur kæmi frá
kjósendum og tilfærsla atkvæða yrði
afgerandi mikil.
-
Flórmokstur
Slik stjórn yrði ef til vill kölluð
vinstri stjórn. Raunverulega yrði það
ekki réttnefni. Pólitisk staða hennar
færi samt að verulegu leyti eftir þeim
valdahlutföllum sem að henni stæðu
Slík ríkisstjórn ætti samt ekki að
hljóta nafnið vinstri stjórn. Slik stjórn
yrði að vera vinnuhópur sem mokaði
þann pólitíska flór sem nu flýtur alls
staðar útúr.
Ekkert slíkt gerðist þó ef farið væri
eftir hefðbundnum leiðum. Til þess
eru fyrrnefndir flokkar alltof sundur-
lausirogósamstæðir.
Þarna þyrfti verkalýðshreyfingin að
koma inn i myndina. Hún yrði að
stokka upp öll sín faglegu sjónarmið
og ganga út i fjósið í moksturinn.
Meirihluti slikrar ríkisstjórnar
byggðist eðlilega fyrst og fremst á at-
kvæðamagni launafólks. Verkalýðs-
hreyfingin ætti í samræmi við það að
setja slíkri rikisstjórn ákveðið vinnu-
plan, sem hún ætti að vinna eftir.
Og verkalýðshreyfingin ætti að hafa
pólitískt hugrekki til að beita öllu afli
sínu til þess að eftir þessu plani yrði
unnið.
Þessi flórmokstur yrði heldur
óþrifaleg vinna. Það myndi slettast á
ýmsa, jafnvei innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Á eftir yrði fjósið
hins vegar hreint og vistlegt og
búpeningurinn myndi aftur fara að
þrífast og gefa af sér arðbæra fram-
leiðslu.
Ef þetta tækist, myndi renna upp
nýtt þróunartimabil í verkalýös-
hreyfingunni sem væri i beinum
tengslum við þann veruleika sem við
lifum
Hrafn Sæmundsson,
prentari.