Dagblaðið - 21.03.1978, Side 15

Dagblaðið - 21.03.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 ........................ HVERS VEGNA OG KONUR YFIRGEFA HVERNIG EIGIN- HEIMILISÍN ..Konur sem yfirgefa heimili sín læðast yfirleitt ekki út um hánðtt eða rjúka út í miðju rif rildi.“ segir kanadiskur félagsráðgjafi, Todres að nafni. ..Þess í stað ákveða þær nærri því alltaf, hvenær og hvert þær eiga að fara með nokkrum f.vrirvara og undan- tekningarlítið segja þær eigin- mönnum sínum frá ákvörðun sinni." Félagsráðgjafinn Todres. sem nýlega lauk við rannsókn á nokkrum konum sem höfðu yfirgefið heimili sín, segir aðal- ástæðurnar vera tvær: Sambandsleysi við eiginmanninn og skortur á sam- eiginlegum áhugamálum. Aðalástæða þess að þær skildu börn sín eftir var að þær töldu sig ekki geta séð fyrir þeim fjárhagslega og einnig vildu þær að börnin væru um kyrrt á þeim stað sem þau voru alin upp á. Með öðrum orðum fannst konunum að þörfum barnanna væri bezt fullnægt með því að skilja þau eftir heima. önnur ástæða þess að konurnar skildu börnin eftir heima var sú að þær voru í of miklu tilfinningalegu ójafn- vægi til þess að geta sinnt þeim sem skyldi. En hvers konar konur eru þetta sem vfirgefa heimili. eiginmann og börn? „Algengur aldur þeirra kvenna sem fóru var 34 ár“, sagði Todres. „Þæ'r reyndust einnig vera giftar mönniim sem höfðu góð og stundum mjög góð laun á okkar mælikvarða." Margar af þessum konura langaði til þess að breyta lifi sinu en þær sáu að það var illmögulegt ef þær voru bundn- ar yfir manni og börnum. Marg- -ar þeirra yfirgáfu eiginmenn sina jafnvel glaðar í huga en allar höfðu þær kveljandi sam- vizkubit yfir því að yfirgefa börn sin. Sumar þessara kvenna fengu sér atvinnu og nokkrar fóru i nám. En það sein vakti mesta undrun okkar var að þær virt- ust hafa takmarkaðan áhuga á öðrum karlinönnum og fæstar þeirra tóku upp samband við aðra karlmenn strax. Af öllum konunum sem tóku þátt í þessari rannsókn var aðeins ein sem giftist fyrrver- andi eiginmanni sínum aftur. Þær sneru ekki aftur, einfald- lega vegna þess að þær langan ekki aftur heim. Aftur á móti hitta þær börn sín nokkuð oft. Athyglisvert er að sú ákvörðun kvennanna að yfir- gefa heimili sín var ekki tekin í fljótfærni heldur að vel athuguðu máli og flestar hafði þær lengi langað til þess að losna úr hjónabandinu. Allar höfðu þær sagt eigininönnum sínum frá ákvörðun sinni. að minnsta kosti einu sinni, áður en þær létu verða af því að fara. Þær biðu hins vegar eftir hentugum tíma og hann kom. Konur virðast ráðgera burt- för sina betur og af meiri nákvæmni og umhugsun en karlmennirnir." segir Todres. Stúlkur eru ekki Ijónamatur en það vissi vesalings Ijonynjan hara ekki og nartaði þvi i handlegg leikkonunnar. í GINIUÓNSINS Þetta var aðeins saklaus kvik- myndaupptaka sem sk.vndilega varð að bláköldum raunveruleika. Við upptöku kvikmyndarinnar sem er að mestu leyti leikin af dýrum, s.s. tígrisdýrum, ljónum, hiébörðum og öðrum villidýrum, réðst fokill ljónynja á leikkonuna. Melanie Griffith. Þegar Tippi Hedren, sem leikur móður Melanie, sá hvað var um að vera settist hún klofvega á bak ljónynjunnar og tókst að draga hana í burtu. Melanie slapp því með smávægilegt bit i hand- legginn og rispur í andlitið sem voru saumaðar saman með 12 sporum. Seinna. á meðan á upptökunni stóð. braut fíll annan ökkla Ti|5pi Hedren. En þ.'tta voru ekki einu óhöppin v’ð þessa óheillamynda- töku. Ljói. beit einn af Ijós- myndurunun og þurfti ;>ví að sauma 200 s|.or í hann. Einn af kokkunum n.issti framan af fingri og kikstjórinn Noel Marshall hafði næ»rri því misst annan handlegginn upp í gapandi gin ljóns. Ætti hann nú ekki að hugsa sig um tvisvar áður en hann hefur upptöku á nýrri dýramvnd? Melanie Griffith slapp með nokkrar skrámur í andlitinu sem hægt var að sauma saman með 12 sporum. Leikkonan er vitanlega skelfingu lostin þegar Ijónynjan ræðst á hana með opið ginið.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.