Dagblaðið - 08.05.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978.
Spurning
dagsins
Hvernig finnst þér
umferðarmenningin
á íslandi?
Valgeröur Jónsdóttir húsmóðir: Hún
mætti vera betri. Menn eru ekki nógu
tillitssamir og fara ekki nógu vel að um-
ferðarreglunum.
Vala Möller nemi í M.S.: Frekar slæm.
Allir eru að flýta sér svo mikið og reyna
alltaf að troðast.
Jakob Jakobsson fiskifræðingur: Hún er
ekki góð en hefur samt skánað mikið.
Sennilega þarf strangara eftirlit og að
framfylgja lögunum af meiri hörku.
Mfa
Katrin Óskarsdóttir teiknarí: Eftir
aðstæðum sæmileg. Ætli hún geti verið
mikið betri.
Ólafur Magnússon starfar i gleriðnaði:
Mér finnst hún heldur hafa batnað en
er samt ekki nógu góð. Notkun stefnu-
Ijósa hefur mjög aukizt og er það spor i
rétta átt.
Arngrimur Jónsson prestur: Hún gæti
verið betri. Tillitssemi er nokkuð ábóta-
vant. \
NETA-
VEIÐIN
ILL-
SKÁST
Svar vlð andsvari um kópaveiði
Játvarður Jökuil Júliusson skrifar:
Guðjón V. Guðmundsson birtir
stutt andsvar í DB 27. apríl við grein
minni: Sitt af hverju um selveiði, sem
birtist í DB 22. apríl.
Ekki held ég að rétt sé hjá honum
að ég hafi rangtúlkað mál hans eða
gert-honum upp skoðanir. Því til sönn-
unar vil ég benda á hve afdráttarlausar
skoðanir hans eru og skýrt orðaðar.
Hann segir: „------fór ég fram á það,
já krafðist þess að selveiðimenn hættu
að drekkja selnum, þaö er og verður
illmennska að lífláta dýr á þann hátt”
-----Áður segir: ------þykir mér rétt
að koma því enn á framfæri, raunar er
skömm að því að ekki skuli fyrir langa
löngu vera búið að gera eitthvað í
málinu”.
Þetta er opinská og einörð afstaða.
En góði maður: Hvernig ætti að lif-
láta kópana á annan hátt? Það er
spurningin. Ég veit ekki hvað við er
átt, nema meint sé að skjóta þá. Það
átti að vera aðalboðskapur míns svars
og þungamiðja greinarinnar, að veiða
með skotum kemur ekki til greina, má
ekki eiga sér stað.
„Ekkert vekur selnum meiri
skelfingu en ’skotadrápið” sagði ég og
endurtek nú. Athugum hvað verður ef
á að leita kópa uppi á hraðfara bátum.
Yrði ekki skotið á kópa hjá mæðrum
sínum? Mér er ógerlegt að sjá meiri
mannúð í þvilíku. Og hvað ætti að
takmarka þá veiði: Það fæ ég ekki séð I
fljótu bragði.
Nú vill svo sérkennilega til, að ein-
mitt Guðjón V. Guðmundsson túlkar
vel viðskipti skotmanna við skepnur
(fugla) i andsvari sinu. Skoðanir mínar
um seladráp með skotum gæti ég sem
bezt sagt með hans hnitmiðuðu orðum
og gert þau að mínum: „Iðju,
þessara.... drápara fordæmi ég og hefi
lengi gert, þetta athæfi er þeim er það
stunda til ævarandi skammar, því að
sjálfsögðu drepst aðeins hluti þeirra....
samstundis sem á er skotið" o.s.frv.,
sem lesa má.
Hví ekki að
endur-
sýna bíó-
mynd-
irnar?
G.Þ. hringdi:
Hvernig stendur á því að sjónvarpið
getur ekki sýnt fleiri biómyndir en það
gerir? Væri nokkuð úr vegi að endur-
sýna þessar tvær biómyndir sem sýnd-
ar eru á föstudags- og laugardags-
kvöldum einhvem eftirmiðdaginn i
næstu vikunniáeftir?
Stundum kemur fyrir að þeir slysast
til þess að hafa bærilegar bíómyndir
og því alls ekki úr vegi að endursýna
þær. Þetta er, eða a.m.k. var alltaf
gert í Kanasjónvarpinu á meðan það
var og hét aðalsjónvarp suðvestur-
hornsins".
Ég hygg mála sannast að netaveiðin
sé illskásta og eina boðlega
veiðiaðferðin, ef á að veiða kópa á
annað borð. Og ég sé ekkert á móti því
að veiða þá, en vitanlega í hófi. Eitt
með fleiru sem er blátt áfram lokkandi
við að veiða vorkópa í net, það er að
sjá og vita suma sleppa, hafa vit á að
forðast netin, komast upp, lifa og
viðhalda stofninum, synda sinn sjó
þegar síðasta selabandið er dregið
upp.”
Raddir
lesenda
w.
Laugavegi 69 simiiböbU
Miðbæjarmarkaði — simi 19494
''\\
Brúnt og *
svart - f í
leður.
Verðkr. 18.980.-
Póstsendum
i/
.....'
Smurbrauðstofon
BJORNINN
NjóUgötu 49 — Sími 15105
MARGIR mim AD
NÁTALARAR
SELI AÐEINS FYRIR
ATVINNLMENN...
H
JB
en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara,
notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér.
Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles
Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir
vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess.
AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um -
VELJIÐ AR HÁTALARA.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
SENDUM
BÆKLINGA