Dagblaðið - 08.05.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAl 1978.
5
8. maí—AlþjódadagurRaudakrossins:
VIÐ ERUM ALLIR BRÆÐUR
—þessi einkunnarorð hafa fylgt Rauða krossinum
allt f rá því að kveikjan að stofnun hans varð til á vfgyellinum við Solferino árið 1859
Hugmyndin að stofnun Rauða
krossins fæddist árið 1859 þegar ungur
Svisslendingur, Henri Dunant (fæddur
8. mai 1828) átti leið um Norður-ltalíu
í viðskiptaerindum. Á Langbarðalandi
hafði geisað stuttur en mjög harður
ófriður milli Frakka og Austurríkis-
manna. Þann 24. júní var háð þar ein
blóðugasta orrusta sögunnar við
Solferino. íslendingar þekkja þessa
orrustu úr skoplegri frásögn Benedikts
Gröndals af Heljarslóðarorrustu, en í
augum Dunants var þessi atburður
ekki jafn skoplegur, en hann sá að
gífurlegur fjöldi særðra á vigvellinum
naut engrar hjálpar. Gizkað er á að
um 40 þúsund manns hafi fallið og
særzt í þessari orrustu, sem Austur-
rikismenn biðu algeran ósigur í.
Ásamt fólki i Solferino og
Castiglione hóf Dunant að veita
hinum særðu hjálp án nokkurrar
manngreiningar. Sjálfboðaliði sem tók
þátt i þessu starfi endurtók stöðugt við
vinnu sina orðin „Tutti fratelli” sem
þýðir allir eru bræðúr, og hafa þau
einkunnarorð síðan fylgt Rauða kross-
inum.
Eymd sú sem Dunant varð vitni að
kveikti hjá honum þá hugmynd, að
stofnaðar yrðu um allan heim sveitir
sjálfboðins liðs kvenna og karla sem á
friðartimum byggju sig undir að veita
aðstoð í ófriði og gerður yrði
alþjóðlegur samningur um að sjúkir.
særðir og hjálparliðar teldust hlut-
lausir aðilar og væru undir hervernd.
Hugmyndir sinar setti Dunant fram
í bókinni „Minningar frá Solferino",
sem gefin var út 1862. í bókarlok birtir
hann áskorun til þjóða heimsins um
aukna mannúð og mannréttindi.
Bókin hafði slik áhrif, að almennings-
álitið fór brátt að krefjast aðgerða.
Góðgerðarsamtök i Genf hrifust af
hugmyndum Dunants og skipuðu
fimm manna nefnd árið 1863 til að
leggja fram álitsgerð byggða á tillög-
um hans og var Dunant sjálfur ritari
nefndarinnar. Nefndin skipaði sjálfa
sig sem alþjóðaráð til hjálpar særðum
hermönnum, en vann einnig að því að
koma á alþjóðlegum fundi, sem var
svo haldinn 28.-29. október 1863 með
fulltrúum 18 þjóða. Telst Rauði
krossinn stofnaður þá. Fundurinn
lagði til að stofnuð yrðu félög i sér-
hverju landi, og hefðu þau það hlut-
verk að búa sig undir hjúkrun særðra í
styrjöldum. Skyldi einkenni starfsliðs
félaganna vera rauður kross á hvítum
grunni. Merkið var valið til heiðurs
Sviss, vöggu félagsins, sem hefur
hvítan kross í rauðum grunni i
þjóðfána sínum. Þótt ætlazt væri til að
eitt merki væri notað var síðar
heimilað að nota Rauða hálfmánann i
Múhameðstrúarlöndum og Rauðu sól-
ina og Ijónið i tran.
Ári eftir stofnfundinn, eða 22. ágúst
1864, gekkst svissneska rikisstjórnin
samkv. tillögum fimm manna nefndar-
innar fyrir ufndi í Genf. Fundurinn
samþykkti sögufrægt plagg, fyrsta
Genfarsáttmálann um vernd sjúkra og
særðra hermanna á landi. Var sátt-
málinn þegar undirritaður af 12 rikis-
stjórnum. Þetta var í fyrsta skipti sem
riki undirrita sáttmála á sviði mann-
úðarmála. Síðan hafa verið gerðir
fleiri slikir sáttmálar og eru þeir nú
orðnir fjórir.
1. Vernd sjúkra og særðra hermanna á
landi
2. Vernd sjúkra og særðra hermanna á
sjó.
3. Verndstriðsfanga.
4. Vernd borgara í ófriði.
Megininntak Genfarsáttmálanna er
að allir þeir sem ekki taka þátt i bein-
um striðsaðgerðum skuli hljóta
mannúðlega meðferð. Þetta á við her
menn sem hafa lagt niður vopn, sjúka
og særða hermenn, herfanga, borgara
og þá sem hafa orðið fyrir barðinu á
styrjöldum. Mest framför varð við
siðasta Genfarsáttmálann, sem fjallar
um bann við misþyrmingum, gisla-
töku. skyndiaftökum o. fl. Langt er þó
i land að allir virði þessar reglur og
enn er unnið aðendurbótum á þeim.
Þegar talað er um Alþjóða Rauða
krossinn er átt við Alþjóðaráð RK,
Alþjóðasamband RK félaga, Alþjóða-
fundi RK og starfslið stofnana RK í
Genf.
Alþjóðaráðið var stofnað 1863 og er
það skipað 25 Svisslendingum. Skal
það gæta þess að reglur Rauða
krossins og Genfarsáttmálans séu
haldnar.Þótt ráðið sé skipað borgurum
eins lands er það alþjóðlegt í starfi
sinu. Jafnframt því að gæta þess að
sáttmálarnir séu haldnir skal ráðið
breiða út þekkingu á þeim og starfa að
hjálparaðgerðum við fólk á ófriðartim-
um.
Alþjóðaráðið og landsfélögin hófu
þegar að undirbúa hjálparstörf til að
vera viðbúin þegar ófrið bæri að hönd-
um og 1870 hófst hjálparstarf fyrir
alvöru. Siðan tók við hver hjálparað-
gerðin af annarri. Starfið fer nú sivax-
andi, bæði vegna ófriðar og ofbeldis-
aðgerða. Eftirlit er haft með fanga-
búðum, unnið að fangaskiptum,
sáttarorð borin á milli og þannig rhætti
lengi telja. Þá er unnið að endurbótum
á Genfarsáttmálunum, sem verður
sífellt erfiðara því ofbeldisaðilar og
hermdarverkamenn vilja ekki láta
binda hendursínar.
Alþjóðaráðið er viðurkennt af rikis-
stjórnum og standa þær undir föstum
kostnaði ráðsins. Ef til meiri háttar
skyndilegra aðgerða kemur af hálfu
ráðsins leitast landsfélögin við að afla
fjártilaðgerðanna.
Sem fyrr segir voru verkefni Rauða
krossins í fyrstu bundin við ófrið. Þeg-
ar leið að lokum fyrri heimsstyrjald-
arinnar þótti mönnum fráleitt að nota
sama skipulag á friðartímum og notað
hafði verið I styrjaldarhjálp. Því var
ákveðið að stofna Alþjóðasamband
Rauða kross félaga árið 1919. Hefur
sivaxandi starf farið fram á vegum
þess, einkum til að efla landsfélögin til
starfa.
Starf Alþjóðasambandsins er fyrst
og fremst fólgið i því að auðvelda
landsfélögunum starf þeirra auk þess
sem sambandið stendur fyrir stofnun
nýrra landsfélaga og eflingu neyðar-
hjálpar og neyðarvarnastarfa.
Alþjóðasambandið hefur einnig
haslað sér völl áTieilbrigðissviðinu og
hin síðari ár hefur það haft forystu um
blóðsöfnunarmál og skyndihjálp og i
beinu framhaldi af þvi um sjúkra-
flutninga. Meginþunginn i starfi
sambandsins er fólginn í neyðarvörn-
um og neyðarhjálp. Það hefur sýnt sig
að Rauði krossinn hefur sérstöðu í ver
öldinni vegna þess hve fljótur hann er
til með aðstoð, yfirleitt skjótari en
aðrar stofnanir. Hann er óháður
stjórnmálaástandi og ákvörðunarvald
hans er lipurt og laust við tregðu. Með
bættu skipulagi neyðarvarna hefur
þeim þjóðum fjölgað, sem eru sjálf-
bjarga á neyðartímum. Hins vegar
hefur orðið fjölgun á atvikum í heim-
inum, sem leiða til neyðarástands.
einkum af völdum náttúrunnar. Talið
er að neyðarhjálparbeiðni sé send út á
14 daga fresti. Er þá gjarnan efnt til
fjáröflunar eða fé sent úr hjálpar-
sjóðum. Er mikil áherzla lögð á að
slíkir sjóðir séu efldir.
HENRI DUNANT — eftir blóðbaðið í Solferino stofnaði hann Rauða krossinn.
Nokkrum áratugum siðar átti hann í erfiðleikum með að fá menn til að trúa því að
hann hefði stofnað til þessara góðu samtaka. Með aðstoð gitðra manna tokst það
þó um síðir.