Dagblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 10
10 BIABIÐ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978. fijálst, áháð dagblau Útgefandl DagbUKMO hf. FramkvœmdastJöH: Svainn R. EyjóHsson. RKstjóri: Jónas Kristjénaaon. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RKstJómarfuHtról: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannas RaykdaL Iþróttir Hallur Slmonaraon. Aóatoóarfréttastjóri: Atll Stainarsson. Handrit Aagrimur Pábson. Blaóamann: Anna Bjamason, Aagair Tómasson, Bragl Slgurósson, Dóra Stafánsdóttk, Qlssur Sigurós- son, Hallur Hallsson, Halgi Pétursson, Jórias Haraldsson, ólafur Gairsson, ólafur Jónsson, ómpi Valdknarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ami Páll Jóhannsson, Bjamlalfur Bjamlalfsson, Höróur VUhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Pormóösson. 'Skrrf.tofu.tj6H: Ólafur EyjóH..on, Gjaldkwi; Prtkm ÞofMTuoa «öki«j6rfc Ingvar SvainUon Dreifingarstjóri: Már E. M. Halidórsson. Ritstjóm Sióumúla 12. Afgroiósla PvwhoM 1 Askriftk, auglýslngar og skrttstofur PverhoW n. AðU slmi blaðsins 27022 (10 Hnur). Askrift 2000 kr. á mánuól innaniands. i lausasölu 100 kr. aintakiö. Satning og umbrot DagblaÖið hf. Siöumúia 12. . Mynda- og plötugarð: Hilmir hf. Sióumóla 12. Prontun: Árvakur hf. Skerfunni 10. Staðgreiðslan hækkarskatta JONAS kt isrjÁNSsoN Skýr rök hafa verið leidd að hættu, sem er samfara frumvarpi ríkisstjórnar- innar um staðgreiðslu skatta. Sveinn Jónsson, viðskiptafræðingur í Seðlabank- anum, hefur sannað, að það muni leiða til þyngri skattbyrðar á öllum þrepum skattstigans. „Tökum sem dæmi efsta skattþrepið. Samkvæmt nú- gildandi lögum greiðir sá, sem í því þrepi lendir, 40 krón- ur í tekjuskatt af 100 króna viðbótartekjum, en greiðsla fer að meðaltali fram einu ári eftir að teknanna er aflað. Samkvæmt frumvarpinu á að greiða 34 krónur á sama ári og tekjurnar falla til. Þessar upphæðir má bera saman með því að taka með í reikninginn ársvexti, sem nú eru greiddir af svokölluðum vaxtaaukareikningi hjá innláns- stofnunum, en þeir eru 33%. Þá kemur í ljós, að 40 krónur að ári liðnu samsvara 30 krónum í dag. Efsta þrep hins nýja skattstiga ætti því að vera 30% en ekki 34%. Sama er uppi á teningnum með lægri þrep skattstigans. Þar ætti 23% að koma í stað 26% og 15% í stað 18%. Með sams konar útreikningi ætti skattprósenta félaga að verða 40% í stað 48% eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Benda verður jafnframt á, að lækka verður útsvars- prósentuna og sjúkratryggingagjaldið til að komast hjá skattþyngingu við upptöku staðgreiðslukerfisins. Ekki hefur heyrzt um lagabreytingar í þá átt ennþá.” Sveinn Jónsson lætur ekki sitja við þessar aðvaranir einar í nýlegri blaðagrein um málið. Hann bætir við: „Allar líkur eru á því, að þegar hæsta tekjuskattspró- sentan er komin í 34% muni sú skoðun fara að heyrast hjá þeim forustumönnum okkar, sem skattglaðastir eru, að þetta sé ósköp lág prósenta og lægri en menn hafi áður átt að venjast. Enginn geti því kippt sér upp við það, þótt prósentan sé hækkuð lítillega vegna aukinnar tekjuþarfar ríkissjóðs. Verði farið að leika slíkan leik, má búast við því, að hæsta tekjuskattsprósenta verði fyrr en varir á ný komin í 40% með þeirri gífurlegu aukningu skattbyrðar, sem af því mundi leiða.” Sveinn bendir á, að forustumenn okkar hafi jafnan á reiðum höndum einfalda lausn á svokölluðum „fjárhags- vandamálum” opinberra aðila. Þeir auka skatta til að mæta aukinni „fjárþörf’. Sveinn telur hættu á, að stað- greiðslukerfið verði notað sem tæki í þessum leik. Einnig bendir Sveinn á, að núverandi skattstigi sam- svari því, að tekjuskattur einstaklinga sé jafngildi 90% söluskatts á vinnu og birtir hann töflu með útreikningum því til sönnunar. Síðan segir hann: „Fráleitt er að hækka núverandi 90% söluskatt á vinnulaun. Þvert á móti þarf án tafar að stíga fyrsta skrefið til lækkunar beinna skatta og stefna síðan að frekari lækkun þeirra í áföngum. Markmiðið þarf að vera, að hæsta skattþrepið, og þá er átt við samtölu allra beinna skatta, verði ekki hærra en 25% af brúttótekjum.” Sérstök ástæða er til að vekja athygli á, að skattpró- senta, sem greidd er að ári liðnu eftir 32% verðbólgu, er allt önnur en sú, sem staðgreidd er. Til þessahefur ekki verið tekið nægilegt tillit í frumvarpinu um staðgreiðslu skatta, enda er það siður þjóðarleiðtoga að nota slíkar breytingar til að mæta aukinni „fjárþörf ’ hins opinbera. Danmörk: Slys í skipasna'ða- stöðvum of tíð Aðeins helmingur þeirra slysa sem urðu í einni tiltekinni skipasmiðastöð 1 Danmörku voru tilkynnt til öryggis- eftirlitsins á liðnu ári. Danir, sem vilja hafa mikið eftirlit með heilbrigði þegn- anna, eru að vonum ekki ánægðir með þessar niðurstöður rannsóknar sem fór fram á vegum opinberra aðila. Kunnugir telja sig geta fullyrt að skipasmíðastöðin sem rannsóknin fór aðallega fram á, sé Nordhavn Skibs- værft, en starfsemi hefur verið hætt þar. Aftur á móti geti niðurstöður rann- sóknarinnar átt við i skipasmíðaiðnað- inum í heild og gefi tilefni til að staldra við og huga að hvort heilbrigðis- og öryggismál starfsmanna 1 þessum iðn- aði séu i nægilega góðu lagi. í tímariti lækna i Danmörku er sagt frá rannsókninni í þrem greinum og komizt að þeirri niðurstöðu, að skipa- smiðar séu atvinnugrein með háa slysatiðni. Við rannsóknina kom í ljós að ekki voru nógu greinilegar reglur settar um hvernig nota ætti þann útbúnað, sem koma á 1 veg fyrir slys. Á þeirri skipasmiðastöð sem sér- staklega var í sviðsljósinu, þegar rann- sóknin fór fram var starfsmönnum gert að skyldu að nota öryggishjálma. Einnig voru fyrir hendi eymahlífar, rykgrimur, hanzkar og gleraugu. Boð- inn var sérstakur styrkur til þeirra sem vildu kaupa öryggisskó. Eftirlit með þvi að þessir hlutir væru rétt notaðir var aftur á móti ekk- ert. Hafði það 1 för með sér að trésmið- irnir notuðu gagnslausar grimur til varnar gegn mengun frá lakki og log- suðumenn grimur, sem vörðu þá á engan hátt gegn suðureyk. I skýrslunni koma fram efasemdir um að öryggisráðstafanir 1 skipasmíða- stöðvum séu nægilega virkar og einnig er bent á að nauðsynlegt sé að fylgjast með atvinnusjúkdómum starfsmanna skipasmiðastöðvanna. Vegna mikils hávaða, hitabreytinga og óþægilegrar stöðu við mörg starfanna i stöðvunum séu þeir verulegir. Myrkrið og eilífðin (Itvarp: RUNG LÆKNIR eftir Jóhann Sigurjónuon. Magnús Ásgeirsson islenskaflL Lalcsljórar Viðar Eggertsson og Anna S. Einarsdóttir. Gaman var að heyra í útvarpi á fimmtudaginn var leikritið um Rung lækni eftir Jóhann Sigurjónsson — verk sem áreiðanlega verður hér eftir sem hingað til býsna sjaldgæft á sviði (af hverju ekki prófa það einhvern tíma í nemendaleikhúsi?) en er líka og verður áhugavert vegna höfundar sins og hans seinni verka. Útvarpsflutn- ingur leiksins leiddi í Ijós eins skýrt og á verður kosið, að verðleikar þess eru umfram allt Ijóðrænir og liggja i skáld- legri mælsku og málskrúðslist textans, og sýndi þá um leið hvé náskylt hug- myndafarið i Rung lækni er hinum seinni leikritum Jóhanns Sigurjóns- sonar. Rung læknir fíkist eftir hinu óhöndlanlega, vill gera og segja það óumræðilega og ógerlega. Eins og Halla og Kári, sem dreymir um og keppa eftir ástinni, óheftu frelsi tilfinn- ingalífs og lífshátta, Galdra-Loftur um máttinn og dýrðina, óskert vald yfir eigin örlögum og þar með annarra manna. Öll bíða þau auðvitað ósigur, hefjast á loft til þess eins að steypast um siðir í djúpin. En á fluginu lýsa þau skinandi skáldlegum orðum draumi manns um að yfirstíga tak- mörk sin, öðlast mátt og vald á mann- legu lífi og örlögum, hefja það á hærra stig. Hagkvæmt hygg ég að sé að láta lönd og leið „raunsæislegt” frásagnar- efni í Rung lækni, hinn læknisfræði- lega tilbúning sem er umgerð efnisins í leiknum, og borgaralega lifsháttalýs- ingu og ástarsögu læknisins og Vildu Locken. Það er sem betur fer miklu hægara í útvarpi en á sviði eða i bók. En taka má eftir þvi að draumsýn læknisins um að gera eitthvað mikið „fyrir mennina”, öll þessi dýr, finna t.a.m. upp hentugt bóluefni til að út- rýma berklaveiki, helgast alveg af manngildismun sem verður á heimi hans og hans góðu vina og umheimin- um fyrir utan. Heimi borgara og al- þýðu, afburðamannsins og hinna undirgefnu. Ætla má að slíkt mann- greinarálit hafi verið islenskum bónda- syni norðan úr landi alveg framandi, tillærð tækni, enda gætir þess ekki aftur, ekki með slikum hætti, í öðrum leikritum Jóhanns. En þess vegna verður líka sjálft frásagnarformið svo miklu gagnsærra í Rung lækni en i seinnileikjunum. Innan í þessu formi lifir og hrærist skáldlegur andi, sjón og skilningur höfundarins. Leikritið um Rung lækni er i rauninni ekki annað en Ijóðrænt eintal læknisins um manninn og mennina, lífið og þjáninguna og dauðann, eða kannski öllu heldur safn af skáldlegum orðskviðum um öll þessi efni. 1 upphafi skipar hinn rakki hug- sjónamaður sér undir merki lífsins og mannanna til að taka þar upp baráttu gegn dauðanum, sjálfum hvíta dauð- anum, sefjast af baráttunni til að dreyma um að axla sjálfur alla mann- lega þjáningu og bera hana burt úr heimi, út i myrkrið og eilífðina, ánetj- ast loks sjálfur sínum mikla andstæð- ingi, friðnum og hvildinni, myrkrinu og gleymskunni sem hann færir. Hann ■stendur að lokum uppi í sporum dauðans með fyrirheit hans í höndun- um sem blikandi vínber. Þetta er auðvitað hvorki rökvís saga né raunhæf persónugerð. En það er ljóslifandi skáldleg ræða, merking hennar umfram allt myndræn og til- finningaleg. Mér virtist að i útvarps- gerð leiksins, undir stjórn þeirra Viðars Eggertssonar og önnu Einars- dóttur, sem mér vitanlega hafa ekki áður sviðsett fyrir útvarp, tækist að láta ljóðræna verðleika textans njóta sín til merkilega mikillar hlitar, án þess að hin augljósu lýti á leiknum, sem drama og sögu, felldu á þá svo sem neinn fölskva. Það var mál til komið að nýir kraftarfengu að njóta sín i út- varpinu! En það sem úr skar var vitan- lega Arnar Jónsson sem fór með hlut- verk læknisins svo að unun var að heyra og hlýða, og umfram allt svo að naut sín hinn bernskulegi þokki sem er á öllum Ijóðrænum öfgum leiksins. Hlutverk læknisins er eiginlega hið eina i leiknum, hinar persónurnar lúta alveg lýsingu hans. Það er ekki nema visir að ágreiningi, greinarmun á þeim Rung og vini hans, rithöfundinum Ottó Locken. En misskilningur held ég hafi verið að gera hann svo þurran og þyrrkingslegan sem úr varð hjá Jóni Júlíussyni, þaðer i rauninni sama Ijóð- ræna andagift og orðfæri sem ber uppi hlutverk hans og læknisins. Svan- hildur Jóhannesdóttir var Vilda Locken, sakleysið sjálft og fegurðin, ljósið sem slokknar i myrkrinu, gleymska gleypir að lokum. Svan- hildur fór smekklega með hlutverkið — og meir en það: makalaust varð niðurlag þriðja þáttarins, heimkoma þeirra ástvina úr „ferðinni sem aldrei var farin", næmlegt og fallegt á vörum Svanhildar. OLAFUR JÓNSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.