Dagblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978. 13 Unnið úr 15 þúsund tonnum af fiski á ári en lítið kemur á land Garðskagavitinn var mönnum mjög hug- lcikinn þegar efnt var til samkeppni um skjaldarmerki Gcrðahrepps. Gamli og nýi vitinn komu fram á nær öllum tillög- unum. DB-myndir Hörður. Gerðahreppur eða Garðurinn eins og hann heitir í munni flestra er nokkuð sérstakur bær. Þvi þrátt fyrir að lang- flestir af hinum 812 ibúum lifi á og í kringum fisk og vinni úr 15 þús. tonnum á ári kemur lítil afli þar á land. Gerðamenn fá fiskinn frá Keflavík eða Sandgerði. t Garðinum eru 16 fiskiðjuver, þar af 5 frystihús og ein niðursuðuverksmiðja. Auk þess eru svo tvö járnsmíðaverk- staeði og trésmíðaverkstæði. Annar léttur iðnaður er þar einnig. Um 60 manns vinna á Keflavíkurflug- velli, þar af 39 hjá hernum en 20—30 hjá islenzkum aðilum. Þessi fjöldi er nokkuð óstöðugur því fólkið kemur og fer. Sjálfstæðismenn og aðrir frjálslyndir kjósendur hafa verið í meirihluta i 5 manna hreppsnefnd í Garðinum undan- farin 3 kjörtímabil. Áður var þar óhlut- bundin kosning. Þykir Frjálslyndum kjósendum sem verið hafa með 1 mann nóg komið og vitna í málsháttinn: Allt er þá þrennt er. En hinir bæta rólegir við: Fullreynt i fjórða. DS HVAfl VILJA ÞEIR? 1 ~ FRAMBOÐ '78 Garður Ólafur Sigurösson (l-lista): Meiri sparnað í rekstri „Mér er efst í huga að meiri sparnað þarf i rekstri byggðarlagsins,” sagði Ólafur Sigurðsson smiður sem er i efsta sæti I-listans. „Bæta þarf aðstöðuna fyrir smábáta- eigendur hérna við höfnina. Einnig þarf að bæta vegasamgöngur við nágranna- byggðarlögin. Þá vantar iþróttahús og sundlaug sem er hálfbyggð en þarf að Ijúka snarlega. Stækka þarf barnaskólann því hér fjölgar ungu fólki ört. Hitaveitunni þarf að ljúka í sumar og ég legg áherzlu á að það verði gert á sem allra skemmst-i um tíma,” sagði Ólafur. DS 0 Ólafur við hús sem hann vinnur að byggingu á. Ólafur hefur verið eini maður I-listans á möti 4 mönnum H-list- ans. , C **■ - !]^ l 'ík ■' ' ' %i*' Finnbogi Björnsson (H-lista): Aðalverkefni varanleg gatnagerð „Okkar aðalverkefni verður varanleg gatnagerð sem fylgir í kjölfar hitaveitu- framkvæmda sem fyrirhugaðar eru nú í sumar,” sagði Finnbogi Björnsson <1 . Finnbogi á skrifstofu hreppsins. Á bak við hann má sjá nokkrar af þeim fjöldamörgu tillögum sem borizt hafa um skjaldarmerki Gerðahrepps. Garðskaga- vitarnir tveir .skipa þar alls staðar mikinn sess. DB-myndir Hörður. verzlunarstjóri sem er i fyrsta sæti H- listans, lista sjálfstæðismanna og ann- arra frjálslyndra. „Ég legg mikla áherzlu á skipulagsmál og að lokið verði gerð aðalskipulags sem allra fyrst. Á dagskrá er einnig gerð sundlaugar og í framhaldi af því nýtt íþróttahús. Okkar flokkur mun einnig vinna að stækkun og endurbótum hafnarinnar og þeirra mannvirkja sem við hana eru. Áfram verður haldið við að snyrta og fegra byggðarlagið og bæta aðstöðu fyrir aldraða svo eitthvað sé nefnt," sagði Finnbogi. DS Hver heldur þú að úrslit sveitarstjórnar- kosninganna verði? Krístján Guðmannsson húsasmiður. Þvi er erfitt að spá. Ég hef ekkert vit á þess- um málum. Á því er aftur engin launung hvarégstend. Pálmi Einarsson húsasmíðanemi: Ég , pæli ekkert i þessu, maður. Ég veit ekki ennþá hvað ég kýs sjálfur, ég er ekki búinn aðákveða það. Friðrík Valgarðsson verkamaðun Ég spái því að l-listinn vinni á. Hann ætti að koma inn einum 3 mönnum. Menn hér eru búnir að fá nóg af katastrófu og vilja breyta til. Ég kýs I-listann, á því er engin launung. Ingibjörg Sölmundardöttir, selur bensín: Ég er ekkert í pólitík. Ég kýs jú, en það er leyndarmál hvað ég kýs. Úrslitífjórum síðustu kosningum Sjáffstœðism. og aðrir f ijðlslyndir Frjálsl. kjós. Framfarasinnar Tveir listarí kjöri H-listi Sjálfstæðisflokks og annarra frjálslyndra: Finnbogi Bjömsson Siguröur Ingvarsson Ingimundur Þ. Guönason ólafur Björgvinsson Sigrún Oddsdóttir Karl Njálsson Júlíus Guömundsson Unnar Már Magnússon Þorvaldur Halldórsson Krístjana H. Kjartansdóttir 1974 1970 227-4 204-3 96-1 107-2 51-0 l-listi Frjálslyndra kjósenda: 1966 1962 204-3 óhkitbundin 112—2 kosningin ólafurSigurðsson Viggó Bcnediktsson Jens SævarGuöbergsson Magnús Guðmundsson Valdimar Halldórsson Guðfinna Jónsdóttir Svavar Óskarsson Guömundur Sigurösson Ármann Eydal Kristin Jóhannesdóttir. Magnús Eyjölfsson beitingamaðun Það veit ég ekki. Ég hef engan áhuga á þess- um málum. Ég kýs samt alltaf en segi ekki hvað. Karl Sveinsson, vinnur i fiski: Það veit ég ekki. Ég hef mjög lítinn áhuga á þessum málum. Ég veit ekki einu sinni hvort ég kýs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.