Dagblaðið - 22.05.1978, Side 10

Dagblaðið - 22.05.1978, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978. Dagblaðið vantar umboðsmann í Hveragerði frá 1. júní. Upplýsingar hjá Sigríði Kristjáns- dóttur í síma 99-4491 og afgreiðslunni í síma 91-22078. Otsölustaðir: Rafha> Háaleitisbraut 68 sími 8-44-45 Stapafell h.f., Keflavík símj 1730 Kjarni h.f., Vestmanna- eyjum, sími 1300 Kr. Lundberg, Norðfirði sími 7179 og hjá okkur á Ægisgötu sími sölumánna 1-87-85. Creda tauþurrkari er nauðsynlegt hjálpar- tæki á nútíma heimili. 20 ára farsæl reynsla sannar gæðin. Um 4 gerðir er að ræða af TD 300 og TD 400 Góð ábyrgðar-, viðgerðar og varahlutaþjónusta. Raftækjaverslun (slands h.f. Ægisgötu 7 - Sírriar 17975 - 17976 MILLJÓN í VERÐLAUN Skilafrestur í ritgerðasamkeppni Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga hefur verið framlengdur til 15. júní nk. Rit- gerðarefnið er: Samvinnuhreyfingin á Islandi — hlutverk hennar og starfsemi. Verðlaunin nema alls einni milljón króna. Öllu æskufólki á aldrinum 14— 20 ára er boðin þátttaka. Nánari upplýs- ingar veittar á Fræðsludeild Sambands- ins, Suðurlandsbraut 32, sími 81255. Samvinnan TRC 2000 ferðadiktafónn fyrir venjulegar kass- ettur. Hleöslutæki fylgir og eyrnatæki. Hægt að tengja við síma og fá auka hljóðnema. Hefur alls staðar hlotið verðlaun fyrir hljómgæði- SKRIFSTOFUT ÆKI Garðastræti 17. Simi 13730. Aðför að banka- leynd Svissara Svissneskir bankamenn eru uggandi um sinn hag og banka sinna ef tillaga sem borin hefur verið fram af þarlend- um jafnaðarmönnum nær fram að ganga. í henni er gert ráð fyrir að skylda verði til að gefa meiri upplýsinga'r um bankareikninga en tíðkað hefur verið fram að þessu. Bankamennirnir telja að vegur Sviss sem miðstöð fjármála yrði litill og efnahagslif þess hryndi ef tillagan yrði að lögum en fyrsta skrefið í þá átt mun vera að fá eitt hundrað þúsund kjósendur til að undirrita ósk um alls- herjar atkvæðagreiðslu. Telja banka- mennirnir að samþykkt tillagananna væri fyrsta skrefið i þá átt að áhrif erlendra gjaldmiðla og skattalaga mundu ná til Sviss, efnahag þess til tjóns. Hingað til hafa skattsvik ekki verið talin til þeirra afbrota, sem gerðu bankastjómum skylt að gefa upp um innstæðurerlendra ríkisborgara. Afleiðingamar yrðu sem sagt mjög slæmar fyrir Sviss ef hugmyndir jafnaðarmanna ná fram að ganga. Mcðal annars mundi kostur þeirra til að krækja sér i hagstætt erlent fé mjög þrengjast. Geimfar á leið til Venusar — kannaríleiðinni einkennilega gammageisla Hin ómannaða geimflaug Venus 1, sem skotið var á loft frá Canaveral- höfða i Bandaríkjunum á laugardag, mun í dag hefja rannsóknir á orsökum leyndardómsfullra gammageisla, sem koma inn í gufuhvolf jarðar. Geimflaugin mun fara um 650 millj- ónir kilómetra og verður komin að reiki- stjörnunni Venus 4. desember nk. Peter Waller, talsmaður Pioneer áætlunarinn- ar, sagði að tæki um borð i geimskipinu yrðu sett í gang til þess að reyna að finna orsakir gammageislanna. „Þessir gammageislar eru einstaklega kraftmikl- ir”, sagði Waller. „Þeir voru uppgötvað- ir árið 1973 og enginn veit hvaðan þeir koma. Geislabylgjur þessar koma óreglulega u.þ.b. tíu sinnum á ári,” sagði Wallerennfremur. Visindamenn velta því fyrir sér hvort geislunin stafi af einhverjum meiri hátt- ar viðburði i geimnum, svo sem árekstri tveggja hnatta. Að sögn Wallers eru þessar gammageislabylgjur, sem til jarð- ar berast, ekki hættulegar. Moshe Dvan utanrikisráðherra Israels hefur verið á ferð i Evrópu og heimsótti meðal annars Norðurlöndin fjögur. Á mvndinni er hann að skoða safn um minjar frá vikingatimanum i Hróarskeldu i Danmörku í fylgd með forstjóra safnsins. Sovétnjósnarar gripnir i Bandaríkjunum Tveir sovézkir starfsmenn Samein- uðu þjóðanna i New York voru hand- teknir á laugardaginn og sakaðir um að hafa stundað njósnir um bandarísk hemaðarleyndarmál. Að sögn banda- risku rannsóknarlögreglunnar FBI fóru Sovétmennirnir ásamt einum l'élaga sinna úr sovézka sendiráðinu vestra nokkrum sinnum til ýmissa staða i New Jersey ti! að afla sér upp- lýsinga um nýja tegund vopna til að vinna á kafbátum. Sovétmennirnir tveir sem hand- teknir voru, eru báðir allháttsettir starfsmenn hjá Sameinuðu þjóðunum. Hinn þriðji þeirra varekki handtekinn vegna starfs sins hjá sendiráði lands sins sem tryggði honum friðhelgi. Aftur á móti eiga félagar hans á hættu að verða dæmdir I ævilangt fangelsi fyrir vikið. Bandarisk stjórnvöld hal'a mótmælt þessu framferði Sovétmannanna harðlega og farið fram á að sendiráðs- maðurinn fari úr Bandaríkjunum eins og venja mun í slikum málum. Upp komst um Sovétmennina vegna upplýsinga. sem lögreglunni bárust frá óbreyttum borgara, sem siðan lék tveim skjöldum og aðstoðaði yfirvöld, sem rannsökuðu málið i tiu niánuði áður en til skarar var látið skríða.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.