Dagblaðið - 22.05.1978, Page 13

Dagblaðið - 22.05.1978, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978. Nóbelsverðlaunahafinn Andrei D. Sakharov og eiginkona hans, Yelena. Þau hafa beitt sér mjög til stuðnings Yuri Orlov. 15. mai hófust réttarhöld í máli Jurí Orlov. Réttarhaldinu, sem var opið, stýrði Valentina Lubentsova sem sæti á i borgardómi Moskvu. Sækjandi í málinu var Sergei Jemeljanov, að- stoðarsaksóknari Moskvuborgar. Jevgení Sjalman, félagi í lögmanna- félagi Moskvuborgar, var málafærslu- maður sakborningsins. Juri Orlov var ákærður fyrir brot á 70. grein, fyrsta kafla, hegningarlög- gjafar Rússneska sambandslýðsveldis- ins (andsovéskur áróður). Réttarhöldin fóru fram í alþýðurétt- inum i Ljublinskihverfi i Moskvu. I samræmi við ákvæði sakamálalöggjaf- ar Rússneska sambandslýðveldisins hófust réttarhöldin með flutningi sakargiftar. Juri Orlov, sem er lærður eðlisfræð- ingur, hætti starfi sinu af frjálsum vilja i janúar 1974 og hóf að safna og dreifa að yfirlögðu ráði óhróðursfrétt- um til erlendra blaða og út- varpsstöðva, erlendra félagssamtaka sem fjandsamleg eru Sovétríkjunum og til áróðursmiðstöðva. Frá þeim tíma hafa gjaldeyris- greiðslur erlendis frá verið einu tekjur Orlovs. Þar sem Juri Orlov gat ekki aflað áreiðanlegra upplýsinga tók hann að safna sögusögnum og orð- rómi sem hann fyllti sjálfur I eyðurnar á til þess að gera frásögnina öllu „trú- verðugri”. Ákæran hefur að geyma mörg dæmi um það að ákærði hefur farið með vísvitandi ósannindi og látið vestrænum aðilum í té klaufalega upp- spunnar rangfærslur sem hann kynnti sem „sannanir fyrir mannréttinda- brotum í Sovétríkjunum”. Hann bjó til sögu um meint verkfall Fleira er matur en feitt kjöt Hér hefur i stuttu máli verið brugðið upp mynd af þeirri þjóðfélags- þróun sem skýrir hvers vegna dag- vistarmál barna eru svo mjög í brenni- punkti sem raun ber vitni. Engum til- gangi þjónar að amast við þessari þróun en spyrja má og spyrja ber hvernig við henni skuli bregðast. Svo virðist sem margir ætli að viðbrögðin skuli vera aðeins á einn veg, semsé að allt kapp skuli leggja á að byggja æ fleiri dagvistunarstofnanir. Nú skal það þegar i stað tekið fram að fjarri fer því að ég hafi horn í síðu slikra stofn- ana. Þvert á móti tel ég þær allsendis nauðsynlegar í þjóðfélagi eins og við byggjum. En fleira er matur en feitt kjöt og kannski er feitt kjöt ekki holl- asta fæðan. Ég tel með öðrum orðum að við höfum verið of einhliða i úrræðum til lausnar á þeim vanda sem viðeraðglima. Fjölskylduvernd Hvað annað kemur þá til greina? Fyrst vil ég nefna eitt almennt atriði sem vissulega snertir spurninguna um dagvistun barna en hefur þó mun víð- tækara gildi. Það sem hér um ræðir er fjölskylduvernd. Það er fullkomlega orðið tímabært og þótt fyrr hefði verið að gera þetta hugtak, vernd fjölskyld- unnar, að pólitisku markmiði. Þá á ég við að þessu málefni sé gefinn ekki minni og helzt meiri gaumur en þeim pólitísku markmiðum, einkum efna- hagslegum, sem nú krefjast nánast allrar hugarorku ráðamanna þjóðar- innar, þar með taldir alþingismenn, embættismenn, forystumenn hags- munahópa og ótiltekinn fjöldi ann- arra. Hvernig væri til tilbreytingar að meta ágæti hagvaxtar með tilliti til vaxtar og viðgangs farsælu lifi fjöl- skyldunnar? Menn leggja nótt við dag til að bjarga verðmætum úr sjó en hvað er á sig leggjandi til að bjarga mannlegum verðmætum? Með fjölskylduvernd sem markmið birtast ýmsir nýir fletir á því máli sem hér er til umræðu, dagvistun barna. Til dæmis þætti mér trúlegt að heils- að sinna hefur horfið frá henni og er nú í höndum hins opinbera. Skólinn sér um uppfræðsluna, umönnun þeirra sem minna mega sín, þar með taldir aldraðir, er i forsjá ríkis og sveitarfélaga, margbrotinn skemmt- anaiðnaður styttir mönnum stundir og siðast en ekki sizt, — og er þó margt ótalið, uppeldi yngstu borgaranna, þeirra sem skólinn nær ekki til, færist með vaxandi hraða frá heimilinu og fjölskyldunni til uppeldisstofnana af ýmsum gerðum. Auðvitað fer ekki hjá þvi að þessi miklu umskipti hafa sett sín spor á fjölskylduna. Hún er fyrir bragðið mun veikari stofnun en fyrrum þegar hún gegndi margþættu þjóðfélagslegu hlutverki. Því má svo bæta við að veikari staða fjölskyldunnar leiðir óhjákvæmilega til veikari stöðu hjóna bandsins sem hlýtur að skoðast kjarni fjölskyldunnar. Til marks um þetta er hin mikla aukning á tíðni hjóna- skilnaða en hún hefur tvöfaldazt hér á landi á sl. tuttugu og fimm árum. Sumir telja þad til skerðingar á mannréttindum barnsins að njóta umönn- unar foreldris eða foreldra. Greinarhöfúndur telur að það sé réttur barnsins að búa við þau skilyrði í uppvextinum, sem eru heillavænlegust til alhliða þroska þess og mikilvægast þeirra skilyrða sé það atlæti, sem barnið nýtur i skjóli foreldra, eða foreldris. 13 " hafnarverkamanna i Riga og um of- sóknir á hendur þeim er tóku þátt i þvi. Hann bjó einfaldlega til nöfn hinna „ofsóttu”. í vestrænum blöðum var mikið rætt um frétt þess efnis að þorpið Iljinka i Vornezjhéraði hefði verið „einangrað frá umheiminum i þrjú ár”. íbúar lljinka voru furðu- lostnir yfir þessari fregn. Juri Orlov setti saman marga lista yfir nöfn fólks sem var sagt ofsótt vegna „skoðana” sinna. Á flestum þeirra eru nöfn nokkurra manna sem klifað hefur verið á á vesturlöndum i mörg ár og Juri Orlov þekkir sjálfur af fréttum vestrænna útvarpsstöðva. Nýju nöfnin eru i reynd nöfn á mönn- um sem sakfelldir hafa verið og settir í fangelsi vegna ákæra sem ekkert varða skoðanir þeirra. Meðal þeirra er Volkov nokkur sem sakfelldur var fyrir þjófnað. Rjabakov, sakfelldur fyrir óspektir, Babitsj sem sakfelldur var fyrir að stela skotvopnum og Kovtunenko, sakfelldur fyrir mútur. Á listum yfir nöfn gyðinga sem sagt er að sé haldið nauðugum í Sovétríkj- unum eru nöfn manna sem hafa flust til ísrael fyrir löngu (Z.l. Sjamrai, A. Je. Rom, D.A. Kofmanský o.s.frv.) svo og manna sem aldrei hafa sótt um vegabréfsáritun. Til þess að gera þetta efni sitt sann- ferðugra notaði Juri Orlov stórar fyrirsagnir og villandi undirskriftir. Skjöl hans voru kölluð „Moskvu áskorunin”, „Áskorun sovéskra vis- indamanna”, Bréf til vísindaakademía í öðrum löndum, til samtaka lögfræð- inga, geðlækna og blaðamanna," „Til allra visindamanna heims” o.s.frv. Vegna áhuga almennings á vestur- löndum á Helsinkisamkomulaginu samdi Juri Orlov skjöl um meint brot á þessu samkomulagi i Sovétrikjunum og sendi þau til sendiráða auðvalds- ríkjanna í Moskvu og til erlendra blaða. í mai 1976 vöruðu sovésk yfírvöld Orlov opinberlega við því að starfsemi ...........................■—"S þessum skilningi verður ekki nægilega vel staðið að þessum málum fyrr en dagvistarrými eru orðin jafn mörg og sætin sem skólinn hefur til umráða. Þessi hugsunarháttur skýrir betur en flest annað hversu litla tiltrú menn bera til fjölskyldunnar og heimilisins. Það er jafnvel talið til skerðingar á mannréttindum barnsins að njóta um- önnunar foreldris eða foreldra. Hið rétta i þessu máli er að minni hyggju að það er réttur barnsins að búa við þau skilyrði i uppvextinum sem eru heillavænlegust til alhliða þroska þess. Engum efa er bundið að langmikil- vægast á meðal þessara skilyrða er það atlæti sem barnið nýtur i skjóli foreldra, eða foreldris. Lffríki fjölskyldunnar En varast ber öfgar. Ekki má skilja orð mín svo að ég ætli að foreldrar bregðist uppeldishlutverki sinu ef þeir vista barn sitt á dagvistunarstofnun. Margt foreldrið á nú vissulega engan annan kost. Og dagvistunin er lika aila jafnan góður kostur. Starfsfólk, bæði sérmenntað og annað, leggur sig fram við að koma til móts við þarfir barnanna á ýmsum sviðum. Enn- fremur læra börnin á góðri dagvistunarstofnun ýmislegt sem þau ella færu á mis við. Allt þetta skal viðurkennt ogfleira mætti nefna. Ekki ætla ég heldur að gerast boðberi þess að við ættum, eða að tímabært sé, að draga úr uppbyggingu þessara stofn- ana. Hins vegar er mér engin launung á því að ég tel fyllilega timabært að við byrjum að hugleiða aðra valkosti sem þróast mættu jafnhliða uppbyggingu stofnananna. Einkum vil ég i lokin undirstrika það sem áður var nefnt um fjölskylduverndina. Það er nú í tízku áð hafa mörg og fögur orð um nátturuvernd og er sú umræða alls góðs makleg. En svo ljóst sem mönnum er nú að verða að ofbjóða má lifriki náttúrunnar með van- hugsuðum og óskynsamlegum aðgerðum, þá ætti mönnum að vera ekki síður Ijóst að lifriki fjölskyld- unnar er einnig viðkvæmt lífkerfi sem þarfnast umhyggju og hugsunar, fyrir- hyggju og skipulagningar. Kjallarinn Bjöm Bjömsson prófessor dagsvistun mjög ungra barna á dag- heimili, t.d. á dagvöggustofu, yrði ekki talin farsæl lausn. Nær væri að verja þeim fjármunum, og þeir eru miklir sem varið er til að byggja og reka slíkar stofnanir, til þess að gera ein- stæðu foreldri kleift að annast barnið sjálft á meðan það er á viðkvæmu þroskaskeiði. Mér er ljóst að slik ráð- stöfun krefst breyttra starfshátta á vinnumarkaðnum, t.d. ■ sveigjanlegri vinnutíma og sveigjanlegri afstöðu þeirra sem hafa stjórn á atvinnurekstr- inum. Svokölluð stytting vinnutíma kemur einnig sterklega til greina, sem er i raun engin stytting, heldur aðeins tilfærsla á vinnukrafti frá framleiðslu efnahagslegra verðmæta til eflingar mannlegra verðmæta við umönnun ungra barna. Þetta sjónarmið tekur auðvitað til allra foreldra jafnt, ein- stæðra sem þeirra er njóta samvista hvors annars, karla jafnt sem kvenna. Hvað er barninu mikilvægast? Þvi er stundum haldið fram að það sé réttindamál barnsins, allra barna, að vera vistað á dagvistarstofnun unz skólinn tekur við því. Samkvæmt hans væri fyrir löngu komin út fyrir mörk löglegs réttar til málfrelsis, gagn- rýni og upplýsingaskipta þar sem hann færi með illviljaðan óhróður og fals- anir sem hann yrði saksóttur fyrir ef hann héldi uppteknum hætti. Jurí Orlov hlustaði ekki á viðvar- anirnar og jók ólöglega starfsemi sína til þess að svara vaxandi eftirspurn eftir tilbúningi hansá Vestu-löndum. Jurí Orlov reyndi að gera viðskipta- vinum sínum til geðs og ritaði um meinta sovéska ógnun og birti yfirlýs- ingar þar sem vestræn ríki voru hvött til íhlutunar um innanríkismál Sovét- rikjanna. Hann gerði þetta ekki aðei.is að eigin frumkvæði heldur og vegna þess að hann fékk beinan stuðning til þesserlendis frá. í ákærunni segir að við leit í ibúð Juri Orlovs hafi fundist hans eigin „uppskriftir” og ritlingar frá útvarps- stöðinni „Frelsi” og samtökum á veg- um Natós um sálfræðihernað ásamt viðeigandi „leiðbeiningum". Meðal vitna sem kvödd hafa verið til vegna Moskvuréttarhaldanna eru hafnarverkamenn frá Riga, íbúar i þorpinu Iljinka, fyrrverandi samstarfs- menn Orlovs, læknar og menn sem dómfelldir hafa verið. Við yfirheyrslur viðurkenndi Jurí Orlov að hafa búið til sögur, gert afrit og dreift ýmsum skjölum sem tilgreind eru i ákæruskjalinu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.