Dagblaðið - 22.05.1978, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 1978.
JónDýrfjörð (A-lista):
Siglu-
fjörður
tengist
orkukerfi
landsins
„Ég hef áhuga á bæjarmálum al-
mennt en þó fremur öðru á skipulags-
málum, orku- og atvinnumálum,” sagði
Jón Dýrfjörð, 2. maöur á A-lista sem
hefur 2 menn i bæjarstjórn.
„Skipulag fyrir framtiðina er á eftir
hjá okkur og setur það nútiðinni vissar
skorður. Til þess að leysa þessi mál í
bili þyrfti bæjarfélagið að eignast þær
lóðir sem eru ónýttar innan byggðar-
kjarnans og hafa verið árum saman.
Undirstaða nútima vinnubragða er
orkan ásamt þekkingunni. Orkulindir
Siglfirðinga eru núna fullnýttar og ekki
færar um að taka við neinni aukningu
að ráði og er þvi nauðsynlegt að rafveit-
an hér tengist rafveitukerfi landsins.
Orka er forsenda þess að hér fjölgi iðn-
fyrirtækjum og um leið að atvinnulíf
verði fjölbreyttara og henti betur þeim
ungu og öldnu. Kyndistöð hitaveitunnar
þyrfti að vera knúin raforku því það
þýðir minni mengun og sparnað á gjald-
eyri.
Auður framtiðarinnar er samt
aðallega fólginn í æskunni og verður að
skapa henni holla lifshætti enda skilar
það mestum arði," sagði Jón.
- DS
Jóhann Möller vió dælur hjá Slldarverksmiðju ríkisins. Jóhanni finnst skvlda bæjar-
ins að búa iþróttafólki góð skilyrði.
„Það hefur alltaf veriö mín skoðun að
gott atvinnuástand sé undirstaða alls
sem gert verður í málefnum bæjarins.
Án nægrar atvinnu verður kyrrstaða
eða afturför og slikt þekkja Siglfirðingar
allt of vel,” sagði Jóhann Möller verk-
stjóri sem er i cfsta sæti A-listans.
„Margir vinnustaðir hér i bænum eru
sóðalegir og illa hirtir og því ekki mönn-
um sæmandi. Einnig er ekki tekið nægi-
legt tillit til hollustuhátta eða öryggis við
störf. Við verðum að leggja á þetta meiri
áherzlu í bæjarstjórn.
Uppbygging varanlegra mannvirkja
við höfnina er eitt brýnasta verkefni
næstu bæjarstjórnar.
íbúðir á félagslegum grundvelli mega
heldur ekki gleymast, né heldur mál
þeirra sem minna mega sín, aldraðra,
öryrkja ogekkna ásamt fleira fólki.
í rekstri bæjarins verður að gæta hag-
sýni og fara betur með peninga en gert
hefur verið," sagði Jóhann.
- DS
við væntanlegar stoðir þess. Jón vill með auknum iðnaði skapa fleiri atvinnutækifæri.
Runólfur Birgisson (D-lista):
Allir geti fengið húsnæði
eftirþörfum
„Ég vil leggja mikla áherzlu á hús-
næðismál. Á málum verði haldið þannig
að allir eigi kost á lóðum eftir eigin
þörfum og að byggð verði fjölbýlishús,
sérstaklega með þarfir ungs fólks og
aldins i huga,” sagði Runólfur Birgisson
bankafulltrúi. Runólfur er i 3. sæti D-
listans sem hefur 3 menn í bæjarstjórn.
„Félagsmál skipa einnig mikinn sess i
huga minum og vil ég að unnið verði að
þeim með sama hugarfari og öðrum
málum. Stefna verður að byggingu
félagsheimilis þar sem flest félög gætu
fengið aðstöðu. Halda verður áfram
stuðningi við iþróttahreyfinguna og
koma upp fullkorhnum iþróttavelli.
Ég vil einnig beita mér fyrir þvi að
tengsl bæjarfulltrúa við aðra ibúa
staðarins aukist frá því sem þau eru
núna,"sagði Runólfur. - DS
Runólfur Birgisson er mikill iþróttaunnandi og var nýkominn af skíðum. Hann er for-
maður knattsp.vrnufélags Siglufjarðar.
VILJA
ÞEIR?
Siglufjörður
Rústir síldaráranna til
mikilla vandræða
Siglufjörður minnir örlitið á drauga-
bæ sem er þó að vakna til lifsins aftur
eftir þyrnirósarsvefn. Sá svefn er þó
ólíkur hinum eina sanna að þvi leyti
að hlutirnir hafa látið á sjá. Minnis-
varðar ym síldarárin sem fluttu gull í
hrúgum til Siglufjarðar eru um allan
staðinn en gyllingin er horfin. Gamlar
bryggjur eru komnar að falli og gömlu.
íbúðar- og söltunarskúrarnir fúnir og
götóttir. Börn leita i þessar rústir til
leikja og eru foreldrarnir ekki of
hrifnir og furða sig i rauninni stórum á
að ekki skuli hafa orðið slys við þessa
leiki.
Vandi bæjarfélagsins er mikill þvi
þrátt fyrir að síldarspekúlantarnir hafi
fengið húsin og lóðirnar undir þau
fyrir nánast ekki ncitt eiga þeir þetta
samkvæmt lögum og ekki má skerða
þelta án þeirra samþykkis. Ef til vill
eru upphaflegir byggjendur látnir og
erfingjamir koma sér ekki saman um
hvað við rústirnar eigi að gera. Þeir
sem búsettir eru fjarri Siglufirði halda
ef til vill að húseignir þar hljóti að vera
eins og annars staðar, verðmætari en
allt annað. En engum á Siglufirði
dettur slik fásinna í hug. Þeir sem hafa
kofarústirnar fyrir augunum láta sér
ekki detta i hug verðmnæti.
Erfitt er um vik að gera nokkuð á
meðan svona stendur. Að visu segir
einhvers staðar i lögum að bærinn geti
fjarlægt hús á kostnað eigenda séu þau
til lýta. En samt eru húsin eign manna
og ekki má taka hana án gjalds fyrir.
Þykir mönnum hart að gjalda fyrir
slikt, fyrir utan kostnað við að rifa
niður, þvi eigandinn er oft ekki viðlát-
Siglufjörður. Nýtt og gamalt blandast þar saman svo ýmsum finnst það hinn mes
hrærigrautur. Menn hrósa sér þó af því að úr lofti séð eru allar götur beinar. DB-
mynd Bjarni Árnason.
inneða til viðræðu.
Eitt helzta málið í pólitikinni á Sigló
er þvi umhverfið og lagfæring þess. En
leiðirnar að því marki eru misjafnar. 4
flokkar keppa um hylli 1333 kjósenda
og rúmra 700 annarra bæjarbúa um
það hvaða leiðir á að fara að þessu
marki sem öðrum i bænum.
Á Siglufirði vinna langflestir i eða
við fisk. Þó er risinn þar ýmiss konar
smáiðnaður og svo húseiningasmiðja
semmennerumjöghreykniraf. - DS
GunnarRafnSigur-
björnsson (G-lista):
Sorpið öllum til skammar
Jóhann Möller (A-lista):
Aðbúnaður á vinnu-
stöðum slæmur
— hannþarfaö bæta
„Umhverfismálin og rafveitan og hita-
veitan eru mér efst í huga og hyggst ég
beita mér að þeim af krafti,” sagði
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson skóla-
stjóri, 2. maður á G-lista sem hefur 2
menn i bæjarstjórn.
. „Umhverfinu í viðasta skilningi þess
orðs verður að koma í viðunandi horf.
Það sér á bænum að hann átti í erfiðJeik-
um í langan tima og er okkar átak meira
en víða i öðrum bæjum. Meðal annars
þurfum við að setja varanlegt slitlag hér
á allar götur. í því efni verður hið opin-
bera að vera mun jákvæðara i styrkjum
en það hefur verið. Er ekki nóg að okkur
sé útvegað fé til sjálfrar malbikunarinn-
ar heldur þarf að undirbyggja hér allar
götur. Þetta þarf að gera í stærri áföng-
um en gert hefur verið.
Mjög brýnt er að koma upp fullkom-
inni sorpeyðingu. Ástandið fram að
jyessu hefur verið öllum sem nálægt hafa
komið til stórskammar.
Geysimiklar framkvæmdir eru fram-
undan við rafveitu og hitaveitu og
kemur ekki til mála að láta neytendur
borga þann aukakostnaö sem af sliku
leiðir heldur verður rikið að hlaupa
undir bagga,” sagði Gunnar Rafn. - DS
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson á kosningaskrifstofu Alþýðubandalagsins:
verður að hjálpa okkur.”
,Ríkið