Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNl 1978. HVENÆR VERÐUR MORGUN- BLAÐSHÖLLIN RIFIN? Umhverfissinni skrifar: hefur lengi verið beðið. Nú skapast Loksins. loksins! Íhaldsmeirihlulinn tækifæri til margvislegra breytinga og i Reykjavík er fallinn. Eftir þessu bóta og þau má ekki missa úr höndum sér. Ég er áhugamanneskja unt um- hverfismál og eindregið hlynnt friðun og viðhaldi gamalla og gróinna húsa í Reykjavík. Mér er t.d. mjög annt um Grjótaþorpið. Reykjavíkurborg ætti að hafa forystu um að taka þar til höndunum í samvinnu við ibúasam- tökin. Það þarf að mála húsin í Grjóta- þorpi, rækta garðana, hreinsa betur til o.s.frv. En eitt er það hús, sem skyggir mjög á Grjótaþorpið og er í hróplegu ósam- ræmi við byggingarstíl og anda hverfisins. Þetta hús er Morgunblaðs- höllin, einn Ijótasti þursinn i hjarta Reykjavíkur. Ég legg til að Morgunblaðshöllin verði jöfnuð við jörðu. Auðvitað er það róttæk og kostnaðarsöm aðgerð, en erlendis þykir það sjálfsagt að brjóta niður háhýsi sem byggð hafa verið í fljótfærni og hugsunarleysi. Því ætti ekki sama regla að gilda hér? Mér er kunnugt um að Morgun- blaðið sjálft flytur bráðlega í nýtt hús- næði og eflaust yrði hægur leikur að útvega þeim aðilum sem nú hafa skrifstofur og verzlanir i Morgun- blaðshöllinni aðstöðu annars staðar. Þegar Morgunblaðshöllin er horfin gerbreytist svipur miðbæjarins. Og ég held að sú breyting verði til mikiila bóta. FÆREYINGAR í OSKILUM? Oda Andreasen, Einarsgarði 6, Þórs- höfn, Færeyjum,skrifar Biðlistakerfi Flugfélagsins virðist ábótavant. Ég kom frá Færeyjuim 11. mai sl. til íslands. 1 Eæieyjumn var mér sagt að ég kæmisi aftur heim þ. 25. s.m. en um leið ogégsteig f;e u u ís lenska grund var farinn að leika efi á því. Ég var sett á biðlista til bráða- birgða ásamt 20 öðrum Færeyingunt. Að hálfum mánuði liðnum mættum við Færeyingarnir út á flugvöll, en þá virtist ekkert ætla að verða af heim- ferð vegna Barnakórs Grindavíkur sem sat i fyrirrúmi. Við fórum frant á að okkur yrði tryggt far nteð næstu ferð. Ekki aldeilis. Við fengjum kann- ski far 8. júni og mættum þakka fyrir. Allar ferðir þar á milli væru yfirteknar af karlakórum, lögfræðingum og fleiri hópum íslendinga. Voru famar margar árangurslausar ferðir til að knýja á. Við fórum fram á aukafiug. Var okkur þá bent á Ólaf nokkurn. Hann var ekki við þá stundina en þegar loks náðist i hann virtist hann hafa með óskilamuni að gera! Eigum við að skilja þetta svo að við Færeyingar fiokkumst undir óskila- muni hér á Íslandi? Viljum við benda á að þessa dagana fiykkjast hundruð íslendinga til Færeyja og er þeim öllum vel tekið. Á meðan stöndum við hér á flugvellinum dag eftir dag og missum úr vinnu, fyrir utan óþægindi. Mér finnst að við eigum þetta ekki skilið. __________ DB sneri sér til Sveins Sæmunds- sonar, blaðafulltrúa Flugfélagsins og kom þá í Ijós að bréf Odu er byggt á nokkrum misskilningi. Hægur leikur er að komast til Færeyja næstu daga, m.a. eru þrjú flug áætluð þangað fyrstu dagana í júní, sem enn er ekki fullbókaði. Þá sagði Sveinn Sæmundsson okkur að Færeyjafiugið hefði lengi verið vandræðagripur. Lengst af hefðu hálf- tómar vélar fiogið milli landanna og rætt hefði verið um að leggja það niður. Upp á síðkastið hefði þó orðið talsverð aukning og ekki alltaf hægt aðanna eftirspurn. En aðalatriði málsins er auðvitað að þeir sem hyggja á Færeyjaferð næstu daga geta auðveldlega fengið far með Flugfélaginu. Oscar Peterson Ógleymanleg kvöldstund með Oscari Peterson Jassisti hringdi: Ég get ekki orða bundizt eftir að hafa farið á tónleika Oscars Petersons og Niels Pedersens í Laugardalshöll- inni s.l. laugardagskvöld. Þetta var ógleymanleg skemmtun. Hvilík snilli, hvílíkur galdur! Það var alveg maka- laust hvað mönnunum tókst að seiða fram. Og að Niels Pedersen ólöstuðum þá var Oscar maður kvöldsins. Leikni hans og listbrögð voru alveg maka- laus. Takk fyrir Listahátíð! HVER ERU HIN 5 LEIKRIT LARRYS? 1623-9259 skrifar: Mig langar til að konta þeirri fyrir- spurn á framfærí til sjónvarpsins hvort það hafi fengið öll þau 6 leikrit sem Sir Laurence Olivier bjó til llutnings og hvenær þá eigi að sýna hin fimm. Hið fyrsta var sýnt að kvöldi annars hvita- sunnudags og var sannarlega eitt hið áhrifamesta leikrit er ég hef séð. Þetta vár Köttur á heitu þaki. Þá var þess getið í ölluni blöðum að Larry hefði valið 6 leikrit sem honum þóttu skara frarn úr öðrum og búið til flutnings og leikið í sumunt þeirra sjálfur. Því spyr ég, hvareru hin fimm? Björn Baldursson varð fyrir svörum hjá sjónvarpinu. Hann sagði að næsta leikrit Oliviers, sennilega Laugardagur, sunnudagur, mánu- dagur, yrði sýnt í ágúst nk„ eftir sumarhlé sjónvarpsins. Hin fjögur fylgdu siðan á eftir með mánaðar ntillibili. H Á þessari mynd sést Sir Olivier í hlut- verki sinu i kvikmyndinni Marathon Man, en hún var sýnd í Háskólabíói i fyrra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.