Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978. 3 JónMúli ogPétur! HALDIÐ VEÐURÞJONUSTUNNIAFRAM! Látið ekki „mas” veðurfræðinga hafa áhrif á ykkur! Árrisull skrifar: í síðasta sunnudágsblaði Þjóðvilj- ans sá ég viðtal við Jón Múla Árnason útvarpsþul. Þar kom frani að hann og Pétur Pétursson þulur hafa neyðzt til að hætta aðgreina fólki frá veðri. hita- stigi, vindhraða, færð o.fl. í morgunút- varpinu vegna þrýstings frá Veður- stofunni. Eftir því sem Jón Múli segir þá kvartaði Markús Einarsson veður- frasðingur við útvarpsráð undan „masi” morgunþula um veðrið. Þá sagði Hlynur Sigtryggsson veðurstofu- stjóri við Pétur Pétursson að þetta „mas” væri þarflaust með öllu, leiðin- legt ogvillandi. Vegna þessarar framkomu veður- fræðinganna vil ég að það komi skýrt fram að ég hef ætíð verið þakklátur Jóni Múla og Pétri fyrir þessar „veðurfréttir” þeirra. Ég met þessa þjónustu mun meir i Ijósi þess að hér er ekki um skylduverk þulanna að ræða, heldur sérstakt „einstaklings- framtak", sern við árrisulir vorum farnir að taka sem sjálfsagðan hlut undanfarin ár. Ég vil skora á þá Jón Múla og Pétur að halda veðurþjónustu sinni áfram og láta ekki „mas” sérfræðinga hafa áhrif ásig. Jón Múli og Pétur.Sérfræðingar Veðurstofunnar eru ekki sáttir við þá þjónustu sem morgunþulir veita almenningi. En skvldu veðurfræðingarnir hafa einhver frambærileg rök fyrir máli sínu? Hringiðísíma 27022 milli kl. 13 og 15 eða skrifið Raddir lesenda ertu med? Marga hefur lengi langað til að geta spilað svolítið á gítar á góðri stund sér og öðrum til ánægju en einhvern veginn ekki komið því í verk að læra. Ef þú ert meðal þeirra, þá er tækifæri þitt runnið upp. Ný kennslustækni hefur litið dagsins Ijós á íslandi. Þú getur látið drauminn rætast og verið farinn að spila svolítið, meira að segja eftir nótum, eftir skamman tíma - bara með bráðskemmtilegu heimanámi. Svarið er námskeiðið Leikur að læra á gítar, frá Gítarskóla Ólafs Gauks - 2 kassettur og vönduð, litprentuð 52 síðna bók. Þú lest kafla í bókinni, athugar skýringarmyndir, en þegar kemur að þessu merki: hlusta LSj} setur þú kassettutækið af stað, og færð leiðbeiningar kennara og yfir 20 lög, sem hver einasti íslendingur þekkir, til að leika með. Aðferð, sem getur ekki brugðizt. Allt kennsluefnið er sérunnið fyrir íslenzka nemendur. Þekktir hljómlistarmenn leika með þér lögin á kassettunum, og þér tekst fljótlega að leika með. Textar eru prentaðir við hvert lag í bókinni. Á 2 KASSETTUM OG BÓK Einnig tekið við pöntunum í síma 85752 •GITARNAMSKEIÐ •GÍTAR OG • KASSETTUTÆKI ALLT FYRIR KR. 59.500 gítarinn Vantar þig gitar?Höfum nokkra Lorenzo gitara með nylonstrengjum. Frábær reynsla hér á landi. Kynningarverö á GÍTARNÁMSKEIÐI og Lorenzo gitar samt. kr, 37.000,- Nýja GÍTARNÁMSKEIÐINU fylgja tvær langar kassettur með leiðbein- ingum kennara, yfir 20 lögum sem aliir þekkja til að leika með og alls kyns léttum æfingum til að auðvelda námið samhliða bókinni. Bókin, sem fylgir GÍTARNÁM-^ SKEIÐINU er 52 síður, öll litprentuð ▼ á vandaðan pappír, með einföldum skýringum og fjölda mynda. Bókin og kassetturnar eru í sérhönnuðum plastumbúðum. Glæsileg og vönduð gjöf, ef svo ber undir. PONTUNARSEÐILL kassettutækið I Gjörið svo vel að senda mér undirrit.: (merkið við það, sem við á) Q ( póstkröfu ÉD Greiðsla fylgir pöntun I □ GlTARNÁMSKEIÐ, 2 kassettur og bók ................... kr. 15.000.- I □ GfTARNÁMSKEIÐ og Lorenzo gítar ................. samt. kr. 37.000,- I □ GÍTARNÁMSKEIÐ og Philips kassettutæki .......... samt. kr. 39.500,- | □ GlTARNÁMSKEIÐ, Lorenzo gítar og Philips kassettutæki .... samt. kr. 59.500,- I Athugið, aö sendingarkostnaður bætist við. Öll verð eru kynningarverð og gilda | aðeíns út júnímánuð, 1978. Vantar þig kassettutæki? Getum útvegað, | meðan bigðir endast, eitt nýjasta tækið I NAFN ..................................................... frá Philips á sérlega hagstæðu kynningar- ' verði, sé tækið keypt ásamt GlTARNAM- | HF,MA SKEIÐINU. Bæði fyrir rathlöðu og straum. i Innbyggður næmur hljóðnemi. Hrað- ' spólun. Stærð: 12 X 19 X 4,2 cm. Verð á I .......................................................... GÍTARNÁMSKEIÐI og Philips kassettu- tæki samt. kr. 39.500.- I utanáskrift: Gítarskóli Ólafs Gauks, pósthólf 806, 121 Reykjavík Spurning dagsins Finnast þér góðar pylsur? Sverrir Ólafsson, 8 ára. Já, en mér finnst þær ekki ofsalega góðar. Ég hef ekki talið hvað ég borða þær oft. Mér finnst þær beztar með öllu nema hráum lauk. Sævar Gunnar Ólafsson, 10 ára: Já. mér finnst þær góðar ef þær eru með öllu. Ég borða oft pylsur en ég veit ekki hvað oft. því ég hef ekki talið það. Ég get borðað svona fimm þegar ég er heima. Valur Júlfusson, 10 ára. Já, mér finnst þær alveg ofsalega góðar með öllu. Ég borða fjórar pylsur í einu. Björn Baldursson, 9 ára. Já, ég borða stundum pylsur með lauk og tómatsósu. Ég get borðað þrjár og stundum meira ef égermikið svangur. Sigursteinn Baldursson, 6 ára. Jahá, þær eru svo svakalega góðar með lauk og tómatsósu. Ég get boröað sex pylsur i einu. Finnst þér það mikið eða hvað? Sko, mér finnst pylsurnar betri ef þær eru litaðar. Öll verð eru kynningarverð og gilda út júní. Hilmar Skúlason, 12 ára. Já, ja, þæreru ágætar. Hvað ég vil hafa á? Það er remolaði. steiktur laukur og tómatsósa Ég veit ekki hvað ég get borðað margar í einu, það fer eftir því hvað ég er svangur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.