Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 6. JÚNl 1978.
GottárhjáSam-
vinnutryggingum
Samvinnutryggingar höfðu 79,7
milljón króna hagnað á siðasta ári,
eftir að um 20milljóna tap á endur-
tryggingum hafði verið dregið frá.
Iðgjöldin jukust um 32 af
hundraði 'en tjónagreiðslur um
27,7 af hundraði.
Samvinnutryggingar lækkuðu í
fyrra iðgjöld í heimilis- og hús-
eigendatryggingum. Trygginga-
félagið hefur frá stofnun fyrir
rúmlega 30 árum endurgreitt
tekjuafgang til þeirra sem tryggt
hafa hjá félaginu, samtals fyrir um
1,2 milljarða, ef reiknað er á verð-
gildi í nóvembersíðastliðnum.
Líftryggingafélagið Andvaka
skilaði 15,8 milljóna rekstraraf-
gangi. Tjónahlutfall þess var mjög
hagstætt á siðasta ári.
Rekstrarafgangur Endurtrygg-
ingafélags Samvinnutrygginga
nam 4,7 milljónum. Iðgjöldin
jukust þó aðeins um 0,7 prósent
enda hefur félagið síðustu ár sagt
upp mörgum samningum, sérstak-
lega i sjó- og flugvélatryggingum.
vegna óhagstæðrar afkomu í þeim
greinum.
lðgjöldin námu alls hjá þessum
þremur félögum um þremur
milljörðum og jukust á árinu um
24,5 af hundraði. Tjónin jukust
allsum 19,8 af hundraði.
Félögin h6ldu aðalfundi að
Bifröst 1. júní. í stjórn þeirra voru
endurkjörnir Erlendur Einarsson
forstjóri. formaður, fngólfur Ólafs-
son kaupfélagsstjóri.Kópavogi og
Ragnar Guðleifsson kennari
Keflavík. Aðrir i stjórn eru Karvel
Ögmundsson framkvæmdastjóri
Ytri-Njarðvík og Valur
Arnþórsson kaupfélagsstjóri Akur-
eyri. Fulltrúi starfsmanna i stjórn
er Þórir E. Gunnarsson fulltrúi
Reykjavík. HH
Fyrsta jaf nréttismálið:
Hæstiréttur staðfesti
dóm undirréttar
Hæstiréttur hefur kveðið upp fyrsta
dóm í jafnréttismáli hérlendis, í málinu
„Ragnhildur Smith gegn forsetum
Alþingis og fjármálaráðherra". Snerist
málið um það í fljótu bragði að kven-
ritarar Alþingis hefðu mun lægri laun er
karlmenn sem ynnu þó sömu störf. í
héraðsdómi féll dómur á þann veg að
þetta væri ekki sannað. Var málinu
áfrýjað til Hæstaréttar.
Segir i greinargerð Hæstaréttar:
„Áfrýjandi hefur hvorki sannað að
henni hafi verið greidd lægri laun en
hún átti tilkall til, né að henni hafi verið
mismunað vegna kynferðis, svo sem hún
heldur fram, er henni voru ekki greidd
sömu laun og fulltrúa, sem einnig
starfaði hjá Alþingi. Þegar af þessum
ástæðum ber að staðfesta hinn áfrýjaða
dóm.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur
niður. Samkvæmt 35. gr. laga nr.
38/1954 fara forsetar Alþingis með aðild
varðandi réttindi og skyldur starfs-
manna þingsins. Var því eigi ástæða til
að beina málsókn þessari að stefnda.
fjármálaráðherra.
Það er athugavert að svonefnd aðilja-
skýrsla áfrýjanda, sem lögð var fram i
héraði, hefur að geyma málflutning af
hennar hendi.
í skjölum málsins, greinargerð lög-
manns áfrýjanda fyrir Hæstarétti og í
málflutningi hans hér fyrir dómi eru sett
fram óhæfileg ummæli um nafn-
greindan mann vegna skýrslna hans í
málinu. Ber að vita lögmanninn,
Gunnlaug Þórðarson hæstaréttarlög-
mann, harðlega fyrir ummælin."
Dómsorð Hæstaréttar er að endingu
þetta:
„Hinn áfrýjaði dómur á að vera
Gunnlaugur Þórðarson dr. juris — fékk
ákíirur frá réttinum. — DB-mynd Bj.Bj.
óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæsta
réttifellurniður." HP.
Aliminkureða villi-
minkuráReykjanes-
braut?
Edmund Bellertsen varð fyrir
óvenjulegri reynslu á dögunum þegar
hann var aðaka bifreið sinni frá Kefla-
vík til Reykjavikur. Er hann nálgaðist
Álverið í Straumsvík skauzt minkur í
veg fyrir bifreiðina. Varð það bani
skepnunnar. sem sýnilega hafði ekki
tamið sér að lifa eftir spakmælinu
„Margan hefur flasið fellt."
Þegar Edmund sýndi okkur Dag-
blaðsmönnum minkinn vakti feldur
hans mesta athygli. Sú spurning
vaknaði hvort þarna væri aliminkur á
ferð eða villiminkur. Svarið verðum
við að láta sérfróðum mönnum eftir.
Allar upplýsingar eru vel þegnar.
GM
»
Þannig leit hann út minkurinn — ali-
eða villtur, það er spurningin? — DB-
tnyndHP.
Tap hjá Hagtryggingu
Tap af rekstri Hagtryggingar hf. varð
4,8 milljónir á síðasta ári, eftir að tekið
hefur verið tillit til afskrifta og skatta,
sem greiddir eru áður en niðurstaða
rekstrar er reiknuð út. Iðgjaldatekjur
jukust um 23 af hundraði en dugði ekki
til. 1 skýrslu formanns, dr. Ragnars Ingi-
marssonar, segir að hækkun iðgjalda
hafi ekki nægt til að mæta hækkunum á
rekstrar- og tjónakostnaði sem fylgdi í
kjölfar kjarasamninga á síðasta ári.
Verðbólgan hefði slæm áhrif á bótasjóði
vátryggingarfélaga einkum bifreiða-
trygginga.
Valdimar J. Magnússon fram-
kvæmdastjóri félagsins taldi að stefnu-
breyting hefði nú orðið hjá stjórn-
völdum og meiri skilnings gætti á
nauðsyn þess að iðgjöld ættu að nægja
til að mæta tilkostnaði og skuld-
bindingum félaganna.
A aðalfundi félagsins kom einnig fram
að breytingin i hægri umferð fyrir 10
árum hefði leitt til bættrar umferðar-
menningar um skeið. en síðan aftur
breytzt til hins verra. Slysatiðni hefði að
undanförnu aukizt vegna minni tillits-
semiökumanna.
Hluthafar Hagtryggingar eru 969 og
hlutafé 30 milljónir. Brunabótamat
fasteigna félagsinser 164 milljónir.
I aðalstjórn voru kjörnir dr. Ragnar
Ingimarsson formaður, Arinbjörn Kol-
beinsson varaformaður, Sveinn Torfi
Sveinsson ritari, Jón Hákon Magnús-
son og Þorvaldur Tryggvason. Auk þess
var Haukur Pétursson verkfræðingur
kjörinn sérstakur fulltrúi neytenda sam-
kvæmt tilnefningu Félags íslenzkra
bifreiðaeigenda.
HH
Okeypisfyrir börnin
FundurLÍU:
Móti loönuverksmidju
áSkagaströnd
Loðnuverksmiðja sú sem fyrirhugað
er að Síldarverksmiðjur rikisins reisi á
Skagaströnd mætir mótspyrnu útgerðar-
manna. Á fundi Landssambands ísl. út-
gerðarmanna á dögunum var lýst yfii
„fullri andstöðu gegn fyrirætlan stjómar
SR" að reisa verksmiðju þessa.
Segja útgerðarmenn að mikil óvissa
riki um styrk loðnustofnsins og því sé
ástæðulaust að hefja byggingu nýrrar
loðnuverksmiðju sem áætlað sé að kosti
I500milljónirkróna.
Stjórn LÍÚ fagnaði við sama tækifæri
átaki þvi sem gert hefur verið til að auka
geymslurými og nýtingu hráefnis og
telur að enn megi gera betur i þeim
efnum. Þá sé þörf á að auka löndunar-
hraða og þá þörf á að verksmiðjurnar
komi uppeigin dælubúnaði.
JBP
Fjölskylduparadís sumarsins
KANARÍEYJAR
Vetur, sumar, vor og haust, dagflug á laugardögum - fimmtudögum. Sólskins-
paradís allan ársins hring. Nú fá ísiendingar í fyrsta sinn tækifæri til sumarleyfis-
dvalar á Kanaríeyjum. Þúsundir þekkja af eigin reynslu þessar paradísareyjar í
vetrarsól. Aldrei of kalt og aldrei of heitt, þar er sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið
eins og fólk vill hafa það, í365dagaáári. Góðarbaðstrendur.fjölbreyttskemmtana-
líf. Kanaríeyjar eru fríhöfn með tollfrjálsa verslun. Hægt er að velja um dvöl á
vinsælustuog bestu hótelumog íbúðum áGranCanariaogTenerifesvosem:Koka,
Corona Blanca, Corona Roja o.fl. Sunnu skrifstofa með þjálfuðu íslensku starfsfólki
nú opin allan ársins hring.
NÝTT. Vegna hagkvæmra samninga getum viö í sumar boöiö fjölskyldum, ókeypis
ferö meö dvöl í íbúð, fyrir öll börn innan 12 ára.
Sýnir70myndirfrá
Eyjumogvíðarað
Einnig Sunnuflug til:
MALLORCA dagflug á sunnudögum
COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum
COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum
Arni Finnbogason frá Vestmanna-
eyjum opnar sýningu á 70 teikni-
myndum sinum að Hallveigarstöðum i
dag. Verður sýning Árna siðan opin dag
hvern frá klukkan 2 til 10 fram til 12.
júní.
Þessi sýning Árna er hin fimmia sem
hann heldur á listaverkum sínum. Sagði
hann i stuttu viðtali við DB að mikið af
teikningunum á þessari sýningu væri frá
Vestmannaeyjum, enda væru eyjarnar
honum hugleiknar. En einnig eru þarna
myndir víðarað.
ASt.
ÍTALÍA dagflug á þriöjudögum
PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum
GRIKKLAND dagflug á þriðjudögum
SUNNA
REYKJAVÍK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SÍAU 21835