Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 6. jUNÍ 1978—118. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. - AÐALSÍMI27022.
Hefur
sætt mikilli
gagnrýni:
HÆn VIÐ YFIR-
VINNUBANNIÐ?
— en bann við nætur- og helgidagavinnu í staðínn
Forráðamenn Verkamannasam- |vinnubann, sem stæði fram yfir
bandsins ihuga nú hvort ekki eigi að kosningar að minnsta kosti.
hætta við ráðgert yfirvinnubann og Magir hafa orðið til að mótmæla
hafa aðgerðirnar takmarkaðri. Kæmi yfirvinnubanninu og talið það til-
þá til greina nætur- og helgidaga- gangslitlar fórnir hinna lægstlaunuðu.
Með nætur- og heigidagavinnu-
stöðvun mundi hvorttveggja -fara
saman, mótmæli við kjaraskerðing-
unni og við það sem forráðamennirnir
telja óhóflegt vinnuálag viða um land.'
Víða er nú algengt að unnið sé til
klukkan tiu á kvöldin, 3—4 daga i
viku. Þetta mun mjög titt á Austur-
landi, Akureyri og i Vestmánnaeyjum.
Sáttafundur verður á morgun í deilu
Verkamannasambandsins og atvinnu-
rekenda.
Forystumenn í ASÍ þinga i dag um
stöðuna.
-HH
Hákaríar
og aörír
karíar
Akureyri í gær:
Það er ekki á hverjum degi sem hákarl
er skorinn á Akureyri. En þó kemur það
fyrir að togarar útgerðarfélagsins fá
hákarl í vörpuna og þá kaupir Jósep
Kristjánsson þá gjarnan og verkar á
hefðbundinn hátt.
Hann var hress og kátur þar sem ég
kom að honum þegar hann var að verka
sjö hákarla sem veiðzt höfðu við
Grænland.
Hann áætlaði hvern hákarl um 500
kíló svo það verða nokkrar beitur það.
Fax.
Ölvaður
unglingur
otaðihníf
að fólki
Á ellefta tímanum í gærkvöldi
handtók lögreglan drukkin átjan
ára ungling á Hallærisplaninu.
Var hann þar í hópi unglinga með
ósliðraðan beltishníf sem hann
otaði að unglingum og vegfarend-
um. Ekki hafði hann sært neinn er
leikurinn var stöðvaður.
í ljós kom að eigandi vopnsins,
tvítugur að aldri, sat álengdar í bif-
reið. Var hann einnig áberandi
ölvaður. Þeir félagar voru fluttir í
lögreglustöð en yfirheyrslur voru
árangurslitlar sakir ölvunar þeirra.
Vopnið sem þeir höfðu undir
höndum var venjulegur beltis-
hnífur, 10 sentimetra blað og jafn-
langt skaft. - ASt1
„Þorskastríðs-
aðgerðir"
„í skeyti frá Kristjáni Loftssyni,
forstjóra Hvals sf., sem okkur
barst í gær, segir að öll skip sem,
hyggist tefja eða muni trufla"
veiðar íslenzku hvalveiðibátanna
muni verða lögsótt," sagði David
McTaggard, leiðangursstjóri á
Rainbow Warrior, í viðtali við DB'
í morgun. „Við hörmum slíkar
þorskastríðsaðferðir og lýsum þvi
yfir, að við teljum Kristján
Loftsson ekki rétta aðilann til þess
að vera með hótanir í þessu máli."
HP
ÍDBídag:
Vinnustöðvun yf ir 100 manns hjá BÚH:
SETUVERKFALLIÐ
ORÐIÐ AÐ MANN-
RÉTTINDAVERKFALLI
— segir formaður Hlíffar— engin kom á vinnustað í morgun
Ég get ekki kallað þetta annað en
mannréttindaverkfall. Ég geri mér Ijóst
að skv. stifustu lagareglum er þetta verk-
fall ólöglegt, en sú staða getur komið
upp að fólk háfi rétt til að brjóta lög og
það verður að segjast að framkoma
verkafólksins hér við slíkar aðstæður
getur ekki talizt ámælisverð ef tillit er
tekið til sömu stöðu sem upp kemur af
og til viða erlendis, sagði Hallgrímur
Pétursson, formaður verkamannafélags-
ins Hlífar í Hafnarfirði.
Sem kunnugt er lagði starfsfólk fisk-
iðjuvers BÚH, á annað hundrað manns,
niður vinnu sl. miðvikudag vegna
megnrar oánægju með framkomu
tveggja verkstjóra og krefst fólkið þess
að þeir verði látnir vikja.
Hefur starfsfólk mætt á vinnustað á
virkum dögum og dvalizt þar dagvinnu-
tímann án þess að vinna þar til í morgun
að enginn mætti.
Sagði Hallgrímur það eðlilegt þar sem
beðið væri nýrrar málamiðlunartillögu
frá bæjarfulltrúum en siðasta tillaga
þeirra i þá átt var felld í atkvæðagreiðslu
verkafólks i gær. Funduðu bæjarfull-
trúar enn um málið óformlega í gær-
kvöldi en eftir hádegi í dag verður form-.
legur fundur um málið og nýjar tillögur
væntanlega mótaðar.
Hallgrímur sagði að fólkið myndi fara
fram á laun fyrir f>essa daga, hvernig svo
sem gengi að standa á þeirri kröfu.
G.S.
Olíuskortur
árið 1985
Sendiráðs-
maðurvíll
bæturfyrir
geislun
— sjá eíl. f réttir