Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR6. JÚNl 1978. .13 Iþróftir Iþróttir Iþróttir Johnston heim þetta gera allir á Englandi — sagðí Willie Johnston, útherjinn skozki, sem var rekinn heim þar sem hann tók örvandi lyf fyrir leikinn gegn Perú „Ég hélt að það væri allt í lagi að taka pillurnar. Leikmenn heima á Englandi taka svona pillur. Ég nota þær einungis þegar ég er langt niðri. Áður en ég fór frá Englandi spurði ég lækni WBA hvort ég gæti fengið pillur og hann lét mig hafa nokkrar," sagði Willie Johnstone, — leikmaðurinn sem Aly McLeod, fram- kvæmdastjóri Skota, hafði bundið svo miklar vonir við — en var sendur heim með skömm. Johnston, sem leikur með WBA í 1. deild á Englandi, var sendur heim af for- ráðamönnum skozka landsliðsins eftir að uppvíst varð, að hann hafði notað örvandi lyf. „Pillumar, sem ég notaði heita ractiva," sagði Johnstone. „Leikmenn voru varaðir við að taka pillur. Johnston leikur ekki framar fyrir Skotland — hann hefur verið sendur heim og mál hans verður jafnvel tekið r allt í Vexíkó Hþrjárbreytingar 'ólverja tz. Bonhof, Flohe, Hans Muller, Rummen- igge, Fischer, Deiter Muller. fyrir síðar. Skozka knattspyrnusam- bandið hefur aldrei tengzt sliku fyrr," sagði Ernie Walker, ritari skozka knatt- spyrnusambandsins. Eftir leikinn gegn Perú voru tveir leik- menn skozka liðsins sendir í „dóp- prufu". Þeir Willie Johnston og Kenny Dalglish. Það reyndist allt í lagi með Dalglish en hins vegar reyndist Johnston hafa tekið örvandi lyf. I fyrstu var haldið að einungis hefði verið um mistök að ræða, þar sem Johnston hafði verið með kvef — og fengið lyf við því. En síðar kom í Ijós að hann hafði notað örvandi lyf— ractiva. Skozka sambandið brá hart við — sendi Johnston heim. Hinn 31 árs gamli Skoti var því sendur heim með skömm. Hann á að baki litríkan feril — með Rangers, WBA og skozka landsliðinu. Tiu sinnum h'efur Willie Johnston verið rekinn af leikvelli. Hann hefur leikið 22 landsleiki fyrir Skota, þar af 11 eftir að Ally McLeod tók við stjórnvelinum. Minningar Johnston um Argentínu geta því tæplega verið góðar. Þegar Skotland lék i Argentinu fyrir ári síðan var hann rekinn af velli í lands- leiknum gegn Argentínu i umdeildu at- viki. Pernia argentiski bakvörðurinn sló Johnston bylmingshögg í nýrnastað og Johnston féll í völlinn. Þegar hann stóð á fætur sá hann einungis rautt spjald. Hann hafði verið rekinn af leikvelli. At- vikið var frægt um allan heim — sem dæmi um aumingjaskap heimadómara. Argentínsku blöðin fordæmdu dómar- ann mjög, sögðu að Johnston hefði ekk- ert brotið af sér. Hann hefði verið fórnarlamb. Nú, ári síðar, er Willie Johnston aftur í sviðsljósinu. Nú er Kerkhof brákaður Robbie Rensenbrínk skoraði öll þrjú mörk Hollands gegn íran i HM en stjarna leiksins var engu að siður Rene van der Kerkhof, hinn snjalli útherji meistara PSV Eindhoven. Óvíst er þá hvort Rene leikur gegn Perú. Hann meiddist á hendi, örlitil sprunga mynd- aðist í handarbeini og olli honum miklum sársauka. Rene lagði upp tvö marka Hollands gegn Perú. Rene van der Kerkhof er vissulega vafasamur en Ernst Happel, landsliðs- þjálfari Hollendinga, vonast til að hann leiki. Leikur Hollands og Perú er báðum ákaflega mikilvægur. Hollendingar munu hafa níu leik- menn frá úrslitaleiknum við V-Þýzka- land fyrir fjórum árum er þeir töpuðu 1—2, hugsanlega 10. Það fer eftir því hvort Rene van der Kerkhof leikur. Johan Needkens mun stjórna öllu spili liðsins á miðjunni ásamt Arie Haan er nú leikur með Anderlecht og Wim Jansen frá Feyenoord. Sennilegt lið Hollendinga gegn Perú er: Jongblöd, Suurbier, Rijsberger, Ruud Krol, Willy van der Kerkhof — tviburabróðir Rene. Wim Jansen, Arie Haan. Johan Neeskens, Rene van der Kerkhof eða Jan Poorvliet. Gífurleg gleði ríkti í Perú eftir HM- sigurinn gegn Skotum — og liðinu barst heillaóskaskeyti frá forseta landsins. Ramon Quiroga, markvörður liðsins er nú þjóðhetja í Perú — eins og hinn skot- fasti Teofilo Cubillas. Þau klæddust nýju búningunum i verzlun Ingólfs Óskarssonar á laugardag. Frá vinstri Guðjón Marteinsson, KR, Guðni Bergsson, VaL Þorvaldur Steinsson, Fram. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. hann fórnarlamb eigin heimsku — ef til vill fórnarlamb siðar á Englandi. Ef rétt reynisl að leikmenn á Englandi taki örv- andi lyf fyrir leiki hlýtur slikt að vera al- varlegt mál. Þetta atvik hlýtur að kalla á rannsókn á hvort slíkt viðgangist. BúÍ7t er við aö Ally McLeod geri miklar breytingar á skozka liðinu. Að inn komi Willie Donachie, frá Manchester City. Fyrir Johnston komi John Robertson frá Nottingham Forest. . Þá er eins búizl við að þeir Archie Gemmill og Greame Souness leiki. Lík- legl sko/kt lið cr: — Alah Rough. Stuart Kcnncdy. Tom Forsyth, Kenny Burns. Willic Don'acliic. Archic Gemmill. Greame Souness. Asa Hartford, Kenny Dalglish. Joe Jordan. John Robertson. „Við verðum að vinna Iran og vinna stórt. Vona siðan að Perú sigri Hol- land." sagði Ally McLeod. írönsku leik- mennirnir fá 300 þúsund króniir hver sigri þeir Skota. Liklegt lið er: — Hedjazi. Nazari. Kazerani. Abdollah. Eskandarian. Parvin, Sadeghi. Danai- fard.Ghasempoor. Jahani. Rowshan. Vandræði Brassanna Vafasamt er að hinn snjalli miðvallar- spilari Brasiliumanna Revelino verði með i leiknum gegn Spáni i kvöld. Revelino hefur átt við meiðsli í ökkla að striða. Þetta er Brossununi mikið áfall þvi Revelino er einmitt maðurínn, sem á að lialda öllu spili liðsins gangandi — maðurinn, sem Brassarnir hafa hvað mest bundið vonir við. Hin slaka frammistaða Brassanna gegn Svíum hefur beinlinis vakið reiði i Coutinho Brasilíu. Coutinho, þjálfari liðsins hefur verið gagnrýndur óspart. Pressan sagði leik Brassanna hægfara. slakan. Coutinho hafði sína skoðun á málinu. „Orsakirnar fyrir hinum slaka leik okkar gegn Svium voru taugarnar'. Leik- menri mínir voru mjög slæmir á taugum og ekki bætti, að þeir eru álitnir sigur- stranglegastir í HM. En við höfum komið í veg fyrir þetta — mórallinn er góður nú," sagðsi Coutinho. Revelino tók ekki þátt í æfingu fyrir leikinn — haldraði meðfarm æfingasvæðinu. Það eina sem hinn 32 ára gamli Revelino. HM-stjarna 1970 þegar Brassarnir unnu i Mexikó, sagði — „Ég vonast til að leika. Ég hef verið í stöðugri meðferð lækna," sagðsi Revelino. Liklegt lið Brassanna er: LK Leao, Toninho, — eða Neilinho, Oscar, Amaral, Edinho, Batista, Cerezo. Revelino, — eða Dirceau, Gil — eða Toninho, ReinaldoZico. Búizt er við miklum breytingum á spánska liðinu eftir ósigurinn gegn Austurríki. Líklegt lið er: Miguel Angel, .Marcelino, Olmo, Migueli, San Jose, Pirri, Asensi, Cardeonosa, Juanito, Santillana, Dani. Vinnuvélar með stuttum fyrirvara. Getum útvegaö eftirtalin tæki með mjög stuttum fyrirvara: Gröfur Ákerman H-9 Ákerman H-9 Ákerman H-9 Ákerman H-9 hjóla, ekinn 3500 tfmar '74 hjóla, ekinn 3200 timar '75 belta,ekinn 75tímar'77 belta, ekinn 330tímar'77 Ákerman H-l 2, belta, ekinn 4000 tímar, '74 • Hjólaskóf lur Michigan 175 ser IIIA hjólaskófla, mjög góð, '73 I. H. Hough 90 hjólaskófla, mjög goð '70 • Bílkranar Bantam typa 788 (vökva), 27 tonn, '75 P & H typa TH 300,27,5 tonn,|'73 Lokómo typa A 350 NS, 30.0 tonn, '72 Lokomo typa A 330 NS, 22,5 tonn, '73 Bantam typa T 588,163 tonn, '73 , Allen typa 1564 (vökvalappir) '68 • Kranar m/dríf i á öllum hjólum Grove RT 60 S 855 18 tonn, '76 Bantam S 628 3400,16 tonn,'74 Bantam S 588 350016 tonn '74 • Vörubílar VolvoFB86búkki,'73 VolvoF889búkki,*78 Scaniall0bukki,'73 Volvo N 725 búkki, '74 • • Benz 608, mjög góður (kúlutoppur) '72 • Mikið úrval af gaffallyfturum Vélatorgið, Borgartún 24 símar 28590 og 28575 Suurbiervarð bara ekki mál Wim Suurbier, hinn snjalli varnarmaður Hollands lenti i miklum erfiðleikum eftir leik írana og Hollendinga. Hann var sendur I „dóp-prufu" og átti þvi að pissa í lítið glas. En honum varð ómögulega mál. Hann fékk að drekka, nóg að drekka — kaffi, te, sódavatn og gosdrykki en Suurbier varð bara ómögulega mál. Timinn leið — einn klukkutimi, annar, þriðji. Suurbier drakk og drakk — og komiö var með bjór handa honum. Hann drakk og drakk — en ómögu- lega varð honum mál. Loks, já loksins, eftir fjóra kiukkutíma og fimniián minútur, nákvæmlega mælt varð Suurbier mál með út- þembda vömb og pissaði í málið. Þá urðu allir ánægðir — og brostu, lika Suurbier. „Við áttum í sömu erfiðleikum með hann í Þýzkalandi fyrir fjórum árum. Já, það er satt — þegar þeir eru að taka pruhi hjá Suurbier vita þeir að löng, löng bið er fram- unan," sagðsi Fritz Kessel, læknir Hollenzka liðsins. Edström verður ekki með Svíum „Aby" Ericson, hinn kunni landsliðs- þjálfari Svia mun ekki nota Hali' Ldström gegn Austurríki í kvöld, ef að likum lætur. Aby mun að öllum Jikindum nota sama lið og koma svo á óvart gegn Brasriíumönnum. Það þýðir að Aby notar þá Benny Woodt og Thomas Sjöbert i sökninni. Hann hefur sagt að Edström sé ekki sami leikmaður og 1974 þegar hann var stjarna sænska liðsins, sem stoð sig svo vel — hafnaði 15. sæti. Líkleg lið: Svíþjóð — Hellström, Borg, Roy Anderson, Nordquist, Erlandsson, Tapper, Lennart Larson, Linderoth, Bo Larsson, Sjöberg, Wendt. — Austurríki: Koncilia, Sara, Obermeyer, Pezzy, Breiten- berger, Prohaska, Krieger, — eða Weber, Kreuz, Kurt Jara, Schanchner, Krankl — en hann var markhæsti leikmaður i Evrópu á síðasta ári. Pólverjar með óbreyttlið Túnis pg Pólland mætast i kvöld — og Túnis, sem kom svo mjög á óvart er með óbreytt lið. Að Túnis takist að endurtaka leikinn — og sigra Pólverja í kjolfar sigurs- ins gegn Mexíkó er hins vegar ólíklegt. Ólíklegt er að hið leikreynda lið Pólverja með þá Lato, Szarmach, Lubanski og Deyna i fararbroddi verði jafnveikt og Mexikó. Raunar er liklegt að Pólverjar vinni stórt — að Lato, Szarmach og Lubanski verði vörn Túnis ofviða. Fylkir sigraði Reyni 2-1 Fylkir sigraði Reyni, Sandgerði, 2-1 i Laugardal í gærkvöld í 2. deild íslands- mótsins. Reynir hafði ylir í leikhléi, 1-0. Július Jónsson skoraði úr vítaspyrnu. l.iikuiiim var mjög harður og grófur. Tvö mörk Fylkis á tveimur mínútum í síðari hálfleik tryggðu Reykjavikurliðinu sigur — I liirður Antonsson jafnaði met- in og Baldur Rafnsson skoraði siðan sigurmark Fylkis & 75. minútu. Reynir sótti mjög stift það sem eftir var en tókst ekkiaðjafna. Doyle seldur Mike Doyle, miðvörður Manchester City og enska landsliðsins fyrir aðeins rúmu einu ári, hefur verið seldur til Stoke City fyrir um 50 þúsund pund. Doyle hefur verið 15 ár hjá City — unnið til allra stærstu verðlauna enskrar knatt- spyrnu auk þess að hann varð Evrópu- 'meistari bikarhafa með City. Doyle er ákaf- lega sterkur miðvörður eins og raunar glögg- lega kom i Ijós þegar hann lék með stjörnu- liði Bobby Charlton i Reykjavík fyrir skömmu. Hann missti stöðu sína hjá City á síðastliðnum vetri til Tommý Booth.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.