Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 10
10
DAGBLAOIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978.
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagbiaðifl hf.
Framkysemdastjórí: Sveinn R. Eyiólfaaon. R'itstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Péturs-
son. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjórnan Jóhannes Reykdal. íþróttir: Haliur
Simonarson. Aflstoflarfróttastjórar Atii Steinarsson og Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrímur Páls-
son.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs
son, Guflmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnhoiflur Krístjánsdóttir. Hönnun: Gufljón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóflsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjóifsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorierfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing-
arstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞvortioKi 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakifl.
Setning og umbrot Dagblaðifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerð: HUmir hf. Siflumúla 12. Prentunf
Árvakur hf. Skorfunni 10.
Mjögnærrilagi
Skoðanakönnun Dagblaðsins reyndist
fara mjög nærri úrslitum borgarstjórnar-
kosninganna i Reykjavík. Frávikið frá
réttum tölum varð að meðaltali aðeins
rúmlega þrjú prósentustig. Það er með
því bezta, sem ýtarlegar, erlendar
skoðanakannanir ná.
Af fimmtán borgarstjórnarsætum gat skoðanakönn-
unin aðeins rangt til um eitt. Það var að vísu mikilvæg-
asta sætið, er fimmti maður Alþýðubandalagsins fór átta
til níu atkvæðum upp fyrir áttunda mann Sjálfstæðis-
flokksins. Enda eru skoðanakannanir ekki nógu fínlegur
mælikvarði á átta til níu atkvæða mun.
Vísir fór hins vegar alveg flatt í sinni könnun. Þar var
skekkjan í tölu borgarfulltrúa hvorki meiri né minni en
fjórum sinnum meiri. Skoðanakönnunin gat rangt til um
fjögur sæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórum sætum
minna, Alþýðubandalagið þremur meira og Fram-
sóknarflokkurinn einu meira en tölur skoðanakönnunar
Vísis fólu í sér.
Dagblaðið reyndist þrefalt nákvæmara í prósentu-
stigum sínum en Vísir, sem reyndist hafa að meðaltali
rúmlega níu prósentustiga skekkju í tölum sínum. Þetta
bendir til, að vinnuaðferð Dagblaðsins hafi verið heppi-
legri, þótt úrtakið væri minna.
Dagblaðið náði lélegustum árangri í spánni um fylgis-
aukningu Alþýðubandalagsins, 6,7 prósentustiga
skekkju. í stað hinna spáðu 23% gildra atkvæða fékk
bandalagið 29,7%.
Þetta var þó mun skárri útkoma en hjá Vísi, sem gaf
bandalaginu 15% gildra atkvæða, aðeins helming
hinnar raunverulegu niðurstöðu í kosningunum. Þar var
skekkjan hvorki meiri né minni en 14,7 prósentustig.
Skekkja Dagblaðsins í spánni um gild atkvæði Sjálf-
stæðisflokksins nam 4,5 prósentustigum. í stað 52% í
skoðanakönnuninni fékk flokkurinn 47,5% í raunveru-
leikanum.
Einnig á þessu sviði var útkoman mun skárri en hjá
Vísi, sem gaf Sjálfstæðisflokknum 66% gildra atkvæða.
Þar var skekkjan 18,5 prósentustig.
Ef ekki er miðað við gild atkvæði, heldur alla könnun
Vísis, líka þá, sem ekki vildu svara, verður skekkjan þar
minni í tölum Sjálfstæðisflokksins, en hins vegar gífur-
lega miklu meiri í tölum hinna flokkanna, svo að
skekkjan í heild verður svipuð með þeirri reikningsað-
ferð.
Dagblaðið náði verulega góðum árangri í spánni um
fylgi Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Skekkjan
í útkomu Alþýðuflokksins reyndist ekki vera nema 1,6
prósentustig. í stað hinna spáðu 15% gildra atkvæða
fékk flokkurinn 13,4%.
Og í spá Dagblaðsins um fylgi Framsóknarflokksins
reyndist skekkjan ekki vera nema 0,6 prósentustig. í stað
hinna spáðu 10% gildra atkvæða fékk flokkurinn 9,4%.
Skýringanna á hinni miklu skekkju Vísis kann
sumpart að vera að leita í hinu nána sambandi blaðsins
við Sjálfstæðisflokkinn. Þau tengsli hefur almenningur í
huga, þegar hann svarar spurningum blaðsins. Að öðru
leyti ætti skekkjan að mestu leyti að felast í óhentugum
vinnubrögðum blaðsins.
Dagblaðsmenn eru að sjálfsögðu ánægðir með að
hafa svipaða skekkju og reynist vera í fínum 2.500
manna könnunum erlendis. Sú niðurstaða er blaðinu
hvati þess að halda áfram á sömu braut.
Ég óskaöi eftir
leynilegri
atkvæðagreiöslu
- 0G MISSTI
KOSNINGARÉTTINN
Á síðustu stundu var ég sviptur
kosningarétti mínum i borgarstjórnar-
kosningunum 28. maí. Að.minnsta
kosti sviptur þeim rétti að greiða leyni-
legt atkvæði, þannig að aðeins kjör-
stjórnin á staðnum vissi að ég hefði
kosið. Öðrum kemur þaðekki við.
Þetta var í þriðja skipti sem ég hafði
rétt til að taka þátt í almennum
kosningum, kaus fyrst 1970. Mér þótti
þetta heldur kúnstug athöfn — inni I
skólastofunni hverju sinni sat hópur af
fólki og krossaði við í bækur sínar.
Hvað er nafnið, spurði einhver.
Maður svaraði því hátt og snjallt og
endurtók jafnvel fyrir einhverja, sem
ekki höfðu heyrt. Ekki hafði ég
hugmynd um í fyrstu, að þetta fólk
væri mestmegnis fulltrúar stjórnmála-
flokkanna, sem þarna sætu „af göml-
um vana” og eignuðu sér kjósendur
með krossamerkingum.
Satt bezt að segja var það ekki fyrr
en rétt fyrir borgarstjómarkosning-
arnar, að mér varð fyllilega Ijóst hvað
var að gerast í kjördeildum. Kratar
riðu á vaðið og sögðust ekki lengur
Flytjum Arbæjarsafn
i Grjótaþorpiö
Það er vissulega að bera í bakkafull-
an lækinn að ætla sér að ræða um
Grjótaþorpið og framtíð þess en í til-
efni af nýjum borgarstjórnarmeiri-
hluta, sem greinilega ætlar sér ekki að
þurrka út allar menjar um fortíð
Reykjavíkur, langar mig til þess að
leggja orð í belg.
Mér hefur sýnzt málið snúast fyrst
og fremst um það hvort þarna verður
búið eða ekki búið og þá hvernig.
Raddir hafa heyrzt um byggingu
verzlunarhúsa en ég trúi því varla að
menn hafi I alvöru i hyggju að rífa öll
þessi gömlu hús og reisa þar verzlunar-
og skrifstofuhúsnæði. Svo ekki sé
minnztábílastæðin.
Hinu er ekki að leyna, og hefur
komið fram, að sum þessara húsa eru
bölvaðir hjallar, sem í raun hafa ekk-
ert gildi, hvorki sögulegt né byggingar-
legt og mættú því að skaðlausu víkja.
Á svæðinu eru einnig auðar lóðir og
svæði sem engum eru til gagns i
augnablikinu.
Mig langar því að stela hér hug-
mynd frá Dönum sem leyst hafa mál
af þessu tagi með prýði. Það sem fyrir
mönnum vakir með verndun Grjóta-
þorpsins er varðveizla sögulegra minja
og verndun örlítillar vinjar í borg sem
annars er byggð í þýzkum steypu-
kassastíl og er á mörgum sviðum Ijót.
Þeir vilja einnig að þarna verði búið,
þarna verði lifandi fólk og að reynt
verði að koma í veg fyrir að miðþær-
inn gamli tæmist. Miðborgir hafa
verið tæmdar víða, með hryggílegum
árangri og nægir þar að nefna miðborg
Stokkhólms.
Danir, þ.e. Árósabúar, hafa hins
vegar leyst málið á skemmtilegan hátt,
sem við gætum hæglega betrumbætt. í
miðborg Árósa, skammt frá mestu
verzlunargötunum er slík vin, Den
Gamle by. Þar hafa þeir Árósabúar
safnað saman húsum af margvíslegum
gerðum frá ýmsum timum alls staðar
að af Jótlandi og reist myndarlegt safn
sem er orðið einn af meiri háttar ferða-
mannastöðum i borginni.
Möguleikará
aukinni
þjónustu
hérá landi:
Skipuleg upp-
bygging data-
flutningsrása
Samkvæmt spá sem gerð var árið
1972 af samtökum póst- og símamála-
stjórna I 17 Evrópulöndum
(Eurodata), mun datatrafik, þ.e.
flutningur á véltækum gögnum frá
tölvum til terminala og öfugt, tífaldast
frá árinu 1972 til ársins 1985, (þ.e.
vaxa úr 200 I 2000 Terabits/dag). í
heild mun trafikin aukast um 17% á
árifráárinu 1976 til 1985.
Dataflutningur
á íslandi
Notkun á talsímalinum til data-
flutnings hér á landi er fremur lítil,
ekki sist I hlutfalli við notkunina I
nágrannalöndunum. Árið 1976 var
eitt modem (sjá skýringu síðar) í
notkun fyrir hverja 600 íbúa I Svíþjóð,
en á íslandi var þetta hlutfall eitt
modem á hverja 5000 íbúa.
Dataflutningi má skipta I föst data-
sambönd og upphringisambönd.
Mismunurinn er sá að föst sambönd
ganga á leigðum símalínum sem ekki
eru notaðar til neins annars en data-
flutnings. Upphringisambönd gera
hins vegar ekki kröfur til fastra leigu-
lína og notendur koma á sambandi
með upphringingu á venjulegan hátt
þegar þörf er fyrir dataflutning.
Dataflutningur til útlanda um upp-
hringdar línur er ákaflega litill og
tilviljanakenndur. Helst er um slíkan
dataflutning að ræða þegar verið er að
framkvæma eða sýna tengingar i til-
raunaskyni við tölvumiðstöðvar eða
tölvubanka erlendis.
Um nokkurt skeið hefur verið
skortur á talsímalinum til útlanda.
Scottice strengurinn er þegar fullnýtt-
ur og Iceacan strengurinn er einnig
mikið notaður. Ekki hefur af þessum
ástæðum verið unnt að fá leigðar
fastar talsímalinur til dataflutnings
þótt eftir þvi hafi verið leitað.
Einungis Flugleiðir og Veðurstofan
hafa fastar talsímalínur eins og áður er
getið og fengust þær eftir nokkurt
þrambolt, en Flugleiðir hafa mikla
þörf fyrir tryggt fjarskiptasamband
vegna farþegaskráningar sinnar.
Veðurstofan hefur nýlega fengið leigu-
línu til Bracknell í tengslum við það
að nú hefur verið komið upp nýrri og
afkastamikilli tölvusamstæðu á
Veðurstofunni.
Modem
Modem er lítið tæki sem þýðir skila-
boð tölvu eða tölvuútstöðvar yfir í
kóðu sem unnt er að flytja um síma-
línu. Modem sem er stytting úr
modulatoi-demotulator erþannig tengt
milli tölvu eða útstöðvar og talsímalín-
unnar.
Póstur og sími hefur aldrei fengið
fjárveitingu á fjárlögum til kaupa á
modemum, þrátt fyrir að eftir þvi hafi