Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNl 1978. BLAÐBURÐARBORN ÖSKAST STRAX: Skjólin Aðalstrœti Hagar Miðbœrinn UppL á afgreiðslutmi, símt'27022. 1 WBIAÐIÐ ARNARFLUG AÐALFUNDUR Arnarflugs h/f verður haldinn að Hótel Sögu Súlnasal mánudaginn 19. júni kl. 20:30. Dagskrá samkvæmt samþykktum félags- ins. Stjórnin V-listinn Höfum opnað skrifstofu að Hamraborg 7 í Kópavogi, símar 44199 og 44792. Skrifstofan er opin frá kl. 13—22 alla virka daga, sunnudaga frá kl. 13— 17. BILAPARTASALAN Höfum úrvai notaöra varahluta íýmsar tegundirbifreiöa, tildæmis: Nýkomnir varahlutir í: Rambler American 1967, Willys árg. '55, Citroén Ami 8 árg. '72, Peugeot 204 árg. '70, Vauxhall Viva árg. '69, Fíat 128 ár'g. '72. Einnighöfum viö úrvalafkerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN HöfiatúnilO- Sími 11397 LISTAHÁTIÐ "i 1978 LEIFUR ÞÓRARINSSON Tónlist Kvartettbrandarar Það er ekki um sérlega auðugan garð að gresja hvað snertir íslenska tónlist á Listahátíð. Hún hefur þó ekki alveg gleymst og var til dæmis frumfluttur íslenskur strengjakvartett i fyrrakvöld. Þetta Þetta var kvartett nr. tvö eftir Þorkel Sigurbjörnsson en hann er saminn sérstaklega fyrir Strokkvartett Kaupmannahafnar sem hér dvelst á vegum Norræna hússins. Því verður ekki neitað að þetta stykki er heldur af léttara taginu og greini- lega ekki ætlað að skilja við áheyr- endur í sérlega þungum þönkum. Er þar talsvert um svokallaða aulafyndni, á dönsku dumvittigheder, og er ekki nema allt gott um það að segja, svo langt sem það nær. Rithátturinn er líka lipur, eins og vænta mátti af Þorkaiii, og útþvældum klisjum er raðað saman af mikilli kunnáttu og starfsgleði. En séu gerðar kröfur til heiðarlegrar tónhugsunar þá er um talsverða afturför að ræða siðan í kvartett nr. I, sem Þorkell samdi á sínum tíma fyrir annað „Norrænt hús", Hásselbyslotið i Sviþjóð. En menn geta nú ekki alltaf verið jafn- góðir. Danirnir (Tutter Givskov, Mogensarnir Durholm og Bruun og Asger Lund Christiansen), léku þetta af lífi og sál og skildu eflaust brand- arana miklu betur en landinn. Þetta er líka fyrsta flokks kammersveit, það heyrði maður strax i C-dúrkvartett Mozarts, þessum meðskrítna inngang- inum, sem var leikinn skýrt og skil- merkilega og algjörlega án tilfinninga- semi. Síðast kom svo a-mollkvartett Schuberts, og 29, og hvað viljið þið hafa það betra? Já, það er mikill fengur að þessum gestum á Listahátíð, sem er annars heldur slöpp í kammermúsikinni, og tilhlökkun i tónleikum þeirra á fimmtudaginn, þar sem m.a. verður frumfluttur kvartett eftir Holboe, einn elskulegasta kvartettsmið sem nú er á dögum. LÞ. Listasafn íslands með yfirlit amerískra teikninga VIRÐINGIN FYRIR DRÁTT- UST EYKST STÖÐUGT ?&¦ ÍV*'#I t-i' 'i . ' i« W. .»*¦; TM %j_ '* '¦* yf ^- h * s. a 'i 0, \ ; \ Reginald Marsh — Stúlkur 4 Coney Island. t Listasafni tslands stendur yfir sýning á ameriskum teikningum frá árunum 1927 til 1977. Stendur sýningin rúmlega út listahátið eða til I. júlí og er opin frá 13.30—22 á hverjum degi. Amerísku teikningarnar koma frá Minnesota Museum of Art sem leggur sérstaka áherzlu á að varðveita teikn- ingar. Sýningin hefur hér ferðalag sem eftir á að standa lengi og verður farið víða.Við valá myndum var reynt að taka sem flestar gerðir teikninga og með því að gefa sýnishorn af þessari myndlist i hnotskurn. En eins og geta má nærri gefur sýningin hvergi nærri yfirlit um allt það sem teiknað hefur verið, einfaldlega af því að margt af þvi hefur farið forgörðum. Teikningar nutu framan af ekki mikillar virðingar en núna er þetta að breytast. Engin list þykir eins sjálfstæð og öðrum óháð og dráttlistin, engin eins óbundin af kreddum og hefðum. Alls eru til sýnis 75 myndir sem eru frá 1867 og allt til vorra daga. DS ^. Andy Warhole — Mao. Warhole er frægur fyrir afskipti sin af stjörn- málum og vinstrisinnaðar skoðanir. DB kynnir væntanlega þátttakendur í sjórallinu: „Sýnist þetta vera ílagi jf — segir annar keppenda „Ég er gamall sjómaður, var á sjónum i tíu ár, bæði á fiskibátum og farskipum. Þ.á.m. hef ég siglt 10 til 12 sinnum umhverfis laudið og mér sýnist allt i lagi að sigla svona bát umhverfis það á þessum árstima," sagði Baldur Jóhanns- son, einn þeirra manna sem skráð hafa sig'í sjóralliö. Hann er iðnverkamaður hjá Flugleiðum. Þrátt fyrir langan sjómannsferil tók hann 30 tonna skip- stjórnarréttindin ekki fyrr en hann gekk í Snarfara og fór að stunda sjóinn sem afþreyingu. Bróðir hans, Hermann Jóhannsson, viðgerðarmaður hjá Kaupfélaginu í Borgarnesi, á bátinn og er einnig vanur sjómaður eftir a.m.k. sex ár á sjó. Á þeim tima sigldi hann m.a. á Akraborg- inni á meðan hún sigldi alla leið til Borgarness. Var hann þvi ekki kvíðinn á föstudaginn að vera að leggja upp þangað frá Reykjavik á glænýjum farkostinum sem dýft hafði verið í sjóinn í fyrsta sinn nokkrum klukkustundum áður. Báturinn: Bátur þeirra bræðra er brezkur, af Dateline gerð, og nefnist þessi útgáfa Hawain. Vélin, sem er 198 hestöfl, nefnist Mercruiser 898 og er innan- borðs. Drifhællinn aftur úr bátnum er af sömu gerð. Vélin gengur fyrir bensíni. Drifhællinn er stillanlegur eftir hraða og sjólagi þannig að óþarft er að setja „flapsa" á bátinn. Það eru tvær blöðkur sem settar eru á gafla báta i beinu áfram- haldi af botninum og hægt er að beina upp og niður og hafa þannig áhrif á lárétla stöðu bátsins á sjónum. Þá má nefna áttavita, hraðamæli og mílu- á glænýjum 20 feta Dateline-bát teljara, snúningshraðamæli og mæli er gefur til kynna hvaða staða drifhælsins er heppilegust á hverjum tíma. 1 metrum er báturinn 6,10 á lengd og 2,40 á breidd. Góðar vistarverur eru franuni i honum. Ganghraði er 36 til 40 mílur við beztu aöstæour og skv. upplýsingum innflytjandans, Boga Baldurssonar, kostar svona bátur um 4,7 milljónir króna. GJS./H.P. DB-mönnum gafst kostur á reynsluferð og var báturinn svifinn yfir 30 mílur fyrr en varði. — DB-mvnd Ó.G. Baldur Jóhannsson t.v. og broðir hans, Hermann, um borð i bátnum i Reykja- víkurliöfn á föstudaginn. DB-mynd Ó.G.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.