Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 6. JÚNl 1978. ^ncrjvxaP! Ly f tara' dekk LYFTARADEKK, afgreidd samdægurs, allar stæröir >1USTURBAKKI HF Skelfan 3A. Símar 38944*30107 RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður KLEPPSSPÍTALI HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á deild I nú þegar. Einnig óskast HJÚKRUNAR- FRÆÐINGAR á fleiri deildir spítalans. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. STARFSMAÐUR óskast nú þegar á barna- heimili spítalans til lengri tíma (ekki sumaraf- leysing). Upplýsingar veitir forstöðukona barnaheimil- isinsísíma 38160 (95). Reykjavík, 4. júní 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Eiríksgötu 5. Sími 29000. Óska eftir að taka á leigu 50—60 ferm versl- unarhúsnæði á góðum stað í bænum sem hentað gæti fyrir söluturn eða kvöldsölu. Uppl. hjá auglþjónustu DB í síma 27022. H—646 Fyrirtæki til sölu Af sérstökum ástæðum er iðnfyrirtæki til sölu sem framleiðir til útflutnings úr ísienzkri ull. Fyrirtækið er eitt á sínu sviði og eru því möguleikar miklir. Pantanir fyrir hendi. Sérstakt tækifæri fyrir sveitarfélög eða sam- hent hjón. Farið verður með allt sem trúnaðarmál. Tilboð merkt „Fyrirtæki” sendist DB. KONUR KONUR KONUR KONUR KONUR KONUR KONURNAR LÍKA TEKNAR TIL VIÐ KJÖTSKURÐINN — Fyrstu þrjár luku prófi Kvenfólkið haslar sér völl á stöðugt fleiri sviðum. Nú um helgina luku þrjár fyrstu stúlkurnar prófum í kjöt- iðnaði og stóðust það allar með prýði. Stúlkurnar þrjár sem heita Guðleif Ragnarsdóttir úr Kópavogi, Ásta Einarsdóttir og Sigqrjóna Þórhalls- dóttir, báðar úr Reykjavík, eru fyrstu konurnar sem Ijúka slíku prófi hér á landi, en Félag kjötiðnaðarmanna er 31 árs. Próf í kjötiðnaði felst bæði í bók- legum fræðum og verklegum. Er ljós- myndara bar að garði í vinnslu- stöðvum SS og Búrfells við Lindargötu á sunnudag voru stúlkurnar að Ijúka síðasta hlutanum sem er kjötskúrður. Þá verða þær að hluta sundur svín, kálf, og skera niður allt eftir sérstökum reglum eftir því í hvaða rétti kjötið á að fara. Áður höfðu þær lagað bæði pylsur < og fars. Svo verða þær að kunna að brýna hnífa, þvo vélar og ýmislegt fleira. Nú er 70—80 starfandi kjötiðnaðar- menn á landinu og verður stéttinni sannarlega fengur að þremur konum í fagið. A.St. Hérna eru fyrstu kjötskuröar- meistararnir meðal kvenna viö prófboröin. Frá vinstri Guðleif Ragnarsdóttir sem nam hjá SS og Sigurjóna Þórhallsdóttir og Ásta Einarsdóttir sem námu hjá Búrfelli. DB-mynd Hörður. um helgina KNÁR HÁSETI f HÓLMINUM Það voru fimleg handtök sem hún Sjöfn Kolbeins, háseti j Stykkishólmi, sýndi þegar hún var að gera klárt fyrir næsta róður. Hún stóð þarna á bryggj- unni í Hólminum og var að skrúbba í hópi annarra sjómanna, ungra pilta sem greinilega höfðu ekkert á móti þessari viðbót i stéttina. Sjöfn sagðist nú ekki vera mjög reyndur sjómaður, Hún hefði aðeins farið nokkra túra í afleysingum en henni líkar starfið vel og æfingin kemur smátt og smátt. Það munar lika miklu hvað strákarnir vinna betur þegar Sjöfn er nálægt, þannig að það bætir hag útgerðarinnar. • JH «C DB-mynd. JH NU FINNST MER EG LOKS VERA AÐ VINNA — sagði Kolbrún Erna Pétursdóttir sem vinnur ábifvélaverkstæði „Nú finnst mér ég loks vera að vinna,” sagði Kolbrún Erna Péturs- dóttir, 17 ára gömul, en hún er ein af frumherjum kvenna sem nú halda út i hinar hefðbundnu atvinnugreinar karla. Hún vinnurá bifreiðaverkstæði GP i Kópavogi. „Ja, ég er svona nokkurs konar altmuligt man hér á verkstæðinu," sagði Kolbrún. „Hávaðinn, skarkalinn og óhrein- indi fara alls ekki í taugarnar á mér. Margar stelpur fara ekki út í svona vinnu vegna óhreinindanna og erfiðis- ins en ég kann skinandi vel við mig. Þeir striða mér svolítið — ekkert voðalega — hérá verkstæðinu. Hvað maður gerir? Ja, ég veit ekki. Maður veit aldrei hvað maður gerir, hvort maður fer út í bifvélavirkjun eða eitt- hvað annað,” sagði Kolbrún. Eitt var ljóst — þeir voru ánægðir á verk- stæðinu að þafa Kolbrúnu. „Það er allt annað að hafa unga og fallega stúlku hér. Sér í lagi á morgnana," sögðu þeir. H.Halls. Kulbrún Erna við vinnu sina á verkstæðinu. DB-mynd Ari Krístínsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.