Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978. FJARLÆGIÐ BÍL- INN V® LAUG- ARDALSLAUGINA! Maria skrifan ekkert fararsniö á honum. Þetta er Ég er í hópi þeirra sem fara oft i, ákaflega hvimleitt. sundlaugarnar i Laugardal. Sl. hálfan mánuð hefur bíll skemmdur eftir Það eru vinsamleg tilmæli mín til árekstur verið á bílastæðinu við hlutaðeigandi að bíllinn verði fjar- innkeyrsluna frá Reykjavegi og virðist lægður hið fyrsta. Gefjunar- áklæói fástí Skeifunni Smiðjuvegió Kópav. Sími44544 BÍLASALA Seljum í dag: Renault 16 TS árg. 75 Renault 16 TL árg. 73 Renault 16 TL árg. 72 Renault 12 TL árg. 77 Renault 12 TL árg. 76 Renault 12 TL árg. 74 Renault 12 TL árg. 73 Renault 4 VANsendibíll árg. 75 Renault 12 TSAutomatk árg. 78 BMW 316 árg. 77 BMW 518 árg. 77 Kristinn Guðnason hf, Suðurlandsbraut 20. Sími 86633. Fjarlægið þennan bíl, segir bréfritari. Og DB tekur hiklaust undir með honum. Ljósm. DB. Ragnar TH. íslendingar í Tanzaníu í einangrun vegna kóleru- faraldurs Hildur Maríasdóttir skrifar frá Tanzaniu: Hér i Tanzaniu hefur verið kólerufaraldur sl. sex mánuði. Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu hans, enda þótt borgir hafi verið einangraðar og fólki bannað að ferðast á milli. Talið er að þúsundir manna hafi látizt í héraðinu sem ég bý i. Við erum einangruð í okkar bæ: hótelum, vínveitingastöðum, kvikmyndahúsum og mörkuðum hefur verið lokað. Við höfum ekki bragðað kartöflur i mánuð en verðum að notast við hrisgrjón eða soðna græna paparia í staðinn. Sem betur fer höfum við ræktað sjálf tómata, gúrkur og salat i garðinum okkar. í 90 km fjarlægð frá bænum, sem ég bý í, er þorpið Kasulu. Á þeirri leið eru hvorki meira né minna en 23 vega- tálmanir! Það tekur þvi talsverðan tima að ferðast á milli, ef menn fá til þess leyfi á annað borð. Fyrir skömmu gerðist það hér að nokkrir náungar stálu tunnum sem voru fullar af eiturefnum, sem notuð eru á bómullarakra. Tunnurnar ætluðu þeir að nota til að brugga vín í. Þeir helltu eitrinu niður og brugguðu í tunnunum. En þeir voru of fljótir á sér og gáðu ekki að þvi að þvo þær nógu vel. Fjöldi manna sem drakk mjöðinn þeirra lézt, þvi eiturefni hafði blandazt honum. Eitur þetta barst siðan i vatns- bólin í héraðinu og menn og dýr lágu í valnum eftir að hafa fengið sér vatns- sopa. Þessir atburðir gerðust á fyrstu dögum kólerunnar hér og því hefur verið erfitt að skera úr um hverjir dóu af völdum kóleru og hverjir af völdum eitursins. Mikið hjálparstarf hefur verið skipulagt í Tanzaníu vegna ástandsins, en enn er ekki séð fyrir endann á þessum ósköpum öllum. Frá landbúnaðarhéraði i Tanzaníu. Betri veður- þjónustu Ferðaiangur hringdi: Nú þegar komið er fram á sumar og fólk farið að ferðast vitt og breitt um landið verða menn varir við að veðurlýsingar útvarpsins eru ekki upp á sitt bezta. Æ sjaldnar heyrir maður þulina minnast á veðráttuna, það er eins og hún sé orðið bannorð utan fréttatíma Veðurstofunnar. Ég hvet til þess að hér verði breyting á hið fyrsta og tel það reynd- ar skyldu útvarpsins að halda uppi betri veðurþjónustu en verið hefur að undanförnu. Stuttum fréttum um veðurfar hér og þar á landinu mætti skjóta inn í dagskrána við og við. Fæ ég ekki séð að það þurfi að vera mikil fyrirhöfn í kringum það. „Æ sjaldnar heyrir maður þulina minnast á veðráttu” Frð og með morgundegin- um hafa Bísi og Krimmi fengið bœjaHeyfi um óákveðinn tíma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.