Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNt 1978. Mikið bensínstrið hefur staðið i Danmörku að undanförnu. Hafa margir bensín- sölumenn mátt hafa sig alla við að breyta auglýsingaskiltum sínum I samræmi við verðbreytingar. Portúgak Hafnarverkfall í Lissabon Hafnarverkamenn I Lissabon fóru 1 verkfall I gær til stuðnings kröfum sinum um endurnýjun kjarasamninga sinna. Um það bil átta þúsund hafnarverkamenn taka þátt I verkfallinu en helzta ástæða þess er að sögn þeirra sú að atvinnurekendur hafi haft I hyggju að lengja vinnutima þeirra án nokkurra meiri launa. Fyrir nokkrum dögum hófu verkamenn við Lissabonhöfn kjarabaráttuna með sérstökum bönnum við auka- og helgidaga- vinnu. Sími Bílaleigunnar h/f er 75400. Viðgeröir á Saab bifreiðum á sama stað. Smifljuvegi 36, Kóp. simi 75400. VERZUfl MR SEM ÚRVAUÐ ER MESTOfi KJÖRIN BEZT Einfalt og ódýrt undir hljómtækin ogplöturnar Verð aðeins kr. 28.500, hvhar, og kr. 45.300, dökk eik. Húsgagnadeild HRINGBRAUT121 -SÍMI28-601 Stokkhólmur og Osló ekki lengur dýrastar Evrópuborga Svissnesku borgirnar Genf og Ztirich teljast nú þær borgir Evrópu þar sem framfærslukostnaður er mestur. Hafa þær farið upp fyrir Stokkhólm og Oslo siðan í fyrra. Tokio heldur aftur á móti fyrsta sætinu á heimslistanum eins og um nokkur undanfarin ár. Að sögn fyrirtækisins, sem sér um þessar athuganir á kostnaði I einstökum borgum var það hækkun svissneska frankans sem olli því að svissnesku borgirnar teljast nú dýrustu borgir í Evropu. Alls eru það fimmtíu og niu borgir, víðs vegar um heiminn, er teknar eru til athugunar. Er miðað við fram- færslukostnað i New York og sam- kvæmt þvi er 56.6% dýrara að fram- fleyta sér i Tok io. Ódýrustu borgimar i heiminum eru taldar vera Buenos Aires í Argentinu en þar er kostnaður talinn nema rétt um 50% af kostn aði í New York. Síðan má nefna Montevideo i Uruguy, 62,9% og Bangkok, 63,1%. Ödýrustu borgir i Evrópu teljast samkvæmt athugun- inni Lissabon 68,5% af New York kostnaði og Barcelona 79,8%. í könnuninni kemur fram að verð- bólgan virðist koma mun harðar niður á ýmsum ódýrari borgunum og er þvi verðmunur orðinn mun minni en oft hefur verið áður í sambærilegri athugun. Þrátt fyrir mun lægra verð á ýmsum matvörum í ýmsum löndum, í Asiu til dæmis, hækka ýmsir tollar stjórnvalda á munaðarvörur verðlag þar meiraená Vesturlöndum. Moskva er í fyrsta skipti á þessum lista og þar er talið 17,8% ódýrara að framfleyta sér en i New York. Þá er tekið tillit til heimildar útlendinga til að verzla í sérstökum gjaldeyris- verzlunum, sem selja úrvalsvörur sem almennir Sovétborgarar fá ekki að velja sér. Kaupmannahöfn var talin með 115,6%, Oslo 121,3, Stokkhólmur 121,9%, Helsinki 107,5%, London 92,4%, París 110,8%, Zurich 139,9% ogGenf 139,1%. Veður eru válvnd I Libanon og búizt við að harðir bardagar brjótist þar út á hverri stundu. Á myndinni sést norskur gæzlu- liði en Noregur sendi þangað sveit hermanna til að taka þátt i eftirliti á vegum Sameinuðu þjóðanna. Kona var fráskilin - hjónabandið ógilt Réttur í Chicago féllst i gær á kröfu manns eins sem kvæntur hafði verið sömu konunni í þrettán ár um að hjóna- bandið teldist ógilt. Maðurinn byggði kröfu sína á að konan hefði sagt honum ósatt i byrjun. Sagðist hún vera i ekkju- standi en við réttarhöldin mætti fyrrver- andi eiginmaður hennar og vildi engan- veginn viðurkenna sig látinn. Seinni eiginmaðurinn er kaþólskrar trúar en samkvæmt skoðunum strang- trúaðra eru hjónaskilnaðir nær algjör- lega útilokaðir. Á grundvelli þessa féllst rétturinn á að maðurinn hefði verið blekktur i hjónaband og með því ómeð- vitað brotið gegn reglum trúar sinnar. FLUGFÉLÖG RÆÐA FARGJALDAUNDIRBOÐ Alþjóðasamtök flugfélaga hefja ráð- stefnu i dag i Montreal í Kanada. Helzta málið á dagskrá eru hugsanlegar að- gerðir ýegna sifellt aukinnar samkeppni félaga utan samtakanna, sem bjóða lægri fargjöld á alþjóðaleiðum. Al- þjóðasamtökin — IATA — hafa komið sér upp mjög flóknu kerfi flugfargjalda um allan heim, sem auðvelda almenn- ingi flug, en þykir jafnframt af sumum halda verðlagi óeðlilega mikið uppi. Mikill þrýstingur er á stjórn ÍATA að leyfa einhverjar tilslakanir til einstrakra félaga innan samtakanna. Þekktast þeirra flugfélaga, sem bjóða uppá lægri fargjöld en IATAfélögerfé- lag Freddy Laker hins brezka sem hefur að takmarki að reka flugferðir eins og nokkurs konar áætlunarbifreið þar sem fólk stígur inn í og greiðir við brottför. Hefur hann að sögn náð góðum árangri ■á leiðinni yftr Atlantshafið. Erlendar fréttir Kína: Dósa-og pakkamatar skalneytt tilstuðnings framförum Kinverjar eiga ckki að eyða dýr- mætum tinia sinum i að framreiða dýra og margbrotna rétti. Sarnfé- lagið á að sjá þeini fyrir handhæg- um niðursoðnunt mat eða pakka- súpum. Svo eru leiðarahöfundar Dagblaðs alþýðunnar þar í landi sagðir hafa sagt i dálkum sinum nýlega. Þykir sunium skjóta nokkuð skökku við ef erlendir eiga aðeins að njóta hinnar heimsfrægu mat- gerðarlistar Kínvcrja, sem dásöm uð hefur verið um aldir. Verkafólk, visindamcnn og hin- ir faglærðu eiga ekki að ómaka sig frá störfum til að standa i heimilis- verkuni, segir blaðið. Almennar upplýsingar og fræðsla urn hvernig haga eigi matargerð og neyz.lu i framtíðinni séu aðeins eðlilegur hluti i framþróun ríkisins. REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.