Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978. 16180 - 28030 OPIÐ KL. 10 6 - LAUGARDAGA KL. 2 5 Mosfellssveit—fokhelt Höfum til sölu og afhendingar nú þegar fokhelt einbýlishús á góðum stað í Mosfells- sveit. Húsið er 134 fm að flatarmáli,, auk tvöfalds bílskúrs ca 50 fm. Búið er að járnklæða og ganga frá þaki. Plast í gluggum. SKÚLATÚN SF. Fasteigna- og skipasala Skúlatúni 6,3. hæð Sölumenn Esther Jönsdóttir og Guðmundur Þórðarson, kvöldsimi 35130. Lögfræðingur Róbert Árni Hreiðarsson. Sérhæfum okkur í [ES3E3 Seljum í dag: Auto Bianchi árg. ’77 ekinn 8 þús. km. Auto Bianchi árg. 1978, skipti á ódýrari bíl möguleg. Saab 96 árgerð 1972ekinn 98 þ. km. Saab 96 árg. 1972 ekinn 76 þ. km. Saab 95 árg. 1974 ekinn 96 þ. km. Saab 96 árg. 1976 ekinn 62 þ. km. Saab 99 árgerð 1972, ekinn 47 þús. km. Saab 99 árg. 1973 ekinn 95 þ. km. Saab 99 árg. 1975 ekinn 27 þ. km. Saab99árg. 1976,ekinn 39 þús. km. Látíð skrá bíla, höfum kaupendur að ýmsum árgerðum. BJÖRNSSON Aco BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK „Mér hefur ekki verið boðið að koma til starfa á ný” — segir Hulda Hermóðsdóttir, verkakonan sem var ísviðsljósi vinnudeilunnaríBÚH 'í JH Hulda Hermóðsdóttir. Myndin er tekin á hcimili hennar i Hafnarfirði. DB-mynd Ari. „Fullyrðingar fyrrverandi verkstjóra að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hafi Verið rekin sem félagsmálastofnun eru út í hött. Þær eru svívirðilegur áburður sem engin rök eru fyrir.” Þannig komst Hulda Hermóðsdóttir verkakona að orði i samtali við blaða- mann DB í fyrradag. Ummæli verkstjór- anna birtust í DB 26. júní. Hulda Hermóðsdóttir er konan sem færð var til í starfi i Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 31. mai sl. Hún leit á tilfærsluna sem uppsögn og í kjölfar þess hófst mótmælaverkfall starfsfólks sem stóð í nokkrar vikur. Krafa starfsfólksins var að verkstjórarnir sem færðu Huldu til yrðu látnir vikja. Hefur ekki verið boðið starf á ný Vinnudeilunni i BUH lauk með sigri verkafólksins og brottrekstri verk- stjóranna eins og alkunna er. Hulda Hermóðsdóttir er þó ekki komin til sinna fyrri starfa. „Mér hefur ekki verið boðið að koma til starfa á ný,” segir hún. „Og þótt ég viti að andrúmsloftið í Bæjarút- gerðinni er orðið allt annað og betra þá get ég ekki hugsað mér að vinna þarna meðan stjórn fyrirtækisins er óbreytt. Ég hef fengið mér vinnu annars staðar.” Sjálf hlynnt bónuskerfi En hver er eiginleg orsök vinnudeilunnar? Er það kannski bónus- kerfið sem tekið var upp í nóvember á síðasta ári? „Nei, vinnudeilan er ekki bónus- kerfinu að kenna, Sjálf er ég hlynnt bónus, en ég veit að mörgum likar hann illa. Bónus gefur kannski fleiri krónur í vasann en er ákaflega lýjandi. Fyrst og fremst var það framkoma verkstjóranna tveggja sem hleypti þessu öllu af stað. Það er ekki sama undir hvaða stjórn bónus er unninn,” segir Hulda. Gleymdist að kenna verkstjórunum að stjórna? „Það getur enginn verið verkstjóri sem hefur fólkið á móti sér. Allt frá þvi þessir tveir verkstjórar komu hér til starfa í nóvember hafa verið ýfingar á milli þeirra og starfsfólksins. Eg held að það hafi einfaldlega gleymzt að kenna þeim aðstjórna í Fiskvinnsluskólanum,” segir Hulda ennfremur. Var Hulda ósamvinnuþýð? Verkstjórarnir segja í samtalinu við DB 26. júni að ástæðan fyrir þvi að Hulda Hermóðsdóttir var færð til i starfi hafi verið sú að þeim hafi ekki likað störf hennar og hún hafi að auki verið ósam- vinnuþýð. „Þetta er tóm della," segir Hulda. „Ég skil alls ekki hvað þeir eru að fara. Það var aldrei á það minnzt við mig að ég væri slök í eftirlitinu. Þvert á móti var mér sýnt það traust að vera ein við eftir- litsstörf meðan samstarfskonur mínar voru að sinna öðru, s.s. skýrslugerð.” Atvinnuöryggi eða sífelld óvissa „Ég vil að lokum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem stutt hafa mig þessa erfiðu daga. Sérstakar þakkir sendi ég fyrrverandi vinnufélögum mín- um i Bæjarútgerðinni. En deilan snerist skki um mig og vinnubrögð mín þótt ég hafi komizt i sviðsljósið. Hún stóð um það hve langt vérkstjórar geta gengið og hvort verkafólk á að búa við atvinnuöryggi og góðan vinnuanda eða ávissu og sífelldan ótta um afkomu sina.” -GM. Svifdrekamótá Þingeyri: ERU VESTFIRÐINGAR MEST1R KARLMENN Á LANDIHÉR? Svifdrekaflug er árciðanlega ekki nema fyrir stáltaugar. Vestfirðingar virðast þvi eftir öllum sólarmerkjum að dæma hvað mestir karlmenn hér á landi því á Vestfjörðum er nú meira en helmingur þeirra sem stunda þetta óvenjulega tómstundagaman, en á landinu öllu eru 20—30 sem stunda flugdrekaflug af einhverju umtalsverðu kappi. Framleiöum allar geröir af tjöldum á hag stæöu veröi, m.a. - , ^ 5—6 manna kr. 36.770,- 3 manna kr. 27.300.- . Póstsendum um allt land. Seglagerðin Ægir Eyjargötu 7, örfírsey — Sími 14093. Í kvöld hefst á Þingeyri Svifdrekamót Vestfjarða , þar verða 10 drekar og keppendur 12—15 talsins. Þar á meðal er Hálfdán Ingólfsson, Íslandsmeistari í þessari fifldjörfu íþróttagrein. Hálfdán sagði í gær að þeim fjölgaði jafnt og bit- andi sem þátt tækju i drekakeppnunum. Svifdrekaklúbbur Ísafjarðar sér um mótshaldið á Þingeyri um helgina. -JBP- Svifdrekamennska útheimtir karl- mennsku og áræði, enda geta lendingar orðið ærið harkalegar. -DB-mynd R. Th. Sig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.