Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 23
27 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1978. i Utvarp Sjónvarp 9 Sjónvarpí kvöld kl. 21.55: Mannhvarf HVAÐ VARD UM BRÓÐURINN? 1 kvöld verður sýnd í sjónvarpinu brezk bíómynd frá árinu 1950 og nefnist hón Mannhvarf (So Long at the Fair). Á myndin að gerast árið 1889. Tvö systkini koma til Parísar eftir ferðalag um Evrópu og ætla þau að bregða sér á heimssýninguna sem þar stendur yfir. Þau koma á hótel nokkurt og leigja sitt herbergið hvort yfir nóttina. Kvöldið sem þau koma til hótelsins borða þau saman og ákveða síðan að hittast morguninn eftir. En næsta morgun er bróðirinn horfinn, og þegar stúlkan fer að spyrjast fyrir um hann, kannast enginn á hótelinu við að hann hafi komið þangað. Starfs- fólkið heldur því meira að segja fram. að herbergisnúmer það sem maðurinn hafi haft, sé ekki til á hótelinu. Stúlkan leitar þvi á náðir brezka ræðis- mannsins, því þau systkini voru brezk, og lögreglunnar, en allir halda því fram að stúlkan sé bara rugluð og þreytt og hafi komið ein. Hún stendur nú uppi ráðalaus og peningalaus, þvi bróðirinn var fjárhaldsmaður hennar. Hótelstarfsfólkið lánar henni þvi pen- inga til þess að komast heim til sin, og þar sem hún stendur á brautarstöðinni á leið heim til sin kemur nokkuð fyrir, sem verður til þess að stúlkan fer að athuga gang mála sjálf. Með aðalhlutverkin fara tveir mjög vel þekktir leikarar, Jean Simmons og Dirk Bogarde. Þýðandi myndarinnar er Dóra Hafsteinsdóttir. -RK. Dirk Bogarde og Jean Simmons fara með aðalhlutverkin i bíómyndinni í kvöld. Sjónvarp Föstudagur 30. júní 20.00 Fréttír ogveður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Skripaleikur (L). Sjónvarpskvikmynd eftir Gisla J. Ástþórsson. Frumsýning. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. Tónlist Jón Sigurðsson. í aöalhlutverkum: Rósi-Sigurður Sigurjónsson. Borgar-Gisli Halldórsson, Stúlka-Katrin Dröfn Ámadóttir, Veitingamaður-Kristján Skarphéðinsson, Bankastjóri Guðmundur Pálsson, Bina Elisabet Þórisdóttir. Bisnesmaður-Rúrik Haraldssson. Stýrimaöur- Haukur Þorsteinsson. Sagan gerist árið 1939 og fjallar um ungan mann sem heldur i kaupstað að fá lán til að kaupa vörubifreið. í kaupstaðnum kynnist hann ýmsu fólki m.a. Borgari, fyrrum verksmiðjustjóra. sem lifir á kerfinu. þjónustustúlkunni Binu og annarri ungri stúlku. Leikmynd Jón Þórisson. Kvik myndataka Haraldur Friðriksson og Sigurliði Guðmundsson. Hljóðupptaka Sigfús Guðmundsson og Jón Arason. Hljóðsetning Sigfús Guðmundsson. Búningar Ámý Guðmundsdóttir. Förðun Ragna Fossberg. 2IJ5 Frá Listahátið 1978. Sópransöngkonan Birgit Nilsson syngur með Sinfóniuhljómsveit íslands. Sljórnandi Gabriel Chmura. Stjóm upptöku Tage Ammendrup. 21.55 Mannhvarf. (So Long at the Fair). Bresk biómynd frá árinu 1950. Aðalhlutverk Jean Simmons og Dirk Bogarde. Sagan gerist á . heimssýningunni i Paris 1889. Ungur maður hverfur af hóteli sinu. Systir hans verður skelfingu lostin þegar starfslið hótelsins þrætir fyrir að hann hafi komið þangað með henni Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 30. júní 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.45 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Middegissagan: „Angelína” eftir Vicki Baum. Málmfriður Sigurðardóttir les þýðingu sina(14). 15.30 Miðdegistónleikan John de Lancie og Sin fóníuhljómsveit Lundúna leika „Blómaklukk- una", tónverk fyrir óbó og hljómsveit eftir Jean Francaix. Hljómsveit Tóhlistarháskólans i Paris leikur 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir).Popp. 1720 Hvað er að tama? Guðrún Guðlaugsdóttir stjómar þætti fyrir böm um náttúruna og um- hverfið; — V: Veiðar. 17.40 Baraalög. 17.50 Náttúruminjar í Reykjavik. Endurtekinn þáttur Gunnars Kvaran frá siðasta þriðjudegi. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar. 19.35 Assýríuríkið og endalok þess. Jón R. Hjálmarsson fly tur erindi. 20.00 Gítarkonsert 1 A-dúr op. 30 eftir Mauro Guiliani. Siegfried Behrend og 1 Musici leika. 20.30 Andvaka. Fjórði þáttur um nýjan skáld- skap og útgáfuhætti. Umsjónarmaður. ólafur Jónsson. 21.15 „Hafið”, sinfónia nr. 2 í C-dúr eftir Anton Rubinstein. Sinfóniuhljómsveitin i Westfalen leikur; Richard Kappstjórnar. 22.05 Kvöldsagan: „Dauði maðurinn” eftir Hans Sherfig. óttar Einarsson lýkur lestri sögunn ar í þýðingu sinni (9). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldvaktin. Ásta R. Jóhannesdóttir stjómar blönduðum dagskrárþætti. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fetar bú í fótspor Fileasar Fogg? Einhver áskrifandi Dagblaðsins gerir það áreiðanlega. Og ekki einn. Því sigurlaun í áskrif- endaleiknum okkar eru ferð fyrir tvo umhverfis jörðina á 30 dögum. Því ekki þú? Þá bíða þín framandi stórborgir og furðulönd. London, Róm, Karachi, Bangkok, Manila, Hong Kong, Tokyo, Honolulu, San Fransisco og New York. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina og þið gistið á mörgum frægustu lúxushótelum heims, t.d. Royal Cliff hótelinu í Bangkok. Sértu áskrifandi nú þegar, þá ertu þar með þátttakandi í áskrifenda- leiknum. Gerist þú áskrifandi nú fyrir mánaðamótin verða tveir seðlar með þínu nafni í pottinum þegar dregið verður þann 20. ágúst. Tveir seðlar. Og símanúmer Dagblaðsins verður þú að muna: 27022 Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins. En fyrst er að gerast áskrifandi. Hringdu strax. Síminn er 27022. IíMíBIABW Áskrifendasími 27022

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.