Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978. 9 SÍSgræðir— kaupfélögin tapa Hagnaður varð hjá SÍS en tap hjá kaupfélögum Sambandsins á síðasta ári. SÍS-menn kenna miklum kauphækkunum um mikla hækkun rekstrarkostnaðar. Kostnaðurinn jókst um 49,3 af hundraði en brúttótekjur um 38,8 prósent. Samt varð tekjuafgangur upp á 103,6 milljónir. Afgangurinn árið áður varð 376,9 milljónir. Þá er búið að draga frá afskriftir upp á um 429 milljónir, 852 milljónir í vexti, og 334,5 milljónir í opinber gjöld. önnur var útkoman þegar afkoma kaupfélaganna er tekin saman. 25 félög skiluðu samtals 94,2 milljónum í hagnað en 16 félög töpuðu samtals 287,9 milljónum. Halli umfram hagnað varð þvi 193,7 milljónir hjá kaupfélögunum í heild. Árið áður hafði hagnaðurinn verið ofan á. SÍS velti i fyrra 43,4 milljarði sem var hátt í 50% aukning frá árinu áður. Aðalfundur Sambandsins hófst i gær að Bifröst. Eysteinn Jónsson, sem setið hefur í stjórn Sambandsins í þrjá ára- tugi, lýsti yfir að hann gæfi ekki kost á sér til endurkosningar, hvorki sem stjórnarformaður eða yfirleitt í stjómina. -HH. Döguní hliðinu Já — alveg satt. Dawn Clcmente er í varnarliði Íslands. Margir mundu meira að segja velja hana orða og um- hugsunarlaust ’fallegasta bandaríska at- vinnuhermanninn á íslandi. Nokkrir frjálsir og óháðir blaðamenn hafa ákveð- ið að lýsa yfir fullum stuðningi við þessa óvæntu en ánægjulegu stefnu sem varn- armál lands vors hafa tekið. — Hún heitir Dawn varnarkonan okkar. Það þýðir DÖGUN á íslenzku. Hvort það er dógun í varnarmálum veit enginn nú fimm dögum eftir nýafstaðnar þrumu- kosningar. Aftur á móti er hún DÖGUN tvímælalaust til fegurðarauka þar sem hún situr i forljótu varðhliði „al- þjóða”fiugvallarins suður á Miðnes- heiði. DB-mynd emm. M NÝR TOGARIAFLAR LITLU MEIR EN VÖXTUM NEMUR — þar sem útgerðin er byggð upp á lánum með „nýju” vöxtunum „Það er hrikaleg mismunun sem á sér stað í íslenzkum sjávarútvegi í dag og engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að jafna þar aðstöðu manna,” sagði Auðun Auðunsson skipstjóri er DB hitti hann að máli á dögunum. „Grundvallast þetta fyrst og fremst á mismunandi vaxtagreiðslum hjá út- gerðarfélögum á hinum ýmsu stöðum á landinu,” hélt Auðun áfram. Auðun nefndi sem dæmi að á ein- um stað á Austfjörðum væri nýlegt frystihús með 10 tonna afköstum á sólarhring og einnig nýlegur togari. Vaxtagreiðslur þar næmu um 215 milljónum á ári. Á sama tíma væru vaxtagreiðslur eins og Útgerðarfélags Akureyringa vart miklu hærri, þó þar væru fimm aflaskip og frystihús með sex-sjöfalda vinnslugetu. Stafaði þetta af því að Akureyringar hefðu verið fyrri til uppbyggingarinnar og fengið hagstæðari lán úr sjóðum sjávarút- vegsins, sem nú væru tómir. Safnaðist þeim ekki aftur jafnvirði þess fjár sem þeir lánuðu og kæmi það niður á ýms- um stöðum á landsbyggðinni sem seinni hefðu orðið til að leita aðstoðar sjóðanna til uppbyggingar sinnar. Hliðstæð dæmi nefndi Auðun frá Vestfjörðum þar sem nýleg skip væru seld og ný fengin, einungis til þess að viðhalda toppafskriftum. Auðun kvað þessi mál þeim mun al- varlegri vegna þess að nú væru ýmis skip flotans orðin svo illa farin að hag- kvæmara væri að láta þau hverfa. Sum þeirra hefðu verið keypt til lands- ins notuð og aldrei verið gerð fyrir is- lenzkar aðstæður. Þar að auki myndu hin nýrri skip aldrei endast eins lengi og áður þekktist. Allt aðrar kröfur og lægri hefðu verið gerðar varðandi byggingu þeirra en áður fyrr þekktist, þegar krafizt var ítrustu krafna Lloyds og stundum meira. Nýrri skipin væru mörg hver byggð samkvæmt lægsta leyfðum kröfuflokki. Af þessu kæmi að þvi að „nýi flot- inn” þyrfti endurnýjunar við eftir 10 ár í stað 20 sem algengt var áður. Myndu þvi margir lenda i slæmum vítahriirg vaxta og kostnaðar þar sem sjóðirnir, sem ættu að standa undir uppbyggingunni, væru tómir af því að þeir hefðu aldrei fengið til baka raun- virði þeirra skipa sem þeir lánuðu til. Auðun sagði að það þætti góð út- koma hjá togara ef hann veiddi fyrir milljón krónur á dag. Þegar vaxta- kostnaður útgerðar væri kominn á þriðja hundrað milljónir blasti sú stað- reynd við að togarinn aflaði ekki langt umfram vexti eina. Væri hér um al- varlegar staðreyndir að ræða sem allir er ættu sitt undir sjávarútvegi yrðu að gefa gaum. —ASt. Laxeldisstöðiní Kollafirði: Tveirþeir fyrstu komu 18. júnf Laxinn leitar nú æskustööva sinnu ám um allt land og '."tua lögmál gildir i Laxeldisstöðinni i Kollafirði. Þangað komu fyrstu laxarnir úr sjó á þessu sumri 18. júni sl. „heim i gamla dalinn”. „Aðalgöngurnar i Laxeldisstöðina í Kollafirði hafa venjulega komið i júlimánuði,” sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri DB, en einnig gengur laxinn nokkuðí ágúst. I fyrra komu 1574 laxar i laxeldis- stöðina í Kollafirði og aðeins í sex beztu veiðiám landsins varð meiri laxagengd en um rennu Laxeldisstöðvarinnar i Kollafirði árið 1977. -ASí. Verkamannabústaðir urðu of dýrir: Verða piparsveinahöll í staðinn Bygging ein, sem heita má að sé að verða tilbúin á Eskifirði, vekur athygli margra aðkomumanna. Er þetta eins konar pallahús sem þykir falla vel inn i landslagið. Byggingin var upphaflega á vegum byggingasamvinnufélags verka- manna á staðnum ætluð fyrirláglauna fólk. Hitt er svo annað mál að byggingin varð svo dýr að aðeins hátekjumenn gátu eignast íbúðirnar, en hjón með börn í heilsuspillandi húsnæði gátu ekki keypt. Nú er svo komið að íbúarnir verða 8 talsins, aílt einhleypir strákar sem virðast hafa næga peninga handa á milli. Almennt gengur blokkin undir nafninu piparsveinahöllin. JBP BÍLAR OG MENN Ljósmyndarinn var að dunda við vél sina úti i ritstjórnarglugga, þegar þetta myndefni rak á fjörur hans, Einar Ágústsson alþingismann og ráðherra ásamt Þórarni Þórarinssyni, nýhættum þingmanni og ritstjóra Tímans. Þetta var sólardag einn er leið að kosningum og allt lék í lyndi. Siðan tapaði flokkur þeirra Einars og Þórarins 5 þingmönnum á einu bretti — og Dagblaðinu var kennt um hversu til tókst! Bíll Einars, hreinasta djásn að sögn áhugamanna um bíla, er eign Sölunefndar varnarliðseigna. Sú stofnun er sögð útvega ráðherrum bila til afnota þegar á þarf halda. Margir hafa gagnrýnt bilamál ráðherranna. Hvað skyldi ný ríkisstjórn taka til bragðs i þeim málum? DB-myndir Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.