Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978. blandar saman trúmálum og deilumál- um kaþólskra og mótmælenda á Norð- ur-írlandi. Ian Paisley hefur á undanförnum árum komið sér upp einhvers konar blöndu af trúar- og stjórnmálaveldi. Veldi, sem stendur með miklum blóma. Staða hans I dag er þannig að mótmælendur geta snúið sér til hans á tímum, er erfiðleikar steðja að. Aftur á móti þurfa þeir ekki að hafa svo mikil afskipti af honum eða fylgja, er allt leikur í lyndi. Á sjöunda áratugnum var Paisley mjög i sviðsljósinu. Þá vantaði ekki að hann talaði mikið og setja mikinn svip á lifið á Norður-lr- landi. Eins er með stjórnmálaflokk Pais- leys The Democratic Unionist Party. Hann hefur nú náðjafnmiklu fylgi og The Moderate Alliance Party, sem er hinn gamli flokkur mótmælenda, sem halda vilja tengslunum við England áfram. Flokkur Paisleys er í oddaað- stöðu á þingi og meira að segja hafa fylgismenn hans meirihluta í nokkrum héraðsstjórnum. Áhrif þess að fylgismenn Paisleys komust til áhrifa voru glögg í Bally- mena en þar var einn þeirra kjörinn bæjarstjóri. Siðan þá hafa allar reglur orðið strangari og stefnt að þvi, að ibú- arnir stundi fátt annað en guðsþjón- usturásunnudögum. Ian Paisley er sjálfur þingmaður á brezka þinginu og jafnvel andstæðing- ar hans viðurkenna dugnað hans i starfi. Hann hefur beitt sér mjög fyrir ýmsum velferðarmálum og þá ekki gert neinn greinarmun á mótmælend- um og kaþólskum. Þingstörf hans hafa einkennzt af sömu framtaksseminni ogallt hans kirkjustarf. Hver verður framtíð lan Paisleys? Miklar horfur eru á, að hann bjóði sig fram á þing Efnahagsbandalags Evrópu. Ef svo verður er hann talinn líklegur til að komgst að. Margir bíða þess með óþreyju að fylgjast með þegar ofsatrúar mótmæl- andinn lan Paisley fer að kljást við kaþólikkana i Frakklandi og Suður- Evrópuríkjunum. Kannski kemst hann I færi við sjálfan erkióvininn — páfann. Séra lan Paisle.v lætur sér fátt óvið- komandi. hefði stór orð um kaþólska, sem hann taldi hið versta fólk og allt illt, sem á Norður-írlandi gerðist, mætti rekja til þess. Þá hlógu flestir að orðum hans og hristu hausinn yfir þessum öfga- manni. Siðan er margt breytt á Norð- Of algeng sjón á Norður-írlandi. Vegatálmar lögreglu og hers. Leit stendur yfir að morðingja-og enginn fær að fara framhjá fyrr en eftir athugun varða. ur-trlandi sem annars staðar og i dag hlær enginn að lan Paisley. Engum dettur í hug að framhjá honum verði gengið eða skoðanir hans hundsaðar. Kaþólskir leiðtogar hata hann auð- vitað eins og pestina enda maðurinn fljótur að vara mótmælendur við öllum tilraunum þeirra til samvinnu. Flestunt stjórnmálaleiðtogum mót- mælenda hrýs hugur við Paisley. Hann er hin ógnvænlega svipa, sem stöóugt hangir yfir þeim ef þeir voga sér einhvern tíma að feta leiðina til innanlandsfriðar það rösklega að hann fetti út í það fingur. Suntir segja Paisley vera eins og púkann á fjósbitanum, sem fitni á bölvinu. Deilur og hryðjuverk hafa verið hans fóður. Vegna þeirra hafa áhrif hans aukizt. Vegna þeirra hafa orð hans og skoðanir, sem mörgum finnst vera eins og gamlar miðalda- hugmyndir, náð fótfestu i hugum mót- mælenda á Norður-írlandi. Vegna þessa alls er Ian Paisley orðinn áhrifa- mikill leiðtogi i kirkjunni og þeim stjómmálaflokki, sem hann leiðir. Vöxtur söfnuðar hans hefur verið meiri en nokkurs annars á undanförn- um árum. Frá þvi að hann flutti pre- dikanir sínar yftr fáum i hræðum i Austur-Belfast eru ekki nema nokkur ár. Aftur á móti er yftrbragð samkoma hans annað í dag. Stöðugt mikið fjöl- menni og söfnuður hans er með ein- hverja starfsemi í nær öllum bæjum á Norður-írlandi. Er það síður en svo öðrum mótmælendaprestum til ánregju. Samkomur Ian Paisleys eru orðnar vinsælar fjöldasamkomur, sem \ að vera hægt að leysa með kjarasátt- mála. Alþýðuflokkurinn lýsti afleiðingu lágvaxtastefnu í óðri verðbólgu. Hún þýðir einfaldlega að það er ævinlega gróði að taka lán, og i lokuðu og mestan part pólitisku bankakerfi grefur um sig spilling og félagslegt ranglæti. Þareru teknar mikilvægustu efnahagsákvarðanir samfélagsins, alfarið bak við luktar dyr. Þetta er ófremdarástand og skynsemi og arðsemi hefur verið kastað fyrir róða. Alþýðuflokkurinn leggur áherzlu á arðsemi í fjárfestingu. Gagnrýnendur hafa spurt, hvort þetta sé ekki viðhorf kapítalista. Það er rangt. Þegar sjálfur Stalin framkvæmdi fimm ára áætlanir i þungaiðnaði, þá var auðvitað ekki hugmyndin að reka þær með tapi! Þá leggur Alþýðuflokkurinn áherzlu á endurskipulagningu landbúnaðarins með það í huga að gera hann arð- bæran, hætta útflutningsbótum, og gera sambandið beint milli neytenda og framleiðenda. Ef fólkið vill neyta minna af kindakjöti og meira af kjúklingum, þá verður að framleiða minna af kindakjöti og meira af kjúklingum. Lifeyrissjóðamál eru eitt af stórmálum Alþýðuflokksins, með áætlun þarf að koma á einum lifeyris- sjóði fyrir alla landsmenn sem sé gegnumstreymissjóður og borgi skikk- anlegan lífeyri til allra. Þjóð er ekki siðmenntuð nema aldraðir búi við þolanleg kjör. Húsnæðismál verður að endurskipuleggja. Það kostar vitaskuld peninga, en þó ekki að öllu leyti, einfaldlega vegna þess að hluta vandans má leysa með betri nýtingu eldra húsnæðis. Auk þess er það félagslegt og rómantískt réttlætis- mál, að minnsta kosti i Reykjavík, að ungt fólk flytjist I riku.m mæli inn I eldri hverfi. Fjárfesting verður að vera arðbær, skuldasöfnun erlendis máekki Kjallari á föstudegi Vilmundur f Gylfason fara til neyzlu. Við þurfum nýja og þyngri mynt. Þetta eru almennar hugmyndir, og vantar eflaust nokkuð. En við þurfum gerbreytta efnahagsstefnu. Varnarmál í varnarmálum leggur Alþýðu- flokkurinn mikla áherzlu á það, að hann vill samvinnu við lýðræðislegar þjóðir. Hann vill aðild að Atlantshafs- bandalaginu, og enn um sinn styður hann veru varnarliðsins hér á landi. Samvinnan við lýðræðisríki, ekki sízt riki eins og Noreg og Kanada, er alþjóðleg skylda okkar. Það er auðvitað ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að þetta er eitthvert viðkvæmasta mál samfélagsins, og það hefur heldur enginn leyfi til þess að misvirða hugmyndir fólks, sem eru af rómantiskum og þjóðlegum toga, að það sé ósænnlegt að hafa erlendan her í landinu. Þarna takast á raun- veruleiki og rómantik. Þessa hluti verður að skoða sögulega. Allt frá þvi 1949 hefur verið veruleg andstaða við aðild okkar að Atlantshafsbanda- laginu og frá 1951 héldu sömu aðilar uppi gagnrýni á erlendan her i landinu. Saga þessarar hreyfingar er óskemmti|eg. Brynjólfur Bjarnason, sem var helzti talsmaður þessarar stefnu á Alþingi, var auðvitað ekkert annað en Moskvukommúnisti og jábróðir Stalins. Hann hafði á þeim tíma rangt fyrir sér og aðrir rétt. Ung- verjaland og aftur Tékkóslóvakía settu þetta fólk í stökustu vandræði. Þetta voru óupplýst sjónarmið. Styrkur hreinna kommúnista eins og Brynjólfs gerðu umræðuna frumstæða, beggja vegna. Hinum megin hefur verið Morgunblaðið. Morgunblaðið varði striðið í Víetnam allt til 1969. Þá voru upplýst öfl í Bandarikjunum farin að sjá hvers konar harmleikur þarna var að gerast. En Morgunblaðið var eins og óupplýst repúblikanablað I New Orleans. Við þurfum upplýstari umræðu. Við verðum að viðurkenna að I kringum varnarliðið þrifast alls konar vandræði. Við verðum að krefjast úttektar og raunverulegra upplýsingá um fyrirtæki eins og íslenzka aðalverktaka, sem er einokunarhringur, vaxinn upp úr gamla samtryggingakerfi flokkanna, og sem rakar saman ágóða því sem næst eftirlitslaust. Látum fólkið vita, það ætti að vera ofur einföld regla. Félagslegar umbætur Alþýðuflokkurinn lagði áherzlu á margháttuð félagsleg ilmbótamál. Þjóðareign lands, atvinnulýðræði, bætt starfsumhverfi. Eflingu neyt- endasamtaka. Aukið lýðræði í félags- legum hreyfingum eins og Samvinnu- hreyfingunni. Nýja starfshætti Alþingis, sem taki til aukinna áhrifa þingnefnda og aukinna möguleika til aðhalds og eftirlits. Dómskerfið hefur reynzt ófært um að ráða við efna- hagsleg afbrot og það er svo seinvirkt að fólk telur i stórum stil að það taki því ekki að leita þangað með annars sjálfsögð réttlætismál. Þá hefur Alþýðuflokkurinn gert verulega úttekt á sjúkdómseinkennum verðbólguþjóðfélagsins og þeirri spill- ingu sem ævinlega fylgir sliku ástandi. Jónas Haralz, bankastjóri, leiddi ekki alls fyrir löngu að því skynsamleg rök I blaðagrein hvernig verðbólga hefur beinlínis rýrt lifkjör í landinu stórlega, fyrir utan spillingu og glundroða sem hún veldur. Hún hefur slævt fjármála- siðferði. Það er fáránlegt samfélag, til dæmis, þar sem þingmenn þverbrjóta skattalög, eins og verið hefur. Það verður að gera seríu af breytingum, og svo sannarlega stendur það til. Aðeins brot Þetta er samt aðeins brot af verk- efnaskránni. Þau eru fjölþættari og þeim hefur verið lýst á fundum þeim, sem talsmenn Alþýðuflokksins hafa haldið undanfarnar vikur og mánuði. Það er nauðsynlegt að samstaða náist milli þeirra, sem sækja fylgi og stuðn- ing til launþega. Kjarasáttmáli verður ekki að raunveruleika nema það takist. Á götunni er hvíslað að I Alþýðubandalaginu sé litil hrifning með kosningaúrslitin, og að minnsta kosti þeim forustumönnum þar, sem eru af gamla skólanum, finnist Alþýðubandalagið hafa beðið ósigur vegna fylgisaukningar Alþýðuflokks- ins. Þetta má auðvitað ekki vera svo. Stuðningur við álcfni A ihéðuflokks- ins er staðret nd. og bað er sameigin- legur vilji þeina tullirúa að koma sem mestu af þessum málurn i höfn. Það þarf margt að læra og margt að varast. Hér hafa tvívegis verið svo- kallaðar vinstri stjórnir. Þær gerðu auðvitað margt vel, eins og flestar ríkisstjórnir (jafnvel sú síðastal. En vinstri stjómunum, sem að visu voru báðar undir forsæti Framsóknar- flokksins, mistókst gersamlega að ráða við efnahagsmál. Eftir tvö óg þrjú ár voru þær komnar í strið við launþega- hreyfinguna. Þær misstu efnahagsmál út úr höndum sér og skildu eftir óða verðbólgu og efnahagslegan glundroða. Þetta á að vera lærdómur fyrir upplýstan launþegavæng i islenzkum stjórnmálum. Launþegum öllum er beinlínis gerður ógreiði ef stjórn, sem kennd er við vinnandi stéttir, forklúðrar efnahagsmálum. Ástæður mistaka tveggja svo- kallaðra vinstri stjórna eru einfaldlega þær, að það var verið að uppfylla ábyrgðarlaus kosningaloforð; það var ausið úr sjóðum fjármunum. sem ekki voru til. Það voru gefnar út innistæðu- lausar ávísanir. Og hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega verðbólgu, spill- ingu og félagslegt ranglæti. Og það vilja upplýstir launþegarekki. Nú verður að fara öðruvisi að. Tveir hópar hafa varla átt þingmenn að heitið geti. Það eru skattgreiðendur og það eru neytendur. Þessu verður að breyta. Þvi verður bezt breytt með ábyrgri stjórn efnahagsmála, sam- vinnu við launþegasamtökin, ábyrgð i öryggismálum, endurbótum á stjórn- sýslunni og uppskurði á þeim sjúk- dómseinkennum, sem ævinlega fylgja óðri verðbólgu. 1 ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.