Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1978.
iV
' \
ENGLAND — Melody Maker
1. (1 ) YOU'RE THE ONE THAT IWANT
.................Olivia Newton-John og John Travolta
2. ( 5 I SMURF SONG................Father Abraham
3. ( 3) MISS YOU....................Rolling Stones
4. (4 ) ANNIE'S SONG................James Galway
5. ( 9 ) MAKING UP AGAIN..................Goldie
6. (12) AIRPORT..........................Motors
7. ( 2 ) RIVERS OF BABYLON..............Boney M
8. ( 6 ) DAVY'S ON THE ROAD AGAIN
........................Manfred Mann's Earthband
9. ( 7 ) OH CAROL........................Smokie
10. (11) DANCING IN THE CITY.........Marshall Hain
BANDARÍKIN - Cash Box
1. (1) SHADOW DANCING...............Andy Gibb
2. ( 2) BAKER STREET..............Gerry Rafferty
3. ( 3 ) IT'S A HEARTACHE..........Bonnie Tyler
4. ( 4 ) YOU'RE THE ONE THAT I WANT
...............Olivia Newton-John og John Travolta
5. ( 6 ) TAKE A CHANCE ON ME...........ABBA
6. (16) MISS YOU..................Rolling Stones
7. (14) USE TA BE MY GIRL............. O'Jays
8. (11) DANCE WITH ME..............Peter Brown
9. ( 9) TWO OUT OF THREE AINT BAD....Meat Loaf
10. (12) YOU BELONG TO ME...........Cariy Simon
VESTUR—ÞÝZKALAND
1. (1) RIVERS OF BABYLON.............Boney M
2. ( 2) NIGHT FEVER..................Bee Gees
3. ( 3 ) STAYIN' ALIVE...............Bee Gees
4. (4) TAKE A CHANCE ON ME.............ABBA
5. ( 5 ) OH CAROL..................... . Smokie
6. (13) LOVE IS LIKE OXYGEN............Sweet
7. ( 7) RUNAROUND SUE...............Leif Garrett
8. ( 9 I EAGLE.........................ABBA
9. ( 8) IF YOU CANT GIVE ME LOVE...Suzi Quatro
10. (20) LAY LOVE ON YOU.........Luisa Fernandez
HOLLAND
1. (1) RIVERS OF BABYLON.............Boney M
2. ( 2) YOU'RE THE ONE THATIWANT
...............Olivia Newton-John og John Travolta
3. ( 3 ) LADY McCOREY .......Band Zonder Naam
4. ( 5 ) MISS YOU.....................Rolling Stones
5. ( 7 ) GOLDEN YEARS OF ROCK £r ROLL.Long Tall Ernie
6. (4) IF YOU CANT GIVE ME LOVE.....Suzi Quatro
7. ( 9 ) MET DE VLAM IN DE PIJP..Henk Wijngaard
8. (15) WHOLE LOTTA ROSIE..............AC/DC
9. (14) PIECE OF THE ROCK........Mother’s Finest
10. (12) EAGLE.........................ABBA
HONG KONG
1. (1 INIGHT FEVER.......................BeeGees
2. ( 2 ) I WAS ONLY JOKING............Rod Stewart
3. (10) IFI CANT HAVE YOU...........Yvonne Elliman
4. ( 6) MOVIN' OUT (ANTHONY'S SONG)......Billy Joel
5. ( 4) WITH A LITTLE LUCK.................Wings
6. (3) YOU'RE THE ONE THATIWANT
.................Olivia Newton-John og John Travoita
7. ( 8) BAKER STREET.................Gerry Rafferty
8. ( 9) TOO MUCH, TOO LITTLE,TOO LATE
..................Johnny Mathis og Deniece Williams
9. ( 5 ) IT'S A HEARTACHE............. Bonnie Tyler
10. (19) RIVERS OF BABYLON................Boney M
Gytfí Ægisson
á Blindhæð uppí mófí
Geimsteinn fer til Bandarfkjanna um
miðjanágúst
m
Blindhœö uppí móti nefnist nýj-
asta plata Gylfa Ægissonar tónlistar-
manns. Hún kemur á markaðinn í
byrjun næsta mánaðar. Útgefandi er
hljómplötuútgáfan Geimsteinn, sem
einnig gaf út síðustu plötu Gylfa.
Þar til Blindhæðin kemur út gefst
fólki færi á að heyra Gylfa flytja lög
af henni á dansleikjum hljómsveitar-
innar Geimsteins víða um land á
næstunni. Að sögn Rúnars Július-
sonar hljómsveitarstjóra skemmtir
Geimsteinn á sigurhátið Alþýðu-
flokksins i Reykjaneskjördæmi í fé-
lagsheimilinu Festi annað kvöld.
i VGEIMSTEINN verður á ferð og
Jsgflugi í sumar. Fyrst verður spilað
Æ viða um land, cn um miðjan ágúst
^^Hhyggst hljómsveitin bregða sér til
Bandarikjanna, meðal annars til
^Hað leika á útihljómleikum í New
Hjersey. DB-myndir: Ragnar Th.
TSigurðsson.
Laugardaginn þar á eftir liggur leiðin
i Brautartungu og viku siðar, I5.
júli, leika Geimsteinn og Gylfi Ægis-
son i Aratungu.
Þaðan heldur hljómsveitin siðan
norður og austur um land. Ferðinni
lýkur loks í Aratungu um verzlunar-
mannahelgina. Auk þess að kynna
nýju plötuna hans Gylfa verður
tækifærið notað og lög leikin af
plötu Geimsteins, Geimferð, sem
kom útfyrir nokkru.
En það er fleira á döfinni hjá
Geimsteini en ferð um landið. Upp
úr miðjum ágúst flýgur hljómsveitin
vestur um haf til Bandarikjanna. Þar
er meiningin að leika á hljómleikum,
sem kallaðir eru Scandi-
navian/American Festival og verða
haldnir i New Jersey 16. september
nk. Jafnframt er ætlunin sú að
Geimsteinn leiki á skemmtistöðun á
New York svæðinu mánuðinn fyrir
hljómleikana. ÁT—
GYLFI ÆGISSON - Blind-
hæð uppí móti er þriðja platan,
sem hann sendir frá sér.
Erlendu vinsældalistarnir.
Tvö lög eru
áberandi vinsælust
RollingStones sækja enn í sig veðrið
Efstu sæti allra vinsældalistanna,
sem birtast i Dagblaðinu, eru óbreytt
frá þvi i síðustu viku. Reyndar eru
breytingar á hinum litt róttækar
nema ef til vill í Bandarikjunum, þar
sem hvorki meira né minna en fjögur
ný lögeruá topptíu.
Rolling Stones eru i númer sex
vestra og hækka sig um tíu sæti frá
því I síðustu viku. Diskólagið þeirra,
Miss You hefur hlotið prýðis undir
tektir víða um heim. Það er í þriðja
sæti í Englandi og númer fjögur i
Hollandi. Miss You er tekið af nýj
ustu LP plötu Steinanna. sem ber
nafnið SomeGiris.
önnur ný nöfn á bandaríska vin-
sældalistanum eru Use Ta Bc My
Girl með soulhljómsveitinni O’Jays.
Á eftir henni, i áttunda sæti, er Peter
Brown með lag sitt Dance with Me.
Lestina rekur siðan Carly Simon og
lag hennar You BelongTo Me.
Ef á heildina er litið, þá eru tvö lög
áberandi vinsælust um heimsbyggð-
ina þessa dagana. Olivia Newton-
John og John Travolta njóta gífur-
legrar hylli fyrir lagið You’re The
One That I Want. Þau eru i efsta
sæti i Englandi eina vikuna enn. í
öðru sæti i Hollandi. númer fjögur í
Bandarikjunum og sex í Hong Kong.
Þau eru hins vegar ekki enn komin á
topp tiu í Vestur-Þýzkalandi. Ef að
líkum lætur rjúka þau beinustu leið i
efsta sæti er lagið kemur út þar i
landi. Það hljómar óneitanlega eins
og það sé sérstaklega matreitt oni
þýzka táninga.
Hitt lagið, sem gefur You’re The
One ... litið eftir í vinsældum. er
Rivers Of Babylon. Það er sömuleið-
is á fjórum af listunum fimm. i efsta
sæti í Hollandi og Þýzkalandi, i sjö-
unda sæti í Englandi og þvi tiunda i
Hong K.ong. Með Rivers Of Babylon
virðast Boney M vera búin að festa
sig endanlega í sessi sem stórnafn i
poppheiminum þóað Bandarikin séu
reyndar óunnin ennþá.
—ÁT—
B.G.-FL0KKURINN ER
TEKINN TIL STARFA Á NÝ
—Ferð flokksins um landiö hefstf kvöld
Eftir talsvert langt hlé frá störfum
er hljómsveitin B.G. á ísafirði komin
saman á ný og undirbýr sumarstarfið
af krafti. Nafn hljómsveitarinnar
hefur tekið nokkrum breytingum
síðan siðast. Ingibjargar-halinn hefur
verið klipptur af. en flokkurinn er
kominn i staðinn.
Ingibjörg Guðmundsdóttir er þó
með i flokknum, sem endranær. Hún
hefur nú fengið liðsauka við sönginn,
því að ný söngkona Svanfríður
Arnórsdóttir er komin til starfa. Að
öðru leyti er B.G.-flokkurinn skipaður
sama fólki og siðustu ár.
I ráði er að B.G.-flokkurinn ferðist
vítt og breitt um landið i sumar.
Fyrsti dansleikurinn i þeirri ferð
verður I félagsheimilinu i Hnífsdal i
kvöld.
Flokksmenn B.G. eru Baldur Geir-
mundsson hljómborðs- og saxófón-
leikari, Samúel Einarsson bassaleikari.
Ingibjörg Guðmundsdóttir söngvari,
Svanfríður Arnórsdóttir söngvari,
Ólafur Guðmundsson söngvari og
gitarleikat'i, Rúnar H. Vilbergsson
trommari og Karl Geirmundsson framkvæmdasljórn og
gítarleikari. Karl annast jafnfranit alla mennsku B.G.-flokksins.
umboðs-
B.G.—FLOKKURINN — Þorið þið, 'esendur gððir, að spila fótbolta við
þennan höp? — Flokkinn skipa, talið frá vinstri, Karl Geirmundsson,
Svanfríður Arnórsdóttir, Rúnar Vilbergsson, Ólafur Guðmunsson, Samúcl
Einarsson, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir og Baldur Geirmundsson.