Dagblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978.
frfálst, úháð daghlað
Útgofandi: Dagblaöið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RitstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar
Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfróttastjórar: Atli Steinarsson og Ómar
Valdimarsson, Handrit: Ásgrfmur Pólsson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, HaRur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiöur Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamleifsson, Hörður VHhjálmsson,.
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri:'Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorhohi 11.
Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuöi innanlands. Í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. SkeHunni 10.
Hengingaról Ölafs
Ólafur Jóhannesson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hefur boðið Alþýðu-
bandalagi og Alþýðuflokki hengingaról,
eins og einn þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins nefndi réttilega í Dagblaðinu í
gær. Einn þingmanna Alþýðuflokksins
sagði, að tilboð Ólafs væri „píp”.
Ölafur reynir nú refshátt. Forustumenn Framsóknar
tönnlast á því, að þeir, sem sigruðu í kosningunum, hljóti
að búa yfir einhverjum töframeðulum til að lækna efna-
haginn. Þeir eigi nú að sýna þau. Auðvitað búa sigurveg-
arar kosninganna ekki yfir neinum töfralyfjum. Fram-
sókn býðst því aðeins til að styðja minnihlutastjórn
þeirra um skamma hríð. Síðan mundi hún segja, að
minnihlutastjórnin hefði brugðizt, sparka henni og reyna
sjálf að komast í stjórn.
Tilboði Ólafs var fálega tekið. Alls óvíst er, hvert
stefnir um stjórnarmyndun. Fyrir þjóðina skiptir mestu,
að öflug ríkisstjórn verði mynduð, sem gæti tekizt á við
efnahagsvandann. Fulltrúar allra flokka lýstu þessum
vanda fyrir þjóðinni, áður en kosið var. Þvi ætti ekki að
vera spurning, hversu mikill vandinn er.
Að frágenginni minnihlutastjórn svokallaðra verka-
lýðsflokka hefur athyglin beinzt að tveimur möguleik-
um. Annars vegar er „nýsköpunarstjórn” Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Flins vegar
viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Fleiri
möguleikar koma til greina, ef stjórnarmyndun dregst á
langinn.
Hvernig sem stjórnmálamennirnir láta, langar þá í
reynd alla í ráðherraembætti. Þeir, sem eru í fýlu nú,
munu koma til sögunnar síðar og skírskota til ábyrgðar.
Þeir verða allir reiðubúnir til stjórnarmyndunar, þegar
þar að kemur.
Um viðreisnarstjórnina gömlu má segja, að hún var
illskárri en þær stjórnir, sem síðar hafa komið. Nú skiptir
mestu að leysa efnahagsvandann. Stjórn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks nyti ekki nægilegs trausts í
verkalýðshreyfingunni. Henni mundi reynast mjög örð-
ugt að fást við vandann.
Nýsköpunarstjórn hefur kosti umfram viðreisnar-
stjórn. Með tilkomu Alþýðubandalagsins í stjóm fengist
fram það samstarf við verkalýðshreyfingu, sem allir kalla
nauðsyn. Segja má, að í slíkri stjórn yrði ágreiningur um
varnarliðið. En í reynd hefur Alþýðubandalagið engan
áhuga á brottför liðsins. Hersetan hér er haldreipi Al-
þýðubandalagsins og heldur fylgi þess saman. Færi her,-
inn, yrði starf Alþýðubandalagsins miklu örðugra.
Samningaviðræður stjórnmálaflokkanna eru rétt að
hefjast. Margt getur komið upp til að spilla samstarfi
flokkanna. Engum getum verður leitt að því, hver út-
koman verður. Ekki er til dæmis unnt að afskrifa mögu-
leikann á nýrri vinstri stjórn Alþýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks.
Aðalatriðið fyrir landsmenn er að stjórnin verði nógu
öflug og nógu áhugasöm til að bjarga okkur úr illvígri
efnahagskreppu.
f ? -----
Norður-írland:
— völd hans ogáhrif stöðugt vaxandi
lan Paisley mótmælendapresturinn
á Norður-írlandi er síður en svo af
baki dottinn þó hann hafi ekki verið
eins mikið í heimsfréttunum upp á síð-
kastið og fyrrum. Flestum er lika orðið
ljóst eftir tiu ára völd hans og áhrif að
Paisley lætur ekki deigan síga þrátt
fyrir andstöðu og fyrirlitningu margra
á öfgakenndri stefnu hans.
Til dæmis um starf prestsins má
taka sunnudag einn fyrir nokkru.
Morgunninn hófst með messu þar sem
Paisley ávarpaði söfnuð sinn og þar
var allt fullt út úr dyrum þó tvö þús-
und manns komist í sæti. önnur pre-
dikun fylgdi i kjölfarið eftir hádegið og
siðan flutti hann eina af sinum þrumu-
ræðum undir beru lofti á opnu svæði i
Belfast um kvöldið.
Ian Paisley hefur gefið út hljómplöt-
ur og snældur með predikunum og
bænum, ræður hans hafa verið prent-
aðar í bókum og bæklingum og hinir
trúuðu kaupa boðskapinn dyggilega.
Nú væru ekki eins margir sem hefðu
áhyggjur eða áhuga á velgengni Pais-
leys ef hann væri réttur og sléttur
prestur. Því fer fjarri. Andúð margra á
prestinum er einmitt til komin vegna
þess að þeim fellur ekki hvernig hann
1»
Margir hafa áhyggjur af að stöðugar
óeirðir, hatur og hrxðsla hafi slæm
áhrif á börnin, sem alast upp við þessar
aðstæður. Á myndinni sést, er grátandi
börn eru leidd burt frá einum blóðvell-
inum i Norður-trlandi.
Stórí lan Paisley
samur við sig
Samningar eru
siðspilltir
Mannlífið er sneisafullt af þversögn-
um. Ein af þversögnum mannlífsinser
einfaldlega sú, að þó að öll siðmenning
á öllum timum sé byggð upp á
samningum og samkomulagi, þar sem
einstaklingar og hópar ná sumu fram
og sumu ekki, þá eru samningar sam-
kvæmt eðli málsins siðspilltir.
Samningar eru siðspilltir einfaldlega
vegna þess að þeir byggjast á því að
slaka á. Þeir byggjast á því að ná sem
mestu af sínum málum fram — en
ekki öllu. Þeir byggjast á þvi að vera
hæfilega klókur og hæfilega sveigjan-
legur. Þegar þarf að semja þá er vist
að eitthvert ósamræmi — og kannske
töluvert — verður milli orða og at-
hafna. Fólk og hópar fólks eins og
stjórnmálaflokkar raöa verkefnum
upp í forgangsröð. Efst a blaði koma
þau verkefni, sem ekki verður hvikað
frá. Þegar neðar dregur á listanum-
koma þau, sem hægt verður að semja
um. Svona fara allir að. Það er þetta
sem við köllum siðmenningu. En
þetta er auðvitað ekki í alla staði
skemmtilegt.
Þó að kjósendur hafi á sunnudag
gert þingflokk Alþýðuflokksins
myndarlegan, er það samt staðreynd
að Alþýðuflokkurinn hefur ekki
hreinan meirihluta á Alþingi. Það
þýðir einfaldlega að Alþýðuflokkur-'
inn á tvo valkosti. Hann verður að
axla ábyrgð með einhverjum öðrum
eða að hann verður svo stifur í
samningaumleitunum að stjórnarsam-
vinna kemur ekki til greina. Það er
auðvitað samfélagsleg skylda samtaka
að axla ábyrgð og hegða sér af fullri
ábyrgð án þess að grundvallarhug-
myndum sé fórnað. Ég hygg að þetta
sé vilji nær allra þeirra, sem veittu
Alþýðuflokknum brautargengi. Kjós-
endur hafa framkvæmt róttækustu
breytingu á skipan Alþingis siðan
1908. Það hlýtur auðvitað að þýða að
ný rikisstjórn heldur áfram þeim vilja
kjósenda að gerbreyta samfélagsgerð-
inni, enaffullri ábyrg:
Ný pólitík
Alþýðuflokkurinn lýsti nákvæm-
lega fyrir kosningar hvað það er sem
hann vill gera. Fjölmiðlakostur flokks-
ins er heldur rýr, svo sem kunnugt er,
og heldur vandræðalegur, en í staðinn
voru gefin út dreifirit og haldnir
almennir stjórnmálafundir og fundir á
vinnustöðum. Alþýðuflokkurinn
leggur til gerbreytta efnahagsstefnu.
Þar er lögð áherzla á kjarasáttmála
milli launþegahreyfingar og ríkisvalds.
Þetta má samt ekki hugsa sem enn
eina viðbót við stir't kerfið.Á þessum
vettvangi á að fara fram upplýsinga-
streymi milli þessara tveggja aðila —
og vinnuveitenda — um raunverulega
stöðu og getu atvinnuveganna. Þar á
að fara fram umræða um félagslegar
úrbætur. Þar á að fara fram umræða
um hriplek skattalögin og þaðan eiga
að koma tillögur til úrbóta, svo
nokkuð sé nefnt. Talsmenn Alþýðu-
flokks lýstu því, sem kalla má neðan-
jarðarhagkerfi. Það er til dæmis það,
að allir sem koma nálægt rekstri vita
hversu mikið er um það að einka-
neyzla eigenda fyrirtækja er skráð sem
rekstrarkostnaður. Þarna hverfa
verðmæti áður en farið er að reikna
getu til launagreiðslna. Einmitt þetta á