Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 3

Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17.JÚLÍ 1978. 3 LEITA ÞARF MEÐ LOGANDI UÓSI AÐ SANNLEIKSKORNI — Athugasemd við ummæli Ólafs Ólafssonar garðyrkjubónda í Dagblaðinu Hrýtur maðurinn þinn? Hjalti Jakobsson, formaður stjórnar Sölufélags garðvrkj jmanna, skrifan Sl. mánudag birtist í blaði yðar viðtal við Ólaf Tr. Ólafsson garðyrkju- bónda á Stuðlum. sem í fyrra var rek- inn úr Sölufélagi garðyrkjumanna fyrir engar sakir, að sjálfs hans sögn. Hér var illa og ómaklega farið með góðan og tryggan félaga og má hann að sjálfsögðu naumast vatni halda fyrir réttlátri vandlætingu. Allir hljóta að skilja að það er ekki sársaukalaust að fá ekki að vera með í félagi sem er á leiðá „öskuhaugana", að hann telur! Hvers vegna kærðir þú ekki. Ólafur, þennan rangláta úrskurð stjórnar SFG til félagsfundar, eins og þú áttir skýlausan rétt til skv. sam- þykktum félagsins? Getur það verið að þú sért ekki alveg eins saklaus og þú vilt vera láta? Málflutningur þinn allur í viðtalinu er með þeim endemum, að leita þarf með logandi ljósi að sannleikskorni og er það ekki auðfundið — nema að sjálfsögðu, að þú varst rekinn úr SFG. Sumir eru með þvi marki brenndir að segja helzt ekki satt orð ótilneyddir. og það jafnvel um hin einföldustu atriði, sem þó er auðvelt að staðreyna. Þeim hópi manna ertu sízt til skammar, enda félagsskapurinn „góður”. Orðrétt er eflir þér haft: „Sölu- félagið tekur 20% i sölulaun af öllum vörum sem það fær sendar, hvort sem þær seljast eða ekki. Bændur greiða Selurinn sem drepinn var Guðrún Á. Runólfsdóttir skrifar: Ég get ekki látið fram hjá mér fara athugasemdalaust grein sem birtist í Dagblaðinu 4. júli. sem er frásögn Björns Arasonar i Borgarnesi um vasklega framgöngu sina í að drepa sel sem hann gekk fram á við ós Laxár. Ég á i rauninni engin orð til að lýsa andstyggð minni á þessari frásögn. Það er hreint með ólíkindum að nokkur maður skuli geta gert sig sekan um slíkt ódæðisverk, og i ofanálag gumað af þvi i fjölmiðii frammi fyrir alþjóð. Ég er viss um að þessi maður fer ekki með rétt mál þegar hann heldur þvi fram að þetta hafi hann gert i sjálfsvöm — það er að segja að selurinn hafi ráðizt á hann að fyrra bragði, að ástæðulausu. Það er ekki venja dýra yfirleitt að ráðast á manninn að fyrra bragði — maðurinn er, i langflestum tilfellum. sá árásar- gjarni og ég vil leyfa mér að halda þvi fram að svo hafi verið í þessu tilviki. Eftir lestur þessarar frásagnar, sem er svo full af drembilæti og ósvifni mannsins i garð dýrsins, þá skammast ég mín fyrir að teljast til „homo sapiens", mannsins, sem telur sig þó vera höfuð jarðar og sköpunarverks- ins. Hvernig er hægt að leggjast svo lágt að koma svona fram við sér minnimáttar og jafnvel hreykja sér af. Dýrið er þarna vamarlaust og reynir að komast undan. Þá er ráðizt á það með grjótkasti og siðan hnif og þannig unnið á því — að þvi er virðist gjör-‘ samlega að ástæðulausu. Frásagnar- andinn er slikur að þar örlar ekki á virðingu fyrir tilverurétti dýrsins. Ef þetta er tilefni til að hreykja sér af er það mér alveg óskiljanlegt. Ég sé ekki nokkurn skapaðá^ hlut í þessu máli til að vera stoltur af — þvert á móti — þá álít ég að ekki sé hægt að sýna öllu meira ábyrgðar- og virðingarleysi. Það er, að ég hygg, ekki neinum vegs- eða virðingarauki að ráðast á sér minni máttar. í hamingjunar bænum. íslendingar. tökum okkur á i um- gengni okkar við dýrin. Alltof oft eigum við langt í land með að haga okkur eins og siðað fólk þegar kemur að samskiptum okkar við þau. 7 þvi dreifingu á þeim tómötum og gúrk- umsemerhent”. Hiö rétta er að SFG tekur 15% sölulaun og það aóeins af þeim vörum sem seljast. (Ath. Að sjálfsögðu ber félaginu að halda eftir ýmsum lög- bundnum gjöldum, s.s. búnaðarmálasj.gj., stofnlánasj.gj. og neytendasj.gj., en það á ekkert skylt við sölulaunl. Þú fullyrðir að vorið 1977 hafi félagið flutt inn gúrkur frá Danmörku Raddir lesenda og hent þeim islenzku á meðan. Ljótt er ef satt er, að félagið stundi harðvítuga samkeppni við þá aðila semeiga þaðogreka. Hið sanna er, að síðustu gúrkurnar vorið 1977, sem fluttar voru inn 23. marz (aðeins 120 kassar) seldust sam- dægurs. Eins og kunnugt er koma íslenzku gúrkurnar fyrst á markað í marz og þá jafnan í smáum stil. Alls tók félagið á móti 2500 kössum i þeim mánuði og seldust þeir allir, eins og jafnan áður, affallalaust. Sumar staðhæfirigar þinar eru svo fáránlegar, og um leið barnalegar, að vart er hægt að verjast brosi. T.d. hug- leiðing þin um eggjasöluna á árunum 1959 til 1962. Það er rétt að SFG gerði árið 1958 samning við Samband eggjaframleið- enda um móttöku, flokkun (gæðamat) og dreifingu á eggjum frá I. jan. 1959 til jafnlengdar árið 1962. Þvi miður reyndist samstaða félagsmanna SE ekki eins og til var ætlast — þar voru víst of margir „Ólafar" — og þar sem SE gat ekki staðið við samninga sina við SFG, var samstarfinu slitið við lok samningstímans, en ekki framlengt eins og þó var gert ráð fyrir. Þetta var ástæðan, en ekki nein sölutregða vegna „óstjómar" hjá SFG. Hvernig var annarsástandið í eggja- sölumálunum áðuren þessi tilraun var gerð? Og hvernig hefur það verið siðan? Hefur þú gleymt, Ólafur, öllum skrifunum á undanförnum árum um vandræði eggjaframleiðenda vegna of- framleiðslu, sölutregðu, gegndarlauss niðurboðs og kapphlaupi fyrir hvers manns dyr á nær öllum timum sólar- hringsins i von um sölu? Er þetta kannske sælutíðin sem þú boðar og koma skal, þegar forstjórinn er búinn að koma SFG á „öskuhaugana”. Öll gifuryrðin um stjórn Sölufélags garðyrkjumanna og forstjóra þess eru álíka sönn og merkileg og aðrar full- yrðingar þinar. Vísa ég þeim þvi lieim til föðurhúsa í þeirri einlægu von að brátt fari að brá af þér. Ólafur minn utangátta, manninum sem missti glæpinn og fær ekki að vera með á öskuhaugana. Ég er til í allt . . . búin 1340 watta afli og r 12 lítra rykpoka. % l (Made in USA) 1 STERKASTA RYKSUGA I HEIMI -3001 FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Hringlaga lögunin gefur hinum risastára 12 lítra rykpoka nœgjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. Hoover S-3001 er á margan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þín teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir þvi hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagrceðis errofinn thandfanginu, undir þumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aitðvelt, stillanlegt sog- stykki sérfyrir því. Stór hjól og hringlaga lögun gera HooverS-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þín. Til þœginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartceki, svo núgeturþú loksins haft fulltgagn af þeim. Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án tcemingar. ' flj Kristjana Valdimarsdöttir húsmöðir: Nei. það gerir hann ekki. Ég held að ég gæti alveg sofið jrósvo að hann hryti. Sólu'ig llannesdóttir húsmöðir og hjúkrunarkona: Ég scf svo vel að ég verð ekki vörviðþað. Þetta vargóðspurning. Ásdis Árnadóttir afgrcióslustúlka: Ég er nú ekki gift. F.n ég imynda mér að það hljóti að vera vont að sofa hjá manni sem hrýtur. Kristin Fenger nemi og húsmöðir: Ég er nú ekki alveg klár á því. Og þó. nei. hann gerir þaðekki. Rósa Þórisdóttir húsmóðir: Nei. hann gerir það ekki. Já. ég er alveg viss. Ég mundi örugglega viðurkenna það ef svo væri. Auður Kristjánsdóttir verkakona: Ég á engan niann. Ég helu að það sé ekki gott að sofa hjá manni sem hrýtur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.