Dagblaðið - 17.07.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17.JÚL1 1978.
7
Strákarnir brugðu á glens 1 Ólafsvík. Hér heldur einn tilvonandi aflakóngur fyrir-
lestur um siglingafræði í Norðursjónum. Meðan á langri bið stóð var marg til gamans
gert. — DB-myndir R.Th. Sig.
„Þetta er sko hreinasta þjóðhátíð,”
heyrðist ungur Ólsari tauta á hafnar-
kantinum, þegar íbúar bæjarins, flestir
hverjir, voru samankomnir til að bíða
rallbátanna tveggja, Hafrótsins og
Signýjar.
Það var dráttur á að þeir kæmu til
hafnar. Enda þótt sól og hlýja sleikti
kauptúnið og gerði lífið í bænum i senn
notalegt og skemmtilegt þennan laugar-
dagseftirmiðdag var ekki hið sama að
segja um hafið sem blasir við hinum
fræknu fiskimönnum Ólafsvikur.
Þreyttari menn en sjórallkappana er
vart hægt að hugsa sér. Höfðu þeir þá
verið að í 27 klukkutíma samfellt í barn-
ingi við vonda sjói á Húnaflóa, við Horn
og Látrabjarg. En það hafðist. Köppun-
um var einkar innilega fagnað og Ólafs-
víkingar afhentu þeim fallega diska með
mynd af bænum en þar skipar kirkjan
stóran sess.
Kirkjan var
kennileitið
Gott í landi —
úfiðásjó
Á hitamælinum hjá Kristni á Ólafs-
víkurradíói mátti lesa að hitinn var 17
gráður um miðjan daginn, en hann sagði
okkur að í röstinni við Hornbjarg væri
ekki um slík notalegheit að ræða.
Þeir Hafsteinn og Runólfur á Hafrót-
inu og Gunnar og Björn á Signýju voru
líka I erfiðum sjó og áttu hreint ekkert
auðvelt með að berjast áfram, en það
hafðist. Sannarlega enn einn sigurinn
fyrir hina ungu bátasmiðju Flugfisks,
því íslenzku bátarnir virðast sanna að
þeir eru i senn kraftmiklir og sterkir.
Biðin á bryggjunni var orðin talsvert
löng. Fólk skimaði út i sjóndeildarhring-
„Það var nú einmitt kirkjan sem við
sáum fyrst,” sagði Runólfur Guðjóns-
son, þegar hann tók við minjagjöfinni.
Frá bátum var haldið til Hótel Sjó-
búða, snyrtilegs hótels sem rekið er I ver-
búðarhúsnæði staðarins. Þar var hraust-
lega tekið til við heitan og góðan mat-
inn.
„Réttast að fara á sveitaball á Lýsu-
hóli,” sagði einn rallkappanna en það
sáu allir að þar fylgdi sannarlega ekki
hugur máli, svefninn var það sem þeir
þráðu mest.
Og fljótlega voru þeir svifnir í
draumalandið piltarnir og ekki vanþörf
á.
Bæring Cecilsson frá Grundarfirði var eini kvikmyndtökumaðurinn sem tók myndir
af sjórallinu fyrír sjónvarpið, sem nú er I sumarfríi. Fjölmiðlar hafa lítt getið sjóralls-
ins, nema hvað útvarpið hefur staðið sig með miklum ágætum og ekki brugðizt for-
vitni hlustenda sinna.
inn. Sjónaukar og aðdráttarlinsur á lofti.
Ekkert sást. Skyndilega færðist kurr í
liðið, hraðbátur kom af hafi. Rauður.
Það er þá Gunnar, sagði einhver. En því
miður, hér var á ferð hraðbátur úr
Grundarfirði sem villti mönnum sýn um
stundarsakir.
Farstöðvamenn voru viðs vegar við
ströndina og reyndu að ná sambandi en
það hafðist ekki. t ljós kom að bátsverjar
höfðu stundum heyrt köllin en ekki
getað komið frá sér svörum.
Loks birtast þeirl
Það var loks um 7-leytið að bátamir
birtust. Voru þeir þá búnir að villast
dálitið vestur fyrir bæinn. Enn einu
sinni hafði þokan gert þeim skráveifur.
Merkilegt hversu grimm þokan getur
verið rétt við ströndina, enda þótt sól-
baðsveður sé inni í byggð.
Á bryggjunni voru nokkrir ungir gár-
ungar sem settu svip sinn á staðinn,
þeyttu flautur án afláts skreyttir merkj-
um Sjóralls 78.
Litlir bátar —
hugdjarft f ólk
Skipverjamir á Láru, hjónin Lára
Magnúsdóttir og Bjarni Björgvinsson,
og á Hafdisi, Hallur Fr. Pálsson og
Brynjólfur Brynjólfsson, áttu ekki eins
gott þá stundina.
Þau höfðu lagt upp frá Skagaströnd
fyrr um daginn, og nú var það baming-
urinn fyrir Horn. Það er hreint ótrúlegt
hvað þessar litlu skeljar þola — eða
mannskapurinn, sem er næsta lítt varinn
gegn boðaföllunum, hundblautur og
kaldur. En þetta tókst — og það má
hrópa mörg húrrahróp fyrir þessu hug-
djarfa fólki. Til Isafjarðar var komið
undir morgun og sannarlega áttu þeir
skilið að hvíla lúin bein, bátsverjarnir,
þurrka klæði sín og fá ærlegan bita I
Mánakaffi. Þaðan var svo haldið eftir
hádegi i gær og barningurinn hélt áfram
suður á bóginn. Þau lögðu kapp sitt á að
komast áfram til Ólafsvikur og slást. i
hópinn með hinum tveim bátunum.
27 tíma hvíldar-
laust í ólgandi
Dumbshafinu
— og litlu bátarnir berjast við rastir og boðaföll
— Ólafsvik, og síðan í heimahöfn í dag
Hlýr og góður koss frá konunni. Hvað er huggulegra eftir langa og stranga siglingu á Iftilli skel um Dumbshaf, rastir og
boðaföll? — Runólfur Guðjónsson fær þarna hlýlegar móttökur I Ólafsvik.
Veður leyfði það ekki og um það leyti,
sem hinum tveim bátunum var fagnað i
Reykjavik af þúsundum áhorfenda sem
dreifðust um strandlengjuna, voru litlu
bátarnir tveir að bíð^ færis fyrir röstina
við Látrabjarg. Voru þeir búnir að koma
skilaboðum til farstöðvamanna um að
þeir mundu biða til 5 í morgun, ef með
þyrfti. Síðar kom boð frá báti að lóðsa þá
yfir til Ólafsvíkur, en óljóst hvað úr yrði.
1 dag fáum við væntanlega að fagna
þessum hugdjörfu keppendum, þvi þá er
þeirra von til Reykjavikur. Aðrir kepp-
endur, þ.e. á Signýju og Hafróti, munu
þá sigla á móti þeim og sigla með þeim
inn á Reykjavíkurhöfn. Þá munu báts-
verjar á Má, þeir Hermann Jóhannsson
og Baldur Jóhannsson verða viðstaddir,
en þeir voru óheppnastir allra i rallinu,
með beztan árangur á Akureyri, brotinn
kjöl á Skagaströnd og úr leik. Það voru
leið endalok hjá góðum keppnismönn-
um.
JBP — Ólafsvík
NÝJUSTU TÖLUR!
9060 HESTÖFL
Á undanförnum 4 árum höfum við fjutt inn yfir
9000 hestöfl af Chrysler utanborðsmótorum,
sem er meira en nokkur annar, innflytjandi
utanborðsmótora getur státað af.
Við höfum lagt mikið kapp á að hafa góða
varahlutaþjónustu, því sumarið okkar er stutt,
og mikilvægteraðgetaþjónaðviðskiptavinum
okkar vel.
Gott verð og góð þjónusta gerir meðal annars
það, að bestu kaupin eru í Crysler utanborðs-
mótorum. Fást í stærðunum frá 4 HP upþ í 140 HP.
12 BÁTAR
Shetland Boats Ltd. er stærsti framleiðandi á
fjölskyldubátum í stærðunum 14-21 fet
í Evrópu. Shetland framleiðir hvorki meira né
minna en 12 báta á dag. Við höfum flutt inn
Shetland báta í meira en 4 ár og eru nú milli
40 til 50 bátar frá Shetland í notkun um allt land.
Shetland eru framleiddir í verksmiðjum sem
uppfylla Lloyds kröfum. Shetland hefur bát
fyrir þig og það á góðu verði.
Einnig seljum við Fletcher hraðbáta, bátavagna fyrir þá báta sem
við seljum og ýmsan varning fyrir bátaáhugafólk, svo sem
kompása, lensidælur, flotvesti, mæla af ýmsum gerðum,
botnlit, ankeri, bátastýringar, stjórnkapla, stjórnbox,
dýptarmæla, siglingarljós o.fl.
TRYGGVAGATA 10, REYKJAVÍK, SÍMAR 21460 - 21286