Dagblaðið - 17.07.1978, Side 11

Dagblaðið - 17.07.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1978 II Enn ein gassprenging nú i Mexíkó —fimmtán látnir, eitt hundrað ogfimmtíu sæiðir Aö minnsta kosti fimmtán manns lét- ust og meira en hundrað og fimmtíu brenndust hættulega, þegar gasflutn- ingabifreið sprakk á hraðbraut í Mexíkó. Mun þetta vera mjög keimlíkt slysinu á tjald- og húsvagnasvæðinu á Spáni í fyrri viku. Að sögn lögreglu urðu hús í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá slysstaðnum fyrir skemmdum er gassprengingin varð. Starfsmenn Rauða krossins telja marga hinna særðu svo mikið og illa brunna að þeim verði ekki hugað lif. Sjónarvottar segja að í það minnsta tíu aðrar bifreiðir, þar af fimm fólks- flutningabifreiðir, hafi ekið á brak gas-. flutningabifreiðarinnar og inn í logana. Hafi farþegar þeirra stokkið út um glugga bifreiðanna, hrópandi á hjálp og i logandi klæðum. Slysið varð í gærkvöldi um það bil áttatíu og fimm klómetra norður af Mexico City, á hraðbraut sem liggur til borgarinnar Queretaro. Var brautinni lokað i átta klukkustundir á meðan björgunarlið flutti hina særðu á sjúkra- hús og lík hinna látnu á brott. Ekki er vitað um orsakir þess að gas- flutningavagninn sprakk í loft upp. Undarlegt þykir, að svo virðist sem bif- reiðinni hafi ekki verið ekið nema nokkra kílómetra á þeim átta klukku- stundum, sem liðu frá því að hún var hlaðin gasi á gasvinnslustöð skammt frá slysstaðnum. Heimsmeistara- einvígið: Engirfánar á borðum keppenda, Kortsnoj reiður Orðrómur var á kreiki í gær um að Viktor Kortsnoj ætlaði að hætta við einvígi sitt við Anatole Karpov heimsmeistara sem hefjast á i Baquio á Filippseyjum i dag. Mun áskorandinn mjög hafa reiðzt þeirri ákvörðun dómnefndarinnar að engir fánar ættu að vera á borðum keppenda. Vildi Kortsnoj fá að keppa undir svissneskum fána en Sovétmenn vildu aðeins samþykkja hvítan fána með orðunum rikisfangslaus. Tals- maður Kortsnojs hefur sagt að hann muni ekkert segja um málið fyrren í kvöld. Rússnesk rúlletta... NORSKUR HERMAÐUR SKAUT FÉLAGA SINN Ungur norskur hermaður í gæzlusveitum í Líbanon lét lifið er félagi hans lék svokallaða „rússn- eska rúllettu” og skaut hann í höf- uðið. Var hinn síðarnefndi með skammbyssu af Colt gerð. Eitt skot var sett í byssuna en þá voru fimm göt i hleðslutromlunni óhlaðin. Siðan var henni snúið og hlaupinu beint að höfði her- mannsins og hleypt af. Hann féll samstundis, skotið hafði verið í þvi gati sem hleypt var út. ...OGAUSTUR- RÍSKUR PILTUR FÉLLDAUÐUR VIÐFÆTUR UNNUSTUNNAR Austurrískur piltur ætlaði að sýna elskunni sinni hve mikil hetja hann væri og hlóð skamm- byssuna sína einu skoti en fimm önnur göt tromlunnar voru tóm. Siðan var eins og i rússneskri rúll- ettu snúið og byssunni beint að höfðinu og hleypt af. Ekkert gerðist og pilturinn hrópaði: „Ég er heimsins heppnasti maður.” Hann lét ekki þar við sitja. reyndi aftur og skotið reið af og hann féll dauður við fætur unnustunnar. Skákmótið íHollandi: Timman og Ribli efstir í A-f lokki Jan Timman, hollenzki stórméistar- , inn, komst í fyrsta sæti i A-flokki ásamt Ungverjanum Zoltan Ribli eftir þrjár umferðir á IBM stórmótinu í Amster- dam. Timman sigraði Browne frá Bandaríkjunum í þriðju umferðen Ribli náði jafntefli við landa sinn Adorjan. önnur úrslit í þriðju umferð: Skák Nikolac og Hort var frestað, Ljubojevic, Júgóslavíu, gerði jafnte.li við Vestur- Þjóðverjann Helmut Pfleger, Langeweg, Hollandi, einnig jafnt við Svíann Andersson, Roman Dzhindzhindashvili Israel gerði jafntefli við Hans Ree frá Hollandi og Miles frá Bretlandi við Oleg Romanishin Sovétríkjunum. Staðan er þá þannig í A-flokki eftir þrjár umferðir: Ribli og Timman í fyrsta sæti með 2 1/2 vinning, Nikolac og Hort með einn vinn- ing en eiga innbyrðis skák ólokið, Miles Romanishin, Ree og Pfleger með einn vinning og lestina rekur Browne vinn- ingslaus. Nýkorrið Amerísk gæðavara frá Vanity Fair: Litir: Navy blátt eða beige eða hvitt Stœrðir: Brjóstahöld nr. 32—36 í A, B og C skélastærðum. Buxur: S, M, L. Verð kr. 5870.- settið. Póstsendum FATADEILDIN Aðalstræti 9 (Miðbæjarmark- Sími 13577. Þad 5 Kaupið BANKASTRÆTI • Klukkiistundir. min. 10 sck.. 5 sck.. <>K 1 sck. • Skciúklukka. 1 /100 úr sck. • Fyrir hád., cflir hád. • Mánuúur. dagur, \ ikudauur. • S.jálfvirk dagalals- lciúrcllinu u m inánaúamól. • Ljoshnappur til af- lcslrar í myrkri. • Kin rafhlaöa. scm cndisl ca. 15 mán. • lá sck. vcrk aö skipla um rafhliiöu. • Ars áhyrgö og tiö- Kcröarþjón usla.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.