Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I7.JÚLÍ 1978.
msBlAÐW
hjálst,áháðdagblað
Framkvœmdasljóri: Syeinn R. Eyjólfsson. Rrtstjóri: Jónas Kriatjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RKstjómarfultrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar
Jóhannas Reykdal. Iþróttir: Hallur Slmonaraon. Aðstoðarfrótta«t)óran Atii Steinoraeon 09 Ömar
Valdimarsson, Handrit: Ásgrimur Pálsson.
'Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, HaNur HaNsson, Helgi Pótursson, Jóm» Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pájsson.
Ljósmyndir: Ari Kristínsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson,.
Ragnar Th. Sigurðsson, Svehm Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E.M. HaNdórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeHd, augtýsingar og skrif stofur Þ verholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Heimtaæviráðningu
Formenn Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks virðast telja sig hafa æviráðningu í
störf. Hvorugur hefur tekið afleiðingum
gerða sinna og sagt af sér, eftir að flokk-
arnir höfðu undir stjórn þeirra sigið í
meiri öldudal en nokkru sinni áður.
Þess í stað lætur Geir Hallgrímsson fylgismenn sína
útlista í blöðum Sjálfstæðisflokksins, hversu öruggur
hann sé í sessi. Enginn annar komi til greina. Minna er
minnzt á, að Geir Hallgrímsson verðskuldi að halda for-
mennsku vegna leiðtogahæfileika. Það á einfaldlega að
líta svo út, sem ekki sé um annað að ræða og menn verði
að hafa það.
Æviráðning formanns stjórnmálaflokks er ekki í sam-
ræmi við lýðræði í flokknum. Flokkseigendafélögin í
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum óttast, að flokks-
fólk muni kenna forystu þeirra um kosningahrakfarir og
steypa þeim úr stóli. Ekki þarf að deila um mistök for-
mannanna, Geirs og Ólafs, fulltrúa flokkseigendafélag-
anna. Sjálfstæðisflokkurinn, sem flokksmenn kalla
gjarnan kjölfestu þjóðarinnar, hefur ekki borið sitt barr,
síðan hann missti mikilhæfustu leiðtoga sína, Ólaf Thors
og Bjarna Benediktsson. Undir stjórn Geirs Hallgríms-
sonar hefur hann glatað sambandi við almenning í
landinu. Flokkurinn hefur dagað uppi við þjóðfélags-
breytingar, þótt víða eigi hann góða menn. Upplýstir
kjósendur una ekki völdum fámennisstjórnar flokkseig-
enda í stærsta flokki þjóðarinnar.
Svipað er farið stöðu Ólafs Jóhannessonar og annarra
fulltrúa flokkseigendafélagsins í Framsóknarflokknum,
en við bætist, að grundvöllur flokksins er ótraustur.
Fyrri foringjar, Hermann Jónasson og Eysteinn Jóns-
son, báru flokkinn uppi með nokkurri reisn. Undir stjórn
Ólafs Jóhannessonar hefur „já, já, nei, nei” orðið ein-
kenni flokksins hjá stærstum hluta þjóðarinnar og ein-
kenni pólitískrar spillingar.
Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrum borgarstjóri, fjall-
aði fyrir skömmu í grein í Morgunblaðinu um þá hættu,
að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki annað en kvöldklúbb-
ur manna, sem minntust gamalla daga og fornrar
frægðar. Framsóknarmenn ræða hættuna á, að flokkur-
inn falli niður í fimm þingsæti. Slíkt er hljóðið í stuðn-
ingsmönnum þessara flokka.
Sú kenning er alröng, að flokkarnir þurfi að búa við
æviráðningu formanna sinna. Úr því að þeir hyggjast
sitja ætti fólk, sem annt er um flokkana, að taka af skarið
um aukið lýðræði og umbætur og sjá til þess, að for-
mennirnir víki.
Almennir flokksmenn geta sannað, að eignarrétturinn
yfir flokkunum er þeirra en ekki svonefndra flokkseig-
endafélaga.
Menn mega ekki rugla saman formönnum og flokkum
og telja gagnrýni á flokkseigendafélög vera gagnrýni á
flokka sem slika. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn verða
hins vegar að taka afleiðingum þess, að flokkseigenda-
félögin hafa farið með stjórn flokkanna. Þetta kemur
sannarlega skýrt fram í kjörfylginu.
Uppstokkun og umbætur í hinum einstöku stjórn-
málaflokkum gætu rennt stoðum undir varanlegar þjóð-
félagsúrbætur.
Þess vegna hefur Dagblaðið fagnað hverju merki þess,
að umbótamenn næðu árangri, hvar í flokki sem verið
hefur, svo sem í prófkjörum.
Völd flokkseigendafélaga byggjast á bellibrögðum full-
trúa þeirra gagnvart flokksfólki, brögðum, sem almenn-
ingur skilur æ betur og veitir æ meira viðnám.
Japan:
Fukuda forsæ tisráð-
herra hyggst styrkja
aðstöðu sina með
kosningum í haust
Baráttan einkennist af leynimakki f lokksbrota f remur
en stjórnmálabaráttu meðal almennings
Þrátt fyrir að japanska þingið hafi
tekið sér sumarleyfi eiga flokksforingj-
arnir í önnum. öll sólarmerki benda
nefnilega til haustkosninga þar i landi.
Talið er að forsætisráðherrann telji
það vænlegan tíma bæði vegna sigur-
lika flokks hans og til að tryggja eigin
stöðu innan flokksins.
Samkvæmt venju innan Frjálslynda
lýðræðisflokksins verður formaður
hans sjálfkrafa forsætisráðherra.
Margir flokksmenn vilja Fukuda feig-
an í stöðu sinni en hann hyggst
klekkja á þeim og auka vinsældir sinar
með fylgisaukningu í kosningum í
haust. Ef honum tekst það eru sigur-
líkur hans, er flokksþingið kýs for-
mann i desember, taldar verulegar.
Sjálfur hefur Fukuda ekki sagt
hreint út að hann hyggi á nýjar kosn-
ingar I haust. Aftur á móti hefur hann
oft gefið það í skyn. Meðal annars að
þing þyrfti líklega að kalla saman
snemma í haust til að ganga frá við-
bótarfjárlögum. Fyrsta skrefið að
þingkosningum í haust er einmitt að
kalla þingið til aukafundar.
Ástæðan fyrír þvi að Fukuda boðar
ekki opinberlega hugmyndir sínar um
kosningar i haust geta verið margar.
Meðal annars getur það haft slæm
áhrif á möguleika hans sjálfs og rikis-
stjórnar hans til að beita sér fyrir
stjórn landsins. Möguleikar á kosning-
um í haust hafa hinsvegar þegar haft
áhrif á innanlandsstjómmálin. Kom
það greinilega í Ijós á fundi ráðherr-
anna sem fara með efnahagsmál og
sérfræðinga, sem haldinn va: fyrir
skömmu. Þar var ákveðið að aðhafast
ekki neitt varðandi þann vanda sem
fall dollarans á japönskum og alþjóð-
legum gjaldeyrismörkuðum hefur
valdið. Af ótta við óvinsældir á stjóm-
málasviðinu vildi enginn leggja fram
neinar nýjar hugmyndir um hvernig
Japan gæti dregið úr óeðlilega hag-
stæðum greiðslujöfnuði sínum gagn-
vart útlöndum.
Þykir þessi afstaða benda til þess að
héðan i frá og þar til að loknum kosn-
ingum muni Japanir eða réttara sagt
japanskir stjórnmálamenn líta á al-
þjóðaviðskipti eða vandamál á sviði al-
þjóðastjórnmála frá einhliða japönsk-
um sjónarhóli. Verði að líta á afstöðu
þeirra til málefna með þetta í huga.
Ástæðan fyrir því að Fukuda for-
sætisráðherra ætlar að boða til kosn-
inga í haust er af flestum japönskum
áhugamönnum talin vera sú að hann
vill að sín verði minnst sem mikils for-
sætisráðherra, sem náð hafi miklum
árangri i starfi. Til að ná þessu marki
verður hann fyrst að sigrast á höfuð-
keppinauti sínum um forsætisráð-
herraembættið. Það er Masayoshi
Ohira aðalritari Frjálslynda lýðræðis-
flokksins og fyrrum fjármála- og utan-
rikisráðherra. Sagt er að Fukuda hafi
gert samkomulag við Ohira er hann
hlaut forsætisráðherratignina. Hafi
samningurinn gert ráð fyrir að hinn
fyrrnefndi drægi sig i hlé að tveim
árum liðnum og Ohira tæki við stjórn-
artaumunum.
Fukuda gerir sér góðar vonir um að
honum auðnist að undirskrifa friðar-
og vináttusamning milli Kina og Jap-
an nú í sumar. Með það sögulega
plagg í hendi og með tilvísun til þess
að uppgangur er nú i efnahagslífi
landsins i fyrsta skipti i fjögur ár telur
hann sér vinsældir kjósenda visar.
Með fyrrgreindar skýringar i huga
er ekki undarlegt þó almenningi í Jap-
an finnist litil ástæða til að standa í al-
mennum kosningum í haust. Fæstir
sjá brýna nauðsyn til þess að Ohira
leysi Fukuda af hólmi sem forsætis-
ráðherra. Staðreyndin virðist vera sú
að hér sé að mestu um að ræða innan-
flokksmál Frjálslynda lýðræðisflokks-
ins. Skýringarstjórnmálamanna innan
hans hafa verið fáar á því hvað reki nú
r
Guðbjartur,
Samvinnubankinn
og „verkefnin”
Ég hef í þremur greinum hér í Dag-
blaðinu skýrt á einfaldan hátt með
skýrum og glöggum dæmum frá því að
skitugt mél sé i poka Samvinnubanka-
viðskipta Guðbjarts Pálssonar. Þetta
hefur ekki vafizt fyrir neinum nema
bankaráði Samvinnubankans.
Þótt mér væri það þvert um geð,
neyddist ég til að gera bankaráðinu ná-
kvæmari grein fyrir ósköpunum, sem
hafa átt sér stað fyrir framan nefið á
þvi um árabil, í athugasemdagreinum,
bæði hér í Dagblaðinu og Morgun-
blaðinu og Timanum. í von um, að
bankaráðið sjái þetta allt saman í sam-
hengi og skýru Ijósi, verður nú haldið
áfram, þar sem frá var horfið í 3. grein
um Guðbjartsmálið.
Niðurstaða síðustu greinar var sú,
að fjármálasnilli bankastjórnar
Samvinnubankans væri býsna furðu-
leg, þar sem Guðbjartur Pálsson væri
annars vegar. Dæmið, sem ég tók sér-
staklega voru kaup bankans á skulda-
bréfi að fjárhæð 20 milljónir króna á
núgildi með I. veðrétti í landsspildu i
Selási, sem aðrir lánadrottnar landeig-
andans mátu á tvær og hálfa milljón
króna.
Ástæðuna kvað ég vera þá, að Sarh-
vinnubankinn hefði í raun kært sig
kollóttan um veðið. Veðrétturinn hafi
í raun einungis verið til málamynda.
Aðalatriðið hafi verið að r'étta af
reikninga Guðbjarts Pálssonar þannig,
að bankinn gæti haldið andlitinu gagn-
vart viðskiptavinum sínum og firrt
SÍS-forstjórana i bankaráðinu ábyrgð
ogóþægindum.
Keyptu 3 ónýt bréf
til viðbótar
Einn viðmælenda minna, sem er
þrautkunnugur landeignar- og setn-
ingarmálum í Seláslandi, lýsti kaup
Samvinnubankans á umræddu skulda-
bréfi með þessum veðrétti „fáránleg”
svo notað sé orðalag hans.
Til þess að renna enn frekari stoðum
undir fáránleikann í viðskiptum Sam-
vinnubankans og Guðbjarts skulum
við taka annað dæmi, sem að fjárhæð
til er tiltölulega lítið, en sýnir þó enn
betur örvæntingu bankastjórnar Sam-
vinnubankans vegna skulda Guð-
bjarts.
Seint i mai gefur maður nokkur út
skuldabréf að upphæð 231 þúsund
króitur eða l milljón 155 þúsund
krónur á núgildi. Bréfið er handhafa-
bréf, en annar vitundarvotta var einn
af „sendlum” Guðbjarts. Með bréfinu
veösetti maðurinn litla kjallaraibúð á
4. veðrétti. Áhvilandi skuldir námu
hins vegar á núgildi röskum 12
milljónum króna eða meiru en eignin
hefði selzt á almennum markaði.
Bréfið var til tiu ára og skyldi greiðast
með jöfnum árlegum afborgunum.
Vextir voru 8%.
Hér var því um verðlausan pappir
að ræða enda virðist enginn hafa
viljað kaupa bréfið í nokkra mánuði.
En í nóvember kemur kraftaverka-
maðurinn Guðbjartur til sögunnar og
er þá ekki að sökum að spyrja. Senni-
lega hefur hann verið handhafi bréfs-
ins allan tímann, en í nóvember lætur
hann til skarar skriða og viti menn:
Hann seldi bréfið á nafnverði. Og hvar
skyldi hann hafa selt það á fullu verði?
Jú, i Samvinnubankanum. Og hvert
runnu peningarnir? Jú, inn á annan
tveggja „felureikninga” Guðbjarts í
Samvinnubankanum, 2429, „til
greiðslu á skuld” að vanda.
En ekki nóg með, að Samvinnu-
bankinn kaupi eitt ónýtt veðskulda-
bréf af Guðbjarti þennan daginn.
Sama dag kaupir þessi virðulega stofn-
un jafnónýt bréf að upphæð samtals
202 þúsund krónur, sem á núgildi
nemur röskri einni milljón króna. Og
hvert fóru þessir peningar? Jú, inn á
reikning 2429 til greiðslu á skuld.
Hér er rétt að rifja upp, að í þriðju
grein sl. mánudag kom fram, að Guð-
bjartur Pálsson varð i ágúst 1973
„stöndugur sparifjáreigandi” með 20
milljón króna skuldabréfssölun’ni. En