Dagblaðið - 17.07.1978, Page 14

Dagblaðið - 17.07.1978, Page 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1978. ........................ AÐ LOKNUM KOSNINGUM Margir hafa reynt að skýra hinn mikla kosningasigur Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins. Talað er um að hin nýja rannsóknarblaða- mennska hafi átt hér stóran hlut að og er ekki vafi á að svo hafi verið. Þegar stjórnvöld þurfa að grípa til óvinsælla aðgerða, þá hrópa þeir jafnan upp sem komast vilja i mikilvægustu stöður þjóðarinnar, að ætíð sé verið að stela af fólkinu (færa fjármagn frá launþeg- um til atvinnurekenda), jafnvel þótt þeir sjálfir hafi margsinnis staðið að miklu harkalegri „þjófnaðarherferð- um” á hendur almenningi þegar þeir voru í stjórn sjálfir. Kröf luníð og álver Einhver ógeðslegasti kosninga- áróður sem lengi hefir heyrst, er hinn mikli og langvarandi áróður gegn Kröflu (og þar eru fjölmargir stjórnar- stuðningsmenn jafnsekir). Þótt allir ættu að vita að þarna stóðust allar framkvæmdir fyllilega áætlun og allir flokkar stóðu að þessari virkjun óskiptir, er samt gripið til hinna ógeðs- legu svivirðinga gegn þeim mönnum sem þarna unnu öll verk með prýði og hugrekki, þrátt fyrir náttúruhamfarir og eiturörvadrífu manna sem svífast einskis til þess að komast til valda i þjóðfélaginu. Hvað hefði gerst ef Vest- mannaeyingar hefðu gefist upp við sitt heimsfræga endurreisnarstarf eftir gos? Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur stóðu saman um virkjun Þjórsár og byggingu álversins, sem hefir fært þjóðinni þrjátíu milljarða i HREINUM gjaldeyri, sem þó er ekki nema brot af þeim óbeinu tekjum sem stöðugt streyma út í þjóðfélagið i fjölmörgum myndum, eins og marg- sinnis hefur vcrið kynnt af fyrrverandi ráðherra, Ingólfi Jónssyni og fleirum. Til dæmis er Hafnarfjarðarbær búinn að fá mörg hundruð milljónir beint frá Álverinu á silfurdiski og allt þetta hefur Þjórsá í Árnessýslu fært þjóðinni vegna þess að framsýnir menn létu hluta af henni renna í gegn- um rör, svona einfalt er það. Mér hefir verið sagt og reyndar séð að nokkru, að stjómun álversins sé með því besta sem þekkist á Norðurlöndum og jafn- vel þó víðar sé leitað og að mörg islensk alvörufyrirtæki séu þegar farin að tileinka sér svipaða stjórn. Verka- menn álversins hafa tillögurétt um stjórnun þess, og þeir sem skila bestum tillögunum eru verðlaunaðir. Ætli ís- lenskir atvinnurekendur og verk- stjórar ættu ekki að taka þetta upp i stað einstefnuakstursins sem rikt hefir hér í þessum málum? Það vantaði sannarlega ekki hrak- spárnar og úrtölusönginn gegn þessum framkvæmdum, þar með allt is- hræðsluvælið sem glumdi i blöðum afturhaldsaflanna. Manni komu oft i hug íshræddar merar. Það var senni- lega heimsmet, hversu giftusamlega tókst að virkja íslenskt jökulfljót i fyrsta sinn. Það er stórfurðulegt og mikil ógæfa að þjóðin skuli ekki standa óskipt að því að nota hin geysi- legu auðæfi, sem liggja fyrir fótum hennar í óbeislaðri orku viðsvegarum landið. Enn eitt afrek á heimsmæli- kvarða eru hitaveituframkvæmdir í Reykjavík frá upphafi. Ekki vantaði þó úrtölur og hrakspár. Sögu þeirra þyrfti að skrá frá upphafi. Laun heimsins eru vanþakklæti Það er ekki nýtt í sögunni að þeir stjórnmálaforingjar, sem hafa unnið best að framkvæmd mikilla nauð- synjamála, hafa verið ofsóttir meðan á framkvæmdum stóð og svo sparkað að þeim loknum. Nægir að minna á hvernig Hannes Hafstein fyrsti ráð- herra íslands var hundeltur og sví- virtur fyrir hans miklu baráttu fyrir efnalegu. og pólitísku sjálfstæði Íslands. Sem flestir ættu að kynna sér ævisögu þessa glæsilega forustu- manns, sem Kristján Albertsson hefir skráð með ágætum. Nefna má Chur- chill hinn breska, sem vann eitthvert stærsta afrek heimssögunnar. En þegar sigur var unninn yfir nasistum og frelsi vestrænna þjóða tryggt, þá spörkuðu Bretar honum. Fráfarandi stjórn hefir óumdeilan- lega komið tvö hundruð mílna fiski- landhelgi í höfn og ég vil ætla að engin stjóm hafi meira reynt að rétta hlut þeirra sem minnst mega sín. Hvergi í heiminum er búið betur að þessu fólki en hér i Reykjavik. Engin stjóm hefir unnið meir i hitaveitumálum og fjöl- margt fleira mætti nefna. Kjallarinn IngjaldurTómasson Stóriðjuhatur Ef menn lifa svokölluðu „menn- ingarlifi” og hafa „mannsæmandi” laun, er forsenda þess að nokkur tæknivædd stóriðja sé fyrir hendi, því reynslan er, að hún gefur mestan arð, bæði þeim sem við hana vinna og þjóðinni sem heild. Það eru vægast sagt skrítnir fuglar sem stöðugt fjand- skapast gegn stóriðju, en heimta samt hæstu laun sem smárekstur getur ekki staðið undir. Auðvitað getur smárekstur átt rétt á sér en hann stendur ekki einn undir kröfum nútímans. Ef til vill er stór- iðjuhatursáróðurinn til þess að veikja þjóðfélagið sem mest, svo það verði auðveld bráð fyrir sósialismann að austrænni fyrirmynd. En allir vita að óvíða er önnur eins stóriðja og þunga- iðnaður en þar. í einu blómlegasta landi Rússlands var byggð þrjú hundruð metra há stífla í sambandi við stórvirkjun. En hér á landi er stór hópur fáráðlinga, sem gera allt vitlaust ef reisa á tuttugu metra stiflu i á, sem engum náttúruspjöllum veldur. Áróður sósíalista Eins og ég gat um fyrr, eru orsakir stórsigurs stjómarandstöðuflokkanna margir. Eitt dagblaðanna fullyrðir að Alþýðuflokkurinn hafi virkjað is- lensku poppæskuna sér til stuðnings. Nefna má allt lygavælið um alsæluna á Norðurlöndum og víðar. Þrátt fyrir það að fjölmiðlar segi frá og sýni okkur daglega hina miklu eymd, sem víðast á sér stað erjendis, þá dáir fólk vellygnubjarnana i laúnþegaforust- unni og viðar. Siðast rétt fyrir ‘ kosningar, fullyrti mikilvægasti verka- lýðsforinginn, sem segja má að nú hafi lif þjóðarinnar (útflutninginn) i hendi sinni, að kaup i Svíþjóð væri hundrað prósent hærra en á íslandi. Ég hefi kynnst mörgum sem þar hafa dvalist og hafa þeir allir orðið guðs- fegnir að hverfa heim úr lygasælunni þar. Fyrir kosningar var mikið talað og skrifað um flokksræðið er hefði löngu gengið sér til húðar, en þrátt fyrir það unnu tveir gömlu flokkarnir stórsigur. Þetta virðist benda til þess að þjóðin vilji flokksræðið áfram, þvi ekki er minna flokksvald hjá þeim sem unnu en hinum sem töpuðu. Skólaundirróður Nú er eins og menn séu að vakna og sjái nú að allur hinn mikli trúarlegi og pólitíski áróður, sérstaklega i æðri skólum, hefir nú gefið sigurflokkunum meiri fylgisaukningu en nokkurn tima áður. Segja má að betra sé seint en aldrei, að menn sjái rauða dauðann í skólabákninu, ef það er þá ekki einum of seint. Kennari i fiskiveiðabyggð hafði kennslu í guðleysi. Þetta var kært til kennsluyfirvalda og var þá trúleysistimum hætt, en kennarinn látin sitja áfram. Þessi kennari er nú þingmaður. Mæður sem innrættu börnum sínum kristinfræði og hafa sent þau í framhaldsskólana, þar sem þau hafa fyrir áhrif kennslu og póli tískra félaga innan skólanna kastað að mestu kristinni trú og tekið í hennar stað hina rauðu trú kommúnista, þekkja slikt. Alkunnur er hinn mikli áróður gegn íslendingasögunum og öll sundurtæt- ing biblíusagna, sem kristindómurinn byggist á. Því er jafnvel haldið blákalt áfram að Kristur hafi aldrei verið til, þótt allir viti að ævisaga hans er skrifuð af að minnsta kosti fjórum samstarfsmönnum hans. Eitt hið nýj- asta i áróðri kommnúnista er spilling íslensks máls. Því var til dæmis haldið stíft fram af einu fremsta stórskáldi landsins, að hver maður ætti bara að skrifa eins og honum sjálfum sýndist. Hvernig væri ef allir höguðu sér þannig i umferðinni á götunni og yfir- leitt allri umferð lífsins? Þetta þrennt: Kristin ' tru, íslendingasögur og hreint, ómengað islenskt mál, virðist vera í fremstu röð á niðurrifslista kommúnista, enda eru þetta einar hinar mikilvægustu andlegu undir- stöður sjálfstæðrar islenskrar þjóðar bæði fyrr og síðar. Sigurvegararnir eiga tvímælalaust að taka við Þeir sem unnu kosningar hljóta nú að taka við ogefna stóru loforðin. Þeir byrja auðvitað á þvi að færa hið mikla þýfi sem atvinnurekendur hafa (að þeirra sögn) dregið sér, yfir til laun- þega. Ef til vill láta þeir Bæjarútgerð- ina og Skiptaútgerð rikisins endur- greiða skattborgurum þær miklu fjár- fúlgur, sem þeir hafa verið látnir greiða þessum fyrirtækjum upp i tap- rekstur þeirra. Eða hvernig er ástandið á mörgum fiskistöðum út um landið, þar sem fólkið sjálft og sveitarfélögin eru svo til einu atvinnurekendurnir? Svo setja þessir sigurglöðu menn ef- laust fljótt i gang alislenska iðnaðar- áætlun. Engin hætta á stórum virkj- unum eða stóriðju. Mikið er búið að „diskútera” um perlustein. Heyrst hefur að þrjú eða fleiri fyrirtæki eigi að vinna að þessari framleiðslu og þá eflaust forstjórar, verkstjórar og fram- kvæmdastjórn fyrir hvert. Ég vil að lokum óska næstu ríkis- stjórn alls hins besta og þar með að henni takist að leysa verðbólguvand- ann og reisa islenskan gjaldeyri upp úr þeirri niðurlægingu sem hann er nú i. Því það tel ég eina höfuðorsök þess þjóðfélagsvanda, sem nú er við að etja á flestum sviðum þjóðlífsins. Ingjaldur Tómasson verkamaður Hvers vegna nýsköpunarstjórn? Nú þegar kosningar eru afstaðnar, og framundan er stjórnarmyndun, veltir fólk eðlilega fyrir sér ýmsum hugmyndum í því sambandi. Þrátt fyrir að misjafnar skoðanir séu uppi í því máli, eins og gerist og gengur, þá eru allirsammálanauðsyn þess að við taki stjórn sem í raun og sannleika getur tekist á af fullri ábyrgð við þann mikla vanda sem við blasir. En hvernig samsteypustjórn er lik* legust til þess, miðað við þær stað- reyndir sem við blasa. Orsakir þær sem liggja fyrir þvi að fráfarandi stjórn beið ósigur í síðustu kosningum er öllum kunn, þannig að óþarft er að rekja það I smáatriðum. Hún réö einfaldlega ekki við verðbólg- una, keyrði fjármálin i botn og kórón- aði óskapnaðinn með því, að kenna launafólki um efnahagsvandann og að lokum að rifta svo nýgerðum kjara- samningum við launafólk. Þar með missti hún úr höndunum það litla traust sem ef til vill var eftir hjá laun- þegum, eins og úrslit kosninganna augljóslega bera með sér. Þeirri stjórn sem nú tekur viö er sá vandi á höndum að endurheimta traust fólksins sem glutrað var niður á síðasta kjörtímabili. Það er veigamesta forsendan og undirstaða þess, að á raunhæfan hátt sé hægt að takast á við þann gífurlega efnahagsvanda sem viðbúum við. Þessa forsendu gerir Alþýðuflokkur- inn öðrum fremur sér Ijósa, og þess vegna hefur hann stefnt óhikað og ákveðið á nýsköpunarstjórn. — önnur veigamikil staðreynd er að Al- þýðuflokkurinn er óskiptur i þessari afstöðu sinni. — Innan annarra flokka eru skiptar skoðanir og ágreiningur um stjórnarmyndun. Mín sannfæring er sú, að þeir sem hugleiða vel allar staðreyndir sem fyrir liggja til stjórnarmyndunar og láta heilbrigða skynsemi og þjóðarheill vera ofar pólitískum innbyröis erjum i flokkunum og á milli flokkanna, skilji og viðurkenni þá staðreynd sem að baki liggur hjá Alþýðuflokknum með stefnu hansá nýsköpunarstjórn. Vandinn er það mikill að besti kost- urinn væri aö með fullri þátttöku og sameiginlegri ábyrgð þessara þriggja flokka, sem mestu itökin hafa meðal aðila vinnumarkaðarins, væri hægt að takast á við vandann af festu og ábyrgð og koma á kjarasáttmála, sem er forsenda þess að hægt sé að berjast við verðbólguna. Staðreyndin er á hinn bóginn sú aö Framsóknarflokkurinn hefur mjög lítil ítök í launþegahreyfingunni. — Af þeirri einföldu ástæðu er nýsköpunar- stjórn mun líklegri en vinstri stjórn til að ráða við vandann eins og málin horfa i dag. Friður og sáttmáli við að- ila vinnumarkaðarins er lykillinn að því að hægt sé að minnka verðbólguna og byggja upp heilbrigða efnahags- stefnu til langframa. Efnahagslegu frelsi þjóðarinnar er það mikil hætta búin að það verður að slíðra sverðin — og sameina kraftana i þeim miklu verkefnum sem framundan eru. Það er og hefur verið of mikil til- hneiging til þess og sennilega hafa allir flokkar verið með því marki brenndir — ef þeir biða ósigur í kosningum — að leggjast niður og sleikja sárin með það eitt í huga að nú sé sá leikur bestur í stöðunni að standa utan við ábyrgð- ina. — Sá leikur hljóti að vera vænleg- astur til að auka fylgið á nýjan leik. Þetta held ég þvi miður að sé mörgum ofar i huga á timum ósigurs — heldur Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir en að hugsa um hvað þjóðinni sé fyrir bestu á erfiðleikatímum. En þjóðin á heimtingu á þvi aö i þessum mikla vanda sem hún stendur frammi fyrir verði pólitiskir skollaleikir lagðir á hill- una en í stað þess sameinast um að standa vörð um hagsmuni þjóðarinn- ar. Það veltur þvi á miklu að þeir flokk- ar sem líklegastir eru til að geta i sam- einingu ráðist gegn vandanum veigri sér ekki við ábyrgðinni og leggi á hill- una allar pólitiskar erjur. Það mun þjóðin kunna að meta. Sjálfstæðisflokkurinn er enn, þrátt fyrir fylgistapið, stærsti flokkur þjóð- arinnar — og sem slikur má hann ekki skorast undan að axla þá ábyrgð sem því fylgir. Hann á einnig mikil ítök i verka- lýðshreyfingunni og þá staðreynd hefði Alþýðubandalaginu verið hollt að hafa i huga þegar hann hugleiðir vinstri stjórn — og metur staðreyndir ogþjóðarheill. Alþýðuflokkurinn vann mikinn sig- ur í nýafstöðnum kosningum. Hann mun af fullri ábyrgð og einurð standa undir þeim mikla vanda sem sigrinum fylgir. Hann stefnir á lausn vandamál- anna til frambúðar en ekki plástraðar bráðabirgðaráðstafanir, þar sem allt sækir i sama horfið aðörfáum mánuð- um liðnum. Einmitt með það i huga hefur hann ákveðið stefnt að nýsköpunarstjórn — þeirri stjórn sem likíegust er til að geta tekist á við vandann af festu og ábyrgð. « Stefna hans er skýr og ákveðin — og hann mun hvenær sem er, ef þörf krefur, vera tilbúinn til að leggja hana undir dóm kjósenda á nýjan leik. Jóhanna Siguröardóttir alþingismaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.