Dagblaðið - 17.07.1978, Side 20
20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLl 1978.
þróttir iþróttir íþróttiry íþróttir Iþrót
STAÐANI
1. DEILD
Úrslit leikjai l.deild:
Breiðablik — Akranes 0-3
Fram — Þróttur 1-0
KA-FH 1-0
Valur— Vikingur 3-0
Staðanf l.deild er nó:
Valur 11 11 0 0 32—5 22
Akranes 11 9 1 1 31-10 19
Fram 11 6 1 4 14-13 13
iÍBV 10 4 2 4 14—15 10
Þróttur 11 2 5 4 15-17 9
Vikingur 11 4 1 6 18-22 9
FH 11 2 4 5 17-23 8
KA 11 2 4 5 9-20 8
Keflavik 10 2 3 5 11—16 7
Breiðablik 11 1 1 9 9—29 3
Markhæstu leikmenn eru nú:
Ingi Björn Albertsson Val, 11
Matthías Hallgrfmsson ÍA, 10
Pétur Pétursson í A, 8
Arnór Guðjohnsen Viking, 7
GunnarÖrn Krístjánsson Víking, 7.
STAÐANI
2. DEILD
Úrslit leikja f 2. deild:
KR — Fylkir 4-0
Austri — Ármann 1-1
ísafjörður— Völsungur 4-1
Þór — Reynir 1-1
Þróttur — Haukar 0-2
Staðan i 2. deild er nú:
KR 10 7 2 1 25—3 16
Haukar 10 4 3 3 12 -8 11
Austri 10 4 3 3 8-7 11
Þór 10 4 3 3 9—9 11
Isafjörður 9 4 2 3 13—10 10
Ármann 10 4 1 5 14—15 9
Fylkir 10 4 1 5 10-14 9
Þróttur 10 3 3 4 12—17 9
Reynir 11 3 2 6 10-17 8
Völsungur 10 2 2 6 9-22 6
íþróttir
Metupphæð
í heiminum
fyrir Roberto
Pruzzo
Italir eiga við cfnahagsvandrxði að
strfða en það virðist ekki koma að sök
hjá stærstu og ríkustu félögum Italfu.
Leikmenn þar hafa gengið kaupum og
sölum fyrir svimandi upphæðir og nú
getur gengið f gegn sala Roberto Pruzza
frá Genúa til Roma.
Roma greiðir Genúa 910 milljónir
króna en það er metupphæð f heiminum
fyrír knattspyrnumann. úm tima var
óvfst hvort af sölu Pruzzo gæti orðið
vegna deilna leikmanna f sambandi við
sölufyrírkomulag á Italfu.
Árlega fer fram markaður leikmanna
á Italiu þar sem fulltrúar félaganna
koma saman á fundí og leikmenn ganga
kaupum og sölum — án þess að leik-
menn hafi nokkuð um það að segja hvort
þeir vilji fara, eða hvert þeir fara
Leikmenn fengu fógeta f Mflanó til að
setja lögbann á þessi viðskipti f sfðustu
viku. Kaup og sölur leikmanna lágu þvf
niðri f heila viku á meðan málið fór fyrir
rfkisstjórnina. Á föstudag ákvað stjórnin
að hnekkja úrskurði fógetans f Mflanó
með bráðabirgðalögum. Leikmenn töldu
að þessi markaður værí brot á mannrétt-
indum, vinnumálalöggjöfinni.
Óttazt var að ef bannið stæði mundi
ítalska deildakeppnin ekki geta hafizt á
réttum tfma. En nú virðist svo geta orðið
og Pruzzo fer til Rómar en áður hafði
samizt um verð fyrír hann. Þá er Ifklegt
að Paolo Rossi, stjama Itala á HM, fari
frá Vicenza til Juventus.
mmmamm
Það var hart barizt f leik Vfkings og Vals og ekkert gefið eftir. Hér eiga þeir Dýri I Róbert Agnarsson og Gunnar Guðmundsson. Þeir Gunnar Öm og Grímur Sæmund-
Guðmundsson og Róbert Agnarsson f höggi við þrjá Vfkinga, Adolf Guðmundsson, | sen fylgjast með. DB-mynd Bjarnleifur.
Valsmenn marsera ótrauðirí
átt að íslandsmeistara titli
— sigruðu Víking 3-0 í Laugardal og hafa sigrað í ellefu fyrstu leikjum sínum
arlotur þeirra eru svo beittar, vel útfærð-
ar og snöggar.
Valsmenn náðu forustu þegar á 13.
minútu leiksins er Ingi Björn Albertson
fékk knöttinn fyrir framan mark Vík-
ings, iangt fyrir innan vömina. Hann
þurfti að koma knettinum framhjá Dið-
riki Ólafssyni markverði og það tókst
honum, þó Diðrik væri nálægt að verja.
Þarna var mikil rangstöðulykt. Víkingar
hættu, vildu eðlilega fá dæmda rang-
stöðu — mikil mistök dómara og línu-
varðar þar — svo augljóslega var Ingi
Bjöm fyrir innan vörn Víkings.
Þegar á næstu mínútu skoruðu Vals-
menn, og nú upp úr homspyrnu, sem
Albert Guðmundsson tók. Ingi Björn
Albertsson, illa dekkaður, skaut að
markinu. Diðrik Ólafsson varði skot
hans, knötturinn féll fyrir fætur Dýra
Guðmundssonar, sem skoraði af stuttu
færi, 2—0, og aðeins tæplega stundar-
fjórðungur af leik.
Valsmenn réðu lögum og lofum og
næstu mínútur sóttu þeir mjög. Víking-
ar léku mikla varnartaktík á þessu tíma-
bili, gáfu eftir miðjuna, og þeir Magnús
Þorvaldsson, Ragnar Gislason og Ró-
bert Agnarson elstu framherja Vals.
Síðan léku þeir Adolf Guðmundsson og
Gunnar Guðmundsson „sweeper”. Þessi
leikaðferð mistókst hrapallega. Á fyrsta
hálftíma leiksins virtist sem Valsmenn
ætluðu að kafsigla Vikinga en mörkin
létu á sér standa. Leikurinn jafnaðist,
vikingar fóru að sækja. Á 26. minútu
gaf Óskar Tómasson vel fyrir mark Vals.
Þar skauzt Amór Guðjohnsen fram og
skallaði knöttinn með tilþrifum en
naumlega framhjá.
Staðan i leikhléi var 2—0 — og Vik-
ingar byrjuðu síðari hálfleik af miklum
krafti. Þeir sóttu mjög, réðu um gang
leiksins. Á 3. minútu munaði litlu að
Valsmenn skoruðu sjálfsmark en Sævar
Jónsson skallaði að eigin marki en Sig-
urður Haraldsson bjargaði vel í horn.
Valsmenn tóku Jón Einarsson út af. og
settu Magnús Bergs inná, styrktu vörn
sina. Arnór Guðjohnsen komst einn í
gegn, virtist ætla að ná að leika á Sigurð
Haraldsson en á siðasta augnabliki góm-
aði Sigurður knöttinn af tám hins unga
Vikings. Vikingar voru hættulegir og
þeir settu Hannes Lárusson inná fyrir
Ragnar Gíslason, framherja í stað vam-
armanns, i von um að ná að knýja fram
mark, eða mörk. Vöm Vals var sterk og
Sigurður Haraldsson var góður i mark-
inu.
Og það var Valsmanna að skora. Á
27. mínútu áttu þeir Róbert Agnarsson
og Guðmundur Þorbjömsson i návigi,
Guðmundur sá við Róbert sem missti af
knettinum og Valsmenn bmnuðu upp,
þrir gegn tveimur. Guðmundur renndi
knettinum í eyðu til Alberts Guðmunds-
sonar, sem skoraði af öryggi, 3—0. Eftir
þetta mark var mesti móðurinn af Vík-
ingum. Á 40. minútu varði Diðrik tvi-
vegis meistaralega frá Atla Eðvaldssyni.
Hinum megin komust Víkingar upp,
þeir voru fimm gegn aðeins tveimur
Valsmönnum en Hannes Lárusson hélt
knettinum of lengi. Valsmenn björguðu
i horn. Svipað atvik hafði raunar komið
fyrir áður — þá 3—3 en Vikingar náðu
ekki að notfæra sér það.
Sigur Vals var því í höfn, ellefti sigur
Valsmanna i röð og fáum blandast hug-
ur um hvaða lið sé sterkast nú — Vals-
menn hafa leikið þrjá stórleiki i röð eftir
sigurinn gegn Akranesi. Virðist hafa
losnað um leikmenn. Guðmundur Þor-
björnsson sivinnandi i sókninni, óeigin-
gjarn. Atli Eðvaldsson og Albert Guð-
mundsson góðir á miðjunni ásamt Herði
og vörninni stjórnaði Dýri Guðmunds-
son.
Hlutskipti Vikinga i sumar er að forð-
ast fall. Þeir töpuðu sínum fjórða leik i
röð en léku oft skinandi vel gegn Val.
Bara að þeir gætu leikið eins vel saman
gegn „veikari" liðum og þeir gera gegn
sterkari — þá væru þeir með fleiri stig.
Kjartan Ólafsson dæmdi leikinn —
hann hafði góða yfirferð og mestan
hluta leiksins dæmdi hann vel þó mistök
hans rýri dómgæzlu hans.
H.Halls.
Valsmenn marsera stöðugt að meist-
aratign i ár. I Laugardalnum sigruðu
Valsmenn lið Vtkings i gærkvöldi 3—0 i
1. deild Islandsmótsins og hafa þvi unnið
ellefu leiki i röð. Það er met útaf fyrír sig
— 11 sigurleikir en er KR varð tslands-
meistari 1959 vann það alla leiki sína,
10. Ekkert virðist nú geta stöðvað Vals-
menn i samfelldri sigurgöngu þeirra.
Raunar er erfitt að sjá hvaða lið hefur
getu til að ná stigi af Val, já, Valsmenn
stefna á meistaratign i ár.
Valsmenn voru hinir öruggu sigurveg-
arar i Laugardalnum í gærkvöldi en töl-
urnar gefa þó engan veginn rétta mynd
af leiknum. Víkingar sóttu fullt eins
mikið og Valsmenn, sköpuðu sér ágæt
tækifæri og hefðu auðveldlega getað
skorað 2-3 mörk — en Valsmenn hafa
eitt umfram öll önnur islenzk lið. Sókn-
Róbert Agnarsson fékk slæman skurð á enni en lét það ekki á sig fá. Miðvörðurinn
ungi kom til slðari hálfleiks reifaöur og vigalegur. — DB-mynd Bjarnlcifur.