Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.07.1978, Qupperneq 21

Dagblaðið - 17.07.1978, Qupperneq 21
■ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ1978. Iþróttir iþróttir iþróttir Iþróttir Sigur Nicklaus í Skotlandi — „gullbjörninn” Jack Nicklaus sigraði í opna brezka meistaramótinu í golfi Bandarikjamaðurínn Jack Nicklaus sigraði á laugardag í opna brezka meistaramótinu. Hann fór siðustu um- ferðina á 69 höggum — alls fór hann þvi holurnar 72 á 281 höggi, sjö undir pari. Jack Nicklaus vann þvi sinn fyrsta AllanWells náði beztum tíma í Evrópu í lOOmíár Skotinn Allan Wells náði beztum tima i 100 metra hlaupi í Evrópu i ár er hann sigraði á brezka meistaramótinu i Edin- borg. Wells hljóp á 10.15 en annar varð Peter Radford á 10.29. Það sem vakti hvað mesta athygli í Edinborg var ósigur Evrópumeistarans i 5000 metra hlaupi, Brendan Foster. Aðeins viku fyrir samveldisleikana í Kanada varð Foseter að láta í minni pokann fyrir Mike McLeod, eftir mikinn endasprett McLeod. McLeod vann á 13:25.20 og hann varð þar með fyrsti Bretinn til að sigra Brendan Foster i 5000 metra hlaupi í átta ár. Tími McLeod var bezti tími Breta i ár. Allan Wells sigraði einnig i 200 metra hlaupi á 20.70. Sebastian Coe sigraði örugglega í 800 metra hlaupi en sigurinn var dæmdur af honum þar sem hann fór of snemma af braut sinni. Sigurinn var dæmdur Peter Hoffmann er hljóp á 1:48.30. Það vakti athygli á meistara- mótinu að Colin Sutherland, kringlu- kastarinn sem nýlega var meinuð þátt- taka i keppni vegna þess að hann hafði neitað að fara i „dóp-prufu”, mætti i Edinborg. Hann byrjaði að hita upp en var beðinn að fara, hvað hann gerði. Hann sagðist hafa verið að mótmæla banninu. „stóra” titil i þrjú ár en undanfarin þrjú ár hafa verið fremur mögur, á hans visu. Jack Nicklaus fór fyrstu umferðina á 71 höggi, aðra á 72 höggum og fáir gáfu honum þá mikia möguleika. En Nick- laus fór síðan þriðju umferðina á 69 höggum og hann var kominn meðal fremstu. Simon Owen frá Ástralíu var í miklu stuði lengi framan af. Hann fór þriðju umferð á 67 og á 15. holu fór hann sitt fimmta „birdie” í röð. Báðir áttu góð upphafshögg á 16. holu i sið- ustu umferð. Nicklaus fór inná „green- ið" í öðru höggi sínu, aðeins um tvo metra frá holunni. En Owen mistókst hrapallega i sínu næsta, högg hans fór fram fyrir „greenið” og á teiginn á 17. holu. Nicklaus „púttaði” — fór á þremur höggum en Owen á fimm höggum. Nicklaus fór 17. holu á þremur, Owen lenti i vandræðum. Fór yfir „greenið" með annað högg sitt, þriðja högg hans kom kúlunni inn á „green”, sex nietra frá holunni. Honum mistókst púttið og sigur Nicklaus var i höfn — báðir fóru 18. holuna á pari. Það kváðu við mikil fagnaðarlæti er Nicklaussetti kúluna niðurá 18. holu — sigur Nicklaus var í höfn. Röðefstu manna varð: 1. J. Nicklaus, USA281-71,72,69,69 2. -5. Simon Owen, Ástralíu 283-70,75,67,71 2.-5. Tom Kite, USA 283-72,69,72,70 2.-5. Ben Crenshaw, USA 283—70,69,73,71 2.-5. Ray Floyd, USA 283— 69,75,71,68 6. Peter Osterhouis, England 284— 72,70,69,73 7. -11. Nick Faldo, England 285— 71,72, 70,72 7.-11. Bob Shearer, Ástralíu 285—71,69,74,71 7.-11. Isao Aoki, Japan 285—68,71,73,73 7.-11. John Schröder, USA 285-74,69,70,72 BJORN B0RG KOM SVÍUM í ÚRSUT — B-riðils Evrópu í Davis-keppninni Svtinn Björn Borg kom Srium áfram I úrstit B-riðils I tennis I Davis-keppninni. Sviar sigruðu Spánverja 3—2 i Bostad i Sviþjóð. Þegar aðeins einn leikur var eftir var staðan 2—2 — og Björn Borg mætti Jose Higueras. Borg vann i þrem- ur lotum, 3—0,6—1,6—4,6—2. Sigur Svians unga, sem á dögunum vann sinn þriðja Wimbledon sigur í röð, var sannfærandi en hann þurfti þó fyrir sigrinum að hafa. Fyrir leik Borg og Hugueras hafði fremsti leikmaður Spán- verja, Manuel Orantes, sigrað Kjell Johanson 6—4, 6—4, 7—5 og jafnað leikinn, 2—2. „Björn Borg er bæði andlega og lík- amlega uppgefinn. Hann hefur leikið 25 leiki á tveimur mánuðum og má ekki um tennis hugsa,” sagði þjálfari Borg, Lenn- art Bergelin. En engin hvild er framund- an hjá Birni Borg — á morgun hefst sænska meistaramótið og þar er Borg talinn sigurstranglegastur. Svíar hafa einu sinni sigrað í Davis- bikarnum. Það var 1976 og þá vann Borg titilinn nánast upp á eigin spýtur. Sviar mæta Ungverjum i úrslitum B- riðils Evrópu. Ungverjar sigruðu itali, 3—2. Óvænt úrslit því ftalir eiga góðum tennisleikurum á að skipa. i A-riðli eru Bretar í úrslitum. Þeir sigruðu Frakka 3—2 i Paris. Ódýrir en góðir æfinga- skór Litur: Blátt m/tveim hvítum röndum. Stærðir 27-33 kr. 3.100.- Stærðir 34-39 kr. 3.200.- Stærðir 40-45 kr. 3.495.- PÓSTSENDUM Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstig 44. — Simi 11783. „Gullbjörninn” Jack Nicklaus sýnir íslenzkum áhorfendum sveiflu og fylgzt er með af athygli. Hann sigraði á opna brezkameistaramótinu. Þeir Mike Cahill, Ástralíu, Orville Moody, USA og Dale Hayes, Ástraliu, fóru á 286 höggum. Mark Hayes, USA, Masahashi Ozaki, Japan, og meistarinn frá i fyrra, Tom Watson, fóru á 287. Watson gerði út um möguleika sína á sigri er hann á fyrstu niu holunum i síðustu umferð fór fjórum sinnum á einu yfir pari — síðustu umferðina á 76. Annar sem fór illa að ráði sinu var Spán- verjinn ungi, Severino Ballesteros — hann fór þriðju umferð á 76 og hina síðustu á 73 höggum. "HafiÖ þið heyrt um hjónin sem mátuöu húsiö sitt með HRAUNI fýrh 12 ánun, 03 ætla nú að endutmála þaö t sumat bara til aö bteyta um Ht.” Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum,og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAUM málning'f Island ífimmtasæti íDanmörku ísland hafnaði I fimmta sæti á Norður- ! landamóti drengja I Danmörku. t gær | sigruðu tslendingar Finna 2-1 I baráttu I um fimmta sætið. Sigurjón Kristjánsson ! Breiðabtik og Valur Valsson, FH, i skoruðu mörk tslands. V-Þjóðverjar sigruðu I keppninni, sigruðu Svfa á vltaspymukeppni. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 3-3 — og V-Þjóðverjar sigruðu í vitaspyrnu- keppni, 3-1. Norðmenn höfnuðu I þriðja sæti, sigruðu Dani 1-0. Raunar má segja að tslendingar hafi verið óheppnir að leika ekki um þríðja sætið, þvi drengirnir yfirspiluðu Dani en jafntefli varð, 1-1. Rivelino til Saudi-Arabíu Roberto Rivetino, þekktasti leik- maður Brasiliu nú, mun á miðvikudag fljúga til Saudi-Arabiu og lita á aðstæður Helal Riyadh. Miktir peningar eru knattspyrnu Saudi-Arabiu og hefur Helal Riyadh samþykkt að borga um 300 milljónir króna fyrir hinn 32 ára gamla Brasiliumann. Fyrr I þessum mánuði fór prins Khalid Bin Yazeed til Brasiliu beinlinis til að ræða við Rivelino um hugsanlegan samn- ing hans við félagið. Rivetino mun lita á aðstæður og síðan ákveða sig. Fyrir skömmu ákvað Sviinn Thomas Sjöberg að fara til Saudi-Arabfu og leika þar i 8 mánuði — fyrir það fær Sjöberg, sem skoraði eina mark Svfa á HM, gegn Brasiliu, um 60 milljónir króna. „Ég værí kjáni ef ég hafhaði þessu boði,” sagði Sjöberg. Öster missti stigíVaxjö Öster, tið Teits Þórðarsonar i Svi- þjóð, varð að gera sér að góðu jafntefli gegn Landskrona i Vaxjö, heimavelli öster f gær. Látlaus sókn öster allan leikinn gaf ekki mörk — leikmenn fengu mörg tækifærí er ekki nýttust. Meistárar Malmö eru þvi með þriggja stiga forustu eftir nfu umferðir — hafa hlotið 17 stig gegn 14 stigum Öster, sem er i öðru sæti. Malmö sigraði Advita- berg, 1-0, um helgina. Sænski leikmaðurínn Thomas | Sjöberg fór til Saudi-Arabiu f vikunni og leikur þar i 8 mánuði. Fyrír þetta tímabil fær Sjöberg um 60 milljónir króna. „Ég væri vitlaus ef ég hafnaði þessu,” sagði Sjöberg en hann leikur með meisturum FF Malmö. Reutemann sigraði á Englandi Carlos Reutemann frá Argentinu sigraði f brezka grand-prix kappakstrin- um, sem fór fram i Brands Hatch á Englandi i gær. Reutemann sigraði eftir mikið einvigi við Nicki Lauda. Reutemann byrjaði vel i vor, sigraði í ameríska og brasiliska grand-prix en dalaði og tókst ekki að verða meðal sex efstu í síðustu þremur keppnum. Hann náði að aka framúr Nicki Lauda, heims- meistaranum, á 60. hring og þrátt fyrir að Austurríkismaðurinn reyndi hvað hann kunni til að ná forustinni aftur tókst það ekki og Reutemann sigraði eftir æðislega baráttu. Þeir Mario Andretti og Ronnie Peter- son, sem hafa verið svo sigursælir á Lotusbílum sínum, urðu báðir að hætta keppni vegna bilana. Þriðji á Englandi varð írinn John Watson, fjórði Patrick Depailler. Staða efstu manna i barátt- unni um heimsmeistaratitilinn er: 1. Mario Andretti, USA 45 2. Ronnie Peterson, Svíþjóð 36 3. Nicki Lauda, Austurriki 31 4. Carlos Reutemann, Argent. 31 5. P. Depailler, Frakklandi 26 6. John Watson, N-írlandi 16 Bretinn James Hunt varð að hætta keppni, fór út af, en hann hefur átt lítilli velgengni að fagna, er aðeins með 8 stig. BSSBBB

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.