Dagblaðið - 17.07.1978, Side 22

Dagblaðið - 17.07.1978, Side 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1978. I íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Matthias HaUgrtmsson sækir að Sveini Skúlasyni en Sveinn hafði þar betur. DB-mynd Hörður Vilhjilmsson. Skagamenn þokuðu Blik- unum feti nær 2. deild — með 3-0 sigri í Kðpavogi á laugardag í 1. deild Meistarar í A staðfestu enn það djúp, sem er milii efstu og neðstu liða 1. deild- ar er þeir sigruðu Breiðablik, 3—0 i KópavogL Vonir BUkanna um að forðast faU i 2. deild, eftir sigurinn á Akureyrí, minnkuðu mjög með ósigrinum gegn Skagamönnum. Þrátt fyrir að BreiðabUk léki einn sinn bezta leik I sumar, fyrri hálfleik sér i lagi, þá höfðu Skagamenn ávallt undirtökin og sigur þeirra var sanngjarn. Það var þó ekki fyrr á 25. minútu síð- Jafntefli á Eskifirði Austri og Ármann mættust á Eskifirði i 2. deild Íslandsmótsins i gær. Jafntefli varð, 1-1. Austri sótti stift i fyrri hálfleik en Vikingurinn Sigurður Gunnarsson skoraði fljótlega fyrir heimamenn. Raunar átti Austri að bæta við mörk- um og Sigurður Gunnarsson fór illa með tækifæri. En í siðari hálfleik sótti Ár- mann meir og þeim tókst fljótlega að jafna, 1-1. Þar við sat, jafntefli og bæði lið geta vel við unað. -VS ÍBÍ vann Völsung Ísflrðingar blanda sér nú af alvöru i baráttuna um sæti f 1. deild, með góðum sigri, 4-1 á Völsung á föstudagskvöldið- Hafa Ísflrðingar nú tapað fæstum stigum f 2. deild, fyrir utan KR. Þeir Jón Odds- son, 2, og Kristinn Pétursson skoruðu | mörk ísflrðinga gegn Völsung. ari hálfleiks að Skagamenn náðu for- ustu. Karl Þórðarson tók homspymu, varnarmenn Breiðabliks náðu ekki að hreinsa nógu vel — knötturinn féll fyrir fætur Áma Sveinssonar, fyrir utan vita- teig. Ámi skaut þrumuskoti, Sveinn Skúlason hálfvarði, knötturinn féll fyrir fætur Matthíasar Hallgrimssonar en af honum i þverslá. Þaðan hrökk knöttur- inn til Kristins Björnssonar, sem skoraði með skalla af stuttu færi, 0-1. Þar með höfðu Skagamenn náð for- ustu og eftir það aðeins spurning um hve mörg mörk Skagamenn skomðu. Það kom á 38. mínútu. Enn tók Karl Þórðar- son hornspymu, sendi á Jón Alfreðsson á stöngina nær — Jón hafði tima til að snúa sér og sendi knöttinn fyrir. Þar var fyrir Andrés Ólafsson, nýkominn inná og Andrés skoraði með sinni fyrstu spyrnu — skallaöi knöttinn i netið af stuttu færi, 0—2. Síðasta orð Skagamanna átti Pétur Pétursson, á síðustu mínútu leiksins. Enn tók Karl Þórðarson homspymu, sendi vel fyrir og þar stökk Pétur Péturs- son hæst, skallaði knöttinn i netið — 0—3 og öll mörk Skagamanna skomð með skalla. Það var raunar réttlæti að Pétur skoraði — hann hafði verið óheppinn upp við markið og hefði með heppni getaö skorað 2—3 mörk. Skagamenn réðu lögum og lofum í síð- ari hálfleik og munur liðanna kom þá berlega í ljós. Leikurinn var hins vegar jafnari i fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Skagamenn hefði undirtökin fengu Blik- amir engu að síöur góö tækifæri — voru raunar óheppnir. Á 28. minútu fékk Þór Hreiðarsson góða sendingu inn I vítateig Skagamanna, alveg óvaldaður. Þór hafði nægan tíma, þurfti einungis að glima við Jón Þorbjömsson — og vissulega virtist Þór gera allt rétt, eða þar til skot hans hafnaði i stöng. Óheppinn þar og Skaga- menn sluppu með skrekkinn. Á siðustu minútu fyrri hálfleiks var aftur hætta á ferðum við mark Skaga- manna er Sigurður Halldórsson náði ekki að stýra knettinum I markið og ágætt tækifæri rann út I sandinn. En sigur Skagamanna var verðskuldaður og Blikarnir því skrefi nær 2. deild. Þrátt fyrir það, að Blikamir væm sigr- aði, og það með þremur mörkum þá náðu þeir oft að sýna góðan leik i fyrri hálfleik. Þór Hreiðarsson var þá bezti maöur liðsins og eins Einar Þórhallsson, sem var traustur i vöminni. Sveinn Skúlason varði vel fast skot úr vítateign- um frá Matthíasi Hallgrimssyni og hann verður ekki sakaöur um mörkin. Fram- linan er máttlaus, þar eru ungir leik- menn, sem enn hafa ekki öðlazt nauð- synlega reynslu. Það stefnir þvi í 2ra deild — ekkert nema kraftaverk og það stórt getur komið i veg fyrir það. Skagamenn unnu sinn niunda sigur i 1. deild. Karl Þórðarson og Jón Alfreðs- son réðu miðju vallarins og i sókninni var Pétur Pétursson ávallt hættulegur. Hið sama gilti um Matthias Hallgrims- son, markakóng Skagamanna. Hann átti tvö góð skot, og í bæði skiptin var Sveinn Skúlason á réttum stað. Þaö kom því á óvart er George Kirby kippti Matta útaf, og það eftir að hann hafði rétt áður leikið laglega á vamarmann, brunað inní vítateig Blikanna og skotið föstu skoti sem Sveinn Skúlason varði vel. Matthias var greinilega ekki ánægð- ur með ákvörðun Kirbys og strunsaði í bað. En skiptingin bar árangur, Andrés Ólafsson skoraöi með sinni fyrstu spyrnu, skallaði knöttinn í netið. Leikinn dæmdi Róbert Jónsson og gerði hann hlutverki sínu góð skil. H.Halls. KA hlaut bæði stigin gegn FH — áAkureyri, 1-0. Jóhannes Atlasongerði miklar breytingará liðinu ogþað gaf góða raun KA vann þýðingarmikinn sigur á FH i 1. deild tslandsmótsins i knattspyrnu á Akureyri, 1-0. Fyrir leikinn var KA i næstneðsta sæti, með aðeins sex stig svo það var barátta upp á lff og dauða fyrir KA. Og leikmenn náðu einum sinum bezta leik i sumar. Jóhannes Atlason, þjálfari KA, gerði þrjár breytingar á Uði KA, setti inn þrjá unga leikmenn i stað Jóhanns Jakobssonar, Sigbjöms Gunn- arssonar og Ármanns Sverrissonar — það gekk upp hjá KA. NýUðarnir bórðust af krafti, svo og allt Uðið. Allt annar bragur á Uði KA, og boðar væntanlega betri tið fyrir liðið. Leikur KA og FH var leikur hinna glötuðu marktækifæra, sér í lagi voru leikmenn KA iðulega nærri að skora. Þegar á 4. minútu var Óskar Ingi- mundarson i góöu færi, skaut góöu skoti en Þorvaldur Þórsson, markvörður FH, varði vel. Óskar var aftur á ferðinni á 15. minútu en aftur varði Þorvaldur vel. Skömmu siðar skall hurð nærri hælum við mark KA en tókst að hreinsa. Bezta tækifæri leiksins kom á 22. minútu er Gunnar Blöndal komst einn i gegn, lék á Þorvald og markið blasti við en á hreint ótrúlegan hátt tókst Gunnari að skjóta framhjá. Á 30. mínútu átti Ólafur Dani- valsson skot i þverslá. Hann hugðist senda fyrir, að því er Þorbergur Atlason hélt svo greinilega, hljóp út í teig, en boltinn skrúfaði sig að markinu og i þverslána. Elmar Geirsson komst tvíveg- is i góð færi en tókst ekki að nýta þau og á 40. minútu átti Óskar hörkuskot er strauk þverslá. Sannarlega viðburða- rikur hálfleikur, leikur hinna glötuðu marktækifæra. KA byrjaði síðari hálfleik af krafti og sótti stift mestan hluta leiksins er eftir var. Á 17. mínútu small knötturinn í þverslá marks FH eftir skot Ólafs Har- aldssonar og aðeins minútu siðar náði KA loks að skora. Gunnar Gunnarsson tók hornspymu, sendi á kollinn á Óskari, sem skallaði að marki FH. Þar var fyrir Gunnar Blöndal, er skallaði áfram — fast og í netinu hafnaði knött- urinn. Næstu mínútur drógu leikmenn KA sig nokkuð aftur en sókn FH fjaraði út og KA tók siðan öll völd. Því sigur KA, sanngjarn sigur er færir liðinu ferskar vonir um betri tið. Leik- menn börðust mjög vel, unnu vel saman. Ólafur Danivalsson bar af í liði FH, Janus Guðlaugsson var óvenju- daufur, enda i strangri gæzlu. Rafn Hjaltalín dæmdi leikinn og áhorfendur voru um 600. - SLA. Dómarinn kom ekki til Eyja og fresta varð leik ÍBV og ÍBK í 1. deild Sérkennilegt mál kom upp i sambandi viö fyrirhugaðan lelk ÍBV og ÍBK í 1. deild um helgina. Fjöldi áhorfenda var mættur á tilskildum tima klukkan átta á grasvellinum i Eyjum á laugardagskvöld- iö. Veöur var hiö ákjósanlegasta, völlur- inn iðjagrænn. Einungis beðið eftir flautu dómarans. En aöeins annað liöiö mætti til leiks — og engir dómarar. Að sögn Húnboga Þorkelssonar, knattspyrnuráðsmanns i Eyjum, höfðu Vængir lofað flugi kl. 16.45 með lið ÍBK til Eyja en þegar til átti að taka var vélin fyrir norðan og kom þaöan loks kl. 19.30. Þá voru flugskilyrði orðin erfið til Eyja og því nauðsynlegt að fljúga blind- flug. Ekki reyndist tiltækur maður með réttindi og varð þvi að ná i hann út í bæ. Keflvikingar komust þó i loftið um siðirog lentu i Eyjum kl. 21. En ekki var öU sagan sögð enn — þvi miður. Því nú var komið að þætti dóm- ara leiksins, Eysteins Guðmundssonar og hans manna. Þeir voru tilbúnir með sina vél á sama tima og Keflvíkingar, kl. 16.45. En er dómararnir fréttu af óför- um þeirra ákváðu þeir að biða einnig. BLÖNDUÓS SAUÐÁRKRÓKUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRh SNYRTIVÖRUKYNNING Fegrunarsérfræóingur okkar kynnir hinar vinsœlu Phyris snyrtivörur og leiðbeinir um meðhöndlun húðarinnar. Blönduós þriðjudagl8.júlí Sauðárkrókur miðvikudag 19. júlí fimmtudag 20. júlí Apótek Blönduóss Sauðúrkróks Ap- ótek Siglufjarðar Apó- tek Vörusalan s/f Siglufjörður Akureyri fostudag 21.júlí Phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma ogjurtaseyða. Phyris fyrir allar húðgerðir. Fegrun úr blómum ogjurtum. Svanborg Daníelsdóttir fegrunarsérfrœðingur. PHYRIS Umboðið. Þeir biðu einmitt nógu lengi, eða þar til orðið var ófært fyrir þeirra vél. Ekki reyndist unnt að útvega aðra fyrr en aUt- of seint. Keflvikingar, sem dvalið höfðu í hinni ágætu flugstöð í Eyjum, sem þjón- að hefur svo vel frá því á striðsárunum, flugu því um tíu-leytið án þess að tapa stigi en sjálfsagt um 100 þúsund krónum fátækari. Flogið var áætlunarflug Flugfélags Is- lands. — Þar stóðust aUar áætlanir aUan daginn — aUt er málið hið furðulegasta. FÓV. StórsigurKR KR heldur áfram sigurgöngu sinni i 2. deild tslandsmótsins f knattspyrnu. Á föstudagskvöldið vann KR öruggan sigur á Fylki, 4-0 i Laugardal. Birgir Guðjóns- son, Vilhelm Fredriksen, Stefán Örn Sigurðsson og Sigurður Indriðason skoruöu mörk KR. skildu jöf n Þór og Reynir Sandgerði sklldu jöfn, 1—1 I 2. deild íslandsmótsins á föstu- dag. Sanngjörn úrsUt en leikmenn Þórs náðu sér aldrei á strik og Reynir var ivið sterkari. Hjörtur Jóhannsson náði forustu fyrir Reyni á 19. minútu en Óskar Gunnars- son jafnaði fyrir Þór á 25. minútu. Þar við sat, jafntefli — 1—1. StA. Haukarunnu Haukar sigruðu Þrótt 2-0 i Neskaup- stað á laugardag. Þar með bundu Haukar enda á sigurgöngu Þróttar, en þeir höfðu fengið sjö stig úr fjórum sið- ustu leikjum sinum. Haukar skoruðu fyrra mark sitt um miðjan fyrri hálfleik og bættu við öðru marki undir lokin. Þróttarar voru meir með knöttinn, spiluðu iðulega ágætlega en er að marki Hauka kom fjöruðu sóknir þeirra út. Haukar voru mun hættulegri við mark andstæðinganna — og þar skildi, 2-0. . VS

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.