Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 24

Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1978. Lúövik Jösepsson ræðir við blaðamann DB i Þörshamri sl. föstudag. MEÐ RÉTTRIBEIT1NGU FJÁRMAGNS ER HÆGT AÐ AUKA TEKJUR í ÞÝÐ- INGARMESTU ATVINNUVEGUNUM — segir Lúðvík Jósepsson „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstaeðisflokks hefur skilið við at- vinnulífið í strandi. Hún hefur fylgt al- rangri stefnu í efnahagsmálum. það verður að snúa við blaðinu og taka upp gerbreytt vinnubrögð,” sagði | Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, er Dagblaðið ræddi við hann um ástand og horfur í efnahags- málum og tillögur Alþýðubandaiags- ins til úrlausnar. Þarf 16% gengisfellingu? Lúðvík sagði að upplýst hefði verið að frystiiðnaðurinn gengi nú á slíkum bráðabirgðaráðstöfunum að hann þyrfti að fá 11 % ofan á sjálft útflutn- ingsverðið greitt úrVerðjöfnunarsjóði. Um er að ræða 5500—6000 milljónir króna. til frystihúsanna verður að hækka verð á erlendum gjaldeyri um 15— 16%. Skriða verðhækkana á leiðinni? Samkvæmt spám frá hagstofu og þjóðhagsstofnun er skriða verðhækk- ana á leiðinni, sagði Lúðvík. Ef miðað er við að „kaupránslögin ” séu i gildi hækkar framfærsluvisitalan um 9— 10% hinn 1. september. Næsta skriða á eftir kemur svo 1. desember að öllu óbreyttu. Þá hækkar framfærsluvísi- talan um 6—7% lágmark. Sú hækkun er bein afleiðing af fyrri hækkun. Samkvæmt fyrirliggjandi útreikn- ingum hækkar framfærsluvisitalan um 50% frá 1. ágúst 1977 til 1. ágúst Skuld við Seðlabankann Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann var í lok júni 25,6 milljarðar. Aukning á fyrstu mánuðum þessa árs er 11,1 milljarður. Skuld landsins út á við er orðin 180 milljarðar alls. Viðskiptajöfnuður við útlönd hefur farið hraðversnandi og í lok maí hafði hann versnað um 5450 milljónir. 1 fyrra batnaði hann aftur á móti um 2590 milljónir. Gjaldeyrisstaðan hefur einnig farið hraðversnandi og í gjaldeyrisvarasjóði eru nú 1900 milljónir króna, sem duga varla nema í nokkra daga. Alröng efnahagsstefna En hvers vegna er ástandið svona bágborið? Lúðvik Jósepsson telur að höfuðorsökin sé alröng efnahagsstefna öllum vanda hefur verið mætt með gengislækkunum, segir Lúðvík, nýjum sköttum og viðbótarsköttum. Kaup- hækkunum verið hrint út í verðlag, vextir hækkaðir o.s.frv. Hér þarf að taka málin öðrum tökum. Og á það er vert að benda að þrátt fyrir slæma stöðu atvinnuveg- anna og viðskilnað ríkisstjórnarinnar verður ekki um það deilt að þjóðar- framleiðsla hefur farið vaxandi, verð á útflutningsvörum er það bezta sem við höfum haft og öll skilyrði eru fyrir já- kvæðri þróun, sagðiLúðvík. Stefna Alþýðubandalagsins „Ég legg þunga áherslu á það að ekki er nein ein leið út úr vandanum, engin ein aðferð sem hægt er að beita. En það þarf að hverfa frá gengislækk- unarstefnunni og hættulegri vaxta- stefnu sem þjarmar að atvinnulífinu,” Alþýðubandalagið vill að verðlag verði fært niður sem nemur um 10%. í því felst að ríkissjóður fellur frá sjö söluskattsstigum. Og til að það sé hægt þarf ríkið að draga úr útgjöldum og afla tekna sem ekki eru beint verð- hækkandi. öll fyrirtæki greiði skatta Fjölmörg atvinnufyrirtæki greiða hvorki tekju- né eignarskatt, segir Lúðvík. Það þarf að breyta skattalög- um þannig að þeir sem sloppið hafa frá skattlagningu komi inn í myndina. Sú 10% niðurfærsla sem við erum að tala um gerir ekki meira en að taka af næstu verðhækkanaskriðu. En það er líka mikilvægt að losna við hana, því þá losnum við líka við skriðuna sem á eftir hefði fylgt. 1 kjölfarið á að lækka vexti allveru- lega, t.d. um 1/3 frá því sem nú er. Slík lækkun mundi i flestum atvinnugrein- um nema i kringum 10% í launakostn- aði. Sparifjáreigendur tapaá verðbólgunni Lúðvík er spurður að því hvort lækkun vaxta komi ekki illa við spari- fjáreigendur. Það er verst fyrir sparifjáreigendur að hringrásin haldi áfram með gengis- lækkun og óðaverðbólgu, segir hann. Sem dæmi má nefna að 15% gengis- felling leiðir af sér niðurskurð á verð- gildi sparifjárs er nemur vöxtum árs- ins. Fyrstu skref in Þessar aðgerðir sem við alþýðu- bandalagsmenn boðum eru aðeins fyrstu skrefin. Á eftir þarf að koma minnkun á yfirbyggingarkostnaði í þjóðfélaginu. Bankakerfið er orðið allt of kostnaðarsamt, eins vátryggingar- og olíudreifingarkerfið. Einnig þarf að taka til rækilegrar endurskoðunar ríkissjóðskerfið sjálft með öllum sínum undirstofnunum. Beita þarf fjármagni rétt Með réttri beitingu fjármagns er hægt að auka tekjur í þýðingarmestu atvinnuvegum okkar, segir Lúðvík Jóseþsson. Það þarf nýja stjórn á fjár- festingum, sem leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni. - GM Ef þessi 11 % eiga að koma út nettó 1978, sem er nýtt met. sem fylgt hafi verið. sagði Lúðvik Jósepsson. HÚSGAGNA SÝNING

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.