Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1978. 25 DAGBLAÐIÐ kynnir nýju þingmennina: „Þetta leggst engan veginn í mig. Það er auðvitað við ýmsa erfiðleika að etja,” sagði Guðmundur Karlsson, ný- kjörinn þingmaður Sjálfstaeðisflokks- ins, er DB hafði samband við hann og spurði hvernig honum litist á þing- mennskuna. „Nei, það liggur ekki fyrir ennþá, hvaða breytingar þetta hefur í för með sér fyrir mig persónu- lega Guðmundur sagði afskipti sín af pólitikinni hafa hafizt heima í Eyjum þar sem hann var formaður félags ungra sjálfstæðismanna og einnig hafi hann setið í bæjarstjórn Vestmanna- eyja. Guðmundur sagði að sín helztu baráttumál á Alþingi kæmu til með að verða sjávarútvegsmálefni og málefni Vestmannaeyja svo og Suðurlandsins alls. Um bjórinn hafði Guðmundur ekki mörg orð: „Ég er á móti honum,” sagði hann. „Orsakanna fyrir tapi Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst að leita í óvinsældum ríkisstjórnarinn- ar. henni tókst ekki stjórn efnahags- „Á móti bjórnum” — segirGuðmundur Karlsson, nýkjörinnþingmaðurSjálfstæðisflokksinsíVestmannaeyjum mála eins og fólk hafði ætlazt til. Áróður stjórnarandstæðinga virðist lika hafa gengið vel í fólk. Það á svo eftir að koma í Ijós, hversu ábyrgur sá áróður hefur verið.” DB spurði Guðmund, hvort hann hefði verið sammála þessum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar. „Það var engan veginn nóg að gert,” sagði hann. „Á þessum tima hafði ég ekki aðstöðu til að taka afstöðu í þessu máli og erfitt er að setja sig inn i það núna hvernig maður hefði brugðizt við. Ljóst er þó að það vantaði betri skýringu á orsök- um og afleiðingum, að hverju var stefnt, hvað verið var að gera.” Um hvað væri helzt til ráða í sjávar- útvegsmálum sagði Guðmundur: „Skapa þarf þessum fyrirtækjum í út- gerð og vinnslu eðlilegan starfsgrund- völl. Til að ná þvi marki þurfa að koma til margslungnar ráðstafanir.” Áhugamál sín sagði Guðmundur vera músík, ferðalög og lestur góðra bóka. — Guðmundur er fæddur I Vestmannaeyjum 9.6. 1936. Hann Guðmundur Karlsson: „Fyrirtækin verða að búa við eðiilegan starfsgrund- völl.” lauk stúdentsprófi frá M.L. 1957 og hefur lengst af siðan starfað við ' ' vinnslustöðina í Eyjum og verið þar framkvæmdastjóri. -GAJ BÍLASALA Seljum í dag: Renault 4TL Renault 4TL Renault 4 Van Renault 4 Van Renault 6 TL Renault 12TL Renault 12L Renault 12TL Renault 12TS Automatic Renault 15TS Renault 16TL Renault 16 TL Renault 20TL BMW320 BMW518 árg. '74, verð 900þús. árg. '77, verð 1.800þús. árg. '75, verð 1.050þás. árg. '77, verð 1.400þás. árg. '71, verð 600þás. árg. '73, verð 1.100 þás. árg. '75, verð 1.800þús. árg. '77, verð 2.600þús. árg. '78, verð 3.400þás. árg. '74, verð 2.200þás. árg. '72, verð l.lOOþus. árg. '73, verð 1.400þús. árg. '77, verð 3.600þás. árg. '76, verð 3.600þús. árg. '77, verð 4.300þás. Getum bœtt viö fleiri bílum á söluskrá. Kristinn Guðnason hf, Suðurlandsbraut 20. Sími 86633. BÍLASALA GUÐFINNS á horni Borgartúns og Nóatúns Sími28255. • Bjartur og rúmgóöur sýningarsalur •MJnUOOiZliiDr.tJ l x ’> .1* .*■' l. ; J " • . . • / -*'• s- ■■-.-' .... • Reyndir sölumenn • Góð bílastæði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.