Dagblaðið - 17.07.1978, Qupperneq 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ1978.
35
t
Þetta er dæmigerö planta sem nauö-
synlegt er að binda upp. Þessi heitir
englahjálmur, er náskyld venusvagni.
Tilþess að blómin verði sem falleg-
ust þurfa þau gott skjól. En það er ekki
auðvelt að skýla þeim fyrir öllum átt-
um enda dugar skjól ekki aUtaf til. Það
er leiðinlegt að verða fyrir því á þeim
tíma sem blómin 'standa i fullumn
skrúða að þau liggi flöt á jöröinni eftir
eina óveðursnótt. Það þarf heldur ekki
einu sinni óveður til, nóg er að blöðin
verði þung af regni.
Blómin þurfa
stuðning
Flest blóm þurfa einhvern stuðning. ‘
Aðeins fáar tegundir eru það sterkar
frá náttúrunnar hendi að þær geti
staðið einar og óstuddar.
En það er ekki sama hvernig blómin
eru bundin upp eða þeim veittur
stuðningur. Það verður að gera það á
þann hátt að sem minnst beri á stöfum
og böndum. Ágæt aðferð er að nota
kvistfallnar greinar sem nóg fellur til
af í eldri görðum. Þeim er stungið
niður í kringum plönturnar sem siðan
vaxa upp og hylja greinarnar.
Bindið jurtirnar
upp áður en það
er orðið um seinan
Ef sUkar stuðningsgreinar eru
ekki fyrir hendi má nota bambusstafi
eða granna lista sem sennilega er hægt
að fá ódýrt á trésmiðaverkstæði. Þeir
eiga að vera hæfilega langir og þeim
stungið niður i kringum plöntuna, þrir
til fjórir stafir við hverja plöntu.
Þannig hylur hún þá með blaflveXk
sinum.
Ekki herðaoffast
að plöntunni
Þegar plantan hefur náð þeirri hæð
að hætta sé á að greinar hennar leggist
út af er þrætt band i kringum hana og
bundið við stafina. Bandið má þó ekki
herða meira en svo að það rétt veiti
stuðning. Það má alls ekki kremja
toppinn saman. Fleiri böndum er
síðan bætt við eftir því sem jurtin vex.
Einstaka jurtir hafa fáa en nokkuð
stífa stöngla sem vilja þó brotna niður
við jörð. Bezt er að láta staf við hvern
stöngul og binda við jafnóðum og þeir
vaxa.
Ekki er gott að láta niður eina spýtu
og binda plöntuna siðan við hana.
Plöntunpi hættir þá við að dingla í
bandinu og í flestum tilfellum brotnar
hún um bandið. Það þrengir einnig of
mikið að jurtinni svo hún fær ekki
notið sín.
Bindið alltaf upp timanlega, en
bíðið ekki þangað til rokið kemur því
þá er það oftast of seint. Það er alltaf
betra að fyrirbyggja óhöppin heldur en
að bæta úr skaðanum.
Trén eru viðkvæim
Eitt er það sem tíðum yfirsést, en
það eru bönd og stafir sem notuð eru
Þarna sést hvernig bambusstöng hefur
verið komið lyrir eftir kúnstarinnar
reglum á milli blaða jurtarinnar og
síðan eru stönglarnir bundnir við
prikið. Svona gera garðyrkjusér-
fræðingarnir i Grasgarðinum i
Laugardal. — DB-myndir Hörður VU-
hjálmsson.
við uppbindingu ungra trjáa.
Þegar trjástofninn eða greinin
gildnar skerst bandið stundum inn í
börkinn en það verður til þess að
greinin deyr. Jafnvel bandið frá merki-
miða garðyrkjumannsins getur valdið
skaða á ört vaxandi greinum.
Athugið því að lykkja sé nógu rúm
fyrir vaxtarskeiðið og hafið vakandi
auga með hvers konar misfellum.
- H.L.
Grasflötin verður að vera
skraþurr þegar borið er á
Það getur komið sér vel að vita að 1
kg af tilbúnum áburði er sem næst 1
lítri. Vanalega er gefið upp að svo og
svo mörg kg af áburði eigi að fara á
ákveðinn fermetrafjölda, venjulegast á
100 m!.
Munið eftir að þegar tilbúinn
áburður er borinn ájírasflötina verður
hún að vera algjörlega þurr. Kornin
verða að geta komizt hindrunarlaust
niður á milli grasstránna, annars getur
garðeigandinn átt á hættu að flötin
hans sviðni. Það er ekki nokkur leið að
ná of miklum áburði til baka af gras-
flötinni.
En talsvert atriði er að bera á grasið
ef flötin á að vera falleg. Þá kæfir
grasið líka mosann, sem er hvimleiður
í flötinni.
- A.Bj.
AUt stendur i fullum skrúða I Gras-
garðinum i Laugardalnum. Þar er
hægt að skoða flestar íslenzkar plönt-
ur sem til eru auk mörg hundruð út-
lendra sem lifa i islenzkum görðum og
dafna við góð skilyrði. Þetta er yndis-
legur friðarreitur i höfuðborginni og
gaman að reika þama um og jafnvel
skrifa hjá sér nöfn plantna sem gaman
væri að fá i eigin garð næsta vor. Það
er miklu betra að gera sér grein fyrir
þvi hvernig plönturnar eru i eigin um-
hverfi heldur en af myndum i bók. —
DB-mynd Hörður. - A.Bj.
Safnhaugurinn
Ef þið hafið ekki komið ykkur upp
safnhaug eins og við leiðbeindum með
hér á garðyrkjusíðunni fyrr í vor er
enn hægt að drifa í þvi. Til eru ágætis
gryfjur sem geta staðið nánast hvar
sem er afsíðis i garðinum. í gryfjurnar
er öllum afskurði og grasi fleygt.
Smám saman myndast finasta gróður-
mold sem hægt er að nota til að bæta í
blómabeð og potta síðar meir.
Fleygið ekki úrganginum
Nú þegar garðarnir standa í blóma,
eða eiga að minnsta kosti að gera það
samkvæmt dagatalinu, fellur jafnan
mikið til af úrgangi úr gróðrinum.
Fjarlægið
visin blóm
Gætið þess að fjarlægja jafnóðum
visnar plöntur, eins og t.d. afblómstr-
aðar stjúpmæður. Þegar kantarnir eru
klipptir eða rabbarbarinn tekinn upp
skulið þið ekki henda úrganginum eins
og blöðunum af rabbarbaranum.
Leggið blöðin milli raðanna í mat-
jurtagarðinum þegar hann er tekinn
upp. Hann kæfir illgresið og ummynd-
ast á skömmum tíma, með hjálp ána-
maðkanna, í frjósama gróðurmold.
Hafið hugfast að þið eruð með lif-
andi efni sem endurnýjar sig eins og
öll lífrænefnigera.
Einnig má sem bezt grafa litlar safn-
gryfjur inn á milli trjáa og jurta og láta
úrganginn þar í, og hylja síðan með
mold. Þannig geta margir litlir safn-
haugar komið að jafngóðum notum og
einn stór.
- A.Bj.
Leikskóli
Sauðárkróks
óskar eftir fóstru og aðstoðarmanneskju.
Forstöðukona gefur upplýsingar og tekur við
umsóknum í síma 95—5496.
Félagsmálaráð.
Hjallafiskur
Merkifl sem vann harflflsknum nafh
FatSthjá: Hafnarbúðin, Akureyri.
Hjallur hf. • Sölusími 23472
Sambyggöu
hljómtækin
vinsœlu! Á
Kristaltær hljómur
hljómflutnings.
tækjanna svíkur engan.
Gerið verð og gœöasamanburð!
SHC 3150
25 Wött
Verð: 159.980.- útborgun: 50 þúsund.
SHC 3220
70 Wött W||*lll ^
Verð: 234.320,- útfoorgun: 70 þúsund.
80 Wött
Verð: 298.675.-
útborgun: 100 þúsund. jjjj^r
Við bjóðum mjög hagkvœm kjör og góðan staðgr. afslátt
(3%)
Tœkjunumfylgja 2 hátalarar hverju.
Þessi tœki eiga sér enga keppinauta enda seljast
hljómflutningstœkin í þúsundum.
Skipholti 19 RVK sími29800,
27 érf farabroddi.
Kc; ROVVN