Dagblaðið - 25.07.1978, Síða 2

Dagblaðið - 25.07.1978, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978. .................... Willy Brandt leysi vandann Kjósandi skrifar: Mig langar að koma á framfæri stórsnjallri hugmynd, sem gaukað var að mér ekki alls fyrir löngu. Hugmyndin felst i sem allra stytztu máli i þvi aðákveðnumatvinnulausum V-Þjóðverja verði boðin staða fjár- málaráðherra Íslands i eitt ár. Þessi V- Þjóðverji sem ég hef í huga er Willy Brandt en eins og kunnugt er eru V- Þjóðverjar manna snjallastir á sviði fjármála og Willy jafnan verið vinveittur íslendingum. Honum ætti að veita algjört einræði um fjármála stjórn landsins i a.m.k. eitt ár og lenguref þörf krefur. Við eigum að vera menn til að viðurkenna að við getum ekki leyst vanda okkar sjálfir. Það er okkar sterkasti leikur í stöðunni. Okkur er nauðsyn á að þekkja eigin takmörk og taka miðaf því. Ekki er að efa að Brandt er tilbúinn að koma okkur til hjálpar og tryggja þannig sjálfstæði þjóðarinnar. Vikan á ótrúlega lágu kynningarverðh LEYF RÐ %. KYNN VI IINGAR ERD Vikan er aldeilis spræk þessa dagana. Hún er á fullri ferð með Dagblaðinu í neytendamálum. í hverju blaði birtast verð og gæðakannanir á ýmsum vörutegundum eða aðrar mikils- verðar upplýsingar fyrir neytendur. Áskrifendur fá stórt og fallegt veggspjald til að færa inn heimilisútgjöldin og kannað verður hver séu meðalútgjöld fjölskyldna, sundurliðuð eftir fjölda fjölskyldumanna. Þannig fá áskrifendur samanburð á sínum mánaðarlegu útgjöldum við stóran hóp annars fólks í landinu. Gríptu símann, hringdu í 27022 og pantaðu kynningaráskrift. Þá kostar mánaðaráskrift þig aðeins kr. 1.440 og eintakið kr. 330 til áramóta. Upphæðin verður innheimt í einu lagi. Einnig flytur Vikan efni fyrir alla fjölskylduna: Forsíðuviðtölin frægu, framhaldssögur, smásögur eftir íslenska sem erlenda höfunda, myndasögur fyrir bövrnin, bílaþætti, poppþætti, getraunir, heilabrot, draumaráðningar og margt, margt fleira. DUBUNERS immötiifAWEm ÚTiUGUNA A FJOLFARNASTA HRING LANDSINS G#m«nJ«rtuiTton 3 Sw«»metn»un. GeneWitder sólarlandaferdir 1E35ES2 Wm.\rEJI @ BLA SUMAR GE'IRAUN | V38S* -v. NÝTTJ V! VIKANfPARÍS - . . 4 '&f?: J . 4 ■ &.CS-'7ui7l........... Gríptu gæsina meðan hún gefst. Hringdu strax og pantaðu kynningaráskrift til áramóta. Síminn er 27022. Ósmekklegur myndatextiíDB Breiðholtsbúi hringdi: Ég verð að gera athugasemd við myndatexta í Dagblaðinu á föstudag- inn. Með grein um Hong Kong fylgdi mynd af óhrjálegu og þröngbýlu hverfi og sagði í textanum: Svona litur Breiðholtið þeirra i Hong Kong út. Þar eru bara fermetrar á hvern ibúa snöggtum færri.” Bfeiðholtsbúa fannst þetta úr hófi fram ósmekklegur texti. Jafnframt benti hann á að neikvæður tónn ein- kenndi mjög skrif blaða um Breiðholt og íbúa í Breiðholtshverfi án þess að sýnileg ástæða væri fyrir hendi. Óskilj- anlegt væri hvers vegna hverfið og íbúar þess væru lagðir i slikt einelti. DB biðst að sjáfsögðu velvirðingar ef umræddur myndatexti hefur sært einhverja Breiðholtsbúa. Það var alls ekki meiningin. „Hvernigstæði stjórnvors lands með stráknum Bensa og liði hans?” Benedikt og börnin hans biða eftir stólum lands, Lúlli er með lymskubros leynist undir niðri gos. Framsókn er með fals og spott, formaðurinn hlaupinn brott. — Benedikt með bömin sin býðuruppáþettagrin. — Hvernig stæði stjórn vors lands með stráknum Bensa og liði hans? Kobbi. Raddir lesenda Hringið í síma 27022 Æ tlarþú aö skrifa bréfíDB? Enn einu sinni sjáum við okkur knúin til að minna þá sem ætla að skrifa bréf á lesendasiður DB á að senda okkur fullt nafn sitt, heimilis- fang og símanúmer. Ef þessi skil- yrði -eru ekki uppfyllt verða bréf ekkibirt. Ef sérstaklega stendur á er hægt að semja um það við umsjónar- menn iesendasíðnanna að bréf verði birt undir dulnefni. En það er algjört grundvallaratriði að DB viti hverjir skrifa i blaðið. Nú liggja hjá okkur fjölmörg bréf sem annað hvort eru nafn- laus, eða vantar heimilisfang og símanúmer bréfritara. Höfundar þeirra vita hér með ástæðuna fyrir því að þau hafa ekki birzt. • • Okukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cressida ’78 ógannaðekkL Geir P. Þormar ökukMNiari. Sknar 19S96 og 21772 (sknsvari).

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.