Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978. 9 Skoðanakönnunin um stjórnarmyndun: Hvað segja þingmeim? Vottur um að við stef num að réttu marki — segirFinnurTorfiStefánsson (A) „Mér sýnist þetta vera heldur lítiö úr- hann álits á niðurstöðum 1 Um likurnar á að af vinstri stjórn tak hjá ykkur en ég geri ráð fyrir, að i skoðanakönnunarinnar. „Það má segja, verði get ég ekkert sagt í augnablikinu. þessu felist einhver vísbending,” sagði 'að þetta sé ánægjulegur vottur um, að Hvort tveggja getur orðið ofan á en von- Finnur Torfi Stefánsson er DB innti viðséumaðstefnaaðréttumarki. andi skýrist þetta næstu daga.” — GAJ Óvarlegt að taka ekkert mark á skoðanakönnunum — segirAlbertGuðmundsson(D) „Ég tel mjög óvarlegt að taka ekkert raark á skoðanakönnunum,” sagði Al- bert Guðmundsson og bætti við „ef við leggjum saman fylgi þessara flokka annars vegar og Sjálfstæðisfiokksins hins vegar, þá er þetta ósköp likleg niðurstaða. Ég vil ekki horfa framhjá þeirri hættu sem að steðjar. Við sjálf- stæðismenn höfum tapað fylgi og vinstri flokkamir hafa unnið á. — Já. Ég tel, að þessi niðurstaða hljóti að vera örvandi fyrir þá, sem taka þátt i þessum vinstri viðræðum, að finna þennan meðbyr, sem kemur fram í þessari niðurstöðu.” Um likurnar á vinstri stjórn vildi Albert lítið segja en bætti við: „Þeir Þessa leið bérað reyna til þrautar — sagðiGilsGuðmundsson (G) Gils Guðmundsson (Alþbl.): þrautar, eins og reyndar aðrir þingmenn Eins og staðan er nú er erfitt að segja „Almennt séð er ég því mjög ein- Alþýðubandalagsins. Fjarri fer þvi þó að meira um þetta, en málin kunna að skýr- dregið fylgjandi að reyna þessa leið til sama sé upp á hvaða býti það verður. ast eitthvað I dag.” _ BS Ólafur RagnarGrímsson (G) Könnunin hvatning til myndunar vinstri stjórnar — Felurí sér athyglisverða ábendingu um áherzlu sem ríkir hjá fólki „Þótt könnun af þessu tagi gefi ekki til kynna tölulega nákvæman stuðning við mismunandi tegundir stjóma,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður, „þá felur hún samt í sér athyglisverða ábendingu um þá áherzlu, sem er ríkj- andi hjá fólki. Könnunin sýnir að sú leið til stjórnar- myndunar, sem Alþýðubandalagið beitti sér fyrir fær yfirgnæfandi mestan stuðn- ing. Alþýðubandalagið hafnaði við- ræðum um nýsköpunarstjórn og beitti sér fyrir því að fá Framsóknarflokk og Alþýðuflokk til viðræðna um myndun vinstri stjórnar og könnunin sýnir að þar hefur Alþýðubandalagið bent á þá leið, sem greinilega nýtur mests fylgis meðal fölks. Vonandi er að könnunin verði mönnum enn frekari hvatning til þess að láta slíka stjórnarmyndun takast og þeir forráðamenn í Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki, sem I siðustu viku voru í málgögnum sínum að benda á aðrar teg- undir ríkisstjórna, sjái að þessar hug- myndir hafa lítinn hljómgrunn hjá þjóð- inni. Mér finnst einnig athyglisvert,” sagði Ólafur Ragnar, „að rúmur helmingur þeirra sem svör gefa, kýs ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn á ekki aðild að og ætti það að verða þeim forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, sem sýknt og heil- agt halda því fram, að Sjálfstæðisflokk- urinn sé kjölfesta þjóðarinnar, tilefni til einhverrar sjálfsgagnrýni. Könnunin staðfestir úrslit kosning- anna. Stjórnarforystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hafnað og yfir- gnæfandi meirihluti vill ríkisstjórn, þar sem Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur eiga samleið.” — JH Ekkert við slíka stjórn að athuga—anna hefðu Alþýðuf lokkur og Alþýðubandala átt að reyna stjórnarmyndun — sagði ÞórarinnSigurjónsson (B) „Erfitt er að gera sér grein fyrir því ennþá, hvernig stjórn verður mynduð. Út af fyrir sig hefi ég ekkert að athuga við slíka stjórn eins og nú er reynt að mynda, ef skilmálar viðsemjenda eru ekki óaðgengilegir. í því tilliti vantarenn mikiðáskýrar línur. Annars er ég þeirrar skoðunar eins og ég hefi verið, að Alþýðuflokkur -og Al- þýðubandalag hefðu átt að reyna stjórnarmyndun. Úrslit kosninganna ciu ■ 'nföld en sterk röksemd fyrir því, og það var yfirlýst af formanni Fram- sóknarflokksins, að með hlutleysisstuðn- ingi við hana, væri slík stjórnarmyndun möguleg. Nú innan skamms byrjar fundur þing- flokks og framkvæmdastjórnar Fram- sóknarflokksins. Væntanlega verða þar skýrðar hugmyndir viðsemjenda okkar i málinu.” _ BS REYKIÐJAN HE SMIÐJUVEGI 36 © 7 63 40 önnumst hvers konar matvælareykingar fyrir verslanir, mötuneyti og einstaklinga. Ekki hægt að draga þetta öllu lengur — segir Jóhanna Sigurðardóttir(A) „Ég er hissa á þvi, að ekki hafi fleiri mælt með nýsköpunarstjórn,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir er DB spurði hana, hvað henni þætti um niðurstöður skoðanakönnunar DB. „Þetta er auð- vitað lítið úrtak og ég vil ekki býggja mikið á því. Þá á ég einnig von á, að þær viðræður sem eru i gangi hafi haft ein- hver áhrif á afstöðu fólks. Fólk er orðið langeygt eftir stjórnarmyndun og fyrir helgina lá i loftinu að vilji væri fyrir hendi hjá þeim flokkum sem nú eru að ræðast við. Annars hef ég ekki verið sannfærð um fullan vilja hjá Alþýðu- bandalaginu. Það á eftir að koma í Ijós hvernig þeir taka hugmynd okkar um kjarasáttmála, sem við teljum þýðingar- mesta atriðið I þessu öllu saman. Það liggur i loftinu, að ekki sé hægt að draga þetta öllu lengur. Það verður að fara að sjást árangur. Annars á ég von á, að niðurstöðu sé að vænta eftir daginn á morgun,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir að lokum. • GAJ eru I alvöru að tala saman. Þetta eru engir spjátrungar heldur menn sem taka sitt hlutverk alvarlega. Þeim hefur verið falið þetta umboð og ég tel að þeir vinni að þessu af heilum hug alveg eins og sjálfstæðismenn gerðu ef þeir stæðu í slíkum viðræðum. Það væri að blekkja sjálfan sig að láta i það skína að þeir væru með leikaraskap. Það þýðir þó ekki að þeir nái endilega saman,” sagði Albert að lokum. — GAJ BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiða, tildæmis: Saab árg. '68, VW 1600 árg. '68, Willys árg. '54, Fiat 850 S árg. '72. Moskvitch árg. '72. Chevrolet Chevelle árg. '65, Fiat 125 S árg. '72. Einnig höfum viö úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um alltland. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10- Sáni 11397 \ _ » Ólafsvík — Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra í Ólafsvík er laust til um- sóknar. Umsóknir unVstarfið ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist oddvita Ólafsvíkurhrepps, Alexanders Stefánssonar, fyrir 31. ágúst 1978. Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.