Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978. 11 Á dögunum var ég að lesa um borg- firzkan bónda, fyrirmyndarmann í framkvæmdum og búnaði, mann- kostamann og dreng góðan. „Hann var hreinskiptinn, hreinlyndur, yfir- lastislaus, örgeðja og sáttfús. Engin dæmi munu til þess, að hann hafi neit- að um bón. Þótt hann væri hygginn fjárgæzlumaður, hafði hjálpfýsi hans og greiðvikni ætíð yfirhöndina.” Þegar ég las þetta kom mér í hug hversu sorglegt það hlyti að vera fyrir menn prýdda þessum dygðum að vera bankastjórar. Stór hluti starfs þeirra fer nefnilega í það að neita fólki um bón, og hjálpfýsi og greiðvikni má ekki ná yfirhöndinni og taka af þeim ráðin. En um þetta höfum við þó dæmi. í greinum minum um Samvinnu- bankamálið hér í Dagblaðinu hefur verið sýnt fram á það, að sumir njóta betri fyrirgreiðslu en aðrir. T.d. naut Guðbjartur Pálsson þess, að Einar Ágústsson, fyrrverandi bankastjóri og fráfarandi utanríkisráðherra, lét greið- viknina ætíð sitja í fyrirrúmi, þegar Guðbjart vantaði peninga. Arftaki Einars í starfi bankastjóra, Kristleifur Jónsson frá Varmalæk, virðist vera gæddur þessum sömu , dygðum bóndans úr Borgarfirði. „Þá er bara hlegið" Og Guðbjartur kunni lagið á svona köllum. Hann fylgdi sömu lífsspeki og íslandsbersi, þegar hann fór til banka- stjórans, sem hann kallaði „Flautist- ann okkar”: „Hér fást ekki litlir peningar. Aldrei biðja um lítið. Þá er bara hlegið.” En einhvern tima kemur að skulda- dögum. Og þá er það ekki bara skuldu- nauturinn, sem hættir að hlæja. Brosið stirðnar á „flautistanum” líka. Dagblaðið birti mynd af „flautista” með stirt bros um daginn. Hann var þó stillilegur að sjá, þar sem hann sat á bak við skrifborð sitt í Samvinnubank- anum. Þarna var kominn Kristleifur frá Varmalæk. Erindi hans á síður Dagblaðsins var að kvarta undan mér og skrifum mín- um um Samvinnubankamálið í Dag- blaðið. Hann sagði, að það væri „hvimleitt að hafa ekki starfsfrið fyrir rógburði óvandaðra manna.” Ég las grein bankastjórans og undr- aðist óróann í grein þessa stillilega manns. En þá minntist ég þess, að borgfirzki bóndinn, sem aldrei neitaði um bón, var örgeðja. En hvað var það nákvæmlega, sem raskaði ró þessa manns? Jú, svarið er þetta: Allt, sem ég hef skrifað um Guðbjart heitinn Pálsson og viðskipti hans við Samvinnubank- ann er vitleysa. „ ... sjaldan hafa sést á prenti stóryrtari ásakanir” segir Kristleifur bankastjóri. „Staðreyndir skipta manninn engu máli,” segir hann og jafnframt: Það virðist útilok- að, að Halldór geti nokkurn tíma farið með rétt mál.” Bankastjóra skjöplast Ég ætla ekki að telja upp fúkyrðin. En ég ætla að svara bankastjóranum. Niðurstaða hans er nefnilega á skjön við allt, sem ég hef sagt og samt hrekur hann ekki eina einustu stað- reynd, ekki eina einustu staðhæfingu í skrifum mínum. Sumt staðfestir hann, um annað þegir hann. En hann ber ekki brigður á þær staðreyndir, sem ég hef lagt til grundvallar skrifum mín- um. Kristleifi bankastjóra hefur skjöpl- azt. í greinum mínum hef ég sagt, að Einar Ágústsson, fráfarandi utanríkis- raðherra, hafi átt i einkaviðskiptum við Guðbjart. Þessu til staðfestingar birti ég eiginhandarbréf Einars, þar sem hann viðurkennir móttöku á skuldabréfum úr hendi Guðbjarts að upphæð 500 þúsund krónur (4 1/2 milljón á núgildi). Einar tók ekki við þessum bréfum sem bankastjóri. Bankaráð Samvinnubankans hefur viðurkennt, að þetta sé rétt. Hins veg- ar hafi Einar tekið við þessum bréfum fyrir hönd bankans, þótt þess sjái hvergi stað í bréfinu. Þannig var það „í raun og veru” sagði bankaráðið. Ég bað um óyggjandi sönnun. Hana er ekki að finna í kvörtun Kristleifs. t greinum mínum hef ég sagt, að Guðbjartur Pálsson hafi velt milljörð- um króna I ávísunum, víxlum og skuldabréfum með dyggri aðstoð bankastjóra Samvinnubankans. Ég hef sagt, að Einar Ágústsson hafi lánað „Svona heldur framsóknarsen” — sagði góð kona umflautistanníSamvinnubankanum Guðbjarti fé langt umfram allar trygg- ingar. Ég hef sýnt og sannað, að Guð- bjartur naut velvildar oggreiðvikni sama bankastjóra eftir að allt var kom- ið i kaldakol hjá honum. Ég hef jafn- framt sýnt fram á, að Kristleifur frá Varmalæk hafi ekki reynzt Guðbjarti siðri haukur i horni eftir að hann var „settur til höfuðs” Einari 1 Samvinnu- bankanum að kröfu eins merkasta leið- toga Framsóknarflokksins, sem nú er setztur f helgan stein. Ástæðuna fyrir greiðvikni sinni gefur Kristleifur sjálfur upp i kvört- unrgreininni: Samvinnubankinn fjármagnaði svínarí „Verkefni mitt sem bankastjóra var Halldór Halldórsson vinnubankans á dögunum var ég sak- aður um að leggja saman skylda hluti, en nú er þessu skyndilega öfugt farið. Mér sýnist, að nú sé Kristleifur farinn að gera graut úr þessu öllu, eins konar „bankabull og súpusull". Ef margföldun kemur bankastjóran- um spánskt fyrir sjónir, verður að benda honum á, að á Islandi er óða- verðbólga. Ein milljón króna fyrir 15 árum er á verðgildi ársins 1978 23 milljónir króna. Það er hárrétt hjá Kristleifi, að útkoman er „ótrúlegar upphæðir” en það stafar af því, að lipurð Samvinnubankastjóranna Einars og Kristleifs við Guðbjart var meðólikindum. 3. Upp úr bankastjóranum hefur smám saman togazt athyglisvert og lýsandi dæmi um viðskipti Guðbjarts og Samvinnubankans í framhaldi af vixlaskrá, sem ég birti með svari við Kristleifur Jónsson bankastjóri Samvinnubankans: lArásir Halldórs Halldórs- sonar á Samvinnubankann i grrinirgrrð trt krivtkifl Jón«)ni avtjóra Sam.innub.nkanv. MUIif)r I irugnir tru Dagblaöúnv, rn aAaH.rir I vögn bankavtjóranv. Slðan hluta irsmv 1976 voru GuA f bjanur hcitinn Pihvon og Karl jndvvon handtekmr i Vogum á Reykjanevi og gefiö að vök, að vera með vmyglað áfengi i fórum sinum Þe»i vamingur var i tOsku i farangurv geymvlu bifreiðar þeirra Framburður hinna handteknu var á þi leið. að tovk una xttu tvjer vtúlkur. vem venð heföu farþegar I bifreiöinni og óskað hefðu eftir að liu aka vér til Voga Stúlkurnar heföu hinvvegar vkyndilega horfiö þegar þangað var komið Þritl fynr framburö hinna handteknu dxmdi fulltrúi bxjar fögeta þi tafarlauvt i gxsluvaröhald. Rannsókn var hafin i mili þcirra félaga og vkyndilega er Knstjin Pétursson. loll þjónn i KeflavikurflugveUi. oröinn þitt takandi i rannvókninni. Gerði hann ivamt Hauki Guðmundssyni húsleit i hevmUi Guðbjartv Pilvvonar Hirtu þeir þur ýmis plógg Guðbjartv og höfðu með vér til Keflavikur. Siðan kom I Ijóv eins og alkunna er. að allar þesvar aðgerðir voru vandlega undirbúnar og voru raun ar hluti af vxgast vagt Ijótum leik Haukur Guðmundvson. rannsóknarlög reglumaður. hafði fengið vtúlkurnar tvxr til að koma fynr smygJuðu ifengi og bjórkavva i bifreið Guðbjartv og beið siðan reiðubuinn til handtökunnar Vogum Lögreglumaðurmn xtlaði að sli sig til riddara og ixtlunm virtist xtla „Leggur saman ósky Ida hluti og margfaldar. Siðan genst það. að I sumar birtast greinar eftir Halldór Halldórsvon i Dagblaðinu um sama efni og virðavt þxr vera beint framhald af grcinum Kristjinv Pétursvonar enda mjög I vama stil Eins og Kristjin Péturxvon telur hann sig hafa i höndum óyggjandi upp lýsingar. Ekki er þess þó linð getiö htaðan þxr eru komnar eðj hvernig þxr eru fengnar. t greinum Halldórs xgir saman rógi. ósannindum og margskonar aðdrottun um og munu sjaldan hafa sést i prcnti stóryrtari isakanir. Blekkmgar hanv eru með cmdxmum. Hann leggur saman óskylda hluti og margfaldar og fxr út hinar ótrúlegustu upphxöir. I greirur gerð fri bankariði. sem birl var i blöö unum nýlega. var sýnt fram i hvermg hann hagar vinnubrOgöum sinum þar sem hann meðal annars leggur saman framlengmgarvixla og kallar það útlin til Guðbjarts Pihvonar og telur sig sanna að útlin til Guðbjarts hafi veriö 320 milljónir króna Sem dxmi um þessi vinnubrögð Halldórv mi nefna. að I Dagblaðinu 12. þ.m. segir hann svo: ..Þegar ég nefni löluna 320 milljónir var ég ekki að tala um heildarupphxöina. sem hann fékk. heldur vanskil og upp hxð þeirra ” Þama er blekkingartaliö dxmalaust en venjulegt fólk skilur oröin „upphxð vanskila* þanmg. að um sé að rxða ógreidda skuld. sem xtli að vera búiöaðgrtiða I grein i Timanum 12. þan. birtir HaU dór skri yfir vixla sem hann vegir að bankariðiö hafi gleymt að nefna Vixla skri sú sem birt var með yfirlýsingu bankariðs niði aðemv yfir vixlaviðskipii Krívtleifur Jóussou baakastjóri. augum þess embxttiv eru aUir vixlar nýir vlxlar ” Þanmg er samrxmið I mil flutningi HaUdórs. Það er ekki gerð til- raun lil að fara með rétt mil og ef sann kikurmn er ssgður er hrópað „hauga l>»" I greinargerö bankariðv i Morgun blaðinu i februar 1977 var ekki sagt að skuld Guðbjartv vxrf 380.000. i lok irs ins 1964. einv og Halldór heldur fram. heldur 1.207000 . keyptir vixlar af Guðbjarti 1 irinu 1964 voru hinsvegar I jósm.: Timinn, GE. um Halldórs Halldóruonar'’ Vitrygg ingarfélagið h.f. fór ekki i höfuðtð vegna Ibyrgöa fyrir Guðbjart Pihvon i Sam vinnubankanum. Heil grcin i Dag hlaðinu 26. júni s I. um einkaviðskipti Guðbjarts og Einars Ágústssonar reyndust staðlausir stafir. Fclureikmng arnir voru ekki lil. Halldór segir aðGuð bjarti hafi vtaðið opnar dyr i Samvmnu bankanum allt til dauðadags Staðreynd in er þó su að bankinn iin nxstum engm viðskipii viðhanneftir 19731 gagmð* gegn honum. Sú spilaborg er hrumn. Guðbjartur var bankanum mjög erfiður viðskipumaður. cnda hafði bankinn ekki viöskipti við hann siðustu irin vem hann lifði Hinvvegar hefi ég bent i upphaf þessara sknfa og þau vinnubrógðsem viðhöfð hafa veriö. „Ekki starfsfríður.. " SvoköUuð rannsóknarblaðamennska hefir verið mjög I vviösljósi hér aö undan fömu. Stutl er frl henni yfir til ofvóknar blaðamennsku og virðast framangreind skrif vera þcirrar legundar Viðskipu Guðbjaru Pihvonar vtðSamvmnubank ann hófust vegna kaupa Guðbjaru i bif rciöum hji Vétadcild Sambands h lenskra vamvmnufélaga Guðbjartur vtofnaði og rak þi BUaleiguna Bilinn hér i Reykjavik. Á þcssum lima var rekvtur bitaleigu tabnn vkila góðum irangri. Svo mun og hafa verið um þesva bilalcigu um smn. Reynsla með þennan rekstur var hinsvegar litil hér i landi en vamt risu upp all margar bilaleigur um þetta leyti. Gengu þxr mojaínlega og svo fór að Bilaleigan Billinn lenti i rekstrarerfið kikum. Gekk Guðbjarú þvi illa að vtanda við umsamdar afborgamr skulda sinna. en Viiryggingarfélagiö h.f.. sem annaðist tryggingar bifreiða Guðbjartv. óg vem var talið gott og traust fynrurki hafði gengið i ibyrgð fyrir Guðbjart vegna viðskipta hans við Samvinnui bankann. Hér er ekki um að raeða við skipti vem eru að nemu kyti emsiok. hcldur munu allir bankar og banka-.tjór ar mxta vtipuðum viöhorfum og Sam vmnubankinn i þessu nlfelli Verkefm mni vem bankastjóra var að innheimta það fé vem Guðbjarti hafði venð Unað v ið þxr aðstxður vem voru fynr hendi að innheimta það fé sem Guðbjarti hafði verið lánað við þær aðstæður sem voru fyrir hendi eftir að Ijóst varð að rekstur bílaleigu Guðbjarts mis- tókst.” Og hvernig leysti Kristleifur þetta verkefni afhendi? Hann beitti þvi, sem ég hef kallað Kveldúlfsbragðið. Hann hélt Guð- bjarti „á floti” í von um, að með tíð og tíma væri hægt að lækka skuld Guðbjarts og jafnvel þurrka hana út. Þetta gerði Kristleifur með því að lána Guðbjarti fé til rekstrar „fyrirtækis” síns. Starfsemi Guðbjartsvarokurlána- starfsemi. Samvinnubankinn fjár- magnaði þetta svínari og gerði Guð- bjarti kleift að féfletta fólk. í staðinn greiddi Guðbjartur hluta af féfletting- argróðanum inn á hlaupareikninga sína i Samvinnubankanum. Þetta hef ég gagnrýnt. Ég hef sagt að með þessu hafi Samvinnubankinn tekið þátt í því að örva peningamenn undirheimanna til dáða. Ég hef jafn- framt haldið því fram, að bankanum hafi verið fullkunnugt um hvað var á seyði. En Samvinnubankamönnum var meira í mun að ná inn peningum til að rétta af reikninga Guðbjarts og halda þannig andlitinu en að gera mun á réttu og röngu, löglegu eða ólöglegu. Ef bankastjórinn neitar að hafa tek- ið visvitandi þátt i Ijótum leik, þá talar hann sér þvert Um hug. Stungið undir stól Ég þef gagnrýnt dómsmálayfir- völd fyrir að hafa stungið Guðbjarts- rnálinu undir stól og látið það kyrrt liggja í I 1/2 ár. Hér er um að ræða stórkostlegt fjármálasvindl, sem rannsókn var hafin á. En um leið og Guðbjartur lézt var málið svæft, þrátt fyrir þá staðreynd, að það snerist ekki nema að hluta um Guðbjart sjálfan. Það snerist jafnframt um viðskipta- hætti Samvinnubankans, fjármála- tengsl Guðbjarts við opinbera embætt- ismenn og bankamenn og fjármálaiðju félaga Guðbjarts. Andlát Guðbjarts réttlætir ekki þá ákvörðun að láta málið dankast. Ákvörðunin er pólitísk. Þessi fáu aðalatriði, sem ég dreg fram hafa farið framhjá Kristleifi bankastjóra enda auðséð, að hann hefur ekki nema berjanesti í vanstilltri grein sinni, þar sem hann ríður við bjöllubeizli hvað mest hann má. Til þess að auka bankastjóranum leti ætla ég að svara í nokkrum liðum athugasemdum hans. 1. Kristleifur Jónsson, banka- stjóri, reynir að koma þvi að hér og þar, að ég sé viðriðinn handtökumálið svokallaða og lögbrot í því sambandi. Égersaklausafþvi. Kristleifur bankastjóri reynir að koma þvi að í grein sinni, að þau gögn, sem ég hef kallað „óyggjandi” séu „til- búin sönnunargögn”. Þetta er rangt. Allar þær upplýsingar, sem ég hef um viðskipti Samvinnubankans er að finna á skrifstofu Kristleifs i Sam- vinnubankanum.- Bankabull og súpusull" 2. Kristleifur segir: „Blekkingar hans eru með eindæmum. Hann leggur saman óskylda hluti og marg- faldar og fær út hinar ótrúlegustu upp- hæðir.” í athugasemd bankaráðs Sam- athugasemd bankaráðsins. Víxilinn má rekja a.m.k. aftur til ársins 1962 og fram til 1966. Hann var minnst 5 ár i umferð i bankanum. Og samt á Guöbjartur ógreiddar röskar niu milljónir af honum eftir þessi 5 ár. Bankastjórinn gætir þess vandlega að segja ekkert um það hvenær þessi vixill var greiddur eða hvort hann var yfirleitt greiddur. 4. Þegar ég talaði um 380 þúsund krónur i vixilskuld árið 1964 átti ég við vixla „sem hann hafði samþykkt” á árinu I964,eins og segir í svari mínu. Hitt er rétt, að vixilskuld Guðbjarts í árslok 1964 var mun hærri, eða 1 milljón 207 þúsund krónur (22 milljónir 933 þúsund krónur á núgildi (vegna verðbólgu)). Miðað við mál- flutning Kristleifs ætti sizt að standa á mér að gera of mikið úr skuldum Guðbjarts við Samvinnubankann! „...næstum engin viðskipti...." 5. Kristleifur bankastjóri neitar því, að Guðbjarti hafi staðið dyr Sam- vinnubankans opnar allt til dauða- dags: „Staðreyndin er þó sú, að bankinn átti næstum engin viðskipti við hann eftir 1973 nema að inn komu greiðslur af innheimtum sem voru til tryggingar hlaupareikningsskuld”, segir bankastjórinn. Hann lætur þess að sjálfsögðu ekki getið, að þessar „greiðslur af innheimtum” voru til komnar á nákvæmlega þann hátt, sem ég hef lýst: Þetta voru plögg, sem bankinn keypti á fullu verði af Guðbjarti. Guðbjartur hafði hins vegar fengið þau hjá fólki á flæðiskeri með miklum afföllum. Þá er rétt að benda bankastjóran- um á, að Guðbjartur, sem ekki hafði leyfi til að nota ávisanahefti vegna misnotkunar, notaði ávisanahefti annarra I seinni tíð og vænti ég, að Kristleifi sé kunnugt um það. Og enn vil ég hressa upp á minni bankastjórans og sýna hvílíkt traust Guðbjartur bjó við í Samvinnu- bankanum eftir 1973. Dæmi: Árið 1976 var Guðbjartur Pálsson með eigin víxil í Samvinnubankanum. Hann féll í gjalddaga, að sjálfsögðu. 6. Og þá er komið að rúsínunni í pylsuendanum: „Guðbjartur var bankanum mjög erfiður viðskipta- maður, enda hafði bankinn ekki viðskipti við hann siðustu árin, sem hann lifði.” Hvénær uppgötvuðu bankastjórar Samvinnubankans, að Guðbjartur væri „mjög erfiður viðskiptamaður” og hversu langan tíma tók það Samvinnubankann að losa sig við hann? Af hverju var ekki gengið á hann? Hafði Einari Ágústssyni láðst að gera það? Haldiðí Guðbjart í 12 ár Ástæðan er nákvæmlega sú, sem ég hef margoft haldið fram og er kjarni máls mins: Að það hafi verið gagns- laust að ganga á Guðbjart, þar sem bankinn hafði enga tryggingu fyrir greiðslu skulda hans. Hann var „mjög erfiður”, en samt var haldið i hann í 12 ár i von um, að hann gæti greitt skuld sína smám saman. Þessi ivitnaða setning í kvörtunar- grein Kristleifs bankastjóra upplýsir ýmislegt af því, sem ég hef sagt í blaða- skrifum mínum um Guðbjartsmálið. Allir vita, að Kristleifur tók við lélegu búi, þegar hann kom til Samvinnubankans árið 1967 og allir vita, að Guðbjartsmálið er stórmál. Þetta staðfestir Kristleifur í sektar- játningusinni: „Verkefni mitt sem bankastjóra var að innheima það fé sem Guðbjarti hafði verið lánað við þær aðstæður sem voru fyrir hendi eftir að Ijóst varð að rekstur bílaleigu Guðbjarts mistókst.” Kristleifur var kallaður til bankans i framhaldi af niðurstöðu bankaráðs þess efnis, að draga skyldi úr völdum Einars Ágústssonar vegna óhóflegra lána til Guðbjarts. Kristleifur var kallaður til i hreinsunarskyni. En aðferðir Kristleifs eru ekki til fyrirmyndar og þær hef ég gagnrýnt. Ég hef gagnrýnt þátt Einars Ágósts- sonar i þessu máli og ég hef gagnrýnt bátt Kristleifs fra Varmalæk og bankaráðsins fyrir að hafa fjár- magnað ólöglega iðju. Þessi gagnrýni er ekki heilaspuni minn, „tilbúin sönnunargögn”, eins og Kristleifur kallar heimildir mínar. Gagnrýni min byggist á nákvæmum upplýsingum um fjármagn, sem Guðbjartur fékk i Samvinnu- bankanum. Gagnrýni min hefur verið studd dæmum um tékkaveltu, víxla- veltu og skuldabréfakaup Samvinnu- bankans. Ef Kristleifur Jónsson, bankastjóri, neitar þvi, að Samvinnubankinn hafi haldið Guðbjarti Pálssyni „á fiotí” vegna skulda hans við bankann, talar hann sér þvert um hug. Ef Kristleifur Jónsson neitar þvi, að Samvinnubankinn hafi látið Guðbjart Pálsson fá fé til kaupa á vfxlum og skuldabréfum með afföllum, þá talar hann gegn betri vitund. Ef Kristleifur neitar þvi, að Samvinnubankinn hafi siðan keypt þessi plögg af Guðbjarti á fullu verði „til greiðslu á skuld”, þá talar hann gegn betri vitund. Og ef hann sér ekki, að með þessu hefur Samvinnubankinn tekið þátt i fjármálasukki, löglegu eða ólöglegu, þá er hann heillum horfinn og þekkir ekki mun á réttu og röngu. í stað þess að fjalla um meginatriði af þessu tæi reynir Kristleifur að snúa sér út úr málinu með því að velta vöngum yfir því hvort ég þekki mun á víxli, sem banki kaupir i fyrsta skipti og framlengingarvixli! Ég á ekki orð til að lýsa svona mál- flutningi. Það átti hins vegar ágæt kona, sem sagði um kvörtunargrein Kristleifs Jónssonar, bankastjóra: „Þetta er svona heldur framsóknarsen.” Halldór Halldórsson j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.