Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLl 1978. Hér er Borgaríjarðarbrúin eins og hún lítur út í dag. Næst Seleyri er lítil brú og „ósköp venjuleg”, síöan er uppfylling sem myndar stóra og góða eyju. Þaöan liggur brúin í átt til Borgarness. Milli stöplanna er 40 metra haf. Búiö er að steypa þrjú slik bil eða 120 metra af 480 metra löngu brúargólfinu. DB-mynd Bjarnleifur Sextíu menn vinna við Borgarfjarðarbrúna: Brúargólfið steypt út að fjórða stöpli eða 120 metra — Gólf ið f ullsteypt f október, þá hefst uppfylling til Borgarness Sérslakir vagnar flytja steypuna frá hrærivélum til kranans úti á brúnni. Það er i kkert fum í þeim akstri. 30. júni sl. var hafið milli fyrstu tveggja brúarstöplanna I Borgarfjarðar- brúnni steypt. Þar með var komið fyrsti 40 metra kaflinn í gólfi brúarinnar frá uppfyllingu út af Seleyri í átt til Borgar- ness. Brúarstöplarnir yfir miðbik Borgar- fjarðar, sem steyptir voru í fyrra er. þrettán talsins. Gólf brúarinnar milli stöplanna er því steypt I alls tólf fjörutiu metra löngum pörtum. Á fimmtudaginn er blaðamaður og Ijósmyndari DB heimsóttu brúargerðar- mennina voru þeir að steypa þriðja 40 metra kaflann i brúargólfinu, og fengu þeir að ganga eftir fyrsta 80 metra kafla brúargólfsins sem lokið er. Brúargólfið frá uppfyllingunni út af Seleyri scm hvila mun á stöplunum þrettán verður samtals 480 metrar. Þar tekur svo við önnur uppfylling eða „eyja" gerð af mannahöndum en tengsl- in við Borgarnesströnd munu verða með svipuðu móti og Seleyrarmegin, með smábrú til lands. Borgarfjörðurinn er þarna 16—1700 m breiður. Þriðjungur þeirrar vegalengdar verður brúaður. hitt fyllt upp. „Það er um sextiu manna flokkur. sem nú vinnur við brúna,” sagði Jónas Gíslason yfirverkstjóri við brúarsmið- ina. „Þetta eru menn viða að af landinu, flestir reyndir og vanir brúarsmíði. 1 fyrrasumar unnu um 80 menn að því að steypa stöplana og við brúarbitafram- •eiðslu. í vetur voru hér 40—50 menn við bitasteypu og annan undirbúning að brúargerðinni. Við erum u.þ.b. sjö daga að færa til, milli brúarstöplanna, mótin sem notuð cru við gerð brúargólfsins. Siðan er steypt í einni lotu, sem stendur i 12—13 tíma. Vinnutíminn er annars frá 7—7. Unnið er alla daga nema sunnudaga og aðra hvora helgi er farið i helgarfrí frá fimmtudagskvöldi til mánudagsmorg- uns. Framundan er tíu daga sumarfrí hjá hópnum, svo vinna leggst að mestu eða öllu niður við brúargerðina þann tima," sagði Jónas. Steypuvinna við gólfið slendur því fram i október. Þcss varð vart fyrir nokkru, eins og DB gat um 8. júlí, að straumrót hefði grafið frá einum brúarstöplanna. „Okkur hér fannst fréttin um þetta ótrúlega fljót að berast til blaðanna,” er hér mikill eins og skýrt hefur verið. Stöpullinn sem hér um ræðir er sá er næst stendur uppfyllingunni undan Sel- eyrinni. Hann hefur ekki haggazt þó rót- ast hafi eitthvað frá honum. Við munum síðar bæ'a möl og grjóti við alla stöplana til að verjast straumiðunni. Þetta hefur engin áhrif á brúarsmiðina i heild.” Það er handagangur I öskjunni á brúnni þegar verið er að steypa. Hver maður veit nákvæmlega hvað hann á að gera óg gengur að verkinu fumlaust. Tvær sleypuhrærivélar eru staðsettar á „eyjunni" undan Seleyri. Þær eru mataðar steypugerðarefni með ámokstursvélum. sérstakir steypuflutn- ingavagnar flytja steypuna út á brúna og fylla steypuflutningasiló krana sem kemur hlassinu á réttan stað. Steypuefni allt er fengið af botni Hvítár við Staf- holtsey og flutt um 35 km leið til brúar- innar. Það er ekki mikið talað þarna úti á brúnni, allt verður að kalla, því vinnu- vélahávaði er mikill og þegar við vorum þarna i blíðviðri fimmtudagsins var heljar mikið rok á brúnni. Mun þarna oftast vindasamt og undir iða sjávarföll- „Steypustöðin” er á eyjunni sem menn bjuggu til undan Seleyri. Þar mata ámoksturs- vélar tvær steypuhrærivélar með efni sem fengið er af botni Hvitár 135 km fjarlægð. Jónas Gislason brúarsmiður, yfirverk- stjóri við brúarsmiðina. Hann hefur byggt tugi brúa. „En þeim hefur litið fjölgað síðustu árin eftir að maður kom að þessari,” sagði Jónas. sagði Jónas og brosti. „Hér 'er ekki um neinn þann atburð að ræða, sem ekki var búizt við að gæti gerzt. Straumþungi in og alls kyns straumar, sumir beinir, aðrir mynda iðu. Sjö metra dýpi er mest við miðja brúna og munur á mesta flóði og fjöru eru fjórir metrar. Jafnfumlaust og að verkinu gengu brúargerðarmennirnir að kaffinu og gómsætu meðlætinu. Þar var heldur ekki mikið talað, en gengið ákveðið að verki. En Ijóst er að matráðskonur flokksins kunna sitt verk. ■ ASt. Þarna er unnið við að steypa brúargólfið 100 metra út yfir Borgarfirði. Hvert tonnið af öðru af steypustyrktarjárni er kaffært i steypunni. Myndir Bjarnleifur Brúargólf Borgarfjarðarbrúarinnar er nú komið steypt 120 metra út yfir fjörðinn eða að fjórða stöpli. Þetta er fjórði hluti alls hins steypta brúcrgólfs milli stöplanna þrettán. DB-mynd Bjarnleifur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.