Dagblaðið - 25.07.1978, Page 10

Dagblaðið - 25.07.1978, Page 10
MMBIABIB Útgefandk DagbláflíðrVf. \ Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eytflfsson. Rrtatjóri: Jónas Kristjánssorv Fróttastjóri: Jón Birgir Póturssap. RitstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Símonarson. Aflstoðarfróttastjórar. Atli Steinarsson og ómar A/aldimorsson, Handrit: Ásgrfmur Pólsson. _ Blaflamenn: Ánna Bjamason, Ásgfiir Tómasson, Bragi SÍgurflsson, Dórti Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs son, Guflmundur Magnósson, HaNur HaMsson, Helgi Pótursson, Jónqs Haraldsson, Ólafur Goirsson, Ólafur Jónsson Ragnar Lár., Ragnheiflur Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsspn.___________________ Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður VHhjáln^son,^ Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þormóflssdn. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjórfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorierfsson. Sölusfjóri: Ingvar Svoinsson. Drorfing- arstjóri: Már E.M. HaNdórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoKi 11. Aflalsími blaflsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. ointakifl. Setning og umbrot Dagblaðifl hf. Síflumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skorfunni 10. Kratarhafa undirtökin Alþýðuflokkurinn hefur þegar í upp- hafi náð góðri taflstöðu í viðræðunum við Alþýðubandalag og Framsóknar- flokk um myndun vinstri stjórnar. Stafar það einkum af því, að hann er eini flokkurinn, sem á annarra kosta völ. Ljóst er, að Alþýðubandalagið mun fallast á sjónar- mið Alþýðuflokksins um óbreytta þátttöku í varnarsam- vinnu Vesturlanda. Ef af nýrri vinstri stjórn verður, mun húnþví ekkiþurfa að bera sama já—já og nei—nei kross í varnarmálum og hin síðasta þurfti að bera. Hins vegar eru báðir flokkarnir sammála um aðgerðir gegn ýmissi spillingu, sem hefur fylgt dvöl hins banda- ríska herliðs. Geta allir fagnað, ef nýrri stjórn tekst að draga meira eða minna úr misferli, sem stafar af misjöfn- um reglum innan og utan vallargirðingar. Þá hafa viðræðurnar leitt í ljósy að enginn flokkanna heldur fast í sérvizku um lausn efnahagsmálanna. Alþýðubandalagið telur gengislækkun í formi örs gengis- sigs koma til greina, ef hún er samfara niðurfærslu- og millifærsluleiðum, sem bandalagið hefur bent á. Komi Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag sér saman, er lítil hætta á andstöðu Framsóknarflokksins, sem er í sárum eftir úrslit kosninganna. Sá flokkur mun ekki hafa mikil áhrif á málefnasamninginn, sem kann að verða niðurstaða viðræðnanna. Framsóknarflokkurinn mun þó sjá til þess, að sama endaleysan haldi áfram í landbúnaðarmálum þjóðar- innar, enda hafa þeir til þess stuðning Alþýðubanda- lagsins. Alþýðuflokkurinn mun sennilega fórna endur- bótum á þessu sviði á altari góðrar stjórnarsamvinnu. í staðinn eru nokkrar líkur á, að ýmsar tillögur Alþýðuflokksins um aukið siðferði í fjármálum og dóms- málum, svo og um endurbætur í stjórnskipan nái fram að ganga. Til dæmis hafa flokkarnir í viðræðunum enga afsökun fyrir því að ná ekki samkomulagi um breyt- ingar á kosningalögum í stíl við tillögur Jóns Ármanns Héðinssonar, Jóns Skaftasonar og fleiri. Samhliða viðræðunum láta þingmenn og aðrir for- ustumenn Alþýðuflokksins svipuhöggin dynja á Alþýðubandalaginu. Þeir segjast reiðubúnir að mynda minnihlutastjórn, ef bandalagið verði ekki nógu sveigjanlegt í stjórnarmyndun. Eyjólfur Sigurðsson hefur lagt til, að Alþýðuflokkur- inn fái Sjálfstæðisflokkinn til að verja minnihlutastjórn Alþýðuflokksins falli. Síðan beiti Alþýðuflokkurinn sínum eigin úrræðum í efnahagsmálum og beri þau, svo og úrbætur í kosningalögum, undir dóm kjósenda að ári. Margir sjálfstæðismenn muna vel eftir Emilíu, síðustu stjórn af þessu tagi, er reyndist vera undanfari viðreisnarstjórnarinnar. Vafalaust yrði því töluverð stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir eins árs stuðningi við minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Árni Gunnarsson er enn harðari í leiðara Alþýðu- blaðsins. Hann segir flokkinn geta myndað minnihluta- stjórn án samnings um hlutleysi nokkurs annars flokks og samt haldið hinum flokkunum í eins konar skrúf- stykki. Raunverulega er ekki tímabært að ræða þessi atriði, meðan vinstri viðræður ganga tiltölulega vel. Enda er Alþýðuflokkurinn með þessu í rauninni að reyna að kúska hina flokkana til samstarfs á málefnagrunni Alþýðuflokksins. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978. Margir Vestur-Þjóðverjar hafa endurskoðað afstöðu sina til orkuvinnslu kjarnorku af þvi að þeim finnast of tiðar fregnir af geislavirkum efnum sem sleppa út i andrúmsloftið. Vestur-Þýzkaland: Aðeins mu af fjór- tán kjamorkuraf- stöðvum i gangi — sífelldarbilaniroggallaraukandstööu umhverfisverndarmanna Umhverfisverndarmenn vilja vernda hina óspilltu náttúru og halda sem lengst I gróna reiti, eins og sést fremst á myndinni. 1 baksýn er kjarnorkuverið i Dounreary I Norðaustur-Skotlandi, sem mjög hefur verið mótmælt á undanförnum mánuðum. ) Niu af fjórtán kjamorkurafstöðvum í Vestur-Þýzkalandi voru ekki við framleiðslu fyrir nokkrum dögum. Vakti þetta sérstaka athygli vegna þess að þá stóð yfir Bonnfundur sjö stærstu iðnríkja hins vestræna heims. Samþykkti fundurinn einmitt að æski- legt væri að auka nýtingu kjarnork- unnar til raforkuframleiðslu. Ástæðan fyrir stöðvun kjarnorku- stöðvanna munu vera af tæknilegum orsökum að stórum hluta. Meðal annars geislavirk efni sloppið út í andrúmsloftið i nokkrum tilfellum. í einu tilfellinu er um að ræða kjarn- orkurafstöð, sem fulllokið var við tæknilega fyrir nærri tveim árum. Hefur starfræksla hennar ekki hafizt vegna lagalegs ágreinings. Sérfræðingar harma hve illa gengur aö uppfylla áætlanir varðandi kjarnorkustöðvar. Einnig hefur róður- inn reynzt þungur í baráttunni gegn þeim hópum þjóðfélagsins, sem berjast gegn kjarnorkustöðvum vegna hættu þeirrar; sem stafa kann af þeim fyrir umhverfið. Hefur mjög verið dregið úr áætlunum um hve mikil raforka muni fást með kjarnorku á næstu árum. OECD reiknar nú aðeins með þriðj- ungi þeirrar orku, sem áður var gert ráð fyrir að yrði til reiðu fyrir árið 1985. Vestur-Þýzkaland, sem til skamms tíma taldi raunhæft að áætla að fjörutíu og fimm þúsund megawött yrðu vinnanleg í kjamorkurafstöðvum 1985 hefur lækkað áætlanir niður í tuttugu þúsund megawött. Reynslan virðist einnig sýna, að þó svo kjamorkustöðvamar virðist til- búnar til vinnslu megi ekki taka það sem gefið, að raforkan fáist þaðan til notkunar. Fyrir nokkrum dögum upplýsti sér- fræðingur að kjarnorkurafstöðvar í Vestur-Þýzkalandi framleiddu nú að- eins tuttugu og átta af hundraði þess magns, sem þeim væri ætlað undir eðlilegum kringumstæðum. Þar voru níu af fjórtán stöðvanna alveg stöðvaðar eins og áður sagði.. Hin uppgefna afkastageta eða 7312 mega- wött gaf aðeins 2078 megawött inn á raforkudreifikerfi Vestur-Þýzkalands. Talsmenn kjarnorkurafstöðvanna full- yrtuaðnúverandi ástand væri ekki hið venjulega. Sumar stöðvanna sem nú væru ekki í framleiðslu mundu fara i gang innan skamms. Ef litið er á hvaða kjarnorkustöðvar í Vestur-Þýzkalandi eru starfræktar kemur í ljós að af þeim eru tvær litlar tilraunastöðvar nærri Karlsruhe. Framleiða þær aðeins fimmtíu og átján megawött. Aðeins þrjár stórar stöðvar eru í rekstri. Ein þeirra Wuergassenkjarnorkustöðin sem gefin er upp f-yrir 640 megawött framleiðir áttatíu af hundraði af uppgefnu afli. Hafa orðið langvinnar rekstrarstöðv- anir þar vegna tæknilegra erfiðleika. Auk þess eru tvær aðrar kjamorkuraf- stöðvar í landinu 630 og 805 mega- watta stöðvar reknar áfallalítið um þessar mundir. Þar með er allt upptalið. Aðrar kjarnorkustöðvar eru ekki í gangi. Biblisstöðin á bökkum Rínar, sem framleiða á undir eðlilegum kringum- stæðum 1200 megawött hefur lengi verið stöðvuð vegna bilunar en á að fara aftur í gang í lok þessarar viku. Systurstöð hennar Biblis B (fram- leiðslugeta 1300 megawött) stöðvaðist í byrjun júní síðastliðins vegna eðli- legra skiptinga á vélarhlutum. Gert er ráð fyrir að hún hefji raforkufram- leiðslu í ágúst næstkomandi. Brunzbuettel kjarnorkurafstöðin (framleiðslugeta 800 megawött) hefur ekki verið starfrækt siðan 18. júní síðastliðinn. Þá komst geislavirkt efni út í andrúmsloftið í þrjár klukku- stundir samfleytt. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir og hefur aðstoðar- framkvæmdastjóra fyrirtækisins verið sagt upp störfum. Að sögn ráðherra mun stöðin ekki verða starfrækt næstu mánuði. ' Stjórnvöld standa frammi fyrir ýmsum vanda varðandi kjamorkuraf- stöðvarnar og sífelldar bilanir á þeim. Ein þessarra stöðva, 255 megawatta raforkustöð hefur ekki verið starfrækt síðan í janúar 1977 er af mörgum talin algjörlega óstarfhæf. Yrði þá að leysa úr þeim vanda hvað gera á við rústir kjarnorkuvers, sem að hluta til verður að teljast geislavirkt. Annað kjam- orkuver hefur bilað meira en þrjátíu sinnum síðan það hóf starfrækslu fyrir ellefu árum. Einnig má geta glænýs orkuvers, sem framleiða á 900 mega- watta orku og hóf starfsemi fimmta maí siðastliðinn. Varð að stöðva framleiðsluna tíu dögum síðar vegna bilunar. Hefur það ekki enn farið í gang. Nokkur kjarnorkuver hafa ekki hafið starfrækslu vegna deilna við umhverfisverndarmenn eða þá sem telja atvinnu sinni hætt við rekstur þeirra. Sem dæmi um slikar deilur má' nefna að fiskimenn hafa haldið því fram að stöðvarnar muni drepa fyrir þeim fiskinn í ánum og þeir með því missa atvinnuna. Ríkisstjórnin hefur viljað bíða eftir úrskurði dómstóla í slíkum málum þó svo sérfræðingar hennar hafi talið slikar fullyrðingar rangar. í síðasta mánuði tilkynnti stjórnin í Saxlandi að starfsemi einnar kjarnorkustöðvar yrði hafin á næst- unni hvort sem dómstóll yrði búinn að fella úrskurð sinn eða ekki. Hér hefur þó setið við orðin tóm í það minnsta ennsem komiðer. Á síðasta ári var þrem prósentum af heildarorkuþörf Vestur-Þýzkaiands fulinægt með kjarnorku. Ellefu af hundraði raforkunnar komu frá slíkum stöðvum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.