Dagblaðið - 25.07.1978, Síða 3

Dagblaðið - 25.07.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLl 1978. ísland er ekki kóngaríki og því á „krónu-nafnið” ekki við lengur Tarragona 15.07.1978 G.E. Arngrimsson skrifan DB er eina blaðið sem ég fæ að heiman, svo að lestrarefnið er nokkuð einhliða. Nú en mér sýnist þó ég fái sæmilega yfirsýn yfir það helzta sem er i fréttum á heimaslóðum. Mér skilst (það vantar nokkur eintök af blaðinu) að það standi til að setja nýja peningaseðla og mynt i umferð heima. Ef svo er, þá langarx mig til þess að koma með þá uppástungu, að nýju peningarnir verði kallaðir eitthvað annað en „krónur”. ísland er ekki konungdæmi lengur og því er krónu-nafnið ekki til annars en að minna á nýlendutímabil danskra. Við höfum ekki neinar sælar minningar frá þeim tíma, svo við getum með góðri samvizku stungið dönsku „krónunni” undir stól. É.g er líka viss um að enginn islendingur ber virðingu fyrir krónunni lengur, ef það hefur þá einhvern tíman fundizt sá sem bar virðingu fyrir dönsku kórónunni. Skildingur er fallegt nafn, nú eða ríkisdalur. Mark eða mörk má lika nota. Við erum viktaðir með þeirri einingu eftir að við fæðumst, svo það er ekkert að því að nota það nafn. Gildi er svo sem ágætt líka, sbr. kúgildi. íslenzkufræðingarnir yrðu sjálfsagt ekki í vanda með að finna nafn á myntina okkar, því úr nógu er aðmoða. Sennilega ætti skildingur mestan rétt á sér. Merki íslands er skjöldur og það á saman. Hitt er svo annað mál að dalur lætur betur í munni og þá mörk ekki síður. Ég er ekki að mæla með þessum nöfnum. Við eigum ábyggi- lega ekki í neinum vandræðum með að finna gott nafn á gjaldmiðilinn okkar. Mér dettur ekki í hug að kvarta yfir blaðinu ykkar. bað er hreinlega ekkert að því. Lækkað verð á reiðhjólum skilar sér i betri heilsu þegnanna. Ljósm. DB — Bj.Bj. Lækkað verð á reiðhjólum skilar sér í betri heilsu Ásgeir Bjarnason hringdi: lækka tolla á þeim og selja þau þar Ég er mikill aðdáandi reiðhjóla og með ódýrari. Kæmi það ekki út í betri tel þau hina merkustu uppfinningu. heilsu þegnanna? En þau eru allt of dýr. Það eru of háir Það væri gaman að heyra álit fleiri tollar á þeim. Væri ekki heppilegt að manna á þessari hugmynd. ..... Raddir lesenda Þær eru fisléttar krónurnar okkar. Ljósm. DB — Ragnar Th. , í/ : imm. ianana-split ! Skalli Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf. Spurning dagsins Tekurðu mikið af myndum? Jón Ingi Benediktsson, vinnur við mal- bikun: Nei, ég tek ekki myndir nema annað slagið. Ég á bara Kodak „imba- matik". Ég get tekið sæmilegar mýndir á hana. Soffia Egilsdóttir húsmóðir: Já, mjög mikið. Ég er með góða Konica vél í láni og hef tekið ágætar myndir á hana. En þær eru misgóðar. Valdimar Þórhallsson, vinnur hjá tsal: Ég tek svo til ekkert af myndum. Ég á bara Kodak instamatik vél, sem er svo sem ágæt. Ég tek ágætar myndir ef ég reyrii að vanda mig eins og ég get. Sigriður Guðjónsdóttir verzlunarmaður og húsmóðir: Já, dálítið. Helzt tek ég myndir á ferðalögum. Ég á bara gamla kassamyndavél en það er vel hægt að taka ágætar myndir á hana. Elisabet Waage nemi f MH: Nei, bara á ferðalögum og svoleiðis. Ég á Kodak instamatik vél sem er alveg dýrleg. Maður getur hreinlega ekki gert mistök. Anna Margrét Árnadóttir nemi: Nei, ekki mjög mikið. Það eru helzt fjöl- skyldumyndir sem ég tek. Ég á Kodak instamatik vél.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.