Dagblaðið - 25.07.1978, Síða 5

Dagblaðið - 25.07.1978, Síða 5
j DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ1978. „Ég er þingmaður míns kjördæmis og ég verzla ekki með skyldur mínar við það” — segir Albert Guömundsson, aiþingismaður „Þetta er ekki i fyrsta skipti, sem Morgunblaöið reynir að gera mig tor- tryggilegan. Nú siðast reynir það að byggja upp andstöðu gegn mér á landsbyggðinni,” sagði Albert Guð- mundsson, er fréttamaður DB bar undir hann svokallaða fréttaskýringu við hlið forystugreina Morgunblaðsins sl. laugardag. Þar er því meðal annars haldið fram, að Albert komi ekki til greina sem ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins vegna andstöðu landsbyggðarinnar gegn honum. „Ég hefi aldrei mælt styggðaryrði vegna þess að reynt sé að fullnægja fjárþörf landsbyggðarinnar,” sagði Al- bert. „Ég er hins vegar þingmaður mins kjördæmis og verzla ekki með skyldur mínar við það. Ég hefi haldið því fram, að ekki megi ráðstafa al- mannafé á kostnað Reykjavíkur og reyndar Reykjaneskjördæmis, sem hafa verið í fjársvelti vegna þess hvernig þessum kjördæmum er mis- munað í fjárveitingum, meðal annars Byggðasjóðs,” sagði Albert Guð- mundsson. „Það virðist svo, sem enginn megi ná vinsældum í Sjálfstæðisflokknum án þess að flokkseigendafélagið veitist að honum í Morgunblaðinu, beint eða óbeint. Nú hefur það gefizt upp við Gunnar Thoroddsen og beinir nú ófrægingunni gegn mér. Þessir menn þyrftu að átta sig á því, að kosningarnar eru nú afstaðnar. Það er miklu nær að skoða úrslit þeirra og reyna að sjá ástæðurnar fyrir því, hvernig til tókst, en að ráðast að þeim mönnum, sem mest kjörfylgi hafa í flokknum,” sagði Albert Guðmunds- son. í áðurgreindum Morgunblaðsþætti segir m.a.: „Það er annað að vera þjóðhetja eða þjóðarleiðtogi, knatt- spyrnukappi eða pólitikus” sagði einri af dreifbýlismönnunum í viðtali...” Um þetta sagði Albert Guðmundsson: „Það er eins og menn megi hvergi hafa getið sér orð fyrir neina verðleika, að ekki sé nú talað um heimsfrægð. ef þeir eiga að teljast gjaldgengir sjálf- stæðismenn. Það er þó ennþá fyrir- gefið, ef menn stjórna súkkulaðiverk- smiðju. Loks vil ég minna á nauðsyn þess, að málgagn flokksins verði áfram morgunblað en ekki næturgagn, sem lesendur grípa til undir svefninn,]’ sagði Albert Guðmundsson að lokum. - BS EIGA PRESTAR AÐ RÆÐA POLITIK? — Já, segir séra Sigurður Haukur Guöjónsson Eiga prestar að ræða stjórnmál í predikunum sínum? Eða eiga að vera skörp skil á milli kristniboðs og póli- tískra hugleiðinga? „Framtið þjóðarinnar hlýtur að koma kirkjunni við,” segir séra Sigurður Haukur Guðjónsson, í samtali við DB. Hann er þeirrar skoðunar að prestar ræði of litið um stjórnmál i predikunum sínum. Sjálfur vék séra Sigurður Haukur að Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. stjórnmálum og stjórnarmyndun i pre- dikun, sem útvarpað var frá Bústaða- kirkju sl. sunnudag. Hann sagði i predikun sinni að ef efnahagsvandinn væri jafn mikill og stjórnmálamenn hefðu fullyrt þá yrði hann ekki leystur án samvinnu allra flokka. Þá sagði séra Sigurður Haukur að sér þætti furðulegt að heyra þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðum biðja um umhugsunarfrest og kalla fyrir sig sér- fræðinga til að segja sér hver vandinn I efnahagsmálum væri. Hann vissi ekki betur en að stjórnmálamenn hefðu verið á ferð um landið fyrir siðustu kosningar og þá hefðu þeir sagzt vita hver vandinn væri og hvernig ætti að leysa hann. Fyrir fáum árum flutti séra Sigurður Haukur almennar hugleiðingar um þjóðmál með morgunbæn sinni í út- varpi. Það mæltist ekki vel fyrir og var hann látinn hætta. Innan kirkjunnar munu skoðanir vera nijög skiptar um samleið stjórnmála og kristniboðs. — GM HREvrai Simi 8 55 22 o OPNAISYNINGAHOLUNNI Ársalir opnuöu á laugardaginn íSýningahöllinni á Ártúnshöfða alhliða sölu á bílum ogbátum, nýjum ognotuðum, ogþegarfram ísœkiröðrum eignum ogvörum Ekkert innigjald_____________________________ Ársalir bjóöa yður glœsilegustu verzlunarsalarkynni landsins til ÓKEYPISafnota þegar þér viljið selja bíl eða bát Setjið bílinn á skrá_________________________ Starfslið Ársala mun leggja sigfram og veita yður beztu þjónustu sem völ erá. Símar okkar eru 81199 og 81410 o b £ 3 -v O

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.