Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978. 7 Bandaríkin: 3vir5ing við réttinn eða stjórnarskrárbrot — blaðamaður hjá stórblaðinu New York Times dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að neita að afhenda gögn sin í fimmföldu morðmáli í dag verður tekið fyrir í hæstarétti í New Jersey-riki i Bandaríkjunum áfrýjun stórblaðsins New York Times á máli, sem snýst um hvort einn blaða- maður þess þurfi að upplýsa dómara um gögn sín og heimildir í morðmáli einu eða verða dæmdur til fangelsis- vistarella. Blaðamaðurinn var í gær leiddur fyrir dómara i viðkomandi morðmáli. Vegna neitunar hans um að afhenda dóminum gögn sín var hann dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar og að greiða eitt þúsund dollara sekt. New York Times var aftur á móti dæmt til að greiða 100.000 dollara sekt. Var blaðamanninum Myron Farber stung- ið í fangelsi strax að dóminum upp- kveðnum en hann var látinn laus í gærkvöldi gegn tryggingu. Ellen Metsky, aðstoðarstúlka Peter Bourne og kunningjakona, sem hann útvegaði hinn umdeilda lyfseðil. Málarekstur þessi er vegna nýuppt- ekins morðmáls á hendur lækni ein- um, Mario Jascalevich, sem ákærður er fyrir að hafa drepið fimm manns á árunum 1965 og 1966. Er hann sak- aður um að hafa notað sérstök vöðva- slökunarlyf við verknaðina. Uppljóstranir blaðamannsins Farb- ers á tíu dularfullum dauðsföllum við sjúkrahúsið þar sem læknirinn starfar leiddu til þess að málið var tekið upp afturnúáratugsíðar. Verjandi læknisins hefur haldið þvi fram að upplýsingar þær sem blaða- maðurinn hafi aflað sér um málið geti komið hinum ákærða að gangi við vörnina. Hefur hann krafizt þess að fá að sjá þessi gögn. Blaðamaðurinn vísaði til banda- rísku stjórnarskrárinnar um að frjáls fjölmiðlun heimilaði honum að halda gögnum sínum leyndum. Dómarinn úrskurðaði þá að hann ætti að fá þau i hendur til að úrskurða hvort þau skiptu máli vegna morðákærunnar. Þessu neitaði Farber og var hann og stjórn New York Times fundin sek um að vanvirða réttinn með því framferði. Ekki er Ijóst hvenær hæstiréttur New Jersey-ríkis fellir dóm sinn. “ Carter vill ekki hassista i vinnu — starfsfólk Hvíta hússins sakað umaðreykja marijuana og neyta kókaíns Hamilton Jordan, einn helzti aðstoðarmaður Carters Bandaríkjafor- seta, las yfirlýsingu frá honum yfir starfsliði Hvita hússins. Þar sagði forsetinn að þeir sem neyttu marijuana og kókains ættu ekki heima I starfsliði hans og ættu að útvega sér nýja atvinnu. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frá- sagnar fyrrum ráðgjafa forsetans í málum er varða fiknilyf um að margir starfsmenn i forsetahöllinni neyttu marijuana.og kókaíns. Varð ráðgjafinn Peter Bourne að segja af sér fyrir nokkrum dögum vegna þess að upp komst að hann hafði útvegað vinkonu sinni deyfilyf undir fölsku nafni. Hefur Bourne einnig verið sakaðaur um að hafa reykt bæði marijuana og neytt kókaíns í samkvæmum i Washington. Hefur hann mótmælt þvi. Framkvæmd laga um neyzlu þessarra efna hefur mjög verið milduð i Bandaríkjunum á undanförnum árum. Eru uppi háværar raddir og jafnvel skipulagðar hreyfingar um að refsingar verði felldar niður fyrir neyzlu þeirra. Hefur það verið gert i raun i nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og i Alaska hafa refsingar fyrir neyzlu marijuana verið felldar úr iögum fylkisins. Bourne hefur haldið því fram opinber- lega eftir að hann sagði af sér embætti. að margir af starfsmönnum Hvíta hússins reyktu marijuana og neyttu kókaíns. Erlendar fréttir Hún er grunuð um að vera félagi I vestur-þýzkum skæruliðahópi, stúlkan, sem sést á myndinni i fylgd með bandarfskum lögreglumanni. Kristina Berster hin vestur-þýzka er annars tuttugu og sjö ára að aldri og var gripin er hún reyndi að komast yfir landamærin frá Kanada til Bandarikjanna. Reyndist hún auk þess vera með falsað vegabréf. Thailand: BLANDAÐISANDI OG MÖL í HRÍSGRJÓNIN Forsætisráðherra Thailands, Kriangsak Chamanand, dæmdi nýlega verksmiðjueiganda einn til ævilangrar fangelsisvistar fyrir að blanda sandi og möl saman við hrisgrjónarétti, sem , ætlaðir voru til útflutnings. Dómurinn var kveðinn upp sam- kvæmt sérstökum ákvæðum stjórnar- skrárinnar, sem heimila forsætisráð- herranum að kveða upp dóma án af- skipta venjulegra dómstóla landsins. Fyrirtækið þar sem hinir malar- bornu hrísgrjónaréttir voru framleidd- ir var auk þess dæmt til að greiða jafn- virði meira en fjórðungs milljarðar króna. Geti það ekki greitt þá upphæð munu eignir þess eiga að fara undir hamarinn. Verksmiðjustjórinn, sem hafði yfir- umsjón með hinni þokkalegu fram- leiðslu hlaut við sama tækifæri tutt- ugu og fimm ára fangelsi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.