Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18-OKTÓBER 1978
ERFIÐUR RODUR HJA KEFLVIKINGUNUM
— Atli Þór Héðinsson skoraði tvö mörk fyrir Herfölge
B1901 frá Falstri, sem Keflvikingarnir
Einar Ásbjörn Ólafsson og Sigurður
Björgvinsson leika með, fékk slæman
skell í 1. deildinni dönsku á sunnudag.
Tapaði þá 5—2 i Esbjerg og er I alvar-
legri fallhættu.
B1901 komst þó í 2—1 í leiknum og
skoraði Henning Skouboe bæði mörk
liðsins. Hann var stigahæstur hjá
Ekstrablaðinu eftir leikinn með 4 stig en
aðrir leikmenn liðsins fengu 3 — þar á
meðal Einar Ásbjörn.
Forusta Velje minnkaði í þrjú stig en
liðið tapaði 3—0 í Árósum fyrir AGF,
sem er í öðru sæti. Velje hefur 38 stig.
AGF 35 stig og Esbjerg er í þriðja sæti
með 34 stig. Þrjár umferðir eru eftir.
Staða neðstu liðanna er þannig:
Skovbakken
Kastrup
Næstved
Fredrikshavn
B1901
Köge
Randers
í 2. deild
27 9 6 12 40—45 24
27 8 6 13 35—37 22
27 8 5 14 32—42 21
27 7 7 13 37—48 21
27 7 7 13 41—55 21
27 7 6 14 24—44 20
27 6 4 17 37-73 16
lék Holbæk, liðið, sem
Borg nældi sér í 35 þúsund dollara
Björn Borg sigraði Vitas Gerulaitis,
landsliðsmanninn bandariska, 6—4 og
7—6 i úrslitum á fjögurra manna móti i
Essen í V-Þýzkalandi í gær. Fyrir
sigurinn hlaut Sviinn 35 þúsund dollara
fyrstu verðlaun. Hann er nú lang-tekju-
hæstur tennisleikaraheims.
Gerulaitis, sem aldrei hefur sigrað
Borg i keppni, hlaut 22 þúsund dollara
fyrir annað sætið. 1 keppninni um þriðja
sætið sigraöi ítalinn Adriano Panatta
Ástraliumanninn Rod Lave 6—1 og 6—
4. ítalinn fékk 14 þúsund dollara i sinn
hlut — Laver niu þúsund dollara.
á sunnudag
Stefán örn Sigurðsson leikur með, við
AB og varð jafntefli 2—2. Stefán var
ekki á markalista Holbæk. Liöið er í
sjötta sæti með 28 stig. Lyngby efst með
32 stig. Hvidövre, Nakskov og Fremad
hafa 31 stig.
í 3. deild hefur Herfölge fimm stiga
forustu eftir 26 umferðir af þrjátíu og
virðist öruggt um sæti í 2. deild næsta
keppnistímabil. Herfölge sigraði næst-
neðsta liði, Skamby, 8—0 á heimavelli á
sunnudag. Atli Þór Héðinsson skoraði
tvö af mörkum Herfölge. Hann hefur nú
skorað 10 mörk í 3. deild á keppnistíma-
bilinu og er annar markhæsti leikmaður-
inn hjá liði sínu. Herfölge hefur 40 stig.
Næst kemur Roskilde með 35 stig og
Viborg er í þriðja sæti með 34 stig.
APffttfÍs|
Heler ia« iur ★★ ★ Þið munið hann Geira
★ ★ Fljugandi furðuhlutir ★ Plakat: Þokkabót
Jón Pétur Jónsson var markhæstur Valsmann
snúið á FH-inga.
— sagði Jón H. Karlsson
á sunnudag—Hilmar Bj<
„Þetta verður eflaust mjög jafn leikur en ég
vona þá að Valur sigri með fjögurra til flmm
marka mun,” sagði Hilmar Björnsson, þjálfari
Vals í handknattleiknum, þegar hann ræddi við
blaðamenn um siðari leik Vals og norska liösins
Refstad í gær. Sá leikur verður á sunnudag i
Laugardalshöll. Hefst kl. 15.00 og Valsmenn
þurfa að sigra með þriggja marka mun til að
komast i aðra umferð Evrópukeppninnar —
keppni meistaraliða.
„Valsliðið lék að ýmsu leyti vel í fyrri leik
liðanna i Osló,” sagði Hilmar ennfremur „en illa
var þó farið með góð færi. Ellefu sinnum mis-
notuðu Valsmenn dauðafæri — það er þegar þeir
áttu aðeins markvörðinn eftir. Fjórum sinnum
var stigiö á linu. Tvisvar skotið í stangir og þrjú
vítaköst voru ekki nýtt. Ég vona að það gangi
betur i slíkum færum í Laugardalshöll á sunnu-
daginn.
Refstad er allgott lið og efst i 1. deildinni
norsku. Það er erfitt að leika gegn því. Það leikur
skynsamlegan bolta hefur sterka vörn og góða
markverði. Heldur boltanum lengi — biður. Við
munum leika eðlilega framan af leiknum — leika
þann leik, sem Valsliðið oftast leikur — en við
þurfum að vinna upp tveggja marka mun. Það
getur orðið til þess, þegar líður á leikinn, að við
þurfum að gripa til ýmissa ráða — og lagt verður
kapp á hröð upphlaup.
Ég vcit ekki ennþá hvernig endanleg skipan
Valsliösins verður á sunnudag. Brynjar Kvaran,
markvörður, og Gisli Blöndal eiga við meiðsli að
striða — Císli meiddist fljótt í leiknum í Osló —
og ekki er alveg vist að þeir geti leikið. Við eigum
hins vegar leynivopn. Stefán Gunnarsson, fyrirliði
Valsliðsins, lék ekki með í Osló en verður með á
sunnudag — og þá eru líkur á að Ólafur
Benediktsson, landsliðsmarkvörður, verði í marki
Vals. Ólafur er ekki i mikilli æfingu en mun leika
sinn fyrsta leik með Val eftir Sviþjóðardvölina
gegn Víking í úrslitum Reykjavikurmótsins á
fimmtudag. Ef hann stendur sig vel þar eru allar
líkur á að hann leiki gegn Norðmönnum,” sagði
Hilmar Björnsson ennfremur.
„Norska liðið er með sterka hornamenn og við
þurfum að hafa góðar gætur á þeim. En leikurinn
á sunnudag leggst vel í mig. Ég held að við
sigrum með fjögura marka mun,”sagði Jón H.
Karlsson, sem var fyrirliði Valsliðsins í leiknum i
Osló. „Við þekkjum leikmenn norska liðsins nú