Dagblaðið - 18.10.1978, Síða 15

Dagblaðið - 18.10.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18.QKTÓBER 1978 GERRY RAFFERTY ÁTTIAÐHUÓÐ- RITA PLÖWHÉR Skyndileg velgengni kom í veg fyrir að afþvígætiorðið Hljómplatan sem Dagblaðs- lesendum stendur til boða með 25% afslætti næstu tíu dagana nefnist City To City. Hún er önnur sólóplata laga- og textasmiðsins, söngvarans og gítarleikarans Gerry Rafferty. Hún kom út snemma á árinu og hefur farið sigurför um heiminn, meðal annárs komizt í fyrsta sæti bandaríska LP plötulist- ans. Tvö lög af City To City hafa einnig gert það gott á litlum plötum. Fyrst skal þar nefna Baker Street, lag sem óþarft ætti að kynna popp- siðulesendum frekar. Hitt er Right Down The Line! Það er nú á hraðri uppleið á bandaríska vinsældalistan- um og hefur þegar náð fyrsta sæti „easy listening” listans. Gerry Rafferty er einn af sér- vitringunum í tónlistarheiminum. Hann neitar að fara i hljómleika- ferðalög til að örva sölu platna sinna, nema hann langi sjálfan til að fara — segist vilja lifa lífi sínu óháð ákvörðunum hljómplötuút- gefenda. Vegna þessarar sérvizku datt forráðamönnum United Artists fyrirtækisins, sem gefur plötur Raffertys út, að tilvalið væri að bjóða honum að taka næstu plötu sina upp á íslandi. Af því varð þó ekki. íslandsferð athuguð Forsaga þess máls er sú að hátt settir yfirmenn United Artists komu hingað til lands i maí síðastliði'num i fylgdarliði rokkhljómsveitarinnar Stranglers. Þeir urðu svo hrifnir af móttökunum að þá langaði til að endurgjalda þær á einhvem hátt og buðust því til að beita áhrifum sinum til að fá Gerry Rafferty til taka upp i Hljóðrita. Er þetta gerðist var lagið Baker Street fyrir stuttu búiö að komast í fyrsta sæti enska vinsældalistans og var farið að síga niður á við. En þá gerðist það, sem fáir virðast hafa búizt við. Platan tók að rokseljast í Bandaríkjunum og var m.a.s. á toppnum um nokkurra vikna skeið. Unitdd Artists-menn voru nú ekki lengur með virtan skozkan tónlistarmann I höndunum, heldur alþjóðlega stjörnu og þá breyttist viðhorfið að sjálfsögðu. Stofnaði Stealers Wheel Ferill Gerry Rafferty hófst fyrir 10 árum er hann gekk til samstarfs við Billy Connolly og stofnaði með honum hljómsveitina Humbelbums. Samstarf þeirra stóð i þrjú ár. Á þeim tíma tóku þeir upp eina Gerry Rafferty — Semur lög af kaldhæðni um „mfisíkbísnissinn”. breiðskífu sem bar nafn hljómsveitarinnar. Árið 1971 sendi Rafferty frá sér sína fyrstu sólóplötu, Can 1 Have My Money Back? Nafn hennar gefur til kynna það kaldhæðnislega raunsæi gagnvart líferni tónlistar- manna og þeirra sem fara með viðskiptamál þeirra. Plata þessi vakti verulega athygli á hæfileikum Gerry Raffertys sem lagasmiðs. Á Can I Have My Money Back léku tónlist- armennirnir Joe Egan og Rab Noakes meðal annarra með Rafferty. Þetta samstarf leiddi til þess að Gerry Rafferty og Rab Noakes stofnuðu saman hljómsveitina Stealers Wheel. Áður en til þess kæmi að hljómsveitin tæki upp sína fyrstu plötu hætti Noakes og Joe Egan kom i hans stað. Gerry og Joe áttu síðan eftir að vinna saman í ELLÝ VILHJÁLMS OG EINAR JÚLÍUSSON SYNGJA LÖG EFTIR JENNA JÓNS I - Þórir Baldursson útsetti tónlistina Brúnaljósin brúnu, Ömmubæn og Vökudraumur eru lög sem flestir íslendingar, komnir yfir tvítugt, kannast við. Höfundur þeirra er Jenni Jóns. Einhvern næstu daga kemur á markaðinn hljómplata með tólf af lögum Jenna í útsetningu Þóris Baldurssonar. Hljóðritun plötu þessarar fór fram í tveimur löndum. Allur hljóðfæra- leikur var tekinn upp í Þýzkalandi en síðan var söngurinn hljóðritaður hér á landi —. hjá Tóntækni hf. Það eru söngvararnir Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson sem sjá um hann — bæði gamalreynd i faginu. Elly hefur sungið inn á fjölda hljómplatna á ferli sinum en platan með lögum Jenna Jóns er sú fyrsta á síðastliðn- um sex árum. Síðast söng Elly tólf jólalög inn á plötu með Vilhjálmi bróður sínum. Einar Júlíusson hefur sömuleiðis komið í stúdíó áður, síðast með hljómsveitinni Pónik fyrir sex árum. Þessi plata verður fyrsta LP-platan sem hann syngur inn á. Lög Jenna Jóns, sem valin hafa verið á plötuna, eru gamalkunn. Flest komu þau fram á árunum 1950—60 með ýmsum flytjendum. 1 meðförum Þóris Baldurssonar hafa lögin verið færð í nútímalegri bún- ing. — Þórir starfar stöðugt erlendis við hljóðfæraleik og stúdíómennsku. Útgefandi plötunnar er SG-hljóm plötur. -ÁT Stealers Wheel að fara yfirum um þærmundir. Fríí þrjú ár Stealers Wheel þar til hljómsveitin var lögð niður. Hlutu þegar frá- bærar viðtökur Fyrsta plata Stealers Wheel var tekin upp árið 1973 og hlaut sérlega góðar viðtökur, — ekki ósvipaðar viðtökur og City To City í ár. Á plötunni var eitt lag, Stuck In the Middle With You, sem sló svo hressilegai gegn að það gerði hljómsveitina heimsþekkta á einni nóttu. Fyrstu plötunni var siðan fylgt eftir með Fergusile Park ári síðar. Á henni var eitt lag, Star, sem gaf Stuck In The Middle With You litið eftirí vinsældum. Þriðja Stealers Wheel platan, Right Or Wrong, var gefin út árið 1975. Hún fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda en seldist ekki eins vel og hinar fyrri. Það stafaði meðal annars af óbeit Gerry Raffertys á að fara í hljómleikaferðir. Þá var fyrir- lagenn og kallar lagið Á eyðieyju. tækið sem sá um framkvæmdastjórn -ÁT. Eftir að Stealers Wheel var lögð niður lét Gerry Rafferty sig hverfa úr sviðsljósinu. Hann fluttist heim til Skotlands. Um þriggja ára skeið átti hann í alls kyns erfiðleikum vegna samningsbrota og lélegrar fjármála- stjórnar á Stealers Wheel. Þeim erfiðleikum er nú aflétt og Gerry er frjáls að gera það sem honunt sýnist. Platan City To City er vafalaust sú bezta sem Dagblaðið og Hljóm- deild Karnabæjar hafa boðið upp á með 25% afslætti til þessa. Hún er ákaflega jafngóð, — ekkert lag öðru betra. Þekktustu lög plötunnar auk þeirra sem nefnd voru í upphafi eru vafalaust titillagið City To City og Island. Það siðarnefnda lék hljóm- sveitin Brimkló inn á plötu sina Eitt KLIPPIÐ JBÍAÐIÐ frjálst, úháð ringhlail Til að auðvelda Lesendum Dagblaðs- ins að uuka við plötusafnið býðurþað og hljómdeild Karnabœjar 25%, já, FJÖRÐUNGSAFSLÁTT á verði neðanskráðrar hljómplötu. Tilboð þetta gildir næstu tíu daga. Nafn• TIU DAGA! 25% lAFSLÁTTUR Heirnili ■ fa.* Nafn Plötu jNajnP^- CITY TO CITY Þórir Baldursson útsetjari og upptökustjóri ásamt Einari Júllussyni söngvara. Elly Vilhjálms syngur meó Einari á plötunni. Gegn framvísun þessa útfyllingarseöils fœröu plötuna afhenta meö 25% afsltetti. Móttaka er I verzlunum Kamabæjar að Laugavegi 66, A usturstrœti 22 ogi Glœsibœ. Einnig i verzlununum Cesar á Akureyri, Fataval i Keflavik, Eplinu á Akranesi og Eyjabœ I Vestmannaeyjum. tbáar annars staðar að af landinu geta fengið plötuna senda Ipóstkröfu með þvl að póstsenda seðilinn með nafhi og heimilisfangi sinu. Allar upplýsingar eru veittar l símum 91-28155 og-19490.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.