Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 1
vestur — eittdýreða fleirie.t.v. seld til lapans Laust fyrir hádegið lenti á Lindbergh- flugvelli við San Diego í Bandarikjunum Flugleiðaþota með háhyrningana fjóra, sem Sædýrasafnið hefur selt bandarísk- um dýragörðum. Fimmti háhyrningurinn, sem Banda- ríkjamennirnir hafa einnig keypt, bíður hérlendis eftir innflutningsleyfi til Bandaríkjanna og verður hann trúlega fyrst fluttur til Bretlands. Ef til vill verður hann seldur þar ef ekki fæst inn- flutningsleyfi fyrir hann í Bandaríkjun- um. Komið hefur til tals að eitt dýr eða fleiri verði seld til Japans eða Ástraliu. Nánari upplýsingar um háhymingasöl- una var ekki að fá í morgun, enda fór framkvæmdastjóri Sædýrasafnsins á sjó i nótt til frekari háhymingsveiða. . ÖV m ------------► Fulltrúa bandarísku kaupendanna taka einum háhyrningnum blóð áður en haldið var af stað til Bandaríkjanna frá Grinda- vik i nótt. DB-mynd Hðrður Háhyrn- ingarnir komnir frjálst, úháð 4. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 - 237. TBL. RITSTJÓRN SÍÐÚMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.- AÐALSÍMl 27022. fSöluverð InFDhl tUU 1 ÆDtlM CVD 1 dagblaðanna: JlfltlmVI U%H J talfLIN rTK IR AFKOMU DAGBLAÐANNA — segir verðlagsstjóri og ber þar með annað fyrir Verðlagsdómi en formaður verðlagsnef ndar „Ég lagði þessa beiðni fyrir nefndina, án þess að gera grein fyrir afkomu blaðanna eða gera tillögu um afgreiðslu beiðninnar.” Svo segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri meðal annars í bréfi sínu til Verðlags- dóms dags. 19. þessa mánaðar. í yfirheyrslum fyrir Verðlagsdómi hinn 10. þessa mánaðar sagði Björgvin Guðmundsson, formaður verðlagsnefndar, að verðlagsstjóri hefði lagt fram samandregnar niðurstöður um afkomu blaðanna fyrir verðlagsnefnd. Verðlagsdómur fjallar nú um kæru viðskiptaráðherra á Dagblaðið og Visi fyrir að hafa hækkað verð sitt i 120 krónur í stað 110 krónur eins og verðlagsnefnd hafði úrskurðað. 1 bréfi sínu segir verðlagsstjóri ennfremur að hann hafi rætt við formann verðlagsnefndar fyrir fund- inn, þegar tilkynning um verðhækkun dagblaðanna var tilkynnt. Hafi hann (verðlagsstjóri) gert for- manninum grein fyrir þvi að afkoma dagblaðanna hafi verið ærið misjöfn á árinu 1977 eins og oft áður. - ÓG Furðuljós á lofti: „Náin kynni” í uppsiglingu „Fyrsta tilkynningin um þessi furðuljós barst kl. 18.25 í gær. Hún kom frá Keflavík. Skömmu síðar kom tilkynning frá Grundartanga og síðan komu þær hver á eftir annarri,” sagði Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ í samtali við DB í morgun. En í gærkvöldi barst Slysavarnarfélagi íslands fjöldi tilkynninga um furðuleg ljósfyrirbæri á lofti. Hannes sagði að þessar tilkynningar hefðu borizt á tímabilinu 18.25— 18.55 allt frá Finnbogastöðum á Ströndum suður um til Reykjavíkur og austur um, lengst frá Hvassa- fellinu, sem var statt 100 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði. Sagði Hannes að mjög margar tilkynningar hefðu borizt og lýsingarnar verið fjölbreytilegar. Hafði fyrirbærinu ýmist verið lýst sem hvítu, grænleitu eða fjólubláu, og að það hafi ýmist hreyfzt i vestur eða austur, upp eða niður. Hannes sagði að augljóst væri að hér gæti ekki verið um neyðarljós að ræða eins og sumir jseirra töldu er tilkynntu um jjetta. Hannes sagði að ómögulegt væri að geta sér til um hvaða fyrirbæri hér hefði verið um að ræða. -GAJ- Upplagstölur dagblaðanna Meðalupplag Dagblaðsins er tuttugu og átta þúsund eintök alla daga nema mánudaga. Þá fer upplagið upp í þrjátiu og þrjú þús. eintök. Meðalupplag Vísis er aftur á móti tuttugu og þrjú þús- und eintök á virkum dögum en suma daga færi upplagið um og yfir þrjátíu þúsund eintök. Þessar upplýsingar komu fram í yfir- heyrslum fyrir Verðlagsdómi i gær yfir Sveini R. Eyjólfssyni framkvæmdastjóra Dagblaðsins og Herði Einarssyni stjórnarformanni Reykjaprents hf., sem gefur út Vísi. Samkvæmt upplýsingum sömu manna eru tölvuskráðir áskrifendur Dagblaðsins um fimmtán þúsund en þá eru áskrifendur á minni stöðum úti á landi ekki taldir með. Áskrifendur Vísis eru milli tiu og ellefu þúsund á öllu landinu og forráðamenn Visis eru óánægðir ef lausasala fer niður fyrir tíu þúsund á dag. - ÓG Einn lesenda DB vill bæta ú r skömm kerf is- ins gagnvart heyrn- arskertum dreng Vill gefa senditæki „Það vill svo til að ég á þráðlausan FM sendi, sem hvert lítið FM útvarp getur tekið við sendingum frá og vil ég lána eða gefa Gunnari Þór það tæki til að bæta úr vanda hans,” sagði einn 'lesenda DB i viðtali við blaðið í gær. Hann heitir Stefán Ásgeirsson. Telur hann víst að auðvelt verði að tengja heyrnartæki Gunnars Þórs við litið FM útvarpstæki. Stendur boð Stefáns hér með.en eins og blaðið skýrði frá fyrr í vikunni hefur tryggingaráðherra heitið því að taka málið strax til athugunar og gera allt til að leysa það farsællega. .G.S,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.