Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 8
8. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 Ætla ekki að gera smiðjuna að slökkviæfingarstað..." .Svona á að bera sig að. segir einn blikksmiðurínn og sýnir hvernig fara á að við að slökkva elda. DB myrdir Bj.Bj. Stereoskápur. Stærð 150x40. Kr. 35.300. /a a a a a a C. Q C; L j 31 Z! □ e:..C3 Liu ].)Trr?Ov * _ji___iJuiJDrní^T Jón Loftsson hf. rT^T ‘ Hringbraut 121 Sími 10600 Stereoskápur. Stmrð 120 x 40. Kr. 31.900 SENDIBÍLAR tilleiguán ökumanns Verð pr. 24 klst kr. 4900.00 og p km kr. 49.00. VEGALEIÐIR I Sigrúni 1 — Símar 14444 og 25555 mikilvægum æfingum. Að sögn nemenda var þetta mjög fróðlegt og nauðsynlegt og sagði einn þeirra að fólk nánast kláraði úr tækjun- um áður en því gæfist tækifæri á að slökkva eldinn og er þar eingöngu van- kunnáttu um að kenna. í kjölfar þessa námskeiðs tóku fleiri félög að halda námskeið, t.d. Verkalýðsfélagið í Kefla- vík og J.C. hér í Reykjavík. Vilja þau vekja áhuga fólks á þessu þvi mikið er i húfi og getur það afstýrt milljónatjóni ef menn kunna meðferð slökkvitækja. Einnig vildu þeir vekja tryggingafélögin til umhugsunar um að leggja meiri áherzlu á aðgerðir til eldvarna. Fram- hald verður á æfingum þessum næsta ár og er vonazt til að þær verði fjölmennari en nú. G.H.P. m Nemendur úr bjikksmiðjunum ásamt Kristjáni Ottóssyni, formanni Félags blikksmiða (með gleraugun), og Brynjólfi Karlssyni slökkviliðsmanni sem kenndi meðferð slökkvitækjanna. Merkilegt frumvarp: LÍFEYRISSJÓÐUR ÍSLANDS AFTUR A ALÞINGI „Þetta kerfi fær ekki staðizt til lengdar og þúsundir manna eru af- skiptar I þessum málum. Rétta verður hlut þessa fólks og koma á betri skipan þessara mála,” segir I greinargerð með frumvarpi til laga um Lífeyrissjóð tslands. Guðmundur Garðarsson lagði fram í ársbyrjun 1976 hliðstætt frumvarp. Það náði ekki fram að ganga og býr þjóðin enn við lítið breytt ástand í líf- eyrismálum. „Þótt nokkrar breytingar til batn- aðar fyrir lífeyrisþega hafi átt sér stað eftir að frumvarp l. flutningsmanns var lagt fram á sínum tima, býr megin- hluti þjóðarinnar enn við ófullkomið, flókið og ranglátt kerfi,” segir einnig í upphafi langrar og itarlegrar greinar- gerðar fyrir frumvarpið sem nú er flutt af Guðmundi H. Garðarssyni, Oddi Ólafssyni, Eyjólfi K. Jónssyni og Guð- mundi Karlssyni. Dagblaðið fjallaði um þetta merka þingmál þegar það var á dagskrá á sínum tíma, eins og að ofan greinir. Hugmyndin með frumvarpinu er sú að stofnaður verði sameiginlegur tryggingasjóður allra landsmanna. Hafi hann það hlutverk að annast líf- eyristryggingar samkvæmt reglum sem frumvarpið vikur frekar að. Sjóðurinn heiti Lífeyrissjóður íslands. Ráð er fyrir því gert að Lífeyris- sjóður Islands veiti ellilifeyri, örorku- lífeyri og barnalifeyri á grundvelli ævi- tekjuhlutfalls. í greinargerð er minnt á breytingar sem gerðar hafa verið til bráðabirgða á grundvelli samninga á milli aðila vinnumarkaðarins en án frumkvæðis Alþingis. Nefndir hafa verið settar á stofn en ekki skilað áliti. Flutnings- menn benda á að allar meiriháttar breytingar í jafnyfirgripsmiklu máli hljóti að eiga sér talsverðan aðdrag- anda. Málið krefjist nákvæmrar um- ræðu og samráðs viö mikinn fjölda aðila. Flutningsmenn telja mikilvægt að ekki sé lengur látið dragast að koma lífeyrismálum landsmanna i viðunandi horf. Vænta þeir þess að lög verði samþykkt svo að þau geti komið til framkvæmda I. janúar 1980. - BS Lendingar og flugtök aðra hverja mínútu Ekki verður því á móti mælt að flug er orðið almannaeign. 1 skýrslu flug- málastjórnar fyrir síðasta ár má sjá að fjölgun flugtaka og lendinga véla er 15.5% á siöasta ári. Hreyfingar vél- anna eru samtals 212.393 talsins. Viö það má bæta að í einu ári eru 525.600 mínútur svo sjá má að aðra hverja mínútu eöa svo er flugvél annaöhvort að lenda eða í flugtaki á einhverjum hinna 37 flugvalia landsins. Farþegar sem leið áttu um vellina voru samtals 1.002.162 en þar með eru taldir far- þegar sem komu við á Keflavikurflug- velli. Fjöldi flugvéla af ýmsum gerðum var um áramót 126. Aðalfundur Taftfélags Reykjavíkur veöur haldinn að Grensásvegi 46 mánudaginn 30. október og hefst kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. — segireinn blikksmiðjueigandinn héríborgerhonum varboðið að mennta menn sína ínotkun slökkvitækja „Nei takk, ég ætla ekki að gera smiðj- borgina að undanförnu fyrir forgöngu una að neinum slökkviæfingarstað,” svaraði eigandi einnar blikksmiöju I Reykjavík er til stóð að halda þar slökkviæfingu, námskeið í meðferð slökkvitækja á staönum. Þess háttar æfingar hafa verið haldnar víða um Félags blikksmiða og blikksmiðjueig- enda I samráði við Slökkvilið Reykja- víkur. 1 viðtali við DB skildu forráðamenn námskeiðsins ekki þann hugsanagang að banna mönnum sínum að taka þátt I svo Éghefopnað tannlæknastofu að Hraunbæ 102 (Heilsugæslustöðinni Árbæ). Sími 71500. Elfn Guðmannsdóttir tannlæknir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.