Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 2 r Ofyrirgefanleg hegðun vagnstjóra Unnar M. Andrésson skrifan Að gefnu tilefni vil ég gera smá- athugasemd við framkomu vagnstjóra hjá SVR. Ég vil taka það fram að ég á hér við einn ákveðinn mann, þótt ég láti ei nafns hans getið. Mig furðar mjög að sá maður skuli gegna jafn ábyrgðarmiklu starfi og raun ber vitni. Dag einn fyrir skömmu, kl. 17.30, kom kona mín til mín á vinnustað og var henni mjög brugðið enda sagði hún farir sinar ekki sléttar. Hún hafði sem sé skömmu áður tekið leið nr. 11 við Grímsbæ og inn í Blesugróf, þar sem við búum, og þar byrjuðu erfiðleikarnir. Hún var með litla dóttur okkar i kerru með sér. Þegar vagninn kom opnaðist fremri framhurð hans og farþegamir stigu inn, allir nema konan mín af því að hún beið eftir því að bílstjórinn opnaði aftari framhurðina til þess að hún kæmist inn með kerruna. En bílstjóri lokaði hurðinni áður en af því gæti orðið og ók af stað. Konu minni tókst þó að stöðva hann með því að berja alla hlið vagnsins aftur að afturhurðinni. Þá loksins kviknaði á perunni hjá mannkerti þessu og honum varð Ijóst að bað eru tvær Raddir lesenda hurðir að framan. Aftari hurðin gegnir m.a. því hlutverki að hleypa inn fólki sem er með fyrirferðarmikla hluti með sér, eins og t.d. barnakerrur. En nú kemur kjarni sögunnar. Þegar kona mín steig af „lestinni” inni i Blesugróf varð alvarlegt og ófyrirgef- anlegt atvik. Konan min fer sem sagt út úr vagninum og er að koma kerrunni með barninu út þegar afturhurðin skellur aftur og klemmir kerruna fasta. Vagninn ekur af stað og þarna upphefst kapphlaup upp á líf og dauða. Móðrin hékk 1 kerrunni til að verja barnið falli (barnið er 16 mánaða gamalt) þar til ferðin var orðin svo mikil að hún varð að sleppa. Til allrar „guðs lukku” tókst farþegum sem í vagninum voru að vekja blessaða mannugluna sem sat undir stýri og allt fór vel, þótt ótrúlegt sé. Manngreyið meira að segja reis upp úr sæti sínu og spurði hvort einhver væri slasaður og hvort kerran væri eitthvað skemmd. Konan mín, sem er þýzk og hefur aðeins verið hér á Fróni i tvö ár, gleymdi í skelfingu augnabliksins íslenzkunni, sem hún hefur þó lært mjög vel, og gat því engu svarað. Það má geta þess í lokin að hún er komin 6 mánuði á leið og er alveg ófyrirséð hvaða áhrif svona áföll geta haft á þungaðar konur. Ég vil að lokum ítreka það, að þetta á ekki við um strætisvagnabilstjóra yfirleitt. Mikil ábyrgð er lögð á herðar þeim sem aka fólksflutningabifreiðum. Bakkabræðurnir Van der Merwe Viggó Oddsson skrifar: Allar þjóðir eiga sína Bakkabræður og tilheyrandi kímnisögur. I suður- hluta Afriku er Van der Merwe, óþrjótandi lind af gamansögum. Um 20 þúsund manns með þessu nafni búa i S-Afríku, enda er ættin frá fyrsta landnámi í Cape Town. Merwarnir eru taldir fremur grunnhyggnir, sumir meinslungnir i ofanálag. Nýjasta sagan er svona: Kvöldskólinn Maður spurði Van der Merwe: „Veiztu hver er forseti Bandaríkj- anna?” „Nei” sagði V.dM. „Það er Carter. En hver er forsætisráðherra í Englandi?” V.d.M. vissi það ekki heldur. Maðurinn sagði: „Það er leiðinlegt að vera svona fáfróður, hvi ferðu ekki í kvöldskóla og lærir eitt- hvað?” Van der Merwe svaraði þá: „Af því þú ert nú svo fróður, hver er Jan Westhuisen?” Það vissi kunning- inn ekki svo V.d.M. sagði: „Hann fer í kvöldskóla og dansar við konuna þína þar á hverju kvöldi.” Jarðarförin Fyrir nokkru var boltaleikur á milli Frakka og S-Afríkumanna, en hér suður frá eru menn með ólæknandi sportdellu. Leikvangurinn var þéttset- inn en það var autt sæti við hlið eins Van der Merwe. Maður sem varð að standa spurði hvort hann mætti sitja þarna. „Nei,” sagði V.d.M., „þetta er frátekið handa konu minni.” „En hún er ekki hérna,” sagði maðurinn. „Auðvitað ekki, hún er dáin,” sagði V.d.M. „Af hverju gefurðu þá ekki kunningjum þínum aðgöngumiðann?” spurði manni. „Ég get það ekki, þeir eru allir við jarðarförina,” sagði Van der Merwe. Flugvól uppi á þaki Rétt fyrir utan Jóhannesarborg er bilaverkstæði og bensínsala. Eig- andinn er Van der Merwe. Á þaki verkstæðisins heftír hann komið fyrir heilli Skymaster eða þess konar flug- vél, sennilega keypt hana á uppboði sem brotajárn en hvorki borgað sig að gera flugvélina upp né bræða málminn svo flugvélin er notuð sem auglýsing við veginn. Ég leit þar inn og sá Merwe, stóran og feitan Búa með „tunnubrjóst”, eða „hyperman” stærð, en léleg var þjónustan. Járnbrautar- klósettið Einn Van der Merwe hafði unnið 50 ár við járnbrautirnar. Þegar hann fór á eftirlaun var honum boðin ein- hver gjöf. Hann sagðist helzt vilja fá gamlan farþegavagn með eldhúsi og klósetti settan á teina rétt hjá járn- brautarlínu þar sem hann gæti horft á lestirnar streyma framhjá. Þetta fékk hann. Næst þegar stöðvarstjórinn átti leið framhjá vagnhýsi V.d.M., sá hann að hann var að ýta vagninum. í baka- leiðinni var kona V.d.M. að ýta vagn- inum til baka. Stöðvarstjóranum þótti þetta svo skrýtið að hann fór af lest- inni á næstu stöð, tók leigubíl og heim- sótti gamla manninn og spurði hvers vegna þau hjónin væru alltaf aö ýta vagninum afturábak og áfram. „Nú,” sagði Van der Merwe, „það er allt út af þessum bannsettu reglugerðum, það er bannað að sturta úr klósettinu þegar vagninn er kyrrstæður.” Það hafa verið gefnar út bækur fullar af Van der Merwe sögum og nýjar skrýtlur verða til hér fyrir sunnan á hverjum degi um þetta undarlega fólk. Gæta veröur sérstakrar varúðar i umferðinni þar sem börn eru að leik eða á leið 1 skóla. DB-mynd Hörður. Munið Ijósin og endurskinsmerkin Kona sem er á ferð árla morguns hringdi: Er ég var á leið til vinnu i morgun tók ég eftir því að a.m.k. þrír til fjórir hjólandi vegfarendur voru hvorki með Ijós né glitauga á hjólum sínum. Getur þetta skapað mikla hættu í umferðinni í mesta skammdeginu. Einnig mætti minna gangandi veg- farendur á að hafa endurskinsmerki á sér. Það er stórhættulegt að keyra þar sem börn eru á leið tii skóla, því þau nánast hlaupa yfir götuna og á milli bíla þar sem engin götuljós eru. Heimilis- iæknir svarar fladdir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislœknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.