Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 13
stund. Ekki má skipta um leikmenn og þegar einhvern einn þeirra gefst upp er keppninni lokið. Keflvísku leikmennirnir eru ákveðnir í þvi að hnekkja íslandsmeti Vest- mannaeyinga frá í sumar en nokkrir strákar í Eyjum léku þá samfleytt i 24 Sex leikmenn Iþróttabandalags Kefla- vfkur koma tilmcð að standa I ströngu um helgina. Maraþonknattspyrnukeppni hefst kl. 14.00 á laugardag I Iþróttasal barnaskólans — og kapparnir munu leika og leika þar til einhver þeirra getur ekki meir. ' Þessir sex knattspymumenn eru Gísli Torfason, Ólafur Júlíusson, Friðrik Ragnarsson, Guðjón Þórhallsson, Þórður Karlsson og Ingiberg Óskarsson. Þeir leika samkvæmt alþjóðareglum um maraþonkeppni — þrír og þrír í liði. Fimm mínútna hvíld á hverri klukku- klukkustundir. Heimsmetið mun vera þrír sólarhringar og níu klukkustundir til viðbótar en ekki munu keflvísku leik- mennirnir neitt hafa i huga að eiga við það. Hérer umskemmtilegt framtak leik- mannanna sex að ræða og eitt er vist, að margir munu leggja leið sína i iþróttasal barnaskólans um helgina. í sambandi við keppnina verður efnt til áheita — fjáröflunar fyrir keflviska knattspyrnu. Ýmsir hafa heitið að leggja fram 100 krónur fyrir hverja klukku- stund, sem leikið verður —og er söfnun í gangi í Keflavík og viðar. Meðal annars gengið i hús í Keflavik til að safna undir- skriftum. Það hefur komið í ljós, að margir hafa hug á þvi að leggja góðu málefni lið og skrifað sig á listana, sem i gangi eru. Þaö var greinilegt að þaö voru örþreyttir Valsmenn, sem hófu vörn íslandsmeistaratitils sins i handknatt- leiknum i gær á fjölum Laugardals- hallarinnar gegn nýliðunum í 1. deild, Fylki úr Arbænum. Þrír mjög erflöir leikir vikuna á undan — þar af tveir Evrópuleikir — sátu i Valsmönnum. Það kom þó ekki að sök. Valur sigraði i leiknum en leikmenn liðsins áttu þó i hinum mestu erfiðleikum með nýliðana lengi vel. Þó þreyta væri I Valsmönnum voru Fylkismenn orðnir enn þreyttari í lokin. Siðustu sjö minúturnar breyttu Valsmenn stöðunni úr 12—11 f 15—11. Skoruðu þrjú sfðustu mörk leiksins. Handknattleikurinn, sem liðin sýndu, var ekki burðugur og heppni Valsmanna að mæta að þessu sinni ekki sterkara liði. Hraði sáralítill og skotfimin í algjöru lágmarki. Eftir 22 mín. leik höfðu aðeins verið skoruð fjögur mörk. Staðan 2—2. Aðeins rofaði til loka- mínútur hálfleiksins og þá talsvert skorað. Valsmenn skoruðu á undan — Fylkir jafnaði. Staðan í hálfleik 6—6 og þá höfðu allar jafnteflistöflur sézt. Jafnt var einnig framan af síðari hálf- leiknum. Fylkir komst yfir 7—6, Valur jafnaði og um miðjan hálfleikinn var orðinn þriggja marka munur, 11—8 fyrir Val. En Fylkir gafst ekki upp. Minnkaði muninn niður í eitt mark tvívegis, 11—10 og 12—11 en loka- kaflinn var svo Vals þrátt fyrir alla þreytuna frá stórleikjunum. Það var skiljanlegt, að Valsmenn næðu sér ekki á strik í þessum leik eftir það, sem á undan var gengið. En þeir færðu sér vel I nyt mistök Fylkismanna. Sendingar leikmanna Árbæjarliðsins voru oft slæmar — og mjög þreytulegar undir lokin. Það nýtti Bjarni Guðmundsson, sá eldfljóti piltur, sér vel. Komst hvað eftir annað inn í sendingar. Brunaði einn Upp og skoraði. Það eru margir stórir, sterkir piltar i Fylki og varnarleikur liðsins þokkalegur. Markvarzla Jóns Gunnarssonar góð. Hins vegar skortir liðið hraða — og betra úthald. Ef Pétri Bjarnasyni þjálf- ara tekst að kippa því i liðinn hefur Ragnar Árnason 1, Stefán Hafsteinsson 1 ogGunnar Baldursson 1/1. Brottvísanir af leikvelli. Einar Einars- son, Fylki, 4 mín. (tvívegis), Stefán Hafsteinsson og örn Hafsteinsson, Fylki, tvær mín. hvor. Þorbjörn Jens- son, Val, tvær mín. Dómarar Björn Kristjánsson og Gunnlaugur Hjálmars- son. -hsfm. Fylkir möguleika á að halda sæti sinu I deildinni. Fylkir leikur nú I fyrsta sinn í 1. deild. Mörk Vals skoruðu: Bjarni 5, Jón Karlsson 5/3, Þorbjörn Jensson 2, Jón Pétur Jónsson 2 og Þorbjörn Guðmundsson 1. Mörk Fylkis: Sigurður Símonarson 2, Einar Ágústsson 2, Einar Einarsson 2, Halldór Sigurðsson 2/1, valdur tra, getir tvær breytingar á liði sinu frá jafnteflisleiknum 0—0 við trland f sömu keppni. Sammy Morgan, Sparta Rotterdam, verður miðherji og Terry Cochrane, Middlesbro, kantmaður. trska liðið er þannig skipað. Pat Jennings, Pat Rice og Sammy Nelson, Danir verða án sjö fastamanna — flestra beztu knattspyrnumanna sinna — I Evrópuleiknum gegn Norður-trum f Belfast I dag m.a. Alan Simonsen. Hins vegar verður Henning Jensen, Real Madrid, f danska liðinu. Danny Blanchflowcr, landsliðsein- Arsenal, Allan Hunter, Ipswich, Jimmy Nicholl, David McCreery og Sammy Mcllroy, Man. Utd. Martin O’Neil. Nottm. Forest, Gerry Armstrong, Toftenham, Morgan og Cochrane. Aðeins einn atvinnumaður verður I norska landsliðinu I knattspyrnu, sem leikur I Evrópuleiknum við Skota á Hampden Park I kvöld — Hallvar Thoresen hjá Twente f Hollandi. Aðra fengu norskir ekki lausa m.a. Roger Albertsen hjá Haag. Tom Jacobsen og Jan Birkelund leika f kvöld en voru ekki með f jafnteflisleiknum 1—1 við Belgfu. Norska liðið verður þannig skipað. T.R. Jacobsen, Pedersen, Birkelund, Kordahl, Gröndalen, Aas, Johansen, Tom Jacobsen, Thoresen, Marthisen og Okland. Skozki landsliðseinvaldurinn Jock Stein hefur valið sitt fyrsta landslið. Það er þannig skipað. Markvörður Stewart Middlesbrough, bakverðir Donachie, Man. City og Frank Gray, Leeds. Miðverðir Martin Buchan og Gordon McQueen, Man. Utd. Framverðir. Archie Gemmill, Nottm. Forest, fyrir- liði, Asa Hartford, Man. City og Graeme Souness, Liverpool. Framherjar, Kenny Dalglish, Liverpool, Andy Gray, Aston Villa og Arthur Graham, Leeds. Þorbjörn Jensson skorar fyrsta mark Islandsmeistara Vals. Ragnar Árnason, 14, og Halldór Sigurðsson koma engum vörnum við. DB-mynd Bjarnleifur Skotland sigraði Noreg 5—1 f Evrópukeppni landsliða, leikmenn 21 árs eða yngri, f Edinborg f gær. á heimsmeistaramótinu ífimleikum Marfa litla Filatova frá Sovétrfkjunum, sem hreif íslenzka áhorfendur I Laugardalshöll f ágúst 1976 ásamt nokkrum öðrum ólympfukeppendum sovézkum, sem komu hér við á heimleið frá Montreal, skyggði á drottningu fimleikanna, Nadiu Comaneci, Rúmenfu, á heimsmeistarakeppninni f Strassborg f Frakklandi f gær. Það var f sveitakeppninni f fim- leikum kvenna — og önnur sovézk stúlka, nær óþekkt utan Sovétrfkjanna, Natalia Shaposhnikova, fékk einnig hærri ein- kunnir en sú rúmenska. Ólympíumeistarinn Nadia Comaneci, sem er 14 ára gömul, fékk sjö sinnum hámarkseinkum á ólympíuleikunum í Montreal, fékk hæst 9.75 af 10 mögulegum í gær. Nadia hefur breytzt mjög á þessum tveimur árum — úr stúlkubami í undurfagra konu. Varla þekkjanleg lengur frá því hún lék listir sínar í Montreal. Hækkað um 10 sentimetra, þyngst og þroskazt á allan hátt. Snilld hennar er enn stórkostleg. Ekki sömu fífldjörfu brögðin en þokkafyllri — oft rafmögnuð. En Filatova og Gertrude Eberle, Rúmeniu, hlutu hærri ein- kunnir í æfingunum i gær. Þær hlutu 9.9 af 10 mögulegum í gólfæfingum og á slá. Þá fékk Shaposhnikova 9.9 fyrir æfingar á tvislá. 1 sveitakeppni var staðan þannig eftir æfingarnar í gær: l.Sovétríkin 194 stig 2. Rúmenía 192.25 3. Austur-Þýzkaland 191.10 4. Ungverjaland 189.05 5. Tékkóslóvakia 188.30 6. Bandaríkin 187.05 7. Japan 185.20 Talsvert var um mótmæli i gær. Rúmensku fararstjórarnir voru óánægðir með einkunnir, sem Comaneci hlaut. Rúm- ensku keppendurnir á Evrópumeistaramótinu í Prag í fyrra hættu keppni og héldu heim, þar sem forráðamenn rúmensku keppendanna töldu að hlutdrægni gætti. Mótmæli þeirra í gær í Strassborg voru tekin til greina í sambandi við einkunnir tveggja stúlkna frá Rúmeníu — Maririelu Neascu og Theodoru Ungureanu. Það var i gólfæfingum. Þeim var slegiö á frest í 15 mínútur meðan dómaramir fóru yfir sjónvarps- myndir af æfingum þessara stúlkna. Eftir það voru einkunnir þeirra hækkaðar um 0.5 stig. Maria Filatova lagði áhorfendur að fótum sér. Sýndi frá- bæra snilld. Hún hlaut gullverðlaun í sveitakeppninni á ólympíuleikunum í Montreal en var ekki framarlega þar i ein- staklingskeppninni. Hins vegar hefur henni farið mikið fram síðan og í fyrra sigraði hún í heimsbikarkeppninni. Virðist stefna í stórafrek á mótinu í Strassborg. Óskaflíkur úr mokkaskinni sem njóta vinsœlda víða um heim bjóðast nú í nýju glœsilegu úrvali lita og sniða á heimamark■ aði. Því ekki að slá til núna? Hvort sem hugurinn girnist sportlegan loðbryddaðan stuttjakka eða íburðarmikla kápu með loðkraga úr refa- eða þvottabjarnarskinni að eigin ósk. Við bjóðum viðgerðarþjónustu og leið- beiningar um meðferð. Hagstœtt verð og greiðsluskilmálar. Sjón er sögu rikari á útsölustöðum okkar í Reykjavík: Torginu, Kápunni, Herra- ríki og Rammagerðinni. Plakat Skinnastofur Sambandsins Bongames - Akureyri Þróttur vann Mánudagskvöldið 23. okt. voru leiknir úrslitaleikir I karla- og kvennaflokki. Kepptu þar Uð Þróttar og íþróttafélag Stúdenta I báðum flokkum. ÚrsUt: Mf. kvenna Þróttur—ÍS 3—0 Hrinun 15-8,15-12,15—11. Mf. karla Þróttur — ÍS 3—1. Hrinur. 13-15,15-3,18-16,17-15. Þróttur varð þvi Reykjavfkurmeistari 1978 bæði i karla- og kvennaflokki. Hundalíf stúlkan við endann trja- göngunum Ný framhaldssaga, sem hefur verið kvikniynduð með Jodie Foster í aðalhlutverki 12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 13 i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.